Borgarafundurinn í Háskólabíói var magnaður

Mikið var gott að fá að sjá borgarafundinn í Háskólabíói í sjónvarpinu fyrst maður gat ekki verið þar sjálfur - sem á auðvitað við mestalla þjóðina. Þetta var magnaður fundur. Ég get einhvern veginn ekki ímyndað mér hvernig landsbyggðarfólki líður sem ekki hefur tækifæri til að mæta á mótmælafundi, borgarafundi eða annað sem er í deiglunni a.m.k. hérna fyrir sunnan. Það skiptir svo miklu máli - bara fyrir sálina - að fylgjast með því sem er að gerast og vera hluti af því. Vita og finna að flestum líður nákvæmlega eins og manni sjálfum og að fjöldi fólks er að vinna að hugmyndum, tillögum og lausnum í allra þágu.

En hér er upptakan af fundinum sem ég klippti niður í búta eftir ræðumönnum og svo eru spurningar og svör síðast. 

Raffaella Tenconi, hagfræðingur hjá Straumi í London (glærur neðst)

Robert Wade, prófessor í stjórnmálahagfræði (grunnræða hans er hér)

 

Herbert Sveinbjörnsson, heimildamyndagerðarmaður og aðgerðasinni

 

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, stjórnsýslufræðingur

 

Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

 

Spurningar og svör


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takk fyrir ég missti af sýningu fundarins.  Vegna vinnu minnar, ég gat ekki hlustað þar. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.1.2009 kl. 02:10

2 Smámynd: Þór Jóhannesson

Ef þessi útsending dugar ekki til að rífa almenning í landinu upp á límsetu sinni við sófa sína - þá hafa spillingarvöldin unnið!

Þór Jóhannesson, 15.1.2009 kl. 02:33

3 Smámynd: Beturvitringur

Ennþá meiri ástæða til MÓTMÆLA.

E-ð kom nú fram um að ýmsir virtust vera gera eitthvað af viti. Mikil lifandis skelfing sem við þurfum betri, meiri og örari upplýsingar af gangi mála. Auðvitað verður eitthvað að vera í þagnargildi meðan rannsókn fer fram.

Ísland með öllu sem fylgir þjóðarlíkamanum er veikt. Í aðgerð/meðferð/liggur inni.

Við viljum fylgjast með hvernig sjúklingnum líður, meðferð, meðul og batahorfur.

Beturvitringur, 15.1.2009 kl. 02:50

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Kæra Lára Hanna

Hafðu mikla þökk fyrir allt þitt framlag þessa 100 daga.  Það liggur í loftinu að nú fer eitthvað að gerast.  Íslendingum sem var haldið í óvissu og ótta í alltof langan tíma, er nú ljóst að sjúklingurinn dó 6. október s.l. Nú er hægt að komast yfir á uppbyggingarstigið, sem allir eru sammála um að þarf að hefjast með mikilli niðurrifsstarfsemi á gömlum siðspilltum gildum, sem fengið hafa að grassera í alltof langan tíma.

Einlægar baráttukveðjur

Jenný Stefanía Jensdóttir, 15.1.2009 kl. 07:10

5 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

já mér þykir ömurlegt að vera stödd úti á landi þegar þessir fundir standa yfir, ég myndi mæta á þá alla. En í staðin þarf ég að bíða í 2 daga, vaka fram yfir miðnætti til að geta séð þá. En ég legg það á mig, þó það nú væri!

Þetta var magnaður fundur!

Það er aðeins eitt sem skyggir á þá að mínu mati(og hef heyrt það frá fleirum) og það er sjálfur fundarstjórinn. Honum mætti skipta út.

Takk fyrir mig Lára Hanna, þú ert enn helsta uppspretta upplýsinga fyrir okkur landsbyggðarfólkið um það sem er að gerast(eða ekki að gerast) í þessum málum.

Harpa Oddbjörnsdóttir, 15.1.2009 kl. 08:29

6 Smámynd: Neddi

Já, það var gaman að sjá loksins og heyra fund því þrátt fyrir að hafa verið á hverjum einasta fundi sem að haldinn hefur verið þá hef ég ekki séð eða heyrt þá utan fyrsta fundinn. Málið er nefninlega að ég hef verið að taka ljósmyndir á fundunum fyrir heimasíðu fundanna og það gerir það að verkum að fókusinn hjá mér fer af því hvað ræðumenn og aðrir eru að segja yfir á það hvernig þeir líta út og hvernig er best að ná myndum af þeim.

Þannig fór t.d. ræða Rafaellu algjörlega framhjá mér á mánudaginn og ræða Roberts að mestu leyti líka. Það var því mjög fróðlegt að fá loksins að heyra hvað þau voru að segja.

En talandi um ljósmyndir þá eru þær einmitt komnar á vef fundanna, borgarafundur.org

Neddi, 15.1.2009 kl. 09:24

7 Smámynd: Lafðin

Oft hefur verið erfitt að vera staddur úti á landi þegar allt virðist vera að gerast og því finnst manni það nauðsynlegt að fjölmiðlar sýni því  (og okkur landsmönnum öllum) tilhlýðlega virðingu og komi fréttum af gangi mála á framfæri við landsmenn(því það á jú að vera þeirra hlutverk), sér í lagi að borgarafundirnir séu sýndir beint.

Reiðin er alls staðar, í öllum kimum þjóðfélagsins og því er um að gera að virkja hana á jákvæðan og uppbyggilegan hátt, hér í mínu byggðarlagi erum við að fara af stað með mótmæli sem verða vikulega og veit ég til þess að við erum ekki þau einu sem bætast við núna um helgina. Á blogginu mínu er tilkynning um okkar mótmæli og vil ég hvetja alla til að vekja sitt ssamferðarfólk og standa saman í því að koma hér á réttlátu þjóðfélagi, nýju lýðræðislegu lýðveldi.

Tökum til okkar það vald sem með réttu er okkar .... fólksins í landinu

Lafðin, 15.1.2009 kl. 09:30

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Harpa ég er einmitt ánægð með fundarstjórann.  Það er ekki auðvelt að stjórna svona fundi sérstaklega þegar svona mikil reiði ríkir.  Gunnar hefur lag á að halda fólkinu í skefjum.  Hann gerir það með því að samsama sig fólkinu og hefur með handahreyfingum og sussi tök á reiði fólksins.  Þetta er ekki öllum gefið skal ég segja þér. 

Þegar reiðin er orðin eins mögnuð og hún er í dag, og svona margir samankomnir þarf bara einn lítinn neista til að tendra bál. 

Fundurinn var annars alveg frábær og ræðurnar hver annari betri.  Og loksins fær maður tilfinningu fyrir því að eitthvað vitrænt fari að gerast.  Það verður ekki stoppað af héðan af.  Sem betur fer.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.1.2009 kl. 10:12

9 identicon

Tek undir þakkir, ég furða mig á því hvers vegna fjölmiðlar hafa ekki spurt heilbrigðisráðherra um þær alvarlegu sakir sem á hann voru bornar, af stjórnsýslufræðingi.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 10:27

10 identicon

Tek undir orð Ásthildar varðandi fundarstjórann.

Hárrétt.

rufalo (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 10:34

11 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Góður fundur en betur má, ef duga skal. Hvað viðvíkur bræðrum okkar og systrum á landsbyggðinni, þá eiga fjölmiðlar að skammast sín og hundskast til að fara um landið og taka púlsinn. Fókusinn er alltof mikið á stilltur á Austurvöll. Fleiri fókusa, fleiri raddir...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 15.1.2009 kl. 11:28

12 identicon

Sérstaklega er ég þakklátur Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur. Hún gerði sannarlega rétt í því að segja frá þeim hótunum sem hún varð fyrir. Nóg er komið af því í íslensku samfélagi að stjórnvald hóti fólki ærumissi, sviptingu lífsviðurværis eða starfsframa, makki það ekki rétt. Tímabært að flytja burt frá Austur-Þýskalandi!

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir sýndi borgaralega dyggð og hugrekki með því að láta ekki kúga sig til þagnar. Eins og hennar var von og vísa. Henni bar hins vegar engin skylda til þess að gefa upp nafn ráðherrans, eins og sumir hafa haldið fram. Aðalatriðið var að upplýsa um þetta ásigkomulag íslenskrar stjórnsýslu - þrátt fyrir vináttu (ef það er rétt) sína við utanríkisráðherra (hvílíkur vinur).

P. S. 

Tilefni og orðalag “ráðlegginga” utanríkisráðherra taka af öll tvímæli: Þetta var hótun, og ekkert annað. Til að undirstrika hótunina, þá stillti skilaboðaskjóða ráðherra sér upp fyrir framan ræðupúltið (er mér sagt).

Eins sljótt og kauðalegt og framast getur orðið.

Rómverji (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 11:50

13 Smámynd: Harpa Oddbjörnsdóttir

Mér finnst hann virka mjög hlutdrægur og það er ekki það sem ég vil sjá i fari fundarstjóra, fundarstjóri á ekki að skjóta kaldhæðnislegum athugasemdum á þá sem boðið hafa verið til að sitja fyrir svörum. Það virkar mjög kjánalegt og kallast ekki "fundarstjórn". Ég fæ líka kjánahroll þegar hann situr fyrir aftan þá sem eru að halda ræður og glottir undir þeim öllum.

Þessi fundur var FRÁBÆR fyrir utan hann, og var ég sammála nánast öllu sem sagt var þar af ræðumönnum.

Harpa Oddbjörnsdóttir, 15.1.2009 kl. 12:23

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já þetta var magnaður fundur.

Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2009 kl. 12:26

15 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Mjög gott að sjá þennan fund í sjónvarpinu, þó maður þurfti að vaka lengi og fara í vinnu snemma næsta dag. Næst viljum við fá slíka fundi í beinni!

Úrsúla Jünemann, 15.1.2009 kl. 12:29

16 Smámynd: Offari

Ég er samála því að þessir fundir eiga að vera í beinni því þótt verstu afleiðngar kreppunar(atvinnuleysið) séu ekki komnar á alcoasvæðið þá er ekkert öruggt þar heldur.

Offari, 15.1.2009 kl. 13:00

17 Smámynd: Þórbergur Torfason

Maður sættir sig við nefskattinn eftir að hafa fengið að horfa á og hlusta á upptökuna af þessum fundi. Ég er ánægður með að stjórnendur RUV skuli hafa áttað sig á að þessir fundir og allt það efni sem tekið er upp eigi erindi til okkar landsbyggðafólks líka.Sjónvarpsfólk á þakkir skildar fyrir framtakið.

Þegar erlendir fyrirlesarar eru með í hópnum, er oft á tíðum betra að horfa á þá eftir á þegar búið er að texta þeirra ræður. Maður nær betur öllu samhenginu, líka í fyrirspurnunum.

En Lára Hanna. Kærar þakkir fyrir samantektirnar.

Þórbergur Torfason, 15.1.2009 kl. 14:48

18 identicon

Ég er sammála að þetta var magnaður fundur. Mér finnst Gunnar vera að standa sig mjög vel, hann er stuðla að flottum fundum.

Ég setti smá pælingu á bloggið mitt í morgun. Endilega kíkið á það. http://thomol.blog.is/blog/thomol/entry/771646/#comments

Þórður Möller (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 14:49

19 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

ég ber mikla virðingu fyrir Gunnari fundarstjóra....honum eigum við m.a. að þakka þessa fundi

Hólmdís Hjartardóttir, 15.1.2009 kl. 16:20

20 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hvernig líður fólkinu á landsbyggðinni ? Það er nú það, við erum ekki oft spurð og erum ekki vön að vera í sviðsljósinu. Undanfarna áratugi meðan eignatilfærslan hefur farið fram í samfélaginu, höfum við horft á eftir þúsundum starfa og verði án hagvaxtar að miklu leiti og mismunandi eftir svæðum. Þessu má líkja við vatnasvæði og við skulum segja að til að byrja með hafi verið vatnsskortur á Reykjavíkursvæðinu. Því varð auðvitað að breyta og farið var að ræsa fram á mörgum stöðum í einu. Verkþekkinguna vantaði eða ekki var um hana hirt því streymið varð að lokum stjórnlaust og hjá ykkur varð svo mikið vatn að þið höfðuð í raun ekkert við það allt að gera. Því voru búnir til pollar eða lón út um allt og unga fólkið fékk þá til að leika sér með. Það gleymdist að segja því frá tappanum sem var í botninum. Leikurinn var villtari með hverju árinu, á síðasta ári fór að leka og tappinn fór úr í haust. Það er enn þá vatn hjá okkur, að vísu lítið en við erum svo vön að við hefðum ekki öll fattað þetta með tappann, ef þið væruð ekki svona dugleg að kvarta þarna "fyrir sunnan". Við erum búin að kvarta í mörg ár með lítilli hlustun, en þegar þið kvartið þá hlusta allir. Þið hafið líka alla fjölmiðlana hjá ykkur og þeir koma strax ef eitthvað gerist. Hjá okkur þarf mannskaða, óveður með stórtjóni, aflabrest eða skóflustungu með ráðherra og þá er mest talað við ráðherrann. Þá koma fjölmiðlarnir til okkar. Ræðan gæti orðið svo miklu lengri, en læt þetta duga í bili. Ég er ekki reið eða sár, heldur glöð yfir því að þið eruð vöknuð því á ykkur er hlustað og við munum njóta góðs af því. Nú verður veitukerfið endurskoðað og þá eiga allir að fá það sem þeim ber. Þá er tilganginum náð.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 15.1.2009 kl. 16:40

21 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Það verður að segjast eins og er að Sigurbjörg dróg annars frábæran fund á lægra plan!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.1.2009 kl. 18:05

22 Smámynd: Beturvitringur

Hugmyndasmiður er alls ekki endilega góður til framkvæmda. Gunnar á hrós skilið en ekki fyrir fundarstjórnina, læt það samt ekki skemma fyrir mér.

Sigurbjörg fannst mér lítið áhugaverð manneskja og/eða fyrirlesari. Það skemmdi heldur ekki fyrir mér.

Það sem mér fannst leitt, var ókurteisi og vanþakklæti "sumra", "stundum".

Allir elska Láru Hönnu, líka ég  (*_*)

Beturvitringur, 15.1.2009 kl. 19:05

23 Smámynd: Heidi Strand

Flottur fundur og flott að fá að sjá hann i sjónvarpinu. Næsta útsending frá borgarafund verður vonandi fyrr á kvöldin til dæmis eftir Kastljósið.
.
RUV hefur staðið sér vel undanfarið.

Heidi Strand, 15.1.2009 kl. 22:14

24 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég rakst á þetta og var hugsaði til þín Lára Hanna og reyndar nokkurra fleiri kvenna sem mig langar að senda þessa fallegu kveðju. Ég sendi þér hana sem þakklætisvott fyrir öll þín frábæru skrif og þann stóra þátt sem þú átt í að halda okkur vakandi. A strong woman

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.1.2009 kl. 22:37

25 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég bara verð að taka upp hanskann fyrir Gunnar (þótt aðrir hafi sem betur fer gert það líka). Það er einmitt manneskjan í honum sem hefur keyrt þessa fundi svona áfram, viljinn til að laða fram upplýsingar, skoðanaskipti og hreinskiptin svör. Hann man eftir að þakka það sem vel er gert og hrósa fólki sem lætur sig hafa það að sitja fyrir svörum þótt það væri ugglaust þægilegra að sitja í skjóli - eins og margir gera líka. Leikritið er í handriti og við erum öll að pára eitthvað í það.

Berglind Steinsdóttir, 15.1.2009 kl. 23:57

26 identicon

Sigurbjörg var meiriháttar - óhrædd að tala um spillingar aðferðir Guðlaugs Þórs sem byrjaður er að rústa algjörlega  heilbrigðiskerfi okkar Íslendinga, í boði Alþjóðargjaldeyrissjóðsins, og það verður engu eyrt þetta er bara byrjunin. 

Held að sumir þurfa að hlusta á ræðuna hennar Sigurbjargar AFTUR ! 

Stjórnkerfið hér á Íslandi er ein rjúkandi rúst  - 101 dagar liðnir - engin tekið pólitíska ábyrgð - engin beðist afsökunar -

skuldir landsins er rúm 2000 milljarðar  - Skríllinn borgar - Margt sama fólkið í lykilstöðum bankanna - 

Höldum áfram með bæði útifundina og borgarafundina, það veitir  svo sannarlega ekki af  því ekki á þetta eftir að lagast.

Eins og einhver hræddur sagði :  GUÐ BLESSI ÍSLAND ! 

ag (IP-tala skráð) 15.1.2009 kl. 23:59

27 Smámynd: Víðir Benediktsson

 Við landsbyggðarfólk treystum bara á fólk eins og þig Lára. Gunnar er bara flottur. Hann er ófeimin við að spyrja spurninga og líka senda tóninn fram í sal. Þeir sem telja sig geta gert betur eiga bara að gefa sig fram. Sigurbjörg var bara flott á þessum fundi. Kannski enginn ræðusnillingur en það er heldur ekki verið að leita eftir því, heldur hvernig fólkið í landinu er að upplifa samfélagið.

Víðir Benediktsson, 16.1.2009 kl. 00:36

28 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ömurleg fundarstjórn og fundurinn bar þess merki

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.1.2009 kl. 00:50

29 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ég er sammála því að Sigurbjörg á mikið hrós skilið. Það eru mjög fáir sem hafa sýnt þann kjark að segja ráðamönnum til syndanna eins og hún gerði. Í ljósi þess hvernig kaupin ganga fyrir sig mjög víða í embættismannakerfinu og hjá ríkisstofnunum, t.d. innan Landhelgisgæslunnar (sjá Kastljós), er gífurlega mikilvægt að fá svona inngróna spillingu upp á borðið. Fyrir alla muni ekki dæma Sigurbjörgu eins og að hún sé vandamálið!

Sigurður Hrellir, 16.1.2009 kl. 01:11

30 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Alveg magnað að handvelja spyrjendurnar svona úr salnum. Hirðskáld Baugsveldisins varð mörgum aðhlátursefni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.1.2009 kl. 01:19

31 Smámynd: Þórbergur Torfason

Gunnar hver er hirðskáld Baugsveldis??

Þórbergur Torfason, 16.1.2009 kl. 02:49

32 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Einar Már Guðmundsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.1.2009 kl. 03:18

33 Smámynd: Einar Indriðason

Hmm... það hljómar pínulítið að þeir sem ekki eru sáttir við Borgarafundina... eða mótmælin... að það séu kjósendur sjálfstæðisflokksins.

(Svona ef ég á að koma með enn eina samsæriskenninguna.)

Einar Indriðason, 16.1.2009 kl. 08:40

34 Smámynd: Neddi

Eru þetta ekki bara kapítalistadrullusokkar svo ég stílfæri nú orðalag svæfingalæknisins aðeins.

Neddi, 16.1.2009 kl. 09:36

35 identicon

Veit einhver afhverju Stöð 2 tók míkrafónin úr púlti áður en Sigurbjörg hélt sína ræðu?

Haukur (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:12

36 identicon

Hvernig í ósköpunum er Einar Már hirðskáld Baugsveldisins? Hefur hann gefið út á forlagi sem Baugur á? Það segir mér ekki neitt.

Annars fannst mér viðskiptaráð þarna vera frekar út úr kú á þessum fundi, þau áttu varla að vera þarna, pössuðu ekkert inní fundinn að mínu mati. Svo kom einhver áróðursræða til að láta viðskiptaráð líta vel út. Hundleiðinlegt alveg hreint og passaði nákvæmlega ekkert inn í fundinn.

ari (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:45

37 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Ætli Ísland sé ekki of blankt land til að ráða mann einsog Robert Wade í uppbygginguna, í alvörunni til starfa hér næstu árin. - Ég er bara að tala upp úr svefni, eru ekki flestir bara sofandi á því - 102 dagar? - Nei, ég styð aðgerðarsinna og vil endurreisn Íslands strax. Ég samgleðst landsbyggðinni að fá fundinn í æð. Takk Rúv. takk Lára Hanna. Áfram Ísland

Eva Benjamínsdóttir, 17.1.2009 kl. 00:53

38 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þeir Einararnir, Guðmundsson og Kárason eru báðir hirðskáld Baugsveldisins. Um það vitna skrif þeirra um Baugsmálið o.fl.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.1.2009 kl. 00:59

39 Smámynd: Hörður B Hjartarson

 Lára Hanna það er svipur með þér og Gunnari , eruð þið skild , jú eins og Homblest ;    bæði betri .   

Hörður B Hjartarson, 18.1.2009 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband