21.3.2009
Skáldið skrifar um Sturlun
Stundum ættu sumir bara að þegja í stað þess að þenja sig og sýna innri auðn. Það á við um manninn sem skrifaði þessa makalausu grein og Skerjafjarðarskáldið Kristján Hreinsson tætir verðskuldað í sig í helgarblaði DV.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Vá! Sannkölluð geðhreinsun að lesa þessa grein Takk fyrir að vekja athygli á henni!
Rakel Sigurgeirsdóttir, 21.3.2009 kl. 19:09
Þetta var virkilega upplífgandi-takk Lára.
Gunnar Skúli Ármannsson, 21.3.2009 kl. 19:23
Bíddu nú aðeins, var ekki fenginn hernaðarsérfræðingur frá Noregi til að vernda aumingja Geir, hinn hálf-norska eftir hrunið?
Þaaað er náttúrlega allt í lagi, en aðrir eru bara fífl ef þeir fá aðstoð frá Noregi....
Guðmundur Helgason (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 21:32
Hún er snilld spurningin frá Sturlu í grein hans í FB þar sem hann spyr hver hafi pantað slíka spurningu og er að vísa í Kastljósið. Alveg er Sjálfstæðismönnum fyrirmunað að skilja að það vinna ekki allir eins og þeir og ganga um og panta spurningar. Ég held það hljóti að vanta eitthvað í þetta lið. Skyldi það vera heilbrigð skynsemi?
En Skerjafjarðarskáldið er náttúrlega að sýna af sér vanalega snilld. Mér finnst seinnipartur vísunnar alveg frábær og mikið rosalega hittir hann í mark.
Þorsteinn Úlfar Björnsson (IP-tala skráð) 21.3.2009 kl. 21:38
Fyrirsögnin hjá honum Kristjáni er Ljóðræn, Sturlunin Bölvanlega.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 21.3.2009 kl. 23:58
Hressandi að lesa þetta rétt fyrir svefnin
Arinbjörn Kúld, 22.3.2009 kl. 06:41
Sturla Böðvarsson er einhver sá alaumasti sem tekið hefur sæti á Alþingi íslendinga. Er þá langt til jafnað.
Síðasta óþurftarverk Sturlu var að sífra yfir því í fjölmiðlum að þingmenn þyrftu að búa við sömu lífeyrisréttindi og aðrir. Var samt sá aumingi að greiða atkvæði með afnámi eftirlaunaóþverrans þegar til kom. Þorði ekki að sitja hjá.
Svo vældi Sturla tilgerðarlega yfir virðingu þingsins, sem seta hans sjálfs í forsetastóli vanvirti. Framkvæmdavaldið skákaði honum þangað þegar ekki var lengur hægt að nota hann sem ráðherra.
Gott að losna við hann.
Rómverji (IP-tala skráð) 23.3.2009 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.