Ísland í gær

Enn var ég að grufla í fortíðinni, þó ekki nema nokkra mánuði aftur í tímann og margir hafa eflaust gleymt ýmsu sem hér kemur fram. Rifjum aðeins upp með aðstoð og í minningu Íslands í dag - eins og þátturinn var.

Þann 12. mars 2008 var lóð á Arnarnesi auglýst til sölu á tilboðsverði, aðeins 500.000.000 - fimmhundruð milljónir. Fasteignasalinn segir þetta tilvalið tækifæri fyrir "fjárhagslega frjálsa" einstaklinga og átti líkast til við auðjöfrana sem rændu þjóðina. Ætli lóðin hafi selst? Auglýsinguna sjálfa má sjá hér.

Pétur Blöndal, alþingismaður, tjáði sig um efnahagshorfurnar 13. mars 2008. Það var skrýtið að hlusta á Pétur sem var ekki beint spámannlegur í viðtalinu.

Hér er stórmerkileg umfjöllun og viðtal við fréttamann BBC, Stephen Evans, frá 7. apríl 2008. Fréttamaðurinn kom til landsins til að taka viðtal við Geir Haarde, forsætisráðherra, en þeir hafa gjörólíka sýn á málin, fréttamaðurinn og forsætisráðherrann.

Sölvi tók viðtal við Geir Haarde 29. apríl 2008. Það er stórfurðulegt að hlusta á Geir. Þetta er nákvæmlega fimm mánuðum áður en Glitnir var yfirtekinn.

"Bankarnir hagnast í kreppu" var yfirskrift þessa dagskrárliðar 7. maí 2008. Hér er talað við fulltrúa greiningardeilda tveggja banka, Glitnis og Kaupþings. Það er mjög athyglisvert að hlusta á þá í ljósi allra þeirra upplýsinga sem síðan hafa komið fram. Einhver kallaði greiningardeildir bankanna siðlausar auglýsingastofur þegar í ljós kom hvernig þær störfuðu.

Sá gjörningur sem hér er fjallað um, 19. maí 2008, kölluðu einhverjir "Mestu peningagjöf Íslandssögunnar" á þeim tíma. Þá voru felldir niður skattar á sölu hlutabréfa frá 2006 sem hefðu skilað ríkissjóði 60-80 milljörðum. Vinargreiði? Maður spyr sig. Ætli það hefði ekki verið hægt að nota það fé til góðra hluta, t.d. í heilbrigðiskerfinu? Árni Mathiesen réttlætir gjörninginn, Pétur Blöndal og Steingrímur J. ræða málið.

Að lokum er hér viðtal við Geir Haarde og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í tilefni af eins árs afmæli ríkisstjórnarinnar sem nú, 8 mánuðum seinna, er komin af fótum fram og deyr væntanlega drottni sínum einhvern næstu daga. Þetta er 26. maí 2008.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Þetta er úr öðrum heimi,sýndarveruleika.
í kvöld var bein útsending héðan á NRK.

http://www.nrk.no/nyheter/utenriks/1.6445510

Heidi Strand, 22.1.2009 kl. 20:02

2 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Það er ótrúlegt að þjóðin hafi gleypt við þessu og flotið sofandi að feigðarósi ásamt stjórnmálamönnunum

Helga Magnúsdóttir, 22.1.2009 kl. 20:16

3 Smámynd: Anna

Hver er ad skrifa OLDINA OKKAR ? Mikid verdur tad ahugaverd bok 2000 og fram a vid. Er Geir a lyfjum???

Anna , 22.1.2009 kl. 20:41

4 Smámynd: Eygló

Nei, hann gleymdi að taka þau!

Eygló, 22.1.2009 kl. 20:52

5 identicon

Það er minnst hér á þátt ,,greiningardeilda" , sem eru í raun áróðursdeildir , en vitið þið að það er enn verið að tala við fólk úr þessum ,,greiningardeildum" í fjölmiðlum sem einhverja sérfræðinga !

Ætli RUV rukki fyrir allan áróðurinn sem Ingólfur Bender frá Glitni er búinn að ausa yfir fólk undanfarið í gegnum RUV ?

Það er líka hér minnst á þann sem hefur leint og ljóst unnuið skemmdarverk á lögum og reglum í þágu peningaaflanna inn á alþingi, sá heitir Pétur Blöndal !

Það er hlægilegt að hlusta á þennan sama mann tala í þessu ástandi sem hann bjó til  hér !

JR (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 22:38

6 identicon

Það er ótrúlega skrítið og stundum erfitt að horfa í baksýnisspegilinn. En nauðsynlegt til að læra af því. Það verður fróðlegt að sjá hvernig sagan dæmir þennan tíma (svona eins og manni endist aldur og ævi til). En talandi um að horfa aðeins aftur í tímann þá er ég langt komin með bókina Nýja Ísland, listin að týna sjálfum sér, eftir Guðmund Magnússon. Svolítið skyld þessari frábæru síðu þ.e. tekin saman aðalatriði sem verða svo skýr þegar blaðrið og daglegt argaþras er sigtað frá. Gildi sem maður saknaði rifjuð upp. Mæli eindregið með henni. Þurfti reyndar að taka hlé um tíma þegar niðursveifla tilfinningarússíbanans varð sem dýpst. Þegar spillingarsubbið og afglöpin birtust í hverjum fréttatíma og mótmælafundir voru komnir á annan tug án árangurs. Þá varð ég svo reið út í.... bara... bara... HFF!!, að ég gat ekki meira. En nú ætla ég að klára hana. Maður þarf að vita hvað ber að forðast til að vera klár í uppbygginguna! 

Solveig (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 22:47

7 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þegar hamfarir dynja yfir, finnst manni allt svo skrítið fyrir þær, þegar farið er að skoða fortíðina síðar. Ég held reyndar að nú sé að verða tímabært að horfa fram og horfa á hvað hægt er að gera til að bæta ástandið. Það er gott að stoppa við og hugsa, í hverju er ég góð/ur og hvaða vinnuhópa er búið að stofna.  Er ég góð í að hughreysta fólk og get ég tekið nokkra klukkutíma á viku í hjálparsíma RKÍ. Er ég fær í að skipuleggja fjármál og finna lausnir og get ég gert eitthvað hjá Hagsmunasamtökum heimilanna. Þurfa eldri borgarar í réttindi.is aðstoð. Svona mætti halda áfram endalaust og finna eitthvað til að byggja upp.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 22.1.2009 kl. 22:49

8 identicon

Já, það væri þá gott að vita hvar maður á að byrja til að geta byggt eitthvað upp !

Veist þú Hómfríður eitthvað meira en við hin hvernig okkar mál standa í dag ?

Upplýsingar frá stjórnvöldum breytast á hverjum degi, eða þá verið er að segja ósatt !

Upplýsingar frá bönkunum um peningalega stöðu manns er ekki komin á hreint !

Upplýsingar um stöðu manns hjá lífeyrissjóðnum er ekki á hreinu !

Ekkert vitað hvort fyrirtækið sem maður starfar við í dag verður til á morgun, eða þá hvort maður verður svo heppin að hafa vinnu  !

Hólmfríður, þú getur ef til vill komið til skilaboðum til þeirra sem eiga að stjórna landinu , að þeir fari að koma upplýsingum um stöðu þjóðarinnar !

Þá getur fólk farið að athuga sinn gang og jafnvel farið að byggja upp !

JR (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 23:05

9 Smámynd: Þórbergur Torfason

Það er æði margt sem bendir til að stjórnvöld hafi ekki nennt að leggja á sig þá vinnu sem felst í að fara eftir ábendingum allra þeirra fræðinga sem lögðu mikla vinnu í að upplýsa um stöðu mála hér. Þeir virðast hafa hlustað, einmitt á auglýsingaskrumara bankanna um að allt væri í himnalagi og batnaði bara eftir því sem minna væri talað og hlustað. Það er erfitt að finna heiti yfir svona vinnubrögð. Ég hef löngum kallað þetta "dómgreindarskort" þó er margt sem segir manni að um mjög yfirgripsmikla yfirhilmingu hafi og sé enn að ræða af hálfu stjórnvalda.

Þess vegna hlýtur að vera lykilatriði að klippa sem allra fyrst á þessa tengingu milli stolins auðs og valda í þjóðfélaginu.

Þórbergur Torfason, 22.1.2009 kl. 23:35

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það er hreint út sagt óborganlegt að horfa á öll þessi viðtöl núna.....og ennþá situr allt þetta pakk.

Sigrún Jónsdóttir, 23.1.2009 kl. 00:28

11 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Geir Hilmar og reyndar íslendingar allir þurfa að horfa á þessa mynd, "The Money Masters", afar vönduð heymildarmynd frá 1996 sem skýrir mjög vel afhverju það er kreppa og fyrri kreppur sem og hengingartak það sem klíka alþjóðlegra bankaskúrka hefur á öllum þjóðum, hvernig þeir náðu undir sig Bandaríkjunum(endanlega 1913), hvernig Aljóðlegi Gjaldeyrissjóðurinn kemur inn í dæmið seinna meir, hvernig það er hagur þessarar klíku að halda öllum þjóðum í skuld með skipulögðum kreppum og stríðum/styrjöldum. 

Það reynist mörgum erfitt að horfast í augu við slíkan hráskinnaleik og hvernig þjóðir heimsins eru hafðar að leiksoppar öld eftir öld, öllum er þó hollt að horfast allavegana smástund í augu við óvininn og skilja hvernig hann hugsar, nú eru ekki tímarnir fyrir sjálfsblekkingu því að nú fara hlutirnir að gerast hratt og þessi þjóð þarf einhvernveginn að losna úr klóm þeirra afla sem gera okkur að skuldaþrælum kynslóð eftir kynslóð. Í lok myndarinnar (sem segir fyrir 9 árum fyrir um hrunið mikla sem nú er í gangi, þó að höfundurinn hafi sennilega reiknað með því að Peningameistararnir myndu láta til skarar skríða nokkuð fyrr er raunin varð) er líka talað um lausnir og hvernig hægt sé á raunhæfann hátt að brjótast undan þessum óskapnaði. Hér á landi sem annars staðar er vissulega fyrsta verk að losa sig við spilltustu stjórmálamennina og koma heiðarlegu fólki að stjórn. Sækja ræningja til saka síðan þegar búið er að koma varðhundum þeirra frá og endurheimta sem mest af þýfinu.

En í alls bænum horfið á hana og skiljið hvað hún upplýsir og augljóst samhengið við klípuna sem búið er að ginna íslensku í. Hverrar mínútu virði, afar augnaopnandi.

THE MONEY MASTERS

Georg P Sveinbjörnsson, 23.1.2009 kl. 00:54

12 identicon

Mér varð hugsað óþægilega til Goebbels þegar viðtalið var við Geir. Þegar ég gúglaði hann sá ég að hann og Geir eru álíka gleiðmynntir. Ætli áróðursmeistarinn hafi fengið að taka við? Það hefur gerst áður í sögunni. Og ég sem hélt að það var HHGissurarson. Hvaða GGGGGeggjun er þetta!?

Hermann (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 01:01

13 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Veruleikafirringin er algjör í þessum "gömlu" fréttum, allir tóku þeir þátt í darraðardansinum.  Og voru stoltir af því.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 23.1.2009 kl. 03:40

14 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Skemmtileg samantekt hjá þér.

Jens Sigurjónsson, 23.1.2009 kl. 03:43

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

þú stendur vaktina

Hólmdís Hjartardóttir, 23.1.2009 kl. 08:33

16 Smámynd: Ragnar Þór Ingólfsson

Þú hittir alltaf naglan á höfuðið Lára.

Frábær samantekt að vanda.

Kv.

Ragnar 

Ragnar Þór Ingólfsson, 23.1.2009 kl. 08:53

17 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Algjör snilld hjá þér Lára, eins og venjulega.

Baldur Fjölnisson, 23.1.2009 kl. 09:26

18 identicon

Ömurlegt er að hlusta á formann "Jafnaðamannaflokks Íslands" réttlæta misrétti. Forréttindi sjálfrar sín og forsætisráðherra í lífeyrismálum.

Ónæmi Geirs fyrir jafnrétti var vitað fyrir, svo og hrokinn. Alveg fráleitt finnst honum að ráðherrar og þingmenn búi við sömu réttindi og aðrir opinberir starfsmenn, jafnvel þótt hann finni engin rök fyrir skoðun sinni. 

Þessir tveir strandkapteinar, Ingibjörg og Geir, eru heillum horfnir. Ekki-þjóðin vill ekki í björgunarleiðangur með þau tvö við stjórnvölinn. Burt með utangáttastjórnina.

Annars er að vænta frétta af meintu afnámi Samfylkingarinnar á eftirlaunalögunum, sem Ingibjörg gumaði af í áramótaávarpi sínu. Það er heilmikill óþverri eftir sem formanninum láðist að geta um. Á meðan má sjá umsögn Valgerðar Bjarnadóttur um frammistöðu flokksforystu sinnar í eftirlaunamálinu:

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1264901

Rómverji (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 10:10

19 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þakka þér fyrir að grafla í þessu Lára. Bestu þakkir!

Nú eru mótmælin enn að taka nýja stefnu: Sífellt fleiri gera sér ljóst hve staðan í efnahagsmálum þjóðarinnar er alvarleg. Og einnig að okkur ber að mótmæla með ábyrgð. Um það hefi eg bloggað nokkuð og hvet til varkárni. Sjálfur lagði eg hönd á plóginn og mikið var það gaman að taka þátt í gongóspilinu fyrir utan þinghúsið í gær. Og Kastljósið sýndi smáskot af hávaðasömum mótmælunum okkar sem þó voru annars mjög friðsöm. Mikið var gleðilegt að sjá þegar lögreglumönnunum voru færðir túlípanar og þeim boðið uppá kaffi og kakó. Þeir eru ekkert öðru vísi en við, bara í vinnunni og vinnugallanum sínum.

Í gær höfðum við ekki mótmælaspjaldið: „Mjóu bökin bera nóg“. Allt of kalt og misvindasamt. Skiltið hefur vakið mikla athygli og nánast hver einasti ljósmyndari hefur tekið mynd af því. Spúsa mín útbjó það en hún er lærð myndlistarkennari auk þess að starfa sem slíkur er hún mjög virk í ferðaþjónustunni.

Kannski að taktfasta tónlistin megi nefna: „Örlagasymfónía íslensku ríkisstjórnarinnar“.

Kveðja

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 23.1.2009 kl. 10:17

20 identicon

Og hinn Geir hinn spaki mælir svo:

"í grunnin er allt í góðu í íslensku efnahagslífi og í bankaheiminum, það eru bara ekki allir sem skilja það eða hafa fengið réttar upplýsingar"

Svona burtséð frá því hvað hann er siðblindur og spilltur þá er þessi maður krónískur hálfviti. Hvar fékk hann hagfræðigráðuna sína. Í seríóspakka. Svo telur hann sig geta leitt þjóðina úr "brunarústunum" og er farin að gala um að nýju bankarnir séu ekki að falla (sem ég reikna með að sé þá akkúrat öfugt). Maður er bara sjúklega hræddur við að hafa svona vanvita við völd!

Helgi (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 11:48

21 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

„vegna þess að í grunninn er allt í góðu lagi í efnahagskerfinu og í bankakerfinu. Það eru bara ekki allir sem skilja það!“ Geir 7. apríl 2008

„halda ró okkar og hvað segja krakkarnir: halda kúlinu!“ Geir 29. apríl 2008. Yfirmenn greiningadeilda bankanna 7. maí 2008: „burðugar stofnanir.“ og „árið í heild sinni lítur vel út.“ Sitja þeir ekki enn í sömu embættum?

Takk fyrir samantektina en manni varð óglatt við að fara í gegnum þetta. Ég er enn að gera upp við mig hver sé höfuðfíflið í samantektinni. Árni held ég að hafi vinninginn en Pétur Blöndal og Geir berjast um 2. sætið.

Ævar Rafn Kjartansson, 23.1.2009 kl. 12:07

22 identicon

Kostnaður þjóðarinnar vegna stjórnar Davíðs Oddsonar og hyski hans er óheyrilega mikill.
Skuld ríkisins er núna varlega áætluð 3000 milljarðar ISK eftir 17 ára stjórn Sjálfstæðisflokksins

3000 milljarðar ISK /(17 ár x 365 dagar) = 484 milljónir ISK á dag.

Niðurstaða:

Hver dagur sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd síðustu 17 ár hefur kostað almenning hálfan milljarð ISK í beint tap.

Vill einhver halda þessu áfram?
Þarf eitthvað að ræða þetta frekar!?..

Jón (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 12:40

23 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Takk fyrir þetta. Mér finnst mikil eftirsjá að Sölva. Var hann kannski látinn fara vegna beinskeyttra spurninga?

Þóra Guðmundsdóttir, 23.1.2009 kl. 14:31

24 Smámynd: Harpa Björnsdóttir

Það er líka athyglisvert að sjá hvernig Ásgeir hjá greiningardeild Kaupþings tafsar og stamar undan spurningum Sölva......og Ingólfur er niðurlútur, horfir aldrei beint fram........Orð og líkamsbeiting þessara manna fer ekki saman. ....hér sitja greinilega menn með vonda samvisku, eitthvað sem ég hélt að þeir hefðu ekki. En fyrir góð laun og orð sinna yfirboðara voru þeir tilbúnir til að þagga rödd samvisku sinnar niður og ljúga að þjóðinni.........

Harpa Björnsdóttir, 23.1.2009 kl. 16:16

25 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Talandi um tafsið í gróðærishagfræðingnum Ásgeir er kostulegt að horfa á ÞETTA.

Georg P Sveinbjörnsson, 23.1.2009 kl. 17:38

26 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

...gróðærishagfræðingnum Ágeiri vildi ég sagt hafa.

Georg P Sveinbjörnsson, 23.1.2009 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband