Frábært Silfur í dag

Ég var núna fyrst að sjá Silfrið og mér fannst það frábært. Einvalalið gesta (þótt ég segi sjálf frá) og ég vona innilega að sjálfstæðismaðurinn Jón Magnússon hafi horft á þennan "innantóma sleggjudómaþátt" eins og haft er eftir honum hér. Hann og fleiri stjórnmálamenn gætu lært heilmikið af ýmsum sem þarna voru - ef þeir vilja læra eitthvað yfirhöfuð, sem er alls ekki víst.

Vettvangur dagsins - Björn Þorri, Lára Hanna, Ólafur Stephensen, Páll Ásgeir, Íris og Elías

 

 Sverrir Hermannsson - nýi vefurinn hans hér

 

Benedikt Jóhannesson - greinin sem um er rætt hér

 

Kári Halldór - kom við sögu hjá mér hér og hér

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bara snilld Lára mín og þú varst frábær.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 21:40

2 identicon

Heil og sæl; Lára Hanna, og þakka þér - þína hlutdeild, hjá Agli !

Benedikt Jóhannesson (Zoega); ætti að skammast sín, og koma sér, til sinna fornu heimkynna, á Ítalíu. Hann nefndi ekkert; grams Guðrúnar Zoega (frænku hans - eða systur, skiptir minnstu), í Kjararáði því, sem skammtar sjálfu sér - þingmönnum - forseta - ráðherrum/og ráðherfum - byskupi, og hvað þeir allir kallast, sem á Landskassanum nærast, dægrin löng, ofurlaunin óverðskulduð.

Það eru; einmitt, svona alþjóða hyggju pésar, sem áðurnefndur Benedikt, sem komu öllu hér, í það andskotans fár, sem raun ber vitni - með frjálshyggju trúboðinu, ásamt ýmsu því, sem vart þolir dagsljósið, ekki fyrir kosningar, að minnsta kosti.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 19.4.2009 kl. 21:41

3 Smámynd: Lana Kolbrún Eddudóttir

Hann talaði mannamál, þessi verktaki. Betur að við hefðum fleiri slíka menn á þingi, og færri Morfísdrengi..

Lana Kolbrún Eddudóttir, 19.4.2009 kl. 22:31

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Flottur þátturinn í dag!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.4.2009 kl. 23:40

5 Smámynd: Baldvin Jónsson

Flott Silfur Lára Hanna, en ein athugasemd svona í upphafi við það sem þú segir þar.

Þú nefnir að það virki ekki fyrir heildarmyndina að bjarga "bara" heimilunum en hafa ekki á sama tíma lausnir fyrir fyrirtækin.

Þetta er einfaldlega rangt og mér þykir fyrir því að vera að leiðrétta þig hérna á annars frábæru bloggi.  Bættur hagur heimilanna eykur neyslu, aukin neysla bætir hag fyrirtækjanna, bættur hagur fyrirtækjanna eykur atvinnumöguleika.

Þetta er svona einfalda myndin af "heildarmyndinni" í hagkerfinu.

Baldvin Jónsson, 19.4.2009 kl. 23:50

6 identicon

Frábært Silfur eins og endranær (í vetur). Þú varst flott eins og alltaf. Ég er svo fegin að þetta er ekki vettvangur fyrir pólítíkusa, þótt gestir hafi mismunandi pól. skoðanir. Ég er svo þreytt á labbakútapólítíkusum sem hugsa um FLokkinn og sjálfa sig fyrst, næst um flokksbræður og síðast um landsmenn. Nóg er að þurfa að horfa á þá í þinginu.

Kolla (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 00:49

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Lára Hanna, nú verð ég að andmæla þér.

Þetta var ekki "frábært Silfur í dag" þótt þú værir þarna og þessir menn.

Þarna fekk blekkingarstarfsemi Benedikts Jóhannessonar að leika lausum hala án andmæla, en hún hefur verið gripin á lofti í öllum fjölmiðlum, hann t.d. látinn ausa úr sér í Vikulokunum á Rás 1 á laugardagsmorgni og í þessum yfirmáta hlutdræga þætti hans Egils á nýliðum sunnudegi; og í Mogganum var hann mærður jafnt af ritstjórninni og Eiði Guðnasyni evrókrata.

Í fyrri hluta þáttarins var einnig þessi áberandi EBé-slagsíða, sem er í andstöðu við vilja meirihluta þjóðarnnar.

Eiga ríkisfjölmiðlar þjóðar, sem vill EKKI láta innlimast í valdfrekt yfirríkjasamband, að ganga í lið með öllum dagblöðum landsins, sem leynt og ljóst boða innlimun í þetta sama bandalag? Er ekki nóg, að bandalagið er 1670 sinnum fólksfleira en við? (Norðmenn voru 3–4 fjórum sinnum fleiri en við á 13. öld, og það tók Hákon gamla nokkra áratugi að svæla Ísland undir sig sem skattland.*) Þá skulum við gæta að fjárhagslegum slagkrafti þess, en það upplýsir ekki um 7% útgjalda sinna og hefur ekki látið endurskoða reikninga sína í 14 ár samfellt! Mikill fjáraustur var í áróðurinn í Tékklandi, þegar það var í sínu samningsferli, margfaldur á við það fjármagn sem andstæðingar innlimunar höfðu úr að spila. Aukum því ekki á forskot og fjölmiðlayfirráð EBé-manna hér á landi með því að ofurselja jafnvel þætti Ríkisútvarpsins í þeirra hendur.

En veitum líka aðhald. Þurfa þáttagerðarmenn sýknt og heilagt að vera með (1) hlutdrægt val á mönnum í þættina, (2) hlutdrægni í eigin spurningum og innleggjum í viðtölum við gesti sína? Dæmi um þetta síðarnefnda: Gunnar Gunnarsson í Speglinum á Rúv, Hallgrímur Thorsteinsson í Vikulokunum á Rás 1 og Hjálmar Sveinsson í þætti sínum kl. 13 á laugardögum í Rúv. (Og hvað gerir þessa menn svo ómissandi, að hlustendur þurfa að una við þá árum saman í sömu þáttunum?)

Dæmi um hið fyrrnefnda: Silfur Egils á liðnum degi og Vikulok Hallgríms Th. daginn áður. Í Vikulokunum voru þrír EBé-menn: Benedikt Jóhannesson, Margrét Kristmannsdóttir og Hallgrímur sjálfur, en á móti stóð Einar Már Guðmundsson rithöfundur og var þó reikull nokkuð í málflutningi sínum.

* Athugið svo þetta, góðir lesendur:

1. Valdsafsal Íslendinga í hendur Noregskonungs 1262–4 var minna en það, sem Evrópubandalagið ætlast til af okkur. Í Gamla sáttmála áskildum við okkur rétt til að halda íslenzkum lögum (aðstaðan breyttist vissulega löngu síðar, einkum við einveldishyllinguna 1662), en við EBé-innlimun verða hins vegar EBé-lög sjálfkrafa lög á Íslandi og íslenzkum lögum æðri.

2. Samkvæmt Sigurði Líndal lagaprófessor höfðum við meiri fullveldisréttindi árin 1918–1944 sem sjálfstætt konungsríki heldur en við myndum hafa sem eitt landanna í Evrópubandalaginu.

3. Ríkin (sem sumir kalla 'fylkin') í bandaríska sambandsríkinu eru með meiri sjálfstæð völd (sem m.a. eru í höndum löggjafarþinga þeirra hvers um sig) heldur en við myndum hafa í Evrópubandalaginu.

Jón Valur Jensson, 20.4.2009 kl. 00:56

8 Smámynd: Aron Ingi Ólason

mér fannst fyrri hlutinn með ykkur nogguð góður þar sem þið réðust öll hart gegn stjórmálaflokunum styrkjum osf. þó svo að ég efast um að ég vilji ganga í evrópu sambandið og að auki fer Benedikt með rangt mál þar sem hann líkir okkur við kúpu ef við neitum að borga (án þess að fara nánar út í það minni bara á perkins og hudson.) þákemur hann samt fram með einn mikilvægan búnkt og það er að ef við ætlum okkur að sækja þar um aðild  þá er eginlega ekki sinna vænna sem ég tel að við ættum að geraeins og reindar meirihluti þjóðarinnar þó bara til þess að sjá hvað það hefur upp á að bjóða. annars þakka ég bara fyrir frábær blogg að vanda.

Aron Ingi Ólason, 20.4.2009 kl. 02:50

9 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Það þarf að hafa aðhald á stjórnmálamönnunum okkar og það er gert í Silfrinu, sem er bara gott og blessað, ennnnn ég var ekki svo viss um þessa konu sem var að hringja frá útlandinu (Bandaríkjunum) hún er að blogga um ástandið á Íslandi, og milljónir manna lesa bloggið hennar (væntanlega skrifað á ensku)

Þá kemur stóra spurningin hjá mér. Hvað er hún að blogga um ???? 

Er það eitthvað sem skaðar okkur ???

Bandaríkjamenn eru með miklar ranghugmyndir um okkur, t.d. þeir vara fólk við að fara til Íslands vegna óeirða á götum úti, það sé hættulegt að ferðast um á Íslandi, ég sá þetta sagt inni á erlendri frétta stöð CBS. Og útlendingar eru líka hræddir við að koma hingað vegna matarskorts, hvaðan sem það nú kemur.  Íslendingar í útlöndum þurfa að gá að sér, vera ekki að bulla eitthvað út í loftið sem getur skaðað okkur til lengri tíma litið.

Sigurveig Eysteins, 20.4.2009 kl. 06:23

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Lára þú stóðst þig bar nokkurð vel

Óðinn Þórisson, 20.4.2009 kl. 07:58

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek undir þetta með Sigurveigu kl. 6:23.

Jón Valur Jensson, 20.4.2009 kl. 09:23

12 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Benedikt var sannmæll...þótt það særi og æri suma!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.4.2009 kl. 09:52

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, Benedikt fór með innistæðulítinn hræðsluáróður og herjar fast á fullveldisréttindi okkar. Mun skrifa um það.

Jón Valur Jensson, 20.4.2009 kl. 10:02

14 Smámynd: Haraldur Hansson

Silfrið var að mestu flott, hræðsluáróður Benedikts um "seinna hrunið" skemmdi þáttinn.

Hann sagði aftur og aftur að við þyrftum að flýta okkur í ESB til að "missa ekki af lestinni" af því að núna væru "vinveittir menn" sem færu með forsæti og stækkunarmál og "smáríkið Malta" með sjávarútveginn.

Heldur þessi Benedikt virkilega að það séu geðþóttaákvarðanir embættismanna sem ráði för? Að það skipti nokkru einasta máli hvort t.d. landbúnaðarkommissar í Framkvæmdastjórn ESB sé frá Spáni, Grikklandi eða Finnlandi?

Þessi vitleysa í honum var í takt við dómsdagsspá sem hann setti fram, í sjö tölusettum liðum. Hún kom fyrst í Mogganum og síðan á vefmiðlum, enda alltaf djúsí að birta eitthvað krassandi.

Að Benedikt frátöldum var Silfrið mjög gott. 

Haraldur Hansson, 20.4.2009 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband