Afmælisboð 1. desember - hvað allir athugi!

1. desember er flottur afmælisdagur. Ég veit allt um það, því það er afmælisdagurinn minn. Þegar ég var lítil stelpa voru það forréttindi fyrir afmælisbarn að geta ævinlega haldið upp á afmælið sitt á sjálfan afmælisdaginn. Það gat ég, allir krakkar áttu frí í skólanum og gátu mætt í boðið OG... best af öllu - það var alltaf flaggað fyrir mér - hélt ég. Fram eftir aldri trúði ég því og þegar ég áttaði mig á hinu sanna - að það var ekki beint verið að flagga fyrir mér heldur fullveldinu - fékk ég lauflétt áfall sem stóð þó ekki ýkja lengi yfir, ef ég man rétt. En ég ákvað af lítillæti mínu að deila deginum með því. Það var fín tilfinning og ég var ekki mjög gömul þegar ég skildi þýðingu þessa dags.

Í dag ætla ég (ásamt fleirum) að bjóða í afmæli og ég vona að sem flestir mæti. Fullveldið okkar verður 90 ára - ég er aðeins yngri. En við höldum saman upp á daginn eins og venjulega, fullveldið, Rósa Guðna (jafnaldra mín), Rás 2 (25 ára krakki) og ég. En í þetta sinn er það ekki boð í heimahúsi með lítilli kók í glerflösku og lakkrísröri, súkkulaðiköku með kertum og stórkostlegum skreytingum eftir listamanninn Einar Jens, föðurbróður minn... heldur risastór þjóðfundur á Arnarhóli klukkan þrjú - á hefðbundnum afmælisveislutíma. Það verða haldnar ræður og allt. Kannski ekki beint í tilefni af mínu afmæli... en það gerir ekkert til vegna þess að alvörutilefnið er miklu, miklu mikilvægara.

Mætið í afmælið, gangið út af vinnustaðnum, standið með sjálfum ykkur, börnunum ykkar og barnabörnunum, komið og leggið ykkar af mörkum til að gera þennan afmælisdag sem eftirminnilegastan fyrir alla þjóðina (og mig Wink). Oft var þörf en nú er nauðsyn!

Þjóðfundur - fullveldið 90 ára


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég ætla að mæta í afmælisveisluna þína á Arnarhóli á morgun klukkan 15.00.  Ég óska þér innilega til hamingju með afmælið þitt og 90. ára fullveldisafmælið líka

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.12.2008 kl. 02:30

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Til hamingju með afmælið ætla ekki að missa af partýinu

Hólmdís Hjartardóttir, 1.12.2008 kl. 02:31

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég hlakka til þess að heyra aftur í Lárusi Páli hann flutti magnaða ræðu á Austurvelli fyrir nokkrum vikum

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.12.2008 kl. 02:32

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með afmælið Lára Hanna  Ég þakka gott boð og mun að sjálfsögðu mæta

Sigrún Jónsdóttir, 1.12.2008 kl. 02:38

5 identicon

Bestu afmæliskveðjur!!

alva (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 02:40

6 identicon

Bestu afmæliskveðjur til þín.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 03:49

7 Smámynd: Fjóla Björnsdóttir

Innilega til hamingju með daginn og takk fyrir að halda úti þessari frábæru síðu.  Megir þú lengi lifa. 

Fjóla Björnsdóttir, 1.12.2008 kl. 04:48

8 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Happy Birthday Girl !

(ef ég væri jafn flink og þú myndi ég senda þér Steve Wonder lagið sæta, en viltu ekki bara senda þér það sjálf -fyrir mína hönd...)

Bestu kveðjur, HHS

Hildur Helga Sigurðardóttir, 1.12.2008 kl. 04:49

9 identicon

Til hamingju með afmælið.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 06:05

10 Smámynd: Víðir Benediktsson

Til hamingju með daginn. Hér fyrir norðan er ekki hundi út sigandi vegna veðurs.

Víðir Benediktsson, 1.12.2008 kl. 06:31

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með daginn, ég mun mæta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.12.2008 kl. 06:42

12 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Til hamingju með afmælið, kæra Lára Hanna ... frábær dagur, pabbi átti líka afmæli þennan dag.

Guðríður Haraldsdóttir, 1.12.2008 kl. 07:06

13 Smámynd: Sigríður Ásdís Karlsdóttir

Lára Hanna til hamingju með daginn    Vil líka enn og aftur þakka þér fyir bloggsíðuna þína.'Ometanlegt að fylgast með hjá þér.    Baráttukv,á fundinn í dag.        Mvh,Sirrý

Sigríður Ásdís Karlsdóttir, 1.12.2008 kl. 07:49

14 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Til hamingju með daginn ég kæmi pottþétt ef ég væri fyrir sunnan.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 1.12.2008 kl. 07:53

15 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Til hamingju með daginn.  Megir þú fagna afmælinu með fullvalda þjóð um aldur og ævi.

Marinó G. Njálsson, 1.12.2008 kl. 08:27

16 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Til lukku með daginn, Lára Hanna - og við öll!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 1.12.2008 kl. 08:29

17 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Til hamingju Ísland og Lára Hanna!

Emil Hannes Valgeirsson, 1.12.2008 kl. 08:35

18 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Eftir að verða vitni að því ..síðar í dag..að a.m.k 70.000 manns munu mæta til afmælis og krefjast lýðræðis og réttlætis mun ég óska þessari þjóð til hamingju með afmælið og taka hatt minn ofan fyrir henni. En fyrir þér tek ég hatt minn ofan hvern dag og þakka afmælisstelpu fyrir frábært framlag í baráttunni.

Ég bara trúi því ekki fyrr en ég sé það að nú verði ekki gerð bylting...hugarfarsbylting sem felur í sér það að hætta að láta kúga okkur og haga okkur eins og undirgefnir og þægir þrælar meðan við erum rænd aleigunni og ærunni. Ísleningar stöndu upp og tökum til baka valdið okkar og hreinsum út þetta ömurlega sjálfhverfa spillingarlið sem hér ríður húsum eins go illaþefjandi ári. Hreint loft á Arnarhóli í dag. Sjáumst!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.12.2008 kl. 08:58

19 identicon

Til hamingju með daginn Lára Hanna, heill þér, baráttukona!

Takk fyrir allt!

Og þjóð mín: ekki gefast upp í baráttunni; spillingaröflin burt!!!

Fylgist með úr fjarlægð eins og Siggi Ólafs, og verð með ykkur í anda á Arnarhóli.

Mundi (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 09:03

20 Smámynd: Sigurður Jónsson

Til hamingju með daginn stelpa , flott hjá þér að halda uppá það á Arnarhól.

Kveðja Siggi Jóns.

Sigurður Jónsson, 1.12.2008 kl. 09:35

21 Smámynd: Villi Asgeirsson

Til hamingju með afmælið, fullveldi og Lára Hanna! Nú ætla ég að sparka í sófafót með litlu tá af því ég get ekki mætt í afmælið ykkar.

Annars má ég til með að bæta í hóp afmælisbarnanna. Langamma mín, Sigríður Runólfsdóttir, var fædd á þessum degi árið 1899. Hún var allt það sem ég virði við gamla, góða Ísland. Hún var stolt af landinu sínu og þjóðinni, lítillát án þess að þurfa þess, elskulegasta langamma sem hægt er að hugsa sér.

Ég hugsa til ykkar allra í dag.

Villi Asgeirsson, 1.12.2008 kl. 10:01

22 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Já, þetta er mjög sérstakur dagur í dag. Til hamingju með afmælið.

Úrsúla Jünemann, 1.12.2008 kl. 11:14

23 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Rut Sumarliðadóttir, 1.12.2008 kl. 11:24

24 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Innilega til hamingju með afmælið!

Anna Karlsdóttir, 1.12.2008 kl. 11:44

25 identicon

Til hamingju með daginn, og svo allir saman nú!!!

Hermann (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 11:52

26 identicon

Elsku Lára. TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ... enn og aftur :)

Jónína L. (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 12:57

27 Smámynd: Heidi Strand

Til hamingju með daginn. Hittumst á Arnarhóli.

Hurra for deg!

Hurra for deg som fyller ditt år!
Ja, deg vil vi gratulere!
Alle i ring omkring deg vi står,
og se, nå vil vi marsjere,
bukke, nikke, neie, snu oss omkring,
danse for deg med hopp og sprett og spring,
ønske deg av hjertet alle gode ting!
Si meg så, hva vil du mere?

Høyt våre flagg vi svinger. Hurra!
Ja, nå vil vi riktig feste!
Dagen er din, og dagen er bra,
men du er den aller beste!
Se deg om i ringen, hvem du vil ta!
Dans en liten dans med den du helst vil ha!
Vi vil alle sammen svinge oss så glad:
En av oss skal bli den neste!

Tekst: Margrethe Munthe
Melodi: Norsk folketone

Heidi Strand, 1.12.2008 kl. 13:27

28 Smámynd: Þorsteinn Briem

Til hamingju með daginn, Lára mín Hanna!

Þorsteinn Briem, 1.12.2008 kl. 14:06

29 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hjartans hamingjuóskir með daginn Lára Hanna, og kærar þakkir fyrir að standa vörð um landið okkar. - Kemst því miður ekki á Arnarhól en ég verð hjá ykkur í huganum. -

 Baráttukveðjur á Arnarhól. - Burt með eftirlaunaólögin ! Burt með spillingaröflin !  Svo Ísland lifi.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.12.2008 kl. 14:47

30 identicon

Til hamingju með daginn!! 

Verð með ykkur í anda!

Áfram Ísland!

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 15:12

31 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Til hamingju Ísland og Lára Hanna! Vona að það verði fjölmennt í afmælinu ykkar

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.12.2008 kl. 15:52

32 Smámynd: Bragi Ragnarsson

Innilegar hamingjuóskir Lára Hanna.  Þú eldist betur en lýðveldið Ísland.

Bragi Ragnarsson, 1.12.2008 kl. 16:47

33 Smámynd: Himmalingur

Til lukku með daginn!

Himmalingur, 1.12.2008 kl. 17:48

34 identicon

Innilegar hamingjuóskir, bæði með sjálfa þig og fullveldið! Það hefðu nú mun fleiri mátt mæta í boðið á Arnarhóli, en það var að vísu ansi kalt ... Ég kannast við að láta flagga fyrir mér á afmælisdaginn, er sjálf 1. maí-barn! Það er ekki búið að taka þann dag af okkur ennþá, en sjálfsagt vill einhver færa hann til í nafni hagræðis og setja á fyrsta föstudag í maí eða eitthvað svoleiðis ... En mér finnst að það eigi að taka upp aftur almennt frí 1. des., að minnsta kosti ef okkur tekst að halda í fullveldið!

Ragnheiður Gestsdóttir (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 17:53

35 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Til hamingju með afmælið elsku Lára Hanna!!

Sá þig ekki áðan á Arnarhóli......en kommentið þitt mín megin útskýrir það :)

Heiða B. Heiðars, 1.12.2008 kl. 18:02

36 Smámynd: Páll Gröndal

Kæra Lára Hanna

Innilega til hamingju með afmælið! Enn einu sinni langar mig til að senda þér sérstaka kveðju með þakklæti fyrir bloggið þitt. Þú ert frábær!

Páll Gröndal, 1.12.2008 kl. 18:25

37 Smámynd: Eyþór Árnason

Tillykke min veninde.

Eyþór Árnason, 1.12.2008 kl. 19:58

38 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Til hamingju með afmælið.

Haraldur Bjarnason, 1.12.2008 kl. 20:44

39 identicon

Til hamingju með daginn 

romverji (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 20:53

40 Smámynd: Þröstur Unnar

Til hamingju með daginn Lára Hanna.

Þröstur Unnar, 1.12.2008 kl. 20:59

41 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Lítið Afmælis----Bréf til Láru.  Til lukku heilladís með daginn  

og sjónvarpsþjóðin mín með sitt ferkantaða höfuð og bóklestur fyrir jólin, hvað á ég að segja ?  Ekki vera hrædd, því þá verðiði sorgmædd.  Ekkert krapp, meira rapp.  Ekki meiri sálarkreppu, því það veldur andarteppu.  Það er aldrei of kalt til að gera eitthvað svalt, eins og í dag, húrra húrra tífalt fyrir litlu þjóðinni minni inní litlu þjóðinni og uppá Arnarhóli og niðrí Seðlabanka.  Hvað er besta orðið sem rímar við þjóðin ?  Glóðin kannski, því hún glæðir...en annars til lukku Lára í dag og alltaf  

Máni Ragnar Svansson, 1.12.2008 kl. 21:03

42 identicon

Til hamingju með afmælið. Ég vonast til að læra það í jólafríinu hvernig á að blogga, svo ég geti sent þér kveðjur og komment undir flottri mynd af mér og alles.  Mér fannst fínt að ca 5  manns til 2 þúsund (talan er eitthvað á reiki) skyldu hafa mætt á Austurvöll í dag, 1. des, í kulda eins og hann getur orðið í rakanum fyrir sunnan þegar frost er.

Nína S (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 21:06

43 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Seint koma sumir, en koma þó!

Kvæði sínu í kross nú vendir,

karl úr bolta í einum grænum.

Hér mæta kveðju´Maggi sendir,

"MEGABEIBI" í Vesturbænum!

Magnús Geir Guðmundsson, 1.12.2008 kl. 21:11

44 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hamingjuóskir með daginn

Hólmfríður Bjarnadóttir, 1.12.2008 kl. 23:15

45 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Til hamingju með afmælið.. 

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 1.12.2008 kl. 23:49

46 identicon

Enn seinna koma aðrir en koma þó samt.

Góður fundur í dag, sérstaklega fyrir velklædda. Ekki alveg sáttur með suma ræðumenn sem gerðu ESB að umtalsefni. Held að nú þurfi að gera kröfurnar skýrari og betur skilgreindar. Ríkisstjórnin frá, utanþingsstjórn fagmanna, kosningar í vor. Burt með stjórn seðlabanka og FME. Sjálfstæða og öfluga efnahagsbrotalögreglu (efnahagbrotadeild BB er vita gagnslaus).

Til hamingju með daginn og takk fyrir bloggið!

sigurvin (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 00:52

47 Smámynd: Sigurður Hrellir

Til hamingju með daginn baráttukona og heillaóskir frá okkur Elviru.

Sigurður Hrellir, 2.12.2008 kl. 01:04

48 Smámynd: Baldvin Jónsson

Vonandi að þú hafir amk fengið einhversstaðar heitt afmælis kakó í nepjunni í dag. Til hamingju með daginn Lára Hanna og takk fyrir bloggvináttuna hingað til :)

Er afar ánægður með að eiga samskipti við þig hérna og að fá að njóta dugnaðarins þíns við að upplýsa okkur betur.

Nú er bara að smella saman bökum og bjóða fram er það ekki? 

Baldvin Jónsson, 2.12.2008 kl. 01:20

49 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Til hamingju með afmælið þegar ég var lítil þá var flaggað á strætó á afmælinu mínu, bæði Íslenska og Norska fánanum, ég hélt að það væri bara gert mér til heiðurs, það urðu því mikil vonbrigði þegar það rétta kom í ljós.  Mér hefði fundist allt í lagi að þú hefðir fengið  Seðlabankaafsögn í afmælisgjöf, vonandi fáum við hana þá bara í nýjársgjöf, jafnvel jólagjöf.

Sigurveig Eysteins, 2.12.2008 kl. 01:29

50 Smámynd: Tiger

  Hahaha .. úff hvað ég er alltaf seinn eitthvað!

En, hér er ég kominn og óska þér innilega til hamingju með gærdaginn! Því miður missti ég af afmælisveislunni þinni - en ég mæti örugglega í næstu veislu!

Knús og kram í aðventuna þína skottið mitt ..

Tiger, 2.12.2008 kl. 03:32

51 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Til hamingju með afmælisdaginn, Lára Hanna mín þó seint sé. Vonandi var hann ánægjulegur þótt kaldur hafi hann verið.

Óska þér velfarnaðar í öllu og þakka þér skrifin og ekki síst myndböndin. P.s. get ekki sent hjarta en sendi knús og :-D, eva

Eva Benjamínsdóttir, 2.12.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband