21.1.2009
Er byltingin hafin?
Ég var að springa af stolti í dag - og svo aftur í kvöld. Er nýkomin heim eftir mótmælastöðu númer tvö. Þetta getum við, Íslendingar! Við erum búin að mótmæla þúsundum saman í 15 vikur. Í dag gerðist eitthvað stórt og mikið. Eitthvað brast sem getur ekki endað með neinu öðru en að ríkisstjórnin fari frá. Annað væri bara algjörlega út í hött. Enn eru þúsundir fyrir framan Alþingi og væntanlega stendur fólk vaktir. Gefið ykkur endilega fram ef þið getið tekið þátt í því.
Inni í Alþingishúsinu sat ríkisstjórn með tindátum sínum og talaði um hvort selja eigi áfengi í matvöruverslunum, vátryggingastarfsemi, greiðslur til líffæragjafa og fleira spennandi - sjá hér. Og forsætisráðherra kvartaði yfir að fá ekki vinnufrið! Á hvaða plánetu ætli hann búi? Ég tók saman fréttaumfjöllun sjónvarpsstöðvanna í dag og kvöld. Þetta er magnað. Og aftur beitti lögreglan efnavopnum af mjög vafasömu tilefni.
Bein útsending RÚV sem hófst klukkan 14:10
Stöð 2 klukkan 17
Morgunblaðið Sjónvarp
Kvöldfréttir Stöðvar 2
Kvöldfréttir RÚV
Kastljós
Morgunblaðið Sjónvarp
Tíufréttir RÚV
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Fjölmiðlar, Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
það er svakaleg stemning á austurvelli akkurat núna.. fólk er sko ekkert að fara heim. Ég og strákurinn minn erum að spá í að fara aftur niðureftir í nótt.
Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 00:20
Mig langar bara að kaupa næsta miða og fljúga heim! Ég er svo stoltur af Íslendingum núna! Áfram svona, um að gera að vera þarna í viku eða meira, hvetja fólk til að leggja niður vinnu, ganga út og taka þátt! Nú er byltingin hafin! Látið ekki kúga ykkur!
Til hamingju Ísland! Áfram gakk!
Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:27
Þetta er búinn að vera stórkostlegur dagur.
Já Lára Hanna,
byltingin er hafin.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.1.2009 kl. 00:27
Það er full ástæða til þess að við óskum okkur til hamingju. Nú verður ekki aftur snúið.
hilmar jónsson, 21.1.2009 kl. 00:29
Til hamingju þið sem stóðuð vaktina á Austurvelli! Er nýkomin heim af Ráðhústorgi hér á Akureyri. Við ætlum að mæta þar aftur kl. 17:00 á morgun. Þ.e.a.s. ef ríkisstjórnin verður ekki búin að segja af sér þá!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.1.2009 kl. 00:32
Þú fékkst gott betur en 24 slög á pottlokið hjá mér í dag, Rakel!
Lára Hanna Einarsdóttir, 21.1.2009 kl. 00:33
Takk
Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.1.2009 kl. 00:34
Já gott fólk. Byltingin er hafin. Ég mun ekki láta mitt eftir liggja.
Arinbjörn Kúld, 21.1.2009 kl. 00:35
Ekki að spyrja að því. Þegar ég mæti á Austurvöll verður allt vitlaust!
Sigurður Þór Guðjónsson, 21.1.2009 kl. 01:02
TIL HAMINGJU ÍSLAND!!
Ríkisstjórnin hefur enn og aftur sannað að hún er óhæf til allra verka. Möguleikinn er búinn að stanada þeim opinn í 15 vikur. Möguleikinn til að hreinsa spillingarliðið útúr FME og SÍ, hundelta og ákæra fjárglæpamennina og boða til kosninga í vor. Þessi möguleiki er ekki lengur fyrir hendi! Nú á hún þann kost einan að segja af sér tafarlaust svo mynduð verði utanþings/þjóðstjórn til kosninga í vor. Það þýðir ekkert að koma á morgun og lofa kosningum í vor eða haust. Ríkisstjórnin er búin að klúðra sínu tækifæri.
Mætum aftur á morgun.
sigurvin (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 01:06
þetta er búið að vera geggjað kvöld takk allir á austur velli :) DRULLIST TIL AÐ SEIGJA AF YKKUR !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
þorsteinn sæmundsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 01:17
Klukkan hvað á morgun?
Hörður B Hjartarson, 21.1.2009 kl. 01:18
mæta bara um leið og menn geta..
Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 01:25
Sjáumst.
hilmar jónsson, 21.1.2009 kl. 01:25
Þingfundur á að byrja kl 13:30 - ef þeir þora að mæta.
sigurvin (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 01:28
Mæti um 13:30 . Takk fyrir daginn .
Hörður B Hjartarson, 21.1.2009 kl. 01:33
Ég er svo sannarlega sammála Unnsteini. Ég bý í útlandinu og langar að fljúga heim með næstu vél til að vera með og sýna Þjóð minni samstöðu gegn spillingaröflunum.
TAKK TAKK TAKK , ÖLL ÞIÐ SEM LÉTUÐ Í YKKUR HEYRA Á AUSTURVELLI Í DAG OG Í KVÖLD !!!!
Þórunn (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 01:54
Takk Lára! Ég ætla sko að horfa á þessar klippur.... hef ekki séð neinar fréttir í dag!!
Ég held ég hafi aldrei á ævinni verið svona þreytt eins og ég er núna.... og aldrei svona stolt!! Byltingin ER hafin og við munum ekki veita þeim neinn frið fyrr en þeir hunskast!!
xxxxxxxxxxx
Heiða B. Heiðars, 21.1.2009 kl. 02:19
Dagur Vonar !!!
Hildur Helga Sigurðardóttir, 21.1.2009 kl. 02:23
Undran að Geir hafi kippt sér við eða litið út um gluggan. þið eruð hetjurnar mínar!
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 21.1.2009 kl. 02:50
Lifi byltingin!!!!
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.1.2009 kl. 02:51
Til hamingju!!!!
Allir ærlegir Íslendingar mega vera stoltir af því sem gerðist í dag og þeim sem mættu.
Við sem erum í útlöndum skömmumst okkar fyrir að hafa ekki verið á staðnum. Það hefur ekkert farið fyrir vinnu í dag, maður hefur verið límdur við tölvuskjáinn með hjartað fullt af stolti. Íslendingar eru ekki auðkúgaðar teprur eftir allt saman!
Við erum skríll! Við erum þjóðin!! Þau eru landráðamenn.
P.S. Takk Lára Hanna fyrir frábær skrif og alla vinnuna við samantektir. Þú ert landsins stoð og stytta.
Úlfar (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 03:28
Byltingin er byrjuð!
Tókstu eftir að RÚV er búið að "ritskoða" viðtalið við mig í lok Kastljóssins á netinu - þar sem ég lýsi aðförinni að því þegar óreirðarlögreglan réðst á fólk sem átti sér einskis ills von með þeim afleiðingum að pabbi handleggsbrotnaði?
Þór Jóhannesson, 21.1.2009 kl. 04:23
Sjáumst á morgun - allir að mæta og halda úti stanslausum mótmælum frá hádegi til kvölds.
Þór Jóhannesson, 21.1.2009 kl. 04:25
Kveðja frá Danmörku með tár á hvarmi og bros á vör ... í allan dag :)
Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.1.2009 kl. 06:55
Sæl, Lára.
Ég skrapp á Ráðhústorgið á Akureyri í gærkvöldi. Það var alveg magnað og ég er ekkert smá stolt af þeim sem stóðu að því. Ég mæti aftur klukkan 17 í dag ef þörf krefur og dvel vonandi lengur. Það var æðisleg samstaða niðri í bæ í gærkvöldi og dásamlegt að sjá að fólki er ekki sama.
Heyrði svo í skyldfólki sem var á Austurvelli um miðnætti og vil þakka öllum þeim sem stóðu þá pliktina. LOKSINS......eru fleiri að vakna. Verst að Ríkisstjórnin virðist ætla að dorma aðeins lengur. Við verðum bara að standa fast á okkar.
Baráttukve'jur að Norðan, Erna Kristín.
Erna Kristín (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 07:03
Myndi mæta á Ráðhútorgið ef ég ætti þess kost en því miður. Maður er í skóla og maður á mínum aldri hefur ekki gott af því að missa úr. Kíki kannski að skóla loknum.
Víðir Benediktsson, 21.1.2009 kl. 07:11
Frábært, stolt af þjóðinni núna.
Þetta lið sem er storknað af hroka og siðblindu inná þingi skal sleppa þvi að láta sjá sig meir.
SM, 21.1.2009 kl. 07:33
Ég aftur.
Ég bara gat varla sofnað af spenning!
Ég veit að það er auðvelt að sitja hér í útlandi og segja þetta en plís plís plís ekki láta piparúða og kylfur bæla ykkur niður.
Við verðum að fá að búa til Nýtt Ísland og við verðum að taka okkur saman og bylta þessum skríl.
Björn Bjarnason er nú að segja núna á morgunvaktinni að honum finnist þetta ofsalega skrítið að svona skuli mótmælin þróast, afsakið en það var búið að vara við því að þetta myndi gerast. Ef Skríllinn á þingi fer ekki að drullast til að gera eitthvað þá verður þetta bara harðara!
Ég kem heim í febrúar og mun taka þátt ef þau ætla enn að sitjast með fastast.
Baráttukveðjur
Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 07:44
Aldrei hef ég verið eins stolt af samlöndum mínum eins og ég var í gær
Jóna (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 08:05
Stjórnvöld í hroka sínum virðast ekki ætla að taka mark á OKKUR, þjóðinni. Þar leiðir haltur blindan einsog væntanlegt frumvarp Helga Hjörvar ber vitni um og fasískar „orðsendingar“ Björns Bjarna.
Mér tókst að lemja sundur sleif og pott í gær og það var sannarlega þess virði. Kem við í Góða hirðinum í hádeginu á leið minni í bæinn að hitta Alþingi götunnar.
Áfram Ísland!
Ásgeir Kristinn Lárusson, 21.1.2009 kl. 08:17
TAKK þið öll fyrir að heyja baráttuna fyrir okkur hin!!!
Ég bý úti á landi og á óhægt um vik með að komast suður, en var með ykkur í anda í allan gærdag.
Núna er maður aftur farinn að finna fyrir stolti yfir að vera íslendingur.
Aftur TAKK og EKKI GEFAST UPP!!
Guðmundur Helgason (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 08:46
sæl
Ég stóð á Austurvelli til 1 í nótt og stemningin var alveg mögnuð.
Sínum samstöðu, mætum á Austurvöll og mótmælum óréttlætinu.
Áfram Ísland
Sigríður (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 10:52
Höldum áfram - hömrum járnið.
Ég hvet til frekari aðgerða. ÞETTA MÁ EKKI LOGNAST ÚT AF.
Hvað segiði um fjöldagöngu eftir Miklubrautinni strax næsta mánudag?
Þór Ludwig Stiefel TORA, 21.1.2009 kl. 11:15
Þetta er ekkert annað en frábært. Ef ég á að vera hreinskilin bjóst ég ekki við því að fá að upplifa slíka samstöðu og ákveðni hjá Íslendingum. Ég er nú orðin svo stolt af Íslendingum að það jaðrar við þjóðrembu.
Helga Magnúsdóttir, 21.1.2009 kl. 11:23
Erlendir fjölmiðlar eru nú að koma fljúgandi í hrönnum til Íslands. Skrifleg mótmæli til þingmanna Norðurlandanna hafa skilað sér í höfn, í kjölfarið sýna íslenskir fjölmiðlar okkur nú aftur meiri athygli sem er dæmigert fyrir þá en það er svo sem allt gott og blessað.
Þann 15. október 2008 las ég eftirfarandi grein:
Ábyrgðin vegna íslenska efnahagshrunsins liggur fyrst og fremst hjá bönkunum, ríkisstjórn, Seðlabanka, Fjármálaeftirliti og Alþingi. Þetta segir norski hagfræðingurinn Harald Magnus Andreassen, hagfræðingur hjá norska verðbréfafyrirtækinu First Securites, en hann hefur kynnt sér íslensk efnahagsmál.
„Þessar stofnanir samfélagsins eru ábyrgar með einum eða öðrum hætti.
En ekki venjulegt fólk, Jón og Gunna,“ segir Andreassen.
Andressen segist ekki skilja hvers vegna ekki var gripið í taumana áður en í óefni kom á Íslandi.
„Það er ekki hægt að kenna alþjóðlegu fjármálakreppunni um ófarir Íslands. Það eru tvö og halft ár síðan ég skrifaði um stöðuna á Íslandi og benti þar á að eitthvað undarlegt ætti sér stað. Ég hef fengið margs konar viðbrögð frá hagfræðingum og bankamönnum víða að. Þar hefur verið bent á að það sem væri að gerast á Íslandi, bæði í efnahagslífinu og hvað varðaði vöxt bankanna, gæti ekki byggst á góðri hagfræði. Og sú reyndist raunin.“
„Að vissu leyti má segja að það hafi verið gott að þessi spilaborg hrundi núna en ekki eftir tvö til þrjú ár. Þá hefði þetta orðið ykkur enn dýrkeyptara. Það hefði átt að vera búið að stoppa ykkur fyrir löngu, en þið voruð heppin að hrunið varð núna.“ segir hann.
Andreassen kveðst telja að Norðmenn hafa takmarkaðan áhuga á að taka á sig byrðar vegna íslenska efnahagshrunsins. „Ég á ekki von á því að Norðmenn séu reiðubúnir að leggja háar fjárhæðir í að greiða niður skuldir Íslendinga. Þið skuldið miklu meira en þið getið greitt þjáningalaust. Ég býst við að flestir Norðmenn myndu segja – látum þá þjást um tíma. Þetta er ekki okkar vandamál. En við myndum ekki láta ykkur svelta.“
Þessa grein las ég ásamt Buiterskýrslunni í september árið 2008. Þessar tvær ályktanir gerðu mig að mótmælanda um leið, ég sá hvert stefndi. Þess vegna fórum við af stað með Trukkagönguna niður Laugaveginn 1. nóvember, byrjuðum með Ákall til þjóðarinnar inni á Facebook og höfum verið að stanslaust síðan. Nú verður þjóðin að halda ró sinni og hugsa skýrt, við getum skýlaust gert þá kröfu til stjórnvalda að þau víki strax. Þá fyrst eru nágrannaþjóðir okkar og fleiri aðilar tilbúnir til að hjálpa okkur en ekki fyrr. Oflæti íslenskra ráðamanna er það sem er íslensku þjóðinni hvað hættulegast sem stendur að mínu mati.
Þjóðin er sterk, hún veit hvað hún getur og hvað hún vill. Það vitum við og það getum við. Samstaðan er afl sem ekkert fær staðist, enginn getur rænt henni frá okkur og ég trúi á íslenskan almenning, heiðarleg gildi og þann dugnað sem í okkur býr. Allt megnum við saman með styrk frá hvert öðru. Hver og einn einasti einstaklingur með heilbrigt hjartalag, skýra hugsun og veit hvert á að leita mun geta verið rólegur. Við erum 320.000 manns, eins og eitt meðalstórt fyrirtæki í Kína og það er ekkert mál að skipta um stjórnendur fyrirtækja fyrir hæfari aðila. Því ætti það að vera vandamálið í þessari stöðu? Flestir erlendir blaðamenn telja það sem hái okkur mest vera það að við hugsum eins og 100 milljón manns en erum einugis 320.000 manns. Einbeitum okkur að því að taka höndum saman, vera virk og gefa ekkert eftir. Stjórnvöld starfa ekki með mínu umboði og það dugar mér.
Mætum öll á Austurvöll í dag, Sameinuð stöndum vér - sundruð föllum vér!
Sigurlaug (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 11:27
Umfjöllun um Ísland í dagblöðum í Bandaríkjunum
http://www.huffingtonpost.com/iris-lee/iceland-is-burning_b_159552.html
og í Noregi: http://www.nrk.no/nyheter/utenriks/1.6432720
Cilla (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 11:39
Lifi byltingin!!!!!
Mæti þegar ég er búinn að ná mér af helv!/!$ veikinni, er með ykkur þarna í anda og mæti þegar ég verð hraustur!!
Alfreð Símonarson, 21.1.2009 kl. 12:11
Takk fyrir mig þið sem stóðuð vaktina, byltingin er hafin.
Rut Sumarliðadóttir, 21.1.2009 kl. 12:12
Gott að heyra að forsætisráðherra fái ekki vinnufrið. Þá virka þessi mótmæli.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 12:19
Þingfundur fellur niður í dag...
Græna loppan (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 12:37
Segi eins og hin sem eru erlendis, ég vildi veta verið heima og tekið þátt í uppreisninni. Hugur minn er með ykkur. Vildi að líkaminn væri það líka. Ég er stoltur af löndum mínum.
VIVA LA REVOLUTION!!! LIFI UPPREISNIN!!!
Villi Asgeirsson, 21.1.2009 kl. 12:38
Geir fekk 4 vikna "vinnufrið" í jólafríinu. Er það ekki nóg? Mætum og höfum hátt! En lögreglumennirnir vinna sína vinnu. Látum þá í friði.
Úrsúla Jünemann, 21.1.2009 kl. 12:41
Þetta er að hafast
Hólmdís Hjartardóttir, 21.1.2009 kl. 15:50
21. janúar árið 2009 er merkisdagur í sögu Íslands, dagurinn sem utangáttastjórnin lét undan ekki-þjóðinni og hrökklaðist frá völdum (?).
Rómverji (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 17:02
http://www.nrk.no/nyheter/utenriks/1.6443710
Frétt um mótmælin á NRK í dag.
Ég held að stjórnin springi fyrir helgi.
Heidi Strand, 21.1.2009 kl. 17:04
Þetta er frábært og að vera þátttakandi í mótmælunum er ótrúlega góð upplifun. Og ég sem hélt að við Íslendingar ættum ekki til kjarkinn og þorið sem þarf til að láta til okkar taka. Sem harður mótmælandi og aðgerðasinni vil ég samt benda samherjum mínum á það að lögregluþjónarnir eru að vinna sína vinnu rétt eins og við hin á viðeigandi vettvangi og okkur ber að sýna þeim virðingu fyrir trúmennsku í starfi. Þar eins og hjá okkur mótmælendum eru skemmd epli innan um en við því er ekkert að gera af því að það er eðlilegt. Ég skora á félaga mína, mótmælendur að veitast ekki að lögregluþjónum sem persónum en það er í góða lagi að sýna mótþróa við valdbeitingu þeirra. Það eru yfirmenn sem taka ákvarðanir um aðgerðir lögreglunnar, ekki óbreyttir lögregluþjónar. Þeir eru í sömu súpunni og við og munu njóta ávaxtanna með okkur þegar við erum búin að neyða spillingarríkisstjórnina í burtu. Verum heiðarleg og sanngjörn en föst fyrir og berjumst til sigurs!
corvus corax, 21.1.2009 kl. 18:04
Sæl, ég vil þakka ykkur sem staðið hafið vaktina, því miður hefur okkur hjónum ekki gefist tækifæi til þess að taka þátt. Bundin yfir kúm og hrossum á Auðkúlu.
Valdemar Ásgeirsson, Auðkúlu, A-Hún.
Valdemar Ásgeirsson. (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 20:32
Það sem mér finnst að ætti að vera einföld málefnaleg krafa er að krefjast dagsetningar á þingslitum og kosningum, hvort sem það verður í vor, haust eða 2011. Fram að því á fyrsta krafa að vera að aðskilja lögjafar og framkvæmdavald strax. Þ.e. að létta ægivaldi ráðherra yfir þinginu og gera það lýðræðislega starfhæft. Við það yrðu ráðherrar ekki þingmenn og fengju ekki að sitja þingfundi. Þingmönnum fækkaði í ca 51 og þingið ræddi og réði gjörðum ráðherra og lögjöfinni. Fyrr verður ekki lýðræði hér.
Að því gerðu, þá getur þingið fyrst orðið að kröfum fólksins, sem er ómögulegt nú. Hér er því ekki lýðræði í nokkrum skilningi enn. Það mun breytast um leið og þessi grundvallarbreyting verður gerð. Þá mun allt hitt sem krafist er koma. Kosningar líka.
Þetta var loksins rætt á þinginu í gær og má raunar þakka það látunum að menn fóru ekki að ræða áfengissölu í matvörubúðum og annað þaðan af vitlausara. Hinsvegar tel ég að á meðan ekki er neinn frummælandi eða fulltrúi fyrir mótmælendur og sk´´yr markmið uppi, þ.e. hvað og hverjir eiga að koma í staðinn og hvernig eiga þeir að leysa kreppuna, þá verð ég því miður að líta á þessi uppþot sem stefnulaus skrílslæti. Því miður. Segið mér endilega eitthvað annað.
Jón Steinar Ragnarsson, 21.1.2009 kl. 21:52
Sit hér erlendis og fylgist með í fjölmiðlunum. Frábært að sjá í fréttunum að það leit ekki betur út en að þingmennirnir séu þegar komnir á brölt við að skipa sér í hugsanlegar stöður !
Þetta er svo mikið al-íslensk pólítík og smitar örugglega alveg ógeðslega innan veggja alþingis.
Eru þeir að skipa ráðherra kannski þegar ? Svona reyna reikna þessar kosningar út alveg fyrirfram ?
Frábært að heyra rugludalla í kastljósi. Voru þeir fullir ?
hvutti, 21.1.2009 kl. 23:47
Baráttukveðjur frá svíden.
Alveg geggjað hversu mikil orka sem er kominn af stað, og það í miðjum hörmungunum líka.
hvutti, 21.1.2009 kl. 23:53
Ligg hér yfir fréttum heimanad og FYLLIST STOLTI thegar ég les dugnad mótmælenda og elju. Er med ykkur i huganum,vildi óska ad ég gæti verid med ad øllu leiti, langar bara ad fljúga heim og taka thátt i samstødu THJÓDARINNAR.
LIFI BYLTINGIN
María Guðmundsdóttir, 22.1.2009 kl. 07:19
Lára þykir þér ekki full dramatískt að kalla piparúða og táragas efnavopn ? Ef út í það er farið þá getum við allt eins farið að kalla kylfur "efnavopn" þær eru búnar til úr einhverju "efni" ( tré og gúmmí ).
Ef þú ert harla stolt af þessum mótmælum þá get ég ekki samglaðist þér. Ég kíkti niður á mótmælin í gærkvöldi svona til þess að sjá þetta. Og í hvert einasta horn sem ég leit voru strákar í kringum tvítugt, það skein úr augunum á þeim tilhlökkun. Ekki tilhlökkun yfir því hvað væri í gangi pólítísklega séð heldur yfir því að það væru einhver læti og hasar í gangi. Stór hluti af þessum svokölluðu mótmælendum eru bara skríll og því miður þá falla alvöru mótmælendur í skuggan af því.
Aðstandendur mótmælana hefðu átt að fordæma aðgerðir sem aðgerðarsinnar voru að gera til þess að mótmælin hefðu getað haldist á málefnalegum nótum. En þar sem að þið gerðuð lítið annað en að glotta undan því hvað ríkisstjórnin ætti þetta nú allt skilið þá eruð þið hinir mótmælendur samsekir og alveg jafn mikill skríll fyrir vikið. Já ég sagði eða skrifaði réttara sagt SKRÍLL!!!
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 10:58
Trúi ekki að fólk sé stolt af þessum mótmælum.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 22.1.2009 kl. 13:23
Arnar Geir Kárason -> Þessi grein tekur á piparúðanum og táragasinu og skaðsemi þeirra. http://www.commondreams.org/views/030900-103.htm
Hérna er einn fróðleiksmoli úr greininni:
While tear gas and pepper spray are banned from use in war by an international treaty, domestic use is legal and nearly ubiquitous in the United States.
Alfreð Símonarson, 22.1.2009 kl. 15:44
Alfreð, eins og lögreglan hefur bent á þá eru lögreglumenn látnir prófa þetta á sjálfum sér áður en þeir fá að nota slík vopn.
Það eru ekki til dæmi um það að þeir lögreglumenn sem hafi prófað þetta á sér hafi borið skaða að því. Hinsvegar er það fáfræði fólks og röng viðbrögð þeirra sem að gera þetta óbærilegt.
Auk þess sem að lögregluni er skyllt að vara við því að þeir ætli að nota þetta sem á að gefa fólki færi á að forða sér. Ef að fólk virðir ekki þau tilmæli er ekki við neinn annan að sakast en þau sjálf.
Að halda því fram að þetta sé hættulegt er eins og að segja að bláu M & M valda krabbameini. Bull og vitleysa.
Ég hef líka verið úðaður með piparúða og veit því fullvel hvað þetta er vont en ef maður fer rétt að þá er þetta ekki vont til lengdar.
Fólk hinsvegar hefur tilhneyingu til þess að nudda á sér augun og þá fyrst verður þetta vont.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.