Hámark niðurlægingarinnar?

Eða kannski bara Íslandsmet í smekkleysi.

Það er búið að rýja okkur inn að skinni. Gera okkur gjaldþrota, svipta okkur ærunni, leggja orðstír okkar í rúst. Ótta og óöryggi hefur verið troðið upp á þjóðina. Búið er að haga málum þannig að í fyrsta sinn upplifa Íslendingar þá skelfilegu tilfinningu að skammast sín fyrir þjóðerni sitt. Stoltið er í lágmarki eða horfið, landar okkar erlendis verða fyrir aðkasti. Þjóðin er í sárum, við erum ævareið, sár, dofin, gráti nær... og gott betur.

Í erlendum fjölmiðlum lesum við greinar og viðtöl þar sem okkur er ýmist vorkennt eða við verðum fyrir háðsglósum. Það vekur furðu meðal þroskaðra lýðræðisþjóða að enginn hafi verið handtekinn fyrir a.m.k. fjársvik, enginn stjórnmála- eða embættismaður hafi sagt af sér og viðurkennt þannig ábyrgð sína, mótmæli almennings eru svo friðsamleg að útlendingum þykir furðu sæta.

Svo blasir þetta við ferðamönnum sem koma til landsins á Keflavíkurflugvelli. Er hægt að leggjast lægra? Á hvers vegum er þetta? Hvaða snillingur á hvaða auglýsingastofu lét sér detta þetta í hug? Hnuplað héðan.

Ég krefst þess sem Íslendingur með örlítinn snefil af stolti eftir, að þessi lágkúra verði tekin niður nú þegar!

Ísland á hálfvirði


Viðbót:
Auglýsingaspjöldin hafa nú verið tekin niður í Leifsstöð, sjá hér. Ég er þakklát fyrir það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þetta er dapurt.  Ég fæ eiginlega kökk í hálsinn.

Hólmdís Hjartardóttir, 2.12.2008 kl. 02:53

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

 Þessi farsi ætlar ekki að enda, það bætast nýjar uppljóstranir við á hverjum degi.  Ég bara spyr hvað næst???

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.12.2008 kl. 02:55

3 Smámynd: Tiger

Ég er sammála þér - þetta er lágkúra og bara alls ekki einu sinni fyndið hvað þá meir. Ég vona bara að þetta verði fjarlægt hið snarasta.

Tiger, 2.12.2008 kl. 03:36

4 identicon

Tek undir hvert orð, Lára Hanna! Ósóminn eða ósómarnir sem bera ábyrgð á þessum viðbjóði eru líklega heimskari en svo að þeir skilji hvað þeir eru að gera blásaklausu fólki, sjálfum sér, þjóð sinni, landi sínu, menningu sinni. En andskota kornið einhver flokksgæðingur (það fá engir aðrir áhrifastöður á Íslandi) hlýtur að bera ábyrgð á því sem sett er upp á veggi í flugstöðinni. En ábyrgð viðkomandi nær örugglega ekki til þess að þurfa að segja af sér - svoleiðis er bara í útlöndum.

Og já, útlendingar hrista hausinn yfir því hvernig lýðræðið virkar hér og maður verður orðlaus þegar maður er spurður. Ég er farin að hiksta út úr mér að ég hafi haldið að ég byggi í lýðræðisríki en ég hafi bara einfaldlega haft rangt fyrir mér.

Hrukku ekki fleiri en ég við þegar talað var um "óeirðalögregluna" í fréttum í kvöld? Ég hélt satt að segja að þetta orð ætti ekki við hér á landi. Það var grátlegt að sjá "óeirðalögregluna" bak við skildi bak við gler í Seðlabankanum og hinum megin við glerið - ekki á bak við skildi - sat fólk sem veit ekki sitt rjúkandi ráð vegna þess að búið er að kippa undan því fótunum. Þeir þarna á bak við skildina voru með vopnið - táragas og hótuðu að nota það. Súrrealísk?! Nei, ekki nógu sterkt. Þetta er frekar VITFIRRING!  

Helga (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 03:54

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Þetta er algjör sölugræðgislágkúra! Þetta er þeim sem samdi þetta slagorð til mikillar minnkunar að mínu mati og ekki síður þeim sem reka fríhöfnina í Keflavík. Það sem er þó alvarlegast í þessu er sú lítilsvirðing sem býr í því að „selja“ neyð þjóðarinnar með auglýsingu af þessu tagi. Ég tek þess vegna undir það með þér að þetta skilti ætti að fjarlægja strax!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.12.2008 kl. 04:05

6 Smámynd: Víðir Benediktsson

Siðferðið hjá græðgisveitunni hefur ekkert lagast þá allt sé komið á annan endan. Þetta er hinn sanni andi frjálshyggjunnar. Hef gefið þeim ný einkunarorð. Skítt með alla reisn svo fremi að hægt sé að græða peninga.

Víðir Benediktsson, 2.12.2008 kl. 06:49

7 identicon

Græðgisveita -smæðgisveita. Síðast ég man var Fríhöfnin í eigu okkar allra, þá með talin auglýsingin.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 07:20

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Græðgivæðingin er augsýnilega enn á fullu.  Hámark ósvífninnar

Sigrún Jónsdóttir, 2.12.2008 kl. 07:41

9 identicon

ég hélt að þetta væri "prank" eða grín eftir myndvinnslu í Photoshop. Ef þetta er raunin er eðlilegt að einhver taki upp símtólið og ræði við stjórnendur í Leifsstöð og biðji þá um að fjarlægja þetta. Þetta er ekki þeirra einkamál.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 07:53

10 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Vill ekki einhver góður fótósjoppari útbúa auglýsingu, hvar Davíð&Co. eru auglýstir hæstbjóðanda til sölu á Ebay?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 2.12.2008 kl. 08:56

11 identicon

"Íslands óhamingju verður allt að vopni".
Þetta er einstaklega ósmekklegt og verður vonandi fjarlægt hið bráðasta.
Takk fyrir að vekja athygli á þessu, Lára.

Með aðventukveðju

Hörður Hilmarsson

Hörður Hilmarsson (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 09:10

12 identicon

Sendið tölvupóst á:

airport@fle.airport.is

og farið fram á að þessi lágkúra verði fjarlægð. Eftir nokkur hundruð eða þúsundir tölvupósta áttar fólk sig.

Gæti hljómað svona:

Ég vil vinsamlegast fara fram á að sú lágkúra sem sjá má á mynd á þessari vefsíðu:  http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/entry/731653/ verði fjarlægð án tafar. 

Nafn Nafnsson(dóttir)

Baldvin (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 09:19

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Samt eru sjálfstæðismenn með 21% fylgi samkvæmt nýjustu könnunum, og Samfylkingin með yfir 30%  svo spyrja má í leiðinni, er ekki eitthvað mikið að siðferðiskennd hins almenna Íslendings, þetta er að vísu ekki þjóðin ....... en samt. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.12.2008 kl. 09:22

14 Smámynd: Jón Halldór Guðmundsson

Útfliutningsráð hefur árum saman sett pening í að auglýsa Ísland og vel að merkja stuðla að auknum ferðamannastraumi til landsins. Einkum hefur verið reynt að fá hingað ferðamenn í styttri ferðir, eins og kunnugt er.  Stundum hefur farið fyrir brjóstið á mér að þessi markaðssókn ríkisins kemur eingöngu suðvestur horninu til góða.

Fyrir nokkrum árum snerust þessar auglýsingar um að kynna landið sem kynlífsparadís.  Núna er það landið sem er á hálfvirði.  Það fer ekki lenguir í taugarnar á mér að hér er í raun eingöngu verið að markaðssetja suðvestur horn landsins.

Jón Halldór Guðmundsson, 2.12.2008 kl. 09:39

15 identicon

Þetta er dæmigert fyrir undanfarna áratugi þar sem auglýsingastofur og markaðsmenn hafa hannað ímyndarherferðir fyrir auðmenn og fyrirtæki þeirra. Þeir keyptu hreinlega besta fólkið og besta fólkið í þessum geira var allt eyðilagt. Siðferðið á svo lágu plani og sést á þessu að menn lesa ekki rétt í ástandið í þjóðfélaginu. Sjá þessir menn ekki að þjóðin er svo reið að hún vill ráðast inn í opinberar byggingar? Þeir bæta ofaná skömmina trekk í trekk!

Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 09:49

16 identicon

Í fjármálaráðuneytinu situr ráðuneytisstjóri sem hefur orðið sekur um innherjaviðskipti.

Í seðlabankanum situr maður sem hefur rústað trúverðugleika gjaldmiðilsins og landsins með einstrengingslegum athöfnum og persónulegum árásum á þá sem deila ekki skoðunum með honum.

Í stjórnarráðinu situr ríkisstjórn sem getur ekki neitt.

- og þið gefið ykkur tíma og orku í að hneykslast út í auglýsingu?

Hvað í þessari auglýsingu er rangt?

Katrín K. (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 10:02

17 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Nú er hún Snorrabúð stekkur...

Sigurður Ingi Jónsson, 2.12.2008 kl. 10:06

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta snéri við í mér maganum.  Sem gerist reyndar oft á dag.

Arrrrrrrrrrrrrrrrrrr

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.12.2008 kl. 10:09

19 Smámynd: Heiða B. Heiðars

425 0410 Síminn á skrifstofu Fríhafnarinnar

Hún heitir Guðný María sú sem er þar í forsvari. Þar er verið að skoða málið...þe hvort þetta verður tekið niður... í ljósi umræðunnar.

Hún lagði mikla áherslu á að þarna ætti bara við þetta afmarkaða fríhafnarsvæði en viðurkenndi að orðaleikurinn væri byggður utan um nafn landsins og skildi ef fólki sárnaði

Íslenska auglýsingastofan hannar lúkkið og hugmyndavinnuna.

Heiða B. Heiðars, 2.12.2008 kl. 11:01

20 Smámynd: Óskar Þorkelsson

one night stand auglýsingarar voru hér um árið Árni svo það er búið og gert :)

en þetta er auðvitað hámark smekkleysunnar.  

Óskar Þorkelsson, 2.12.2008 kl. 11:03

21 Smámynd: Sigurður Hrellir

Búinn að senda kvörtunarbréf. Annars ætti fólk bara að rífa þetta niður!

Sigurður Hrellir, 2.12.2008 kl. 11:11

22 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Oj barasta, ég er reið! Gott að maður hefur ekki erindi núna inn á flugstöðina.

Úrsúla Jünemann, 2.12.2008 kl. 11:50

23 Smámynd: Jonni

Já smekklaust, en hvar er húmorinn í ykkur landsmenn kærir? Ég skil þetta ekki öðruvísi en góðan og gamaldags smekkleysuhúmor og í raun merki um þá heilbrigði að geta hlegið að sjálfum sér. Við höfum látið stela af okkur peningum en látum ekki taka af okkur húmorinn.

Jonni, 2.12.2008 kl. 11:53

24 identicon

Ég var á Leifstöðinni í gær og þetta sést þegar búið er að fara í gegnum skoðun. Ég stóð í smástund og horfði á þetta, hélt ég væri að lesa eitthvað vitlaust, las aftur hristi höfuðið og spurði sjálfa mig : Á ég nokkuð að vera að koma aftur ?

Lilja (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 12:23

25 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Oj barasta!

Rut Sumarliðadóttir, 2.12.2008 kl. 12:24

26 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Ég sá þetta um daginn og fannst þetta bara fyndið. Ég tók þetta greinilega ekki mikið til mín. Mér fannst þetta segja meira um þa sem sömud auglýsinguna en lesendur hennar!

Anna Karlsdóttir, 2.12.2008 kl. 12:26

27 Smámynd: Kolgrima

Djöfuls ógeð (afsakið orðbragðið)! Er þetta frá sama liðinu og bjó til Flugleiðaauglýsingarnar um lauslátar konur? Er ekki kominn tími til að fá að vita hver gerir svona?

Kolgrima, 2.12.2008 kl. 12:42

28 Smámynd: Kolgrima

Takk, Heiða!

Kolgrima, 2.12.2008 kl. 12:42

29 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ömurlegt. Niður með það, strax!

Það ætti að vera einfaldara að taka niður skilti en að víkja heilli ríkisstjórn frá.

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.12.2008 kl. 13:25

30 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég hringdi í Flugstöðina og kvartaði, ein af mörgum sem það hafa gert. Mér var sagt að málið væri í athugun hjá markaðsnefnd flugsvöðvarinnar.

Ég ætla rétt að vona að skiltið verði fjarlægt.

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.12.2008 kl. 13:50

31 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kolgríma, það var Icelandair sem auglýsti lauslátu stelpurnar í Reykjvavík (eða þannig).

Greta Björg Úlfsdóttir, 2.12.2008 kl. 13:52

32 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Hvað er að ykkur eiginlega, þetta er bara húmor og þetta er gert til að vekja mikla athygli á því að nú sé gósentíð fyrir ferðamanninn og þeir græði á því að versla á Íslandi. Þetta er til þess að styrkja að sjálfsögðu fyrirtækin því það eru þau sem græða á því ef ferðamennirnir sjá sér góðan leik í að versla á Íslandi í dag.

Greinilega menn með viti sem bjuggu til þessa auglýsingu af hverju jú af því auglýsingar eru búnar til með það í huga að aðrir taki eftir þeim brilliant.

Kreppa Alkadóttir., 2.12.2008 kl. 14:57

33 Smámynd: Aliber

Þetta er alger snilld. Hvað á það að þýða að vera svona sár yfir smá gríni? Mér þykir þetta bara gott framtak og gaman þegar fyrirtæki og/eða stofnanir hafa þor til að gera grín af sjálfum sér og sínum. Þetta er rétt hjá þeim líka, krónan er búin að falla um helming og því ekkert rangt við þessa auglýsingu. Ég trúi ekki að fólk sé svo sárt og stolt að það megi ekki auglýsa svona? Ég sé ekkert að þessu. Hættið svo þessari sjálfsvorkun og finnið eitthvað almennilegra til að kvarta yfir!

kveðja

Aliber, 2.12.2008 kl. 14:59

34 identicon

Einhvern veginn hefði ég haldið að "dirty weekend in Iceland" hefði verið meira smekkleysi. Sé heldur ekkert að því að hvetja ferðamenn til að eyða gjaldeyri sínum hérna. Alveg til í að taka á mig þá "niðurlægingu" að við séum að koma illa út úr kreppunni. Ekki eins og það sé eitthvað leyndarmál heldur.

Þórður Ingi (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 15:03

35 identicon

Næsta skref er auðvitað bara að lögleiða vændi svo við getum haft ofan í okkur og á - lögleiðing til að ríkið geti haldið áfram að fá skatta.

Nóg verður víst af túristum.

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 15:12

36 identicon

Okkur vantar gjaldeyri í landið. Þetta er leið til þess enda hafa þessi spjöld stóraukið verslun. En Íslendingar vilja frekar svelta stoltir í sínum tvískinnungi: það má ekki segja það sem satt er og allir vita - jafnvel þó að við græðum á því.

ábs (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 15:54

37 identicon

Kristinn það er búið að LÖGLEIÐA VÆNDI.... bara þriðji aðli má ekki hagnast! 

En er ekki búið mað gjaldeyrishöftum að banna erlendum fjárfestum að fjárfesta í "fyrirtækjum"?

 http://eyjan.is/blog/2008/11/30/bannar-sedlabankinn-nu-erlenda-fjarfestingu-a-islandi-netthjonabu-i-uppnami/

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 16:18

38 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Veit einhver hvort skiltið hangir ennþá uppi?

Greta Björg Úlfsdóttir, 3.12.2008 kl. 18:00

39 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það var tekið niður síðdegis í gær, Greta. Ég bætti þeim upplýsingum við undir myndinni með slóð á frétt mbl.is um það.

Lára Hanna Einarsdóttir, 3.12.2008 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband