Þorvaldur Gylfason í Mannamáli

Sá vísi maður, Þorvaldur Gylfason, var í Mannamáli á Stöð 2 í kvöld. Ég hef birt mörg viðtöl við hann úr Silfrinu og greinar úr blöðum. Hlustum á Þorvald, hann hefur svo margt fram að færa og hér er hann ómyrkur í máli. Ekki vita allir að hann er bróðir Vilmundar sem ég fjallaði um hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er þvílíkur úlfur í sauðagæru, PASSAÐU þig !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 23:00

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þú verður að rökstyðja þessi orð, Gunnlaugur.

Lára Hanna Einarsdóttir, 30.11.2008 kl. 23:05

3 identicon

Ég hef oft spáð í þetta skoðanaleysi sem hrjáir almenna flokksmenn Sjálfstæðisflokksins, þeir bíða þangað til einhver af toppunum hefur talað og svo koma þeir í röðum skósveinarnir og tyggja sömu tugguna, jafnvel gegn betri vitund. Þetta kom t.d. greinilega í ljós þegar Árni Matt réði son Davíðs í feitt dómara embætti. Enginn sagði neitt fyrr en Árni gaf út yfirlýsingu, þá komu álitsgjafarnir út úr holum sínum, og ekki vantaði álitið. Þeir upphófu sönginn um að ekki mætti sonurinn lýða fyrir það að vera sonur Davíðs, en engum datt í hug að spyrja sjálfan sig hvort sonur Davíðs ætti að hagnast á því að vera sonur hans. Einn álisgjafinn kom í Kastljós, kemur þangað reyndar oft og átti voða bágt en varði samt óheiðarleikann. Hvernig stendur á því að menn gera þetta, tala svona gegn betri vitund? Það vissu allir að sonur Davíðs fékk þessa stöðu vegna skyldleikans, en samt komu menn og voru svo óheiðarlegir að segja ráðningu á einhverjum allt öðrum forsendum. Ég myndi aldrei verja þann flokk sem ég styð ef hann myndi haga sér svona, aldrei.

Eins er þetta með þennan Gunnlaug hérna (Athugasemd nr. 1), hann veit auðvitað að Þorvaldur fer ekki með neina vitleysu, en vegna þess að hann vill þóknast flokknum, þá gerir hann lítið úr orðum Gylfa með von um að sá sem ekki veit betur trúi því að Þorvaldur sé ekki trúverðugur. Þetta er óheiðarleiki sjálfstæðisflokksins í allri sinni mynd, og mikið djöfull er maður orðinn leiður á þessu. Svona eru Sjálfstæðismenn búnir að haga sér eins og t.d. þetta með það hvort skattar hafi hækkað eða lækkað á síðastliðnum áratug. OECD hefur staðfest hið gagnstæða. Það vissu reyndar allir sem nenntu að standa í því að kynna sér málið, að skattar á Íslandi höfðu hækkað á lægstu tekjur og jafnvel millitekjur, en með því að halda hinu gagnstæða fram aftur og aftur, þá tókst þeim að villa um fyrir fólki, sérstaklega fyrir kosningar. Maður hitti verkafólk sem kaus Sjálfstæðisflokkinn og í hroka sínum sagði það að skattar hefðu ekkert hækkað, já talandi um að skjóta sig í lappirnar. Það er nóg komið af óheiðarleika.

Valsól (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 23:47

4 identicon

Ha Gunnlaugur? Er hann verri en Davíð? og Geir og Solla og Framsóknar elítan? Varla. Ertu kanski kvóta kóngur?

Það væri fróðlegt ef einhver kunnáttumaður myndi útskýra það fyrir okkur alþýðumönnum nákvæmlega. út á hvað kosninga laga kenningar  Gylfa bróður hans, gengu út á. Og hvernig þær gætu hugnast okkur. Til að tryggja að líðræðið lifi hér áfram. Hvernig flokkaklíkan, verður best kveðin niður og fólk kosið til ábyrgðar.

Því mín trú er sú, að hér verður hvorki líðræði í reynd. Né friður og bræðralag ríkjandi á milli manna  fyrr en svo er.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 23:54

5 Smámynd: Hörður Hilmarsson

Það var gott að hlusta á Þorvald Gylfason í Mannamáli Sigmundar í kvöld, eins og ávallt undanfarið. Þorvaldur fór einnig á kostum á borgarafundinum í Háskólabíói s.l. mánudagskvöld og er klárlega maður sem margir vilja sjá í mikilvægu embætti sem allra fyrst. Við höfum ekki efni á því að hafa svona mann á kantinum. Hann á að vera í framlínunni.

Aðventukveðja

Hörður

Hörður Hilmarsson, 30.11.2008 kl. 23:59

6 identicon

Athyglisvert að sjá tenginguna frá Hannesi Hafstein til okkar daga. Þessi sambúð stjórnmála, banka og viðskipta hefur greinilega aldrei kunnað góðri lukku að stýra. Einnig er athyglisvert að heyra það sem Þorvaldur segir um áætlun IMF og ríkisstjórnar, sem Seðlabankinn virðist samþykkja með hundshaus - að hún hafi í sér fólgna vonarneista. Ég held að gagnrýnendur Þorvaldar ættu að koma með meira en upphrópanir og persónugerninga. Lausnarleiðir, takk fyrir! Það gerir þó Þorvaldur.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 00:04

7 identicon

Varðandi ættir Þorvaldar:

Gylfi Þ. Gíslason (prófessor í hagfræði og ráðherra), var pabbi þeirra Þorvaldar, +Vilmundar og  +Þorsteins (heimspekingur)

Bróðir Gylfa var Vilhjálmur Þ. (rektor Verslunarskólans, útvarps- og Þjóðleikhússtjóri), sem átti Þór (fv. hæstaréttadómari), sr. Auði Eir og Yrsu Ingibjörgu

Faðir Gylfa og Vilhjálms var Þorstein Gíslason, útgefandi.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 00:11

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég horfði og hlustaði á Þorvald og hann er svo sannarlega að segja okkur umbúðalaust í hvernig samfélagi við búum. Og að fara með okkur allt aftur til Hannesar Hafstein er alveg með ólíkindum og að lesa fyrir okkur úr ritgerð eftir Sigurð Norðdal frá 1929 sem hefði þess vegna getað verið frá þessu ári.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.12.2008 kl. 01:47

9 Smámynd: Ingibjörg SoS

Takk fyrir þetta, Lára Hanna. Finn að ég mun sofna rótt eftir að hafa horft
og hlustað. - Missti af þessum þætti. Guði sé lof fyrir heilbrigða
einstaklinga eins og Þorvald.

Hjartans þakkir, frábær eins og þú ert, Lára Hanna.

Þjóðveldis og alltumvefjandi samstöðukveðju,

Ingibjörg

Ingibjörg SoS, 1.12.2008 kl. 01:55

10 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér líst alveg ágætlega á Þorvald Gylfason, hann virðist vera í lagi. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.12.2008 kl. 02:05

11 Smámynd: Katrín Linda Óskarsdóttir

Þrátt fyrir að Þorvaldur sé vel gefinn og kominn af góðu fólki (einhverjir hafa séð ástæðu til þess að blanda ætterni hans við "gáfur" "tal" hans ..... og því að hann hafi svo afskaplega mikið til málanna að leggja í núverandi ástandi, þá efast ég. ÉG efast ekki um að Þorvaldur sé vel gefinn maður og vel ættaður. EN ég efast um að málflutningur hans sé heiðarlegur. Kannski er hann bara að skara eld að eigin köku og vill komast í eitthvert embætti sjálfur ... kannski væri það gott EN væri ekki betra ef hann bara biðist til þess í óeigingirni sinni og gáfuskap, að bjóðast til þess að aðstoða núverandi ráðamenn í þessu ófermdarástandi sem við erum í? ......

Katrín Linda Óskarsdóttir, 1.12.2008 kl. 02:06

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Til hamingju með "þúveisthvað" UNGA sprund!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.12.2008 kl. 02:19

13 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Hva, ertu farin að fá hótanir á síðuna? Mætir bræður burtséð frá ætterni þeirra en margt líkt með þeim.

Rut Sumarliðadóttir, 1.12.2008 kl. 11:31

14 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jæja Lára Hanna. Þar kom að því . Færð hótun inn á síðuna þína!! Hef svo sem ekki sannreynt hvort þessi maður heitir Gunnlaugur Ingvarsson. Hann er óskráður hér á blogginu en þetta er alvarlegt og slæmt þegar fólki með rökstuðning fyrir öllu er hótað.  Smá skilaboð til Katrinar Lindar. Þorvaldur Gylfason hefur marg oft bent stjórnvöldum á leiðir og hann er sá maður sem oftast hefur verið tilbúinn að gefa ráð. Það er bara einn Davíð sem ræður og handbendi hans í gegnum tíðina, sem nú eru Geir og Ingibjörg, hafa ekki haft kjark til að þiggja ráð hans.

Haraldur Bjarnason, 1.12.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband