Silfur dagsins - í lit

Svona er Silfur dagsins. Nú skil ég betur hvernig heyrnarlausum líður þegar þeir horfa á t.d. beinar útsendingar í sjónvarpi sem er í sjálfu sér fróðlegt. Þeir sem vilja æfa sig enn betur í varalestri geta prófað fréttirnar, Spaugstofuna og Gott kvöld frá í gær hér. Allt hljóðlaust ennþá.

En ég get ekki haft neina skoðun á því sem þarna var sagt því ég kann ekki varalestur. Ég er ekki viss um að þeir hjá RÚV séu búnir að átta sig á því hve margir treysta á útsendingar á netinu því þar virðist ekki vera vefvakt á kvöldin og um helgar.

Vettvangur dagsins 1 - Margrét, Gunnar, Haukur Már, Sigríður

 Vettvangur dagsins 2 - Sigríður Ingibjörg og Gunnar Axel

Ég held að það sé tilgangslaust að setja meira inn að sinni. Set þáttinn inn þegar búið er að laga þetta. Þeir mega þó eiga það hjá RÚV að netútsendingar eru ennþá í lit.

Viðbót:  Nokkrum mínútum eftir að ég birti færsluna var hljóðið komið á netútsendinguna þannig að síðustu tíu mínúturnar eða svo eru með hljóði. Einnig er komið hljóð á a.m.k. fréttir gærkvöldsins. Ég er mjög þakklát.

_________________________________________

Viðbót 2:  Mér barst tölvupóstur kl. 13:41 í dag og ég var rétt í þessu að fá heimild bréfritara til að birta innihald póstsins hér:

Sæl Lára Hanna

Þakka þér kærlega fyrir frábæra bloggsíðu. Þú stendur þig betur en bæði RÚV og 365 til samans.

Ég bý í Asíu og næ nánast aldrei að horfa á íslenskt efni vegna gallaðra útsendinga. Þetta er ömurlegt alveg. Nú þegar Silfrið er í gangi þá get ég séð mynd en fæ ekkert hljóð. Hélt fyrst að þetta væri tölvan mín og fór í bæinn á internetstofu og það var það sama.

Það ganga hamfarir yfir heima og maður er rosalega einangraður svona úti og treystir á RÚV og að þeir geri manni kleift að fylgjast með en svo er ekki. Ég er brjálaður alveg og þetta kostar alveg helling því maður verður að frá fréttir og fær þá símleiðis sem er ekki það sama og geta hlustað og horft.

Ég treysti því að þú framsendir þetta á starfsmenn RÚV. Það eru ömurlegt að ná ekki svona grunnþjónustu á tímum sem þessu. Geturðu gefið mér upp e-mail hjá einhverjum þungavigtarmanni hjá RÚV sem myndi láta sig þetta varða?

Ég veit um fólk sem er að reyna senda póst á kerfisstjóra RÚV víðsvegar úr heiminum til að gera athugarsemd við lélega þjónustu og  það fær póstinn strax aftur í hausinn. Maðurinn tekur ekki einu sinni við póstinum!

Hvað er í gangi? Ótrúlega lélegt og til háborinnar skammar.

Með vinsemd og virðingu,
Friðrik

 ________________________________________________


Því er við þetta að bæta að RÚV er í miklu fjársvelti og hefur líklega ekki bolmagn til að veita betri þjónustu. Það er stutt síðan þar gekk yfir niðurskurður, uppsagnir og samdráttur. Mér finnst að í svona ástandi sem nú er í þjóðfélaginu sé ekki vanþörf á að efla ríkisfjölmiðilinn og leyfa honum að starfa óáreittum fyrir pólitísku valdi og þrýstingi. RÚV er fjölmiðill allrar þjóðarinnar og yfirvöldum ber að haga málum þannig að hann geti gegnt skyldu sinni gagnvart almenningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já takk fyrir að vekja athygli á þessu... Ætlaði einmitt að horfa á Silfrið í beinni á netinu og ég bara heyrði ekki neitt....

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 14:01

2 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ég er líka frekar slök í varalestri!!

Rut Sumarliðadóttir, 23.11.2008 kl. 14:06

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Gott Silfur og framför hjá Agli að „sleppa“ pólitíkusum þennan daginn...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 23.11.2008 kl. 14:42

4 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Þetta er idjótískt...... Ég horfi á myndina hjá þér og hljóðið fæ ég á rúv en enga mynd.

Ævar Rafn Kjartansson, 23.11.2008 kl. 15:03

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég skrifaði rúv í gærkvöldi og benti á þetta og hafði svo samband fyrir hádegi í dag. sú sem svaraði kannaðist við vandamálið og það var verið að vinna í því.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 23.11.2008 kl. 15:14

6 Smámynd: Atli Hermannsson.

Þetta var frábært Silfur og hafði ég þann hátt eins og venjulega að skipta yfir á plús og náði því seinnihlutanum tvisvar. Þá mun ég venju samkvæmt hlusta á hann endurtekinn í kvöld.

Bara eitt varðandi þörfina á að kjósa sem fyrst; Það er ákaflega brýnt að allt það frábæra fólk sem kveðið hefur sér hljóðs að undanförnu verði virkjað. Það er t.d. meira en nóg af hæfileikafólki í bloggheimum sem myndi sóma sér miklu betur en þorri þeirra sem sitja á Alþingi í dag. Það hefur nefnilega ekkert uppá sig að kjósa til þess eins að riðla lítilsháttar goggunarröðinni frá því sem nú er. 

Atli Hermannsson., 23.11.2008 kl. 15:17

7 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Jamm, hann Bjarne hérna til dæmis, Eva "Vændisverndari" og sonur hennar Haukur, nafni hans Haraldsson, Sturla bílstjóri og fleira gott fólk væri alveg hreint tilvalið að taka við af liðinu sem nú situr!?

En í alvöru talað, er endilega víst að ef kosið yrði til dæmis í vor, að eftirspurn nýrra krafta eftir þingsætum yrði svo mikil?

Spurning um að fá sér bara upptökugræju við gamla góða viðtækið frú LH, fyrst ekki er á netið að treysta!?

Magnús Geir Guðmundsson, 23.11.2008 kl. 15:34

8 Smámynd: Atli Hermannsson.

"En í alvöru talað, er endilega víst að ef kosið yrði til dæmis í vor, að eftirspurn nýrra krafta eftir þingsætum yrði svo mikil?"

Magnús Geir, ég veit ekki hvort eftirspurn verði mikil... sennilega ekki. En það verður að kynda undir og reyna að hafa áhrif á það að framboð frambærilegra kandídata, hvar í flokki sem þeir standa, verði sem mest í von um að hlutfall sjálfhverfra moðhausa minnki.   

Atli Hermannsson., 23.11.2008 kl. 16:55

9 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta var svona í allan gærdag og ekki heyrðist púst í neinu. Veit ekki hvort menn hafa lagað þetta, en m+er finnst ótrúlegt annað en að einhver hafi kvartað.  Raddlaus útsending Valdhafa. Er það merkingin á RUV í dag?

Jón Steinar Ragnarsson, 23.11.2008 kl. 18:02

10 Smámynd: Neddi

Hljóðið er komið á Silfrið núna.

Neddi, 23.11.2008 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband