Spillingartengsl, pólitísk ábyrgð, skattaskjól og DV

Þetta viðtal Þóru Kristínar við Bjarna Harðarson verða allir að sjá. Þarna staðfestir Bjarni almannaróm og það svo um munar og kallar það alvarlega spillingu. Játar sök á sinn flokk, hvað þá annað.

Það var ekki auðmýktinni fyrir að fara hjá Björgvin G. í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Gott að fá innslagið þegar Björgvin spurði snúðugt: "Hvaða mál eru það sérstaklega"? Heldur hann að fólk hafi SVONA mikið gullfiskaminni?

Þetta var í tíufréttum RÚV í kvöld - hagur af útrásinni lítill og peningum komið undan í erlend skattaskjól. Ísland, eitt landa, hunsaði tilmæli OECD um herta löggjöf. Skyldi þetta mál tengjast því sem Bjarni var að segja? Reyni svo einhver að segja að ábyrgð stjórnvalda sé léttvæg! Það er ansi aum aðgerð að skipta bara út nokkrum ráðherrum!

Svo var fjallað meira um Reynismál Traustasonar og DV í Kastljósi. Fín eftirfylgni og mikið svakalega var ég sammála Þóru Kristínu - í einu og öllu. Hún glansar í hverju málinu á fætur öðru. Agnes Braga og Sigurður G. ræddu þetta mál líka meðal annarra í Íslandi í dag, sjá hér.

 Hér er yfirlýsingin frá Reyni Traustasyni sem þau voru með og vitnuðu í.

Yfirlýsing Reynis Traustasonar

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er farin að taka öllum fréttum með fyrirvara, lygi virðist vera sjálfsögð í dag.  Allir virðast ljúga og fela eitthvað.    Enginn fjölmiðill er undanskilinn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.12.2008 kl. 01:47

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Ég er ánægður með Þóru Kristínu.

Víðir Benediktsson, 17.12.2008 kl. 07:00

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þóra Kristín er sirkabát sú eina sem ég treysti fullkomlega. 

Það er ekki gott þegar svo fátt er orðið um fína drætti í þeim upplýsingum sem liggja fyrir að maður þori ekki að trúa 90% af því sem maður les.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.12.2008 kl. 08:12

4 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Kemur málið einhverjum á óvart lengur, þetta er allt saman einn skítahaugur og angarnir teygja sig alls staðar, fjölmiðlar eru í eign útrásarvíkinga, RÚV eins og það er með örfáum undantekningum. Hvernig eigum við að fá raunsanna mynd af hlutunum. Þetta mál er bara staðfesting á því. Reynir nýtur trausts stjórnarinnar, er þá ekki allt í lagi? Skítt með lesendur og það að Reynir hefur grafið undan trúverðugleika annarra blaðamanna, ef Reynir hvers vegna þá ekki fleiri, held að hann sé ekki sá eini sem er tugtaður til að skrifa það sem herrunum þóknast.

Sem betur fer er til fólk eins og þú Lára sem heldur viðtölum og fréttum til haga, kemur sér vel þegar gullfiskaminnið herjar á okkur.

Rut Sumarliðadóttir, 17.12.2008 kl. 11:27

5 identicon

Ég mæli með að fólk kannski taki sér um klukkustund og horfi á myndina: The Revolution Will Not Be Televise, það er hægt að nálgast hana á video.google.com.

Þetta er dæmi um hverssu öflugir fréttir hafa og hver spillingin er mikil.

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.12.2008 kl. 11:34

6 Smámynd: Anna

Landinn treystir ekki lengur ríkisstjórnini,blaðamönnum eða bönkunum. Hvað tekur svo við þegar traustið er farið. Hverjir ætla að sjá um uppbygginguna.

Anna , 17.12.2008 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband