Leppar og leynifélög - 3. hluti

Búið er að mergsjúga íslenska efnahagskerfið, setja fjármálastofnanir á hausinn og nú blæðir þjóðinni. Ósköpin eru rétt að byrja. Hægt væri að fylla upp í ýmis göt og t.d. reka heilbrigðiskerfið með glans fyrir það fé sem auðjöfrar Íslands hafa stungið undan og liggja nú á eins og ormar á gulli. Þeir sötra kokteila á lystisnekkjum og fara í margra milljóna ævintýraferðir á meðan við hin þurfum að taka á okkur auknar byrðar og þrífa skítinn eftir þá.

Víðast hvar í heiminum sætu allir þessir menn í fangelsi á meðan þáttur þeirra í hruninu væri rannsakaður, eignir þeirra væru frystar og ekki hróflað við neinu fyrr en allt væri komið upp á borðið. En ekki á Íslandi, ónei. Hér sjá yfirvöld ekki ástæðu til þess. Kannski "er ekki hefð fyrir því" frekar en t.d. því að fólk axli ábyrgð, pólitíska eða siðferðilega, á afglöpum sínum.

Leppar og leynifélög - 3. hluti

Til upprifjunar - 2. hluti

 

Og 1. hluti

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Sæl Lára Hanna.

Ég held því miður að þetta fari bara allt úr böndunum á næstunni,það sýnir bara aukinn stuðningur við andóf gegn ráðmönnum og leynimakki þeirra.

Þakka þér frábæra pistla.

Guðmundur Óli Scheving, 12.1.2009 kl. 22:08

2 identicon

Neibb, svona er ekki "til siðs". Spurningin er bara hvernig siðferði er miðað við.

Solveig (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 22:39

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég þakka fyrir uppfræðsluna. HHF

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 12.1.2009 kl. 23:07

4 Smámynd: Baldur Gautur Baldursson

Líklega eru ekki til nægileg fangelsispláss fyrir þessa menn!

Baldur Gautur Baldursson, 12.1.2009 kl. 23:19

5 Smámynd: Þórbergur Torfason

Þetta er aldeilis verkleg upprifjun, já og þörf. Nauðsynlegt að halda þessu vakandi eins og hægt er. Ég hef áður bent á að Bandaríkjamenn eru í vandræðum með hvað þeir eigi að gera við Quantanamo (vonandi rétt skrifað) þegar þeir yfirgefa það. Mér skilst það vera sæmilega fjárheld geymsla.

Þórbergur Torfason, 12.1.2009 kl. 23:29

6 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hafið þið séð þetta? Hannes Hómsteinn Gissurarson er mættur í Ísland í dag til að kynna fyrirlestur sem hann er að fara að halda í hátíðarsalnum í Háskólabíói. Þetta var árið 2007.

Spyrillinn spyr Hannes hvort peningarnar eru raunverulegir eða loft? En hann segir að skýringin á þessu undri sé að „þeir“ virkjuðu fjármang sem áður lá dautt. Komu fiskinum og ríkisfyrirtækjunum í hendur á eigendum og gerðu veðhæft. Þannig var hægt fyrir víkingana að að flytja fjármagnið út.

Hannes dáist að því að bankakerfið hafði sjö- og tífaldast í höndunum á ungum og sprækum mönnunum sem fengu bankana og svo segir Hannes: „Hugsaðu þér bara hvað það væri gaman ef við héldum bara áfram og gæfum í!“

Læt þetta nægja en hvet ykkur til að líta á viðtalið sem er í upphafi þáttarins.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 12.1.2009 kl. 23:56

7 identicon

Það er frekar rólegt hjá okkur í vinnunni Baldur og auðvelt að fá arkitektastofur, verkfræðinga og verktaka til að kippa þessu með fangelsismálin nokkuð snögglega í lag.

Össur virðist ekki vera í stórum vandræðum með að redda nokkrum "kúlum".

Óþarfi að hafa þetta of mikinn lúxus, best að setja bara þá inn sem eru búnir með lífstíðarlúxusinn sinn.

Arkitekt (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 00:03

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta ætlar engann enda að fá, spillingin er svo djúpstæð að ennþá er bara toppurinn á ísjakanum kominn fram. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.1.2009 kl. 01:04

9 Smámynd: K.Páll Price.

Halló Lára.

                   Laukrétt Lára.Hér á landi er ekki til siðs að siðblint fólk axli ábyrgð á ógæfu er það veldur öðrum, því síður hefð.Sennilega væri næstum hvaða Bananalíðveldi sem er búið að taka þessa kokteilsötrara af lífi fyrir margt löngu og þjóðnýta eigur þeirra í veikburða tilraun til að sópa ögn yfir soran.Lákúruleg og lúmsk aðferð var gerð að fjölskyldum okkar hornsteini samfélagsins og vissulega tókst að sveigja hana.En fjölskylduformið er það sterkt eins og sagan sýnir að engu afli hefur enn tekist að ganga því til bols né höfuðs slík er seigla hennar.Það mun heldur ekki takast nú.Við höfum öðrum hnöppum að hneppa en að gerast götusóparar fyrir þessa "Útrásarblindinga"Þjóðsagan segir að gull margfaldist aðeins á einn hátt;ef dreki lyggur á því.Þessar örfáu hræður enn sötrandi sínar Margarítur eru engir drekar heldur aumkunarverðir siðleysingjar er þorri þjóðarinar hefur snúið baki við.Auðvita vita þeir þetta eins og ég og þú og því þurfa þeir á okkur að halda að lyggja á gulli þeirra og margfalda hér heima.Því miður gerum við það ugglaust ómeðvitað eða bara af gömlum vana.Daglega streymum við í bleiku grísana fyllum körfur af matvælum,því Bónusfeðgar eru jú bestu vinir barnana og hafa orðu upp á það frá forseta vorum.En þeir eiga margt fleira hér en bleika grísa sem þeir spikfitna af og við erum varla svo viti fyrrt að vita ekki hvað það er.Sóum einfaldlega ekki fleiri af okkar fáu krónum í að fita þessa kverúlanta meira.Þá mun koma að því,vonandi að þeir skríði hingað heim eins og sá teinótti gerði hér um árið að vísu með fullar hendur fjár en á endum sýndi og sannaði sitt rétta eðli  þrátt fyrir að hafa af mörgum verið álitinn blóraböggull.Steinhættum að næra þessar nöðrur,og þó það taki ögn meir af krónum frá okkur þá skulum við klippa á naflastrenginn.Snúum bökum saman,látum verkin tala og framkvæmum.Hlúum að mölbrotnum fjölskyldum okkar og öll saman endurreisum hinn óbrjótanlega hornstein samfélagsins,fjölskylduformið.Við höfum skuld að gjalda komandi framtíð og saman skulum við reyna að greiða hana.Gleymum heldur ekki hinu fornkveðna "Illur fengur illa forgengur"  Útrásarnöðrurnar munu fá sýna refsingu í tímans tönn,sá dagur mun koma að Margarítu glasið verður tómt g það er ekki til gull né lánstraust fyrir meiru.  Þá getum við brosað.

                                  Bakarinn,kokkurinn,kajakaaðdáandinn og áhugamaðurinn um húsbíla að austan

                                                                     Sir-Price.

K.Páll Price., 13.1.2009 kl. 01:54

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég er þreytt þreytt þreytt.  Þetta ætlar engan enda að taka.  Ég held ég sofni ekki eftir borgarafundinn í kvöld.

Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2009 kl. 02:41

11 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Fullur salur í Háskólabíó

Bloggað um fréttina

Vel er mætt á

Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.1.2009 kl. 02:55

12 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

D- sætið autt

Anna Ragna Alexandersdóttir, 13.1.2009 kl. 02:55

13 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Súrt með morgunkaffinu. Er ég ein um að vera komin með skráp eftir allt sem á undan er gengið, það kemur mér ekkert orðið á óvart. Einhvern tíma er allt fyrst. Það er hægt að skapa nýjar hefðir. BYRJA NÚNA.

Rut Sumarliðadóttir, 13.1.2009 kl. 09:32

14 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Það ná engin lög yfir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann hefur menn "í vasanum" og stýrir þeim með peningum. Hann hafði mikinn hag af því að koma Tryggva Jónssyni inn í Landsbankann.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 13.1.2009 kl. 10:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband