Mín að telja afrek öll...

Oft hefur besti vinur Hannesar Hólmsteins lagst lágt - ótrúlega lágt - en aldrei sem nú. Ef til vill var þetta síðasta ræða hans á landsfundi flokksins sem ól hann við barm sér og kom honum til æðstu metorða. Hann hélt þeim sama flokki, og þjóðinni allri, í járnkrumlu sinni í tvo áratugi og neitaði að sleppa. Allt sem íslenska þjóðin á nú við að stríða er hans verk að einu eða öðru leyti. Samherjar jafnt sem andstæðingar óttuðust hann því hann skirrtist ekki við að misbeita valdi sínu ef hann taldi sér misboðið eða ef honum var mótmælt. Þeir óttuðust hárbeitta, háðslega eiturtungu hans sem hann beitti óspart til að upphefja sjálfan sig með því að niðurlægja aðra. Það var - og er - hans stíll og stjórnunaraðferð.

Ég hélt... nei, ég vonaði að þessi mögulega kveðjuræða hans yrði á vitrænum, skynsömum nótum - því maðurinn er langt frá því að vera illa gefinn - og ákvað því að hlusta í beinni í dag. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum og satt best að segja afskaplega döpur. Hann hafði þarna kjörið tækifæri til að kveðja með reisn en greip það ekki. Þess í stað kaus hann að skjóta eitruðum lygaörvum í allar áttir, ýja að og gefa í skyn eins og hans er reyndar siður, uppnefna fólk og hæðast að því. Hann gerði ekkert upp, horfði ekki til framtíðar, veitti enga von - ekki einu sinni flokksmönnum sínum. Þetta var sorglegt og jafnvel enn sorglegra að sjá hjörðina klappa og hlæja að skítnum og soranum sem vall upp úr þessum fyrrverandi leiðtoga hennar.

Miðað við nánast ævilangt álit mitt á manninum hefði mér átt að finnast þetta bara ágætt. Alveg í stíl við allt hitt. Hann sýndi enn og aftur sitt rétta andlit. En mér fannst þetta dapurleg endalok á löngum ferli manns, sem hefði getað orðið stórmenni en endaði sem lítill, bitur, reiður karl með Messíasarkomplex sem getur ekki með nokkru móti sætt sig við og horfst í augu við veruleikann, hvað þá sjálfan sig. Og þjóðin er rústir einar eftir valdatíð hans.

Þegar hann lauk máli sínu kom mér vísa í hug, sem er í gamalli bók sem ég á í fórum mínum, og fannst hún eiga glettilega vel við tilefnið. Hún mun hafa verið ort í orðastað hrokafulls valdsmanns fyrir um 100 árum.

Mín að telja afrek öll
ekki' er nokkur vegur!
Ég hef ístru, ég hef böll
ég er guðdómlegur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott grein Lára Hanna !

Svo stóð fólk upp og klappaði.

Eru Sjálfstæðismenn fávitar eða er meðvirknin svo gríðarleg hjá þessu fólki að þrátt fyrir allt sem á undan er gengið þorir lýðurinn ekki annað en að klappa.

pjotr (IP-tala skráð) 28.3.2009 kl. 23:17

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

dapurt svo ekki sé meira sagt

Hólmdís Hjartardóttir, 28.3.2009 kl. 23:23

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sammála.  Vísan er auðvitað frábær.

Jenný Anna Baldursdóttir, 28.3.2009 kl. 23:30

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ræða Davíðs og stórkostlegar undirtektir viðhlæjendanna lýsir sjálftökuflokknum í hnotskurn. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 28.3.2009 kl. 23:34

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú segir það sem segja þarf um þessa dapurlegu uppákomu.

Sigrún Jónsdóttir, 28.3.2009 kl. 23:36

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Næst segist hann vera Napóleón og þá liggur bara eitt fyrir honum kallgreyinu.

Haraldur Bjarnason, 28.3.2009 kl. 23:58

7 Smámynd: Harpa Björnsdóttir

Davíð uppskar miklu meira lof og klapp fyrir sínar ósmekklegu eiturpillur en hófstillt ræða Geirs Haarde gerði, sem hafði auk þess vit á að biðja flokkinn sinn afsökunar á mistökum sinnar stjórntíðar. Háðsglósur og stráksskapur Davíðs eru ekki sæmandi manni sem hefur gegnt nokkrum af mestu virðingarembættum landsins. Hann er fyrrum borgarstjóri og fyrrum forsætisráðherra og fyrrum Seðlabankastjóri. Reynið að sjá fyrir ykkur einn, aðeins einhvern einn sem gegnt hefur sömu embættum og sem hefði komið fram á þennan hátt, sagt svona hluti.........Er það erfitt? Já, svo sannarlega er það erfitt, en þó ekkert í samanburði við það ef maður reynir að sjá fyrir sér erlenda fyrrum forsætisráðherra segja sömu hluti og Davíð gerði um andstæðinga jafnt sem samherja. Þeir einu sem manni dettur í hug að komist nálægt því eru frægir að endemum.......og það er Davíð reyndar orðinn líka. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig erlendir fjölmiðlar (sérstaklega þeir norsku) munu fjalla um þessa ræðu. Þeir sem klappa fyrir þessum háðsglósum og lítillækkandi ummælum um aðra hljóta að vera fullir af sama stráksskap og foringinn fyrrverandi, þeir hljóta að finna fróun í því að hlusta á aðra lítilækkaða og uppnefnda. Klappið sem Davíð uppskar segir manni að það hefur ekki aðeins orðið siðrof í íslenskum fjármálaheimi, klappið sýnir svo ekki verður um villst að það er stórfelldur siðbrestur í Sjálfstæðisflokknum.

Harpa Björnsdóttir, 29.3.2009 kl. 00:01

8 identicon

Ræðan var eins og við mátti búast. Hinn nýji hrokafulli Kristur gat ekki farið frá með reisn. Það hefði verið stílbrot. Lágkúran inngróin.

Rómverji (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 00:07

9 Smámynd: hilmar  jónsson

Þarna birtist endanlega hið nakta auma skítlega eðli Davíðs:

Hinn sanni riddari ömurleikans.

hilmar jónsson, 29.3.2009 kl. 00:12

10 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Menn risu úr sætum til að hylla gamla foringjann eftir ræðuna, hvað er að þessu fólki? Ef þetta eru ekki fötin Keisarans þá er ég kartafla.

Rut Sumarliðadóttir, 29.3.2009 kl. 00:17

11 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Þetta er lyginni líkast, ja hérna hér.

Ingibjörg Hinriksdóttir, 29.3.2009 kl. 00:55

12 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Hann er fyrrum borgarstjóri og fyrrum forsætisráðherra og fyrrum Seðlabankastjóri eins og Harpa vekur athygli á hér að ofan. Miðað við undirtektir flokkssytkina hans finnst mér eiginlega fást staðfesting á áratugalöngum grun mínum um að einmitt með slíku framferði og hann viðhafði í ræðu sinni hafi hann komist til valda. Er það von þó maður krefjist breytinga á stjórnsýslu sem hefur slíkan til valda á þvílíkum forsendum!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.3.2009 kl. 00:56

13 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þeir telja yfir 100 sem hann gerði lítið úr.

Þegar málstaðurinn er aumur grípa menn gjarnan til þess að niðurlægja aðra.

Anna Einarsdóttir, 29.3.2009 kl. 01:02

14 Smámynd: Jón Halldór Eiríksson

Vel orðað Lára Hanna.    Vel orðað.      Sorglegast er að horfa upp á fólkið sem hefur staðið með honum í gegn um þykkt og þunnt kyssa hönd kvalarans.  

Jón Halldór Eiríksson, 29.3.2009 kl. 01:17

15 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Þarna fóru vonandi nokkur atkvæði, geta Sjálfstæðismenn ekki komið með nokkrar svona ræður í viðbót, svo að flokkurinn þurrkist endanlega út ???   Jesús Kristur hvað ???

Sigurveig Eysteins, 29.3.2009 kl. 02:38

16 identicon

orðið aumkunarverður fékk alveg nýja merkingu eftir þessa ræðu, samt held ég að það sé minn veikleiki að flokka þessa raðu sem eitthvað aumkunnarvert en ekki eitthvað sjúkt. Og hann meiri að segja hélt því framm að endurreisnar skýrslan "ekki flokkurinn heldur fólk" væri í boði baugsveldisins. Dj. getur hatrið verið sjúkt.

Gummi Helga (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 02:56

17 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Misskilningurinn er að þetta var ekki kveðjuræða heldur endurkomuræða, ræðan sem á að vekja Sjálfstæðisflokkinn til að kalla þennan mikla frelsara til handleiðslu flokks og þjóðar úr hinum dimma dal sem Samfylkingin og forsetinn með andstöðu við fjölmiðlafrumvarpið hafa ein komið okkur í, að nú á Flokkurinn sem einn samhljóma kór að kalla Davíð Kr Oddsson til verka, að kalla hann til að þiggja formennsku flokksins á morgun í stað þeirra framboða sem augljóslega hafa ekki rótað fyglinu upp á ný.

- Það er svo í ofanálag óþolandi að Jóhanna Sig sem „lítur út eins og álfur útúr hól“ sé kölluð til að vera formaður Samfylkingar en hans heilagleiki fái ekki slíkt uppklapp.

- Spurning er bara hvort það sé okkar misskilningur, Sjálfstæðisflokksins eða Davíðs.

Helgi Jóhann Hauksson, 29.3.2009 kl. 05:30

18 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég hef sagt það fyrr og einnig skrifað um það á mínu bloggi að um 30 % íslensku þjóðarinnar er bæði siðlaus og siðblind.. þau kjósa sjálfstæðisflokkinn og þau hylla Davíð í hverju sem er.. þau þykjast yfir aðra hafinn og hef ég fyrir löngu gefist upp á að ræða pólitík við þetta hyski.. enda skilja þau ekki hvað lýðræði og málfrelsi er..

Sjálfstektin er gerspillt og mun verða það einnig eftir næstu kosningar...

p.s Davíð Oddson er siðspilltasti stjórnmálamaður íslandssögunnar !

Óskar Þorkelsson, 29.3.2009 kl. 07:23

19 identicon

Fyrirgefði meðan ég æli!

"Göngum hreint til verks" er mottó landsfundar Neyðarlínuflokksins.

Davíð er Jesú endurfæddur.

Ég hef ekkert meira að segja.

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 09:18

20 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Góður pistill og sorglega sannur. Vísan er afbragð!

Ólafur Ingólfsson, 29.3.2009 kl. 09:50

21 identicon

Fer það nokkuð á milli mála að maðurinn Davíð Oddson, gengur ekki heill til skógar. Hrokinn, yfirgangurinn og frekjan varð honum að falli eins og mörgum leiðtogum sögunnar.  Sammála Hönnu Láru.  Maður getur ekki einu sinni sagt "Blessuð sé minning hans"

Siggi Þórarinss (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 10:47

22 Smámynd: Gísli Ásgeirsson

Í orðastað sjálfstæðismanna:

Þetta var gegt gaman
að geta í höllinn saman
fundið foringjans smæð.
Flokkurinn huga herðir
hópast í sætaferðir
frá Valhöll að Valhúsahæð

Gísli Ásgeirsson, 29.3.2009 kl. 11:33

23 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sannur Harlequin. Sorglegi trúðurinn.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.3.2009 kl. 11:35

24 identicon

Ákaflega illa samin ræða, eiginlega bara samtíningur af ótengdum setningum sem eru í raun allar hin sama: Ekkert er mér að kenna! Allt er öðrum að kenna! Afar ósmekklegir "brandarar". Aumkvunarvert, já, og það fer kannski að styttast í innlögn.

Ragnheiður (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 11:48

25 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Svo kann maðurinn ekki að gúggla. Nanf Svein Harald kemur upp 14,100 sinnum á gúgglinu. Þetta atriði í ræðu DO er hægt að sannreyna og það er bull. Restin var skítkast og mislukkaðir brandarar.

Hjálmtýr V Heiðdal, 29.3.2009 kl. 12:39

26 identicon

Þvílik múgsefjun! Fólk hló og klappaði af tómri hlíðni við hópinn. Það vantaði aðeins barn sem segði: "En hann er ekkert fyndinn", eins og í sögunni um nýju fötin keisarans.

Þessi undirtónn í ræðunni hjá valdamesta manni í valdamesta flokknum: "Allt sem aflaga fór var Samfylkingu og Framsókn að kenna, ekki okkur". Þetta er sorglegur boðskapur.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 13:07

27 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér kom upp í hug bókin The Confederacy of the Dunces eftir John Kennedy Toole, þegar ég heyrði brot úr ræðu Davíðs í kvöldfréttunum.  Ég vona að landsfundarfulltrúar muni einhvern tímann skammast sín fyrir framkomu sína með því að hlæja að bröndurum Davíðs.  Að líkja sér við Krist og skotin á núverandi Seðlabankastjóra hefði átt að fá salinn til að þagna af skömm, en ekki fá menn til að hlæja.  Ég bara á ekki orð til að lýsa skömm minni á þessu liði.  Er ekki í lagi með það?

Marinó G. Njálsson, 29.3.2009 kl. 14:30

28 identicon

Það var dapurlegt að hlusta á ræðu Davíðs Oddssonar. Ekkert stendur eftir nema hrokinn og hið skítlega eðli. Í dag þegar ég ætlaði að hlusta á ræðuna í heild þá var hún horfin af Vísi. Hefur líklega ekki þótt Flokknum til framdráttar þar inni. En Lára Hanna klikkar ekki. Það er einhvern veginn alveg sama hvernig á það er litið: Þegar menn eru farnir að nota líkingar af krossfestingu Krists til að lýsa eigin hremmingum þá koma bara geðsjúkrahús upp í hugann. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skipti sem maðurinn talar af þeim sjónarhóli. Fari hann vel og megi Kristur lina þjáningar hans.

Ingólfur St. (IP-tala skráð) 29.3.2009 kl. 22:23

29 Smámynd: Jakob S Jónsson

Lára Hanna! Frábær pistill! Bráðskörp analýsa, sem ekki þarf orði við að bæta!

Jakob S Jónsson, 30.3.2009 kl. 00:09

30 identicon

Davíð er snillingur í púltinu. Ég hló mikið að þessari ræðu hans !! En ég er vel gefinn, og geri mér grein fyrir að þetta eru vindhögg undarlegs manns, sem  með réttu mætti vista á viðeigandi stofnun.

En hann er orðhvass og mættu fleiri segja það sem þeir hugsa !! Heyrðu menn þegar Davíð hraunaði yfir Vilhjálm, þá heyrðist sagt  bak við "nei, þetta má ekki " gott ef það var ekki gungu Geir sem gaf frá sér þessa aumu stunu um að EKKI mætti gagnrýna eigin flokk.

Davíð hegðar sér oft sauðslega, en ef valið væri milli hans og þess sem tók við (ekki nýjasta afurðin þó) þá mundi ég velja dabba alla daga vikunnar og tvisvar á sunnudögum.

Runar (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 08:04

31 Smámynd: Birgir Þórarinsson

Mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds þegar ég áttaði mig á því að þarna kristaðallist valdhrokinn og fyrirlitning á öllu öðru en sjálfumsér og sínum sem hefur stýrt þessu landi í kaldakol.  Hræddastur er ég um að andlegt heilbrigði þjóðarinnar hafi hlotið varanlegan skaða af boðskap þessa sama hroka og fyrirlitningu sem gegnsýrt hefur afstöðu óþægilegra margra til samfélagsins og skoðunum annarra. Hroka og fyrirlitningu sem vílar ekkert fyrir sér þegar kæfa þarf aðrar raddir og og tilkall til deilingu valds.

Birgir Þórarinsson, 30.3.2009 kl. 12:07

32 identicon

Nei, ég hata ekki Dodd.......eða hvað hann nú heitir aftur þessi sem segir og hefur alltaf sagt aulabrandara á annarra kostnað.  Ég vorkenni honum og er nú svo komið að ég fyllist kjánahrolli þegar hann opnar munninn og get ekki horft á hann um leið, SVO rosalega kenni ég í brjósti um þennan mann sem skilur ekki hvenær skal hætta.

Það er nefnilega það.  Hefur ekki verið sagt að aulabrandara-gæinn hann Doddi......eða hvað hann nú heitir aftur sé eitthvað sé svo gasalega menningarlega sinnaður og mikið skáld og rithöfundur auk annarra kosta.  Ég hef nú altaf haldið að slíkir (ritöfundar t.d) séu vel læsir og lesi annarra skrif.  Fyrir mér virðist sem Dodd..........eða hvað hann nú heitir aftur, sé ekki læs, svona þegar maður heyrir hann líkja sér við sjálfan Krist á krossinum og að þeir sem voru honum við hlið hafi verið saklausir krossfestir með honum.  Annað hvort er hann ekki læs, eða hefur lesið ritið sem segir frá Kristi á krossinum aftur á bak eða á hvolfi, því í því riti segir frá að Krstur haf verið krossfestur saklaus og þeir sem voru honum við hlið voru ræningjar og afbrotamenn.  Já svona geta menn ruglast algjörlega þegar þeir kunna ekki að lesa eða að túlka hlutina.

Jónína (IP-tala skráð) 30.3.2009 kl. 20:45

33 identicon

DO hefur endað eins og margir góðir menn bentu á þegar hann var kosinn formaður.  Annað hvort mundi hann hrokklast frá völdum eða hann mundi eyðilegga Sjálfstæðisflokkinn.  Nú hefur það síðara því  miður gerst.  Sjálfstæðiflokkurinn situr uppi með liðónýtt forustulið.  Eintóma reynslulausa lög- og stjórnfræðinga sem reynslumiklir stjórnmálamenn úr öllum flokkum hafa varað okkur við að mætti ekki gerast.  Forustuhæfileikar DO eru engir sem sést á best á því að honum hefur ekki tekist að finna hæfileikafólk til að vinna fyrir sig.  Ef menn sýndu of mikla hæfileika og vildu hafa skoðun á hlutunum þá voru þeir úthýst.  Gerir að óvinum.  Undir það síðasta sem ráðherra var hann handónýtur peningaspreðari skipandi vini sína í sendiherrastöður og skýjaborgir um setu í SÞ ráði.   Svo gengur hann frá sínum samstarfmönnum með ræðunni á landsfundinum.  Gat ekki endað á anna hætt.  Því miður.  En sem betur fer er hann hættur.

Rúnar (IP-tala skráð) 4.4.2009 kl. 12:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband