27.11.2008
Hér er ræðan umdeilda
Katrín er hér að tjá sig sem einstaklingur en ekki fulltrúi HR eða nemenda. Þetta er fáránleg aðför að bæði Katrínu og málfrelsinu og samnemendum hennar til lítils sóma.
Ræða Katrínar ekki tekin út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Spaugilegt, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hún stóð sig fjandi vel í ræðunni. Kraftmikill og skorinort. Það er ábyggilega einhverjir öfundssjúkir einstaklingar sem standa fyrir þessu og rollur sem fyljga á eftir. Ég hvet stelpuna til þess að hald áfram.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 27.11.2008 kl. 13:12
Konan stóð sig frábærlega vel! Kannski of vel fyrir öfundarmennina? hvað veit maður. Búningur þeirra (öfundarmanna/kvenna) Getur oft verið bísna "menntaður"
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 13:16
Best af öllu var þegar hún fjallaði um GRÓÐærið sáluga
Beturvitringur, 27.11.2008 kl. 13:34
Sæl Lára,
Einar (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 13:47
Löngun til ritskoðunar er greinilega að hrjá suma við skólann.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.11.2008 kl. 13:56
Við verðum að vona að Einar nái ekki prófi, ekki líst mér á að fá einn þröngsýnisgemlinginn í viðbót í lögfræðina nóg er nú af þeim samt. Það eru ekki miklir bógar sem ekki geta svarað fyrir sig. Úr því að Einar og hans félagar eru komnir svo langt í náminu að þeir geti fullyrt hvað er ekki í stjórnarskránni, ættu þeir að geta bent á það rétta í henni. En nei, það virðist hafa gleymst að kenna þeim, að svara með rökum ( nema þeir geti ekki lært það) hvað veit ég ?. Heldur haga þeir sér eins og keipakrakkar og vilja bara láta henda þessu út. Þeir hafa sennilega drukkið í sig ritskoðunarstefnu ákveðins manns.Ég ofan fyrir stjórnendum HR svona eiga stjórnendur að vera.
Ari Guðmar Hallgrímsson, 27.11.2008 kl. 14:04
Á auðvitað að vera: Ég tek ofan fyrir stjórnendum H.R.
Ari Guðmar Hallgrímsson, 27.11.2008 kl. 14:05
Það mun enn ríkja málfrelsi í landinu og gerum því ekki lítið úr sauðkindinni sem afrekaði það forðum að éta allan skóg á Íslandi milli fjalls og fjöru. Geri aðrir betur.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 27.11.2008 kl. 14:18
GRÓÐæri og HAGRÆÐING ríkisstjórnarinnar og margir aðrir skemmtilegir og öflugir punktar í ræðu hjá hnátunni.
HR á heiður skilið að standa við lýðræði einstaklingsins, en þeir mættu jafnvel bæta um betur og setja ofaní við þessa aulanema. Þessir nemar haga sér eins of ofdekraðir krakkar sem vilja stjórna foreldrunum, án þess að hafa vit til þess.
Ekki gef ég þessum nemum háa einkun.
nicejerk, 27.11.2008 kl. 14:44
Katrín var frábær og talaði fyrir marga á fundinum að mínu viti.
Rut Sumarliðadóttir, 27.11.2008 kl. 15:00
KATRÍN ODDSDÓTTIR. "ÞÚ ERT EINSTÖK, ÞÚ ERT HUGRÖKK, ÞÚ ERT MANNVINUR"
Hef bæði hlustað á og lesið ræðu Katrínar. Katrín Oddsdóttir hefur fært þjóð okkar dýrmæta gjöf. Tíminn mun leiða í ljós hversu mjög dýrmæt þessi gjöf er. Allir brautryðjendur hafa þurft að ganga í gegnum nákvæmlega sömu hluti og Katrín gerir nú.
ENGINN EFI Í MÍNUM HUGA, AÐ KATRÍN Á EFTIR AÐ VERÐA EIN AF ÞEIM SEM VERÐA TILKALLAÐIR, ÞEGAR ALLT ER KOMIÐ Í KALDAKOL.
Ingibjörg SoS, 27.11.2008 kl. 16:20
Ef Katrín hefði haldið innblásna ræðu um nýfrjálshyggju og árið væri 2007 hefðu þessir pabbadrengir ekki látið lögfræðileg álitamál trufla sig, svo mikið er víst. Það sem raunverulega er að hrjá þá er ekki orðstír HR heldur óttinn við það að valdastrúktúrinn í þjóðfélaginu sé að taka kollsteypu. Þeir ættu líka að einbeita sér að námsefninu og undirbúa sig undir það að dómarastaða við hæstarétt verður ekki eitthvað sem maður fær úthlutað vegna fjölskyldutengsla eða flokkshollustu.
Sigurður Hrellir, 27.11.2008 kl. 16:29
Katrín var flott. Strákarnir sem skrifa í moggann í dag eru methallærislegir.
Sigurður Hrellir: þetta er rétt hjá þér um árið 2007, þar var annað til umræðu. Hér er blogg sem lýsir menningu HR nemendafélaga í gróðærinu þegar lífið gekk út á að svolgra í sig úr bjórdollum. Sjá bloggið
TUBORG útilegan
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 27.11.2008 kl. 16:39
Sæll Ari,
Í morgunblaðinu í dag birtist grein eftir 4 samnemendur mína við lagadeild Háskólans í Reykjavík ( http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=1257134 ). Þar fara þeir yfir þau atriði sem að Katrín fjallar um er varða stjórnarskrá lýðveldisins Íslands.
Kennari við Háskólann í Reykjavík gagnrýndi Forseta Íslands núna um daginn. HR sá sig þá knúinn til þess að senda frá sér yfirlýsingu um að sjónarmið hans endurspegluðu ekki skoðanir skólans. Afhverju gerir hann það ekki nú?
Það getur ekki talist gott fyrir ímynd skólans þegar að dúx af lagadeild hans heldur ræðu, sem sjónvarpað er beint á Ríkissjónvarpinu, sem uppfull er af rangfærslum og rangtúlkun á stjórnarskránni. Hún var jú að læra stjórnskipunarrétt við skólann.
Svo vil ég enn og aftur ítreka að það er enginn sem heldur því fram að hún megi ekki tjá sig. Þetta er áskorun á Háskólann í Reykjavík af nemendum hans. Þeir sjá sig knúna til að tjá sig um það að það sem Katrín heldur fram er ekki það sem kennt er við lagadeild Háskóla Reykjavíkur.
Einar (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 16:53
Einar. Kennari við Háskólann í Reykjavík sem gagnrýndi Forseta Íslands, og HR sá sig þá knúinn til þess að senda frá sér yfirlýsingu um að sjónarmið hans endurspegluðu ekki skoðanir skólans. Þetta er ekki sambærilegt(hef ekki lesið þessa yfirlýsingu). Kennarinn "vinnur" hjá HR. Katrín er "nemi". Katrín má vera mannleg, eins og við öll hin, og eiga eftir eitthvað ólært(tel mig ekki hæfa að meta hvað eða hvort hún hafi farið rangt með lögfræðilega). Eitt er hún þó mjög augljóslega með á hreinu. Nokkuð sem engin menntastofnun býður upp á að læra. -
RÍKA RÉTTLÆTISKENND OG EINLÆGA ÁST OG UMHYGGJUSEMI ÞJÓÐ OKKAR TIL HANDA. HVENÆR Í ANDSKOTANUM ÆTLAR STÓR HLUTI ÞJÓÐARINNAR AÐ HUNDSKAST TIL AÐ VIÐURKENNA VANMÁTT SINN OG "LOFA GÓÐUM HLUTUM AÐ GERAST"
Ingibjörg SoS, 27.11.2008 kl. 17:28
Þar sem ég er ekki gáfnaljós í lögfræði vil ég lýsa því yfir að ég næ ekki að átta mig á því hvort hér er um lögfræðileg álitamál að ræða, eða hvort að meint "stjórnarskrárbrot" kunni að einhverju leiti að stafa af öfund út í dúxinn sem hélt ræðuna.
Magnús Sigurðsson, 27.11.2008 kl. 17:43
Síðan hvenær hefur lögfræðimenntuðu fólki verið meinað að túlka lögin, ég hélt einmitt að það væri nánast aðalstarfi lögfræðimenntaðs fólks, hvaðan sem það hefur menntað sig. Katrín var með beinskeytta ræðu og stóð sig vel. Nemendur sem andmæla túlkun hennar eru líka í öllum rétti til þess. Stjórn skólans hefur tekið afstöðu - og að mínu viti rétta. Málið dautt!
Anna Karlsdóttir, 27.11.2008 kl. 18:20
Sjálfsagt er að gagnrýna en færa þarf rök fyrir skoðunum sínum. Mosi renndi yfir þessa grein fjórmenninganna og auðvitað er sitt lítið af hverju sem finna má að í máli Katrínar. En hún flutti mál sitt af þvílíkum krafti að unun var á að hlýða. Og allir viðstaddir voru greinilega agndofa yfir flutning hennar og sannfæringu.
Við eigum ekki að láta smávegis tittlingaskít draga úr mótmælunum, takmarkið hlýtur að vera að knýja ríkisstjórnina að efna til nýrra kosninga enda höfum viðmisst ríkisstjórnina eins og hún leggur sig ofan í keldu og hún er ekki á leiðinni upp úr henni.
Mosi
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 27.11.2008 kl. 18:42
Þegar ég las þessa frétt um snilldarræðuna mundi ég aftur um Janteloven.
http://en.wikipedia.org/wiki/Jante_Law
Heidi Strand, 27.11.2008 kl. 19:05
Þvílíkir erkihálvitar. Ég hefði haldið að það væri stjórnarskrárbrot og brot á mannréttindasáttmála ESB að vera svona vitlaus. Núna eru þeir búnir að sjá til þess að hver einasti íslendingur sem ekki hafði heyrt ræðuna er búin að því núna og þeir sem ætluðu að fjarlægja hana svo engin gæti séð. Bókabrennur er liðin tíð og það er sama hvað þessir kórdrengir Íhaldsins sperra sig þá geta þeir aldrei breytt því að þessi ræða var flutt hvort sem einhver var sammála henni eða ekki. Hitler vitlausi reyndi að eyða gögnum í Frakklandi varðandi uppgjöf Þjóðverja 1918 svo þetta hefur verið margreynt. Ótrúlegt að þessir drengir skuli vera í háskóla. Það segir meira um HR en ræða Katrínar. Annars tek ég ofan fyrir þeim sem stjórna skólanum. Þeir gera eins og við hin. Hlægja að þessum heimskupörum. Mæli með að þessir drengir verði látnir sitja eftir næstu viku og læra um skoðanafrelsi, tjáningafrelsi, ritfrelsi, prentfrelsi og skipta sér ekki af því sem þeim kemur ekki við.
Víðir Benediktsson, 27.11.2008 kl. 21:23
Mikið er eg sammála Láru Hönnu, Þetta er aðför, bæði að Katrínu og málfrelsinu.
Vilhjálmur (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 21:24
Mér er nokk sama hvort hún sé nemendi í lögum hér eða þar. Ég get tekið undir margt af því sem hún segir, en ég er ekki sammála þessu með valdaránið. Þar fannst mér hún ganga of langt.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 21:25
Getur verið að þeir sem gera þessa aðför að Katrínu tilheyri allir sama flokknum? Getur verið að þeir séu að gegna „trúnaðarstörfum“ fyrir hann? Svona líkt eins og Páll Magnússon, útvarpsstjóri gegn fyrrum fréttamanni sínum?
Hvaðan koma þessi rök um að það rýri trúverðugleika lagadeildar HR að skólinn skuli birta ræðu Katrínar á heimasíðu sinni? Ég trúi ekki að nein lagadeild vilji vera þekkt fyrir einræktun eða heilaþvott. Síðast þegar ég vissi var gagnrýnin hugsun eitt af því sem íslenskir háskólar leggja áherslu á að nemendur viðhafi í hvívetna.
Hvort sem skólinn er sammála öllu sem hún segir eða ekki þá komst hún í fjölmiðla og skólinn setti ræðu hennar inn á síðu þess vegna. Það gefur ræðu hennar e.t.v. aukið vægi að hún skuli finnast þar en ég trúi því að fleiri hafi heyrt hana þegar hún var frumflutt eða hlutsti á hana hér á síðunni hennar Láru Hönnu en eiga eftir að rekast á hana á síðu HR.
Ég mæli þess vegna með því að nemendur og aðrir leggi niður þetta skoðanaeinelti og þessa skoðanaþöggun sem er þeim engan vegin til sóma... eða getur verið að umbunin sem var lofað á öðrum stöðum sé svo eftirsóknarverð að slíkum veftyllum verði varpað fyrir róða hennar vegna?
Rakel Sigurgeirsdóttir, 27.11.2008 kl. 21:32
Það eru aldrei tveir lögfræðingar sammála um neitt og því getur túlkun Katrínar verið rétt og þetta er bara ritskoðun a.m. alræðis.
P.s. ræðan var frábær.Gunnar Skúli Ármannsson, 27.11.2008 kl. 22:42
Ég sem er nú almennt nánast óskorað sammála þér Lára Hanna, skil ekki hvernig þú færð það út að athugasemdir við að ræðan hennar sé birt á einkavefsvæði HR sé aðför að málfrelsi???
Mér fannst ræaðn hennar mögnuð og kraftmikil. Set engu að síður við það spurningamerki að HR taki afstöðu með því að birta ræðuna. Er ekki eðlilegt að menntastofnun gæti fyllsta hlutleysis í öllum málum og haldi pólitík utan við sitt sýsl?? Væri mun eðlilegra ef Katrín fengi þá bara sitt eigið vefsvæði á HR vefnum og birti ræðuna þar.
Frábær ræða, en að mínu mati eiga menntastofnanir að standa utan við deilur og dægurþras og taka ekki afstöðu til utan að komandi mála. Er ekki með því að segja að núverandi ástand skipti okkur ekki öll máli, alls ekki. Er aðeins í þröngri túlkun að velta fyrir mér hlutverki menntastofnunar.
HÍ t.d. mundi aldrei taka opinberlega afstöðu til málefna Vöku og Röskvu. Þau félög hafa alltaf fengið að starfa sjálfstæð.
Baldvin Jónsson, 27.11.2008 kl. 23:17
Ræða Katrínar er í dálki á heimasíðu HR með yfirskriftinni "HR-ingar í fjölmiðlum". Þar eru listaðar ýmsar tilvitnanir í nemendur eða kennara HR í fjölmiðlum en ekki tekin nein afstaða til umfjöllunarefnisins. Enda segir þar: "Hér að neðan er reynt að safna saman og halda til haga framlagi nemenda og starfsmanna Háskólans í Reykjavík til opinberrar umræðu og skoðanaskipta í fjölmiðlum... Rétt er að árétta að allar skoðanir sem settar eru fram af nemendum og sérfræðingum HR eru á þeirra ábyrgð og endurspegla ekki afstöðu skólans eða stefnu hans." Þetta er mjög skýr yfirlýsing og ætti að taka af allan vafa um afstöðu skólans.
Margt er umdeilanlegt í ýmsum fræðum, s.s. lögfræði, hagfræði, viðskiptafræði, tölvunarfræði og fleiri greina sem kenndar eru við HR og ólíðandi að reynt sé að gera ekki öllum jafnhátt undir höfði í þessum fjölmiðlatilvitnunum. Ræða Katrínar vakti mjög mikil viðbrögð, bæði meðal fundargesta á Austurvelli og í fjölmiðlum í framhaldi af því. Katrín varð landsþekkt á einu augabragði.
Ef skólinn myndi taka upp á því að birta sumt og annað ekki - hvernig ætti þá að velja úr? Samkvæmt fræðikenningum, stjórnmálaskoðunum, efnistökum eða... hvað? Ef samnemendur Katrínar eru ekki sáttir við málflutning hennar er það þeirra vandamál. Hún er nemandi í skólanum - hún vakti mikla athygli í fjölmiðlum - eðlilega er hennar getið í téðum dálki á heimasíðu skólans.
Lára Hanna Einarsdóttir, 27.11.2008 kl. 23:33
Ó ég skil þig. Svona er nú gaman að stinga sér í umræðu sem að maður hefur ekki kynnt sér til hlítar
Þetta horfir allt öðruvísi við heldur en ef þetta væri á eigin svæði skólans. Þetta eru s.s. bara taugastrekktir blámanna krakkar eftir allt saman.
Baldvin Jónsson, 27.11.2008 kl. 23:36
Mér þykir það umhugsunarefni þegar fólk lætur staðreyndir og rök lönd og leið... bara af því að þetta var svo flott ræða.
Emil Örn Kristjánsson, 27.11.2008 kl. 23:42
Ég var að reyna að kommentera áðan. Skólinn tekur ekki efnislega afstöðu til ræðunnar þótt hún sé birt.
Stelpan var kröftug og hefur vafalaust vakið einhvern. Mér fannst hún góð þótt ég sé ekki tilbúin að ráðast inn í byggingar og sækja fólk.
Hólmdís Hjartardóttir, 27.11.2008 kl. 23:48
Já, sorglegt þegar vitleysingar taka sig til og reyna að kæfa tjáningarfrelsi, hvort sem er innan skólastofnunar eða á öðrum vettvangi samfélgsins. Þykir mér Katrín vera með eindæmum góður ræðumaður, með mikinn sannfæringarkraft og skýra og rökrétta hugsun. Já, hálf grunar að um öfund einhverra minni spámanna sé að ræða þarna í HR.
Hvet Katrínu til að halda áfram að tala opinberlega, og finna sér starf þar sem hún getur látið gott afsér leiða að loknu námi. Hæfileika og greind hefur hún í ríkum mæli, það er allavega mín skoðun.
Sigfús Austfjörð (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 00:13
Vel uppbyggð ræða.
Rosalega öflugur flutningur. Það verður að segjast.
Einhverjir töfrar líka í túlkun og framsetningu sem fær áheyrendur til að hrífast með. (Erfitt að lýsa nákvælega en það er sjaldgæfur hæfileiki hjá ræðumönnum)
Eg persónulega kannski ekki alveg sammála öllum efnisatriðum en það er annað mál.
En með uppþot 2-3 einstaklinga í HR, þá skil ég það ekkert.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 28.11.2008 kl. 00:41
Ég lít svo á að skipstjóri geti tekið til máls á almennum vettvangi undir starfsheiti án þess að vera talinn hafa verið í umboði stéttarfélagsins. Ég sá það hvergi né heyrði að Katrín hefði tekið til máls fyrir lagadeild HR.
Heimdellingarnir í HR eru búnir að læra fyrstu lexíu Flokksins: Það á ekki að leyfa fólki að hafa erfiðar skoðanir.
Árni Gunnarsson, 28.11.2008 kl. 10:05
Ég er ekki í nokkrum vafa um það að margt í ræðu Katrínar orkaði tvímælis. En ég skil ekkert í þeim nemendum að gera sig að þeim fíflum að vilja ritskoða og stýra því hvaða efni Háskóli Reykjavíkur setur á sína heimasíðu.
Það kemur skýrt fram að tengillinn á ræðu Katrínar var undir liðnum HR-ingar í fjölmiðlum. Sem þýðir einfaldlega að verið er að segja frá því hvað nemendur skólans eru að aðhafast í lífinu. Þetta er ekkert síður aðferð skólans til að auglýsa sjálfan sig, en nemendur sína og allra síst verið að samþykkja allt sem nemandinn segir með þessu.
Þeir nemendur sem skilja þetta ekki og væla í fjölmiðlum eiga ekkert erindi í háskólanám.
Theódór Norðkvist, 28.11.2008 kl. 11:36
Allir sem hlýddu á ræðu Katrínar dáðust að hugrekki hennar og dug. Ræðan var mjög vel flutt, byggð vel upp þó alltaf megi finna að einhverju smávægilegu.
Við skulum minnast þess að frægasta ræða Abrahams Lincolns bandaríkjaforseta, ávarpið sem hann flutti eftir orrustuna við Gettysborg, olli miklu fjaðrafoki á sínum tíma. Sumir nefndu hana hneyksli og jafnvel móðgun við þá sem fórnuðu lífi sínu í þágu þess málstaðar sem þeir börðust fyrir. Í dag er ræðan sú talin bera eins og gull af eyri og er oft vitnað til. Gettysborgarávarpið er ein fyrsta nútímaræðan, fremur stutt,markviss, einstaklega vel sett fram og er oft ræðumönnum góð fyrirmynd.
Sennilega á Katrín Oddsdóttir eftir að marka mikilvægt spor í sögu góðrar ræðumennsku á Íslandi með ræðu sinni s.l. laugardag á Austurvelli.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 28.11.2008 kl. 12:29
Mér finnst það ansi lélegt ef það á ekki að storma inn í Alþingishúsið á morgun eins og var hótað. Þá finnst mér ekkert fútt í þessu lengur, bara eitthvað fólk sem er að prumpa út í loftið. Mikið af þessu fólki getur prumpað hátt enda fullt af lofti.
Bjöggi (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 18:10
Það er nú talsvert fútt í því ef 7000 manns prumpa út í loftið í einu.
Eyjólfur Sturlaugsson, 28.11.2008 kl. 19:54
Ingibjörg Sigurðar og Soffíudóttir þú skrifar
"HVENÆR Í ANDSKOTANUM ÆTLAR STÓR HLUTI ÞJÓÐARINNAR AÐ HUNDSKAST TIL AÐ VIÐURKENNA VANMÁTT SINN OG "LOFA GÓÐUM HLUTUM AÐ GERAST"
Hefur þér nokkuð dottið í hug að kannski sé bara stór hluti þjóðarinnar á annari skoðun um hvað góðir hlutir séu?
Jón Aðalsteinn Jónsson, 29.11.2008 kl. 13:37
Hér í athugasemdum virðist fólk halda að uppi sé ágreiningur um hvernig "túlka" skal stjórnarskrá. Ég vil benda á að það kemur "túlkun" stjórnarskrár ekkert við þegar samnemendur Katrínar benda kurteislega á að það er hrein firra að halda því fram að íslensk stjórnvöld hafi brotið á eignarrétti landsmanna þegar sjóðasparnaður í einkafyrirtækjum tapaðist að hluta. Einnig er það út í hött, sem fram kemur í ræðu Katrínar, að það ógni á einhvern hátt tjáningarfrelsi að dómsmálaráðherra tjái sig um störf blaðamanns. Svona eins og það væri engin ógnun við tjáningarfrelsi ef dómsmálaráðherra mætti ekki tjá sig!
http://mwezi.blogspot.com/2008/11/stjrnskipunarrttarkennsla-vi-hr.html
http://mwezi.blogspot.com/2008/11/stolt-og-glei-sklans-mns.html
http://mwezi.blogspot.com/2008/11/tjningarrttur-og-srfringar.html
Á ofangreindum vefslóðum má nálgast þann rökstuðning sem einhver kallaði eftir hér í athugasemdunum. Enginn nemenda HR hafði nokkuð út á Katrínu að setja, en hins vegar höfðu nemendur heilmikið út á það að setja þegar skólinn ákvað að hýsa á sinni síðu ræðu þar sem lögbrotum er hótað og snúið svo mjög út úr stjórnarskrá að það kallast skáldskapur en ekki túlkun.
Og það má kannski taka það fram að ég gegni engum trúnaðarstörfum fyrir neinn flokk, eins og einhver samsæriskenningasmiðurinn hafði imprað á í athugasemdunum hér.
Máni Atlason (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 03:53
Lögfræði í Háskólanum í Reykjavík er léleg.... Háskóli Íslands er 10 sinnum betri!!! Hættiði nú að spá í þessari fjandans kreppu og fariði að gera eitthvað uppbyggilegt...þetta er að draga alla í þunglyndi.
P.S. þessi katrín er eitthvað klikkuð! ég myndi aldrei fara á stefnumót með henni. Hún étur pottþétt börn í morgunmat.
steini (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 16:25
Ræðan hennar var hugsanlega skörulega flutt. En innihaldslega var hún tóm tjara og sýndi skelfilega vanþekkingu hennar á þeirri fræðigrein sem hún stundar. Hún hefur hins vegar sama rétt til að vera vitnaði í sem nemanda við HR og aðrir nemendur við þann skóla. Þegar hún tjáir sig opinberlega sem nemanda í lögfræði við HR verður hún hins vegar að geta tekið gagnrýni og að þær kröfur séu gerðar til hennar að hún sýni lágmarks þekkingu á sínum fræðum.
Annars hef ég sett fram mína skoðun á http://kisilius.blog.is/blog/kisilius/entry/730251/
Jens Ólafsson, 30.11.2008 kl. 20:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.