Ísland
Ísland! farsældafrón
og hagsælda, hrímhvíta móðir!
Hvar er þín fornaldarfrægð,
frelsið og manndáðin best?
Allt er í heiminum hverfult
og stund þíns fegursta frama
lýsir sem leiftur um nótt
langt fram á horfinni öld.
Landið var fagurt og frítt
og fannhvítir jöklanna tindar,
himinninn heiður og blár,
hafið var skínandi bjart.
Þá komu feðurnir frægu
og frjálsræðishetjurnar góðu
austan um hyldýpishaf,
hingað í sælunnar reit.
Reistu sér byggðir og bú
í blómguðu dalanna skauti,
ukust að íþrótt og frægð,
undu svo glaðir við sitt.
Hátt á eldhrauni upp,
þar sem ennþá Öxará rennur
ofan í Almannagjá,
alþingið feðranna stóð.
Þar stóð hann Þorgeir á þingi,
er við trúnni var tekið af lýði.
Þar komu Gissur og Geir,
Gunnar, Héðinn og Njáll.
Þá riðu hetjur um héruð,
og skrautbúin skip fyrir landi
fluttu með fríðasta lið,
færandi varninginn heim.
Það er svo bágt að standa í stað,
og mönnunum munar
annaðhvort aftur á bak
ellegar nokkuð á leið.
Hvað er þá orðið okkar starf
í sex hundruð sumur?
Höfum við gengið til góðs
götuna fram eftir veg?
Landið er fagurt og frítt
og fannhvítir jöklanna tindar,
himinninn heiður og blár,
hafið er skínandi bjart.
En á eldhrauni upp,
þar sem ennþá Öxará rennur
ofan í Almannagjá,
alþing er horfið á braut.
Nú er hún Snorrabúð stekkur,
og lyngið á lögbergi helga
blánar af berjum hvert ár,
börnum og hröfnum að leik.
Ó, þér unglinga fjöld
og Íslands fullorðnu synir!
Svona er feðranna frægð
fallin í gleymsku og dá!
Jónas Hallgrímsson
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Spaugilegt, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:16 | Facebook
Athugasemdir
Davíð hefur talað
Hólmdís Hjartardóttir, 19.9.2008 kl. 13:09
Ég veit ekki hvað skal segja um hann Davíð. Mér finnst þegar ég hlusta á hann að það vanti einhverjar víddir inn í málflutninginn og það markist af því að hann sé meira að tala af trúarsannfæringu heldur en skynsemi og víðsýni. Þar að auki finnst mér einhvern veginn ekki rétt að hann setji sig í þetta hlutverk sem birtist í þessu viðtali, hann talar eins og hann sé enn í forsætisráðherrahlutverkinu, eins og ég skrifa hér á undan: þetta er fyrst og fremst pólitísk trúarsannfæringarræða.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 17:45
Að tjá sig þykir mér þreytt,
um þennan blessaða mann.
Orð því alls ekki neitt,
ætla að segja um hann!
Magnús Geir Guðmundsson, 19.9.2008 kl. 22:20
...þetta ljóð, rosalegt, það hreyf mig aftur í tímann, þegar ég var um tvítugt að vinna á Hrafnistu þar var kona alveg í sínum eigin heimi...en allan daginn fór hún með þetta ljóð og aldrei hef ég heyrt nokkurn fara eins flott með ljóð og þessa konu sem var langt yfir 100 ára, afar tilkomumukið hjá henni, hún var sko Íslendingur í húð og hár. Það er víst Davíð líka, haha.
Góða helgi.
alva (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 01:16
Davíð hefur fengið klippingu og nýja hárgreiðslu. Ætli verði eitthvað gert með þessa setningu hans: "Ísland er skuldlaust land". Kannski í næsta áramótaskaupi. Að vextir muni lækka þegar verðbólgan lækkar....af hverju voru stýrivextirnir þá ekki lægri þegar verðbólgan var lægri? Mér hefur alltaf fundist Davíð vera stórlega ofmetinn stjórnmálamaður.
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 08:53
Við erum góðum málum meðan vinstrisinnaðar öfgakonur eins og Hanna Lára eru minnihlutahópur sem enginn tekur mark á.
Óðinn Þórisson, 20.9.2008 kl. 09:21
Óðinn, hver er þessi Hanna Lára?
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 20.9.2008 kl. 10:03
Tekur einhver mark á Óðni Þórissyni? Mér skilst að hundarnir mígi utan í hann.
Þorsteinn Briem, 20.9.2008 kl. 10:03
Vinstri eða hægri sé ekki hvert þú sækir það Óðinn. Hinsvegar ætla ég að vona að skynsemisröddum eins og hennar Láru Hönnu fari frekar fjölgandi en hitt. Held reyndar að sem betur fer sé það að gerast og ekki ótrúlegt að hvað hún Lára Hanna er dugleg og klár sé að hjálpa uppá sakirnar. Það óhætt að segja að betra sé seint en aldrei.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 20.9.2008 kl. 12:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.