28.11.2008
Veruleikinn tekur skáldsögum fram
Eru fleiri en ég að verða uppgefnir á skáldsögunni veruleikanum? Hann er svo ótrúlegur að það jaðrar við vitfirringu. Skítamokstrinum linnir ekki og sífellt fjölgar sukk- og spillingarmálunum. Ef einhver hefði skrifað þessa sögu sem við erum að upplifa fyrir nokkrum árum, jafnvel nokkrum mánuðum, hefðum við ekki trúað einu einasta orði og flokkað sem skáldsögu eða fáránleika.
Um daginn birti ég myndband sem kallað var "Stórustu pissudúkkur í heimi" og var viðtal við blaðamann sem stýrði rannsóknarhóp sem fór í saumana á viðskiptum nokkurra af íslensku útrásarbarónunum og hlaut bágt fyrir hjá íslenskum bönkum og stjórnvöldum. Höfundur myndbandsins, Arnar Steinþórsson, hefur nú unnið úr því efni sem hann átti og útbúið 5 myndbönd í viðbót. Hér eru þau öll - að Pissudúkkunum meðtöldum - samtals 6. Þau eru mislöng en öll úr sama viðtalinu og með íslenskum texta.
Stórustu pissudúkkur í heimi - Peningahringrás
Rússagull
Lík í lestinni
Ísland lokast
Ekstrablaðið - Kaupþing
Pólitíkin dansar með útrásinni
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Stórustu pissudúkkur í heimi. Þetta er bara gamla góða íslenska aðferðin. Aðal íslenskra stjórnmálamanna. Að þegja þar til gagnrýnendur gefast upp. Svo gleymist málið. Jón og Sigurður og Bjarn og öll útrásarklíkan hefur lært þetta líka.
Rómverji (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 16:42
Gagnlegt væri, ef einhver tæki saman lista yfir þann mikla fjölda landeigna hér innanlands, sem „út/innrásarvíkingar“ hafa keypt undanfarin ár, ýmist í eigin nafni eða fjölskyldumeðlima. Sá listi verður gagnlegur í eignaupptökunni og endurgreiðslu til þjóðarinnar...
Ásgeir Kristinn Lárusson, 28.11.2008 kl. 17:10
Það eru allar kýr dýr en það eru ekki öll dýr kýr.
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 28.11.2008 kl. 20:03
Það hafa allir íslendingar vitað það lengi lengi lengi að ísland er úldið í gegn, menn bara gerðu ekki neitt á meðan þeir sem sköpuðu ýlduna leyfðu mönnum að fá meira og meira lánað til þess að hengja sig betur og betur.
Brostu ekki allir með sjálfum sér þegar við vorum á toppnum yfir minnst spilltu lönd í heimi :)
DoctorE (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 20:12
Hverju vilt þú ná fram Lára Hanna?
Kreppa Alkadóttir., 28.11.2008 kl. 20:38
Ég var í Danmörku þegar þessir greinar birtist í Extrabladet. Það var fróðleg lesning. Í dag trúi ég á hverja einasta orði.
Mætum öll á Austurvelli á morgun.
Heidi Strand, 28.11.2008 kl. 22:25
ÞEGAR ÉG VIL FRETTIR AF ÁSTANDINU FLETTI ÉG sILFUR EGILS UPP OG SÍÐAN LÁRU (ÞÉR)
ER ALVEG HÆTT AÐ LESA FJÖLMIÐLA FRÉTTABLAÐSINS OG MOGGANS TIL DÆMIS!
TAKK!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 28.11.2008 kl. 23:38
Ath. vert
Arnþór Ragnarsson, 29.11.2008 kl. 00:35
Það var sérstaklega þrennt sem ég fór að hugsa um eftir að hafa horft á viðtölin. Í fyrsta lagi þagnirnar, þ.e. blaðamönnunum var ekki svarað, bæði ráðherrar og forstöðumenn fjármálafyrirtækja vildu ekkert við þá ræða, eitthvað kannast maður við þetta síðustu 2 mánuði. Annað voru póstkassarnir, þ.e. póstkassafyrirtæki. Þvílík umsvif fyrirtækja að rúmast í einum póstkassa. Til hvers? Var það vegna þess að þau voru bara að nafninu til? Útbúin til að skipta um peninga milli fyrirtækja? Þriðja sem vakti athygli mína og umhugsun var að svo virðist sem íslensk fjármálafyrirtæki, mörg hver, hafi verið að selja og kaupa af hvert öðru og kannski spenna þannig verðmæti fyrirtækjanna upp, þannig að þau litu vel út á pappírum og síðan sönkuðu menn að sér peningum fyrir hlutabréfasölur. Það er eitthvað spúkí við þetta allt saman. Einnig verð ég vör við hálfgerðan ótta eins og hjá Bjarne hér að ofan, þ.e. ótta við að rannsaka eða skoða mál sem tengjast Rússum vegna þess að eitthvað gæti komið fyrir rannsakendur (eða fjölskyldur þeirra) Betra sé að láta Rússana alveg eiga sig. Minnir á bíómynd. En stjórnvöld hér vilja velta við hverjum steini. Ég er ekki svo viss um að þau finni neitt sérstakt undir þeim steinum, kannski eitthvað smávegis,svona til málamynda. Ég tel, að til að rannsaka fjármálastarfsemi, sem var orðin jafnflókin og hjá útrásarvíkingunum, þá þurfi sérfræðinga sem hugsa eins og þeir og vita hvar á að leita að svörum, ef þau þá fást einhverntímann af einhverju viti. Staðreyndin er bara sú að þjóðin er á hausnum vegna bankaútrásarinnar. Það verður fróðlegt að vita hvaða fréttir verða skammtaðar almenningi þegar rannsókn loks lýkur.
Nína S (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.