Lengi lifi lýðræðið! - Hverju mótmælum við?

Féll einhver fyrir föstudagssmjörklípu Geirs og Ingibjargar Sólrúnar? Ég held ekki. Fólk er farið að sjá í gegnum blekkinguna. Blaðamannafundir þeirra síðdegis á föstudögum sýna svo ekki verður um villst að þau eru hrædd við laugardagsmótmælin. Þau halda fund klukkan fjögur eða fimm á föstudögum til að stinga dúsu upp í fólk í þeirri von að færri mæti á Austurvöll daginn eftir og til að fjölmiðlar hafi ekki tíma til að rannsaka hvað um ræðir. Kannski er þetta að ráði hins norska hernaðarsérfræðings Glitnis, hver veit? Lítum aðeins á orðalagið hjá þeim samkvæmt fréttum RÚV og lesið þetta í leiðinni:

"Umdeildum lögum um laun æðstu ráðamanna landsins verður breytt..." Lagabreytingar þurfa að fara í gegnum Alþingi. Hvernig geta þau fullyrt fyrirfram að þær breytingar gangi í gegn eins og samkomulagið í stjórnarflokkunum er þessa dagana? Er ekki þingræði hér... eða hvað?

"Því verður beint til kjararáðs að laun embættismanna, ráðherra og þingmanna verði tímabundið lækkuð." Það á að beina til kjararáðs... Hver segir að kjararáð fari eftir því? Er það ekki sjálfstætt og engu(m) háð? Þau afsaka sig að minnsta kosti með því þegar launin þeirra eru HÆKKUÐ.

"Loks á að hvetja hálaunahópa hjá ríkinu til að taka á sig tímabundnar launalækkanir." Hvetja hálaunahópa... jamm. Mjög líklegt til árangurs. Á þessum síðustu og verstu verðbólgutímum bíður fólk í röðum eftir að láta lækka launin sín! Er það ekki?

Hér er fréttin þar sem þetta kom fram.

Og hér er svo umfjöllun fréttastofu RÚV og Kastljóss um hernaðaráætlun stjórnvalda eftir efnahagshrunið. Hvernig norski hernaðarsérfræðingurinn, starfsmaður Glitnis í Noregi, skipulagði hlutina með það fyrir augum að almenningur fengi sem minnst að vita og fjölmiðlar hefðu engan tíma til að útbúa þó það sem var sagt - og alls ekki að sannreyna eða rannsaka nokkurn skapaðan hlut. Lýðræði í aksjón? Ég legg til að ALLIR fjölmiðlar taki sig saman og mæti ekki á næsta föstudagsfund. Ef ég væri fjölmiðill væri ég brjáluð yfir því að láta spila svona með mig!

 

Hér er frétt um hvernig útlán bankanna til eignarhaldsfélaga hækkuðu ótrúlega hratt og voru orðin tvöfalt eigið fé þeirra í haust. Er búið að handtaka mennina sem stóðu að þessum fjársvikum og ollu þar með hruni bankanna? Hefur einhver verið látinn axla ábyrgð? Ó, nei, en það er búið að handtaka piltinn sem dró Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu um daginn. Þvílík forgangsröð réttlætisins!

Hér er verulega athyglisvert myndband sem G. Pétur Matthíasson, fyrrverandi fréttamaður á RÚV, setti á bloggið sitt í gær sem sýnir hann reyna að taka viðtal við Geir H. Haarde í janúar 2007. Lesið pistil G. Péturs hér. Í honum kristallast viðhorf ráðamanna og vandi fréttamanna. "Heldurðu að maður þurfi að svara öllu röfli sem upp kemur í þjóðfélaginu..." segir maðurinn sem kallaði mótmælendur skríl. Hann var fjármálaráðherra þjóðarinnar í aðdraganda efnahagshrunsins og er ennþá forsætisráðherra. Hann hefur ekki axlað neina ábyrgð á sínum þætti í efnahagshruninu - en er þó æðsti yfirmaður efnahagsmála á Íslandi.

Hver ætli axli ábyrgð á því sem hér kemur fram? Þetta er ekkert minna en skelfileg framtíðarsýn!

Og hér er myndband sem sýnt var í Kastljósi í kvöld. Hér sést að Íslendingum er ekki alls varnað þegar kemur að því að verjast, mótmæla og sýna samstöðu. En betur má ef duga skal, gott fólk! Stöndum með sjálfum okkur og afkomendum okkar - NÚNA!

Er ástæða til að mæta á mótmælin á Austurvelli klukkan 15 í dag? Hefur einhver axlað ábyrgð á örlögum heillar þjóðar? Finnst fólki að beita þurfi ráðamenn þrýstingi? Mætum öll á Austurvöll klukkan þrjú í dag! Látum rödd okkar heyrast og sýnum afstöðu okkar með nærverunni. Þetta eru friðsamleg en ákveðin mótmæli - og mjög þörf. Lesið þennan pistil - og þennan... Beitið gagnrýnni hugsun og berjist fyrir ykkur, börnin ykkar og barnabörnin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ takk Lára Hanna mín.  Það er svo rosalega gott að fá alla þessa samantekt hér, og sjá nákvæmlega það sem maður sjálfur er að hugsa.  Ef ég gæti myndi ég mæta á Austurvöll á morgun og mótmæla.  Ég er því miður á öðru landshorni á á ekki heimangengt, en ég vil að það komi fram að allt sem verður sagt á fundinum á morgun í þessa veru er sagt í mínu nafni líka. Munið að gefa pláss fyrir okkur hin, sem ekki komumst, en erum með ykkur í anda.  Og vonandi verður líka aftur útvarpað frá fundinum eins og síðast, því það var gott að upplifa samstöðuna, frábærar ræður og finna að við erum ein heild burt séð frá nokkrum ofbeldissinnum, sem vilja troða sjálfum sér niður í kokið á okkur. Björgunarleiðangur hvað? Við viljum fá að bjarga okkur sjálf, takk fyrir, án ykkar afskipta heilaga ríkisstjórn, þ.e. Ingibjörg og Geir, þið einfaldlega eruð ómerkingungar og við VILJUM YKKUR EKKI.  TAKK FYRIR.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.11.2008 kl. 03:51

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Frábærara samantektir hjá þér.

Ég var ánægður með þennan fostudagsfund þó aðeins væri um hænuskref að ræða, þar sem þessir föstudagsfundir þeirra ISG og Geirs eru ljós vitnisburður um að laugardagsmótmælin eru að skila árangri þó hvert skref sé heldur smátt. Í raun fer ISG ekkert leynt með að þessir fundir séu viðbrögð við laugardagsmótmælunum og það er bara gott mál. Við viljum öll framar öðru sjá árangur af ómakinu.

Mörg hænuskref geta orðið heil ferð.

Helgi Jóhann Hauksson, 22.11.2008 kl. 04:31

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Á meðan þessi ríkisstjórn sefur áfram á ráðherrastólunum sínum og dreifir svefnryki yfir íslenskt samfélag þá stórversnar ástandið dag frá degi. Ástandið var slæmt í byrjun október en það hefur stórum versnað síðan! Vöknum öll sem eitt og stöndum þétt saman til að koma þeirri sanngirniskröfu í gegn að þessi gereyðingarstjórn rými til fyrir hæfari einstaklingum. Ef það gerist ekki þá á ástandið aðeins eftir að versna enn meira! Ég spyr hefur einhver þolinmæði til að leyfa því að viðgangast

Það verður líka ganga á Akureyri kl 15:00 eða á sama tíma og fundurinn á Austurvelli. Gengið verður frá Samkomuhúsinu inn á Ráðhústorg þar sem fluttar verða ræður.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.11.2008 kl. 05:35

4 Smámynd: Heidi Strand

Flott samantekt af skelfilegu ástandi. þetta er allt hneyksli og ráðgjöf norðmannsins felur í sér hvernig stjórnvöld getur verið í feluleik við þjóð sina.

Mætum öll á Austurvelli í dag kl. 15

Heidi Strand, 22.11.2008 kl. 06:59

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Takk Lára Hanna mín fyrir þína óeigingjörnu vinnu. Hvar værum við á þín og þinna bloggfærslna?? Samantektin af mótmælunum sem sýnd var í kastljósi fær tárin fram í augun á mér. Ég hugsa aftur í tímann..bara svona tvo mánuði aftur í tímann og horfi svo á myndbandið og hugsa hvað verður EFTIR tvo mánuði?? Hvar verðum við þá?? Hvað ætlum við lengi að líða stjórnarfrar sem er í sjálfu sér fasismi?? Og hvað mun taka langan tíma fyrir þjóðina að átta sig á hvað fer hér fram?? Sjáumst ÖLL á Austurvelli í dag og á Borgarafundinum á mánudagskvöld..og og og....bara hvar sem við getum staðið saman og bylt núverandi spillingaröflum.  Við hvern föstudagsfund skötuhjúanna verð ég ákveðnari að mæta á motmælin...

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.11.2008 kl. 08:04

6 Smámynd: Þórir Kjartansson

Takk fyrir þessar upprifjanir Lára Hanna.  Þetta er nákvæmlega það sem þarf að gera og  fráttamenn ættu að nýta sér meira. Af nógu er að taka, sem sýnir skammsýnina og blinduna sem réði ferðinni hjá ráðamönnum og bröskurum allt til dagsins þegar allt hrundi.  Einnig mætti sýna varnaðarorð þeirra sem vöruðu við og sáu fyrir hvert stefndi. Þeir uppskáru að vera kallaðir öfundarmenn, svartsýnisseggir, nöldrarar og að vera bara alltaf á móti. 

Þórir Kjartansson, 22.11.2008 kl. 08:26

7 Smámynd: Skúli Sigurðsson

Það eru mikil vísindi í þessum samtektum hjá þér. Hvað málstað ert þú að verja. Þú hlýtur að gera þér grein fyrir að það er ekki auðvelt að sigla skútunni í gengum þennan brimskafl.  Á stjórnarheimilun er enginn hræddur við mótmæli, það er réttur hvers og eins að mótmæla en fréttaflutningur af þessum mótmælum hefur einkennst af myndum af nokkrum krökkum sem hafa gengið fram með eggjakasti og skrílslátum. Ekki eru þetta þau mótmæli sem þú vilt sjá.? Þessi ríkisstjórn á að sitja út kjörtímabilið, við höfum ekki tíma né forsendur til að kjósa núna.

Vildum við ekki láta breyta eftirlaunafrumvarpinu? Og var það ekki gert!

Ég tek undir það að kjararáð verður að taka tillit til þess umhverfis sem við búum í í dag.

Skúli Sigurðsson, 22.11.2008 kl. 09:39

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir mig Lára Hanna.

Sjáumst á Austurvelli kl. 15:00 í dag!

Sigrún Jónsdóttir, 22.11.2008 kl. 10:00

9 Smámynd: Sigurður Hrellir

Takk fyrir frábæra samantekt að venju og krækjuna. Nú eru það óháðir fjölmiðlar sem gilda eins og síðan þín, Smugan, Nei, Októberhópurinn og þessi hrikalega samantekt.

Ég verð að játa að mér líkaði illa samantekt Kastljóssins um mótmælin að undanförnu. Með því að gera e-s konar tónlistarmyndband með svipmyndum frá mótmælum þar sem boðskapur og reiði fólks kemst ekki til skila, finnst mér ríkisfjölmiðillinn enn eina ferðina gera sig sekan um að standa með stjórnvöldum. Það verður athyglisvert að sjá hvort RÚV-Sjónvarp loksins sendi beint út frá mótmælunum í dag og fundinum á mánudaginn eða hvort klippt útgáfa daginn eftir verði látin duga. 

Sigurður Hrellir, 22.11.2008 kl. 10:23

10 identicon

Ruv.is sýndi fundinn beint á netinu síðasta laugardag. Veit einhver hvernig þetta verður núna ?

útá landi (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 11:25

11 Smámynd: Neddi

Skúli, fréttaflutningurinn af eggjakastinu endurspeglar ekki á nokkurn hátt mótmælin sem verið hafa á Austurvelli síðustu vikur. Þetta eru ekki þau mótmæli sem við viljum sjá enda sjáum við miklu frekar hin raunverulegu mótmæli. Það að einblína á örfáa einstaklinga gefur mjög ranga mynd af mótmælunum. Ef þú vilt raunverulega sjá hvernig mótmælin hafa verið þá skaltu kíkja á myndirnar sem að ég hef tekið þarna síðustu vikur. Þú hlýtur að sjá á þessum myndum að þarna er samankomið fólk af öllum stærðum og gerðum en ekki bara krakkar í með eggjakast og skrílslæti.

Ríkisstjórn sem að er gjörsamlega rúin trausti almennings hefur ekkert með það að gera að sitja út kjörtímabilið. Ég er að vísu sammála þér að það eigi ekki að kjósa núna því kosningar þurfa undirbúning. Helst hefði ég viljað að gerðar yrðu breytingar á kerfinu fyrst þannig að raunverulega þrískipting valds kæmist á. Ráðherrar eiga ekki að vera alþingismenn líka. Það þykir ekki góðs viti í viðskiptum að aðilar sitji báðu megin við borðið þegar að samið er um eitthvað og það sama á við um blessuðu ráðherrana okkar. Þeir eiga ekki bæði að setja lögin og sjá um framkvæmd þeirra. En kosningar í vor er mjög eðlileg krafa. Þjóðin á að fá að velja upp á nýtt þá aðila sem að hún vill að leiði okkur út úr þessu ölduróti. Hún á rétt á því að hafna þeim aðilum sem að komu okkur í ógöngurnar.

Eftirlaunafrumvarpinu hefur ekki verið breytt. Það er hins vegar byrjað að ræða um það. Hvort að alþingi samþykki þær breytingar á svo eftir að koma í ljós. En breytingarnar sem að á að gera ganga ekki nógu langt. Ráðherrar og alþingismenn munu áfram njóta forréttinda þegar að kemur að eftirlaunum. Ef þessir háu herrar á þinginu virkilega vildu lægja óánægjuraddirnar og koma til móts við fólkið í landinu þá væri eftirlaunaósóminn afnuminn með öllu.

Neddi, 22.11.2008 kl. 11:27

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég skildi ekki afhverju þau voru að halda blaðamannafund um þetta smotterí.. sme þau btw eiga að vera löngu búinn að laga.. á síðasta þingi td. 

Ég er búinn að fá upp í kok af Sollu og Samfylkingunni..  hitt hyskið í stjórn er ekki til umræðu atm. 

Óskar Þorkelsson, 22.11.2008 kl. 12:08

13 Smámynd: Steingrímur Helgason

Það viðrar svo sem vel til vælz í Tjöruborginni í dag, mázke maður dragi upp hjarðeðlið í sér.

Steingrímur Helgason, 22.11.2008 kl. 13:02

14 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

http://www.visir.is/article/20081122/FRETTIR01/161309931/-1

Hér stendur að mótmælafundurinn verði sýndur í beinni á Vísi og Stöð 2!

Ertu í Tjöruborg, Steingrímur?

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.11.2008 kl. 13:16

15 Smámynd: Þórbergur Torfason

Ein ábending um efni.

Þegar Davíð Oddsson gekk í salinn á fundinum um daginn, (var það ekki verslunarráðið) veifaði hann í lítillæti sínu til aðdáenda sinna í fundarsal. Á nákvæmlega sama hátt veifaði Diego Armando Maradonna til aðdáenda sinna þegar hann mætti á æfingu argentínska knattspyrnulandsliðsins í Skotlandi um daginn.

Þessir menn eru ákaflega líkir á velli og eru uppfullir af sama lítillætinu.

Lára Hanna eða einhver sem kann þetta. Gaman væri að sjá þessa tvífara hlið við hlið í mynd, heilsa aðdáendum sínum.

Þórbergur Torfason, 22.11.2008 kl. 13:16

16 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Takk enn og aftur fyrir þína samantekt. Frábær. Sjáumst í dag kl. 3.

Rut Sumarliðadóttir, 22.11.2008 kl. 13:45

17 Smámynd: Valgerður Sigurðardóttir

Já eru þessi mótmæli að einhverju leyti til að leysa um reiðina sem ætlar að halda manni í heljargreipum.

Ég var að klára klára að skrifa létta færslu um smá galdra varðandi reiðina og sálarróina.

Valgerður Sigurðardóttir, 22.11.2008 kl. 17:12

18 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þegar talað er niður til þjóðarinnar af viðlíka hroka og Ingibjörg Sólrún gerði á Kópavogsfundinum í dag er ég hræddur. Ég sé ekki fyrir mér "friðsamleg mótmæli" marga fleiri laugardaga í röð. Ingibjörg ræddi um kosningarnar út frá hagsmunum flokksins v.s. hagsmunum þjóðarinnar.

Niðurstaða hennar: Samfylkingin gæti grætt fylgi ef kosið yrði bráðlega. 

Samfylkingin á hinsvegar að hunsa ákall þjóðarinnar um að stjórnin víki.

Samfylkingin verður að halda dauðahaldi í völdin meðan ríkisstjórninnni tekst að verjast voðaverkum sem tengjast vaxandi hatri þjóðarinnar.

Samfylkingin ber svo mikla ábyrgð gagnvart þeirri þjóð sem grátbænir hana um að láta okkur þegnana í friði! 

Árni Gunnarsson, 22.11.2008 kl. 20:45

19 Smámynd: AK-72

Mig langar til þess að benta á tvennt varðandi þessar breytingar á eftirlaunafrumvarpinu. Greinilega á að tryggja það að ef það verði stjórnarskipti á vormisseri, þá munu þau fá samt bitlinga því þetta tekur ekki gildi fyrr en 1. júlí á næsta ári.

Svo hitt, að það hefði verið þeim einstaklega auðvelt að hafa þetta afturvirkt. Það er nefnilega löglegt og hefur veirð úrskurðað um af hálfu dómstóla fyrir nokkru síðan að það sé hægt að svipta eftirlaunaréttindi aftur í tímann. Það var í máli nookkura starfsmanna Seðlabankans sem voru einmitt skertir á þann hátt, þeir fóru í mál við ríkið og dómstólar úrskurðuðu að þetta væri í góðu lagi. Eigum við kannski öll að senda þingmönnum bréf með þessari ábendingu?

AK-72, 22.11.2008 kl. 21:11

20 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Ingibjörg Sólrún og Geir eru að benda á að það gengur ekki að sleppa stýrinu á þjóðarskútunni í miðjum stormi og stórsjó.  það gildir einu hvað fólk er reitt og svekkt.  Það eru ekki betri kostir í stöðunni. 

Það er ekki nothæf áhöfn til að taka við a.m.k. ekki í liði stjórnar andstöðunnar.

Að fara í kosningabaráttu næstu mánuði væri nett bilun. 

Tryggvi L. Skjaldarson, 22.11.2008 kl. 21:27

21 identicon

    IGS er orðin politisk öndunarvel fyrir sjallanna.

Hörður Mar Karlsson (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 21:30

22 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Frábær líking hjá Herði!!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 22.11.2008 kl. 21:34

23 identicon

Bravó Lára Hanna. Takk takk.

Kristín Jónsdóttir (IP-tala skráð) 22.11.2008 kl. 22:32

24 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Takk fyrir þessa samantekt Lára Hanna og allar hinar.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 23.11.2008 kl. 01:13

25 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.11.2008 kl. 01:18

26 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk takk

Hólmdís Hjartardóttir, 23.11.2008 kl. 01:25

27 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Öndunarvélar fara ekki í manngreiningarálit.

Sigurður Þórðarson, 23.11.2008 kl. 01:49

28 Smámynd: Tiger

  Þú klikkar aldrei á smáatriðunum Lára Hanna, alger snillingur stelpuskott! Ef maður er í minnsta vafa um eitthvað tengt landi eða þjóð - nú eða náttúrunni og tala nú ekki um spillinguna - þá fær maður skýrustu upplýsingarnar hér hjá þér ætíð - og það á mannamáli. ...

Þakka kærlega fyrir mig hér núna - sem og svo oft áður. Þú Rokkar Feitt stelpa!

Knús í helgarrestina þína og hafðu yndislegan sunnudaginn!

Tiger, 23.11.2008 kl. 01:59

29 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir mig

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.11.2008 kl. 02:00

30 identicon

Afnám eftirlaunaóþverrans felst í frumvarpi sem Valgerður Bjarnadóttir og nokkrir félagar hennar lögðu fram á síðasta þingi. Þess vegna kallar Valgerður frumvarp þeirra Geirs og Ingibjargar  - með réttu - kattarþvott. Í því síðarnefnda felst endurtekning eftirlaunaóþverrans. Ekki afnám.

Ingibjörgu og Geir virðist fyrirmunað skilja einfalda kröfu um jafnrétti. Það ætlar að kosta mikið átak að slíta þessi forréttindi út úr kjaftinum á flokksformönnunum.

Alltaf þegar skriður virtist ætla að komast á frumvarp Valgerðar á síðast þingi var Ingibjörg mætt í fjölmiðla og þóttist vilja ganga lengra. Skerða þyrfti réttindin afturvirkt. Það var bara til þess að þvæla málið, svo sem sjá má á boðuðu frumvarpi hennar og Geirs gungu.

Frumvarp Valgerðar gerði einmitt ráð fyrir að skerðingin yrið ekki afturvirk - TIL ÞESS AÐ NÁ FRAM JAFNRÉTT ! 

Í greinargerð með frumvarpi Valgerðar segir:

“Áhöld hafa verið um hvort eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar verndi þau réttindi sem fólk hefur áunnið sér eða fengið samkvæmt hinum umdeildu lögum. Til að forðast að málið lendi í sjálfheldu málalenginga á grundvelli formsatriða, svo sem tengsla eignarréttarákvæða við löggjöfina frá 2003, er gert ráð fyrir að áunnin réttindi samkvæmt hinum umdeildu lögum skuli í engu skert.”

Þar kemur líka fram hvað “afnám eftirlaunaósómans” þýðir:

“Markmiðið með flutningi frumvarpsins er að alþingismenn, ráðherrar og hæstaréttardómarar njóti sömu lífeyriskjara og ríkisstarfsmenn, en búi ekki við sérstök forréttindi [...].”

Það var meira er hinn heillum horfni formaður jafnaðarmannaflokks Íslands gat þolað. Jafnréttissinninn Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. 

Þau í þingflokki Vg. hafa á yfirstandandi þingi lagt fram frumvarp nokkuð samhljóða því sem Valgerður lagði fram. Þingflokkurinn mætti hafa hærra um það. Miklu hærra.

Rómverji (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 21:50

31 identicon

Til hamingju með daginn Lára Hanna

 kveðja, Guðbjörg Bragad

Guðbjörg Bragadóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband