Spaugstofan

Ég sakna Spaugstofunnar sárt og skil ekki af hverju hún hætti svona snemma í ár. Mánuði fyrr en árið 2008 þótt kosningar séu fram undan og gott hefði verið að hafa þá til að skerpa á hlutunum. Hér er viðtal DV við Karl Ágúst frá 8. apríl sl. þar sem hann tjáir sig meðal annars um vinnu við þættina í vetur.

Kveðjulagið Yfir til þín 26. apríl 2008

 

Kveðjulagið Yfir til þín 28. mars 2009

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Karl er fremstur meðal jafningja og fáir standa honum á sporði að setja saman brag um ástandið hverju sinni. Spaugstofan er svona „carry on crew „ Íslands

hordur halldorss.. (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 19:30

2 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Mesta snilldin í viðtalinu eru getgátur Karls um að Davíð Oddson hafi átt við kappana Þór og Danna (úr Nýju lífi, Dalalífi og Löggulífi), þegar hann sagðist vita hverjir bæru ábyrgð á því að Bretar beittu Hryðjuverkalögunum

Aðalheiður Ámundadóttir, 17.4.2009 kl. 19:34

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Flott að vanda.

Annars mátti ég til með að koma með smá videó á bloggið hjá mér líka til að sjá svona hvernig það kæmi út hjá mér :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 17.4.2009 kl. 20:29

4 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ætli þeir hafi ekki haft áhif á skoðanir okkar fólksins, kjósendanna.  Þetta hlýtur að hafa verið pólitísk aðgerð að senda þá svona snemma í frí. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.4.2009 kl. 02:42

5 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Yfir til okkar!

Rut Sumarliðadóttir, 18.4.2009 kl. 12:27

6 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Það er einsdæmi að sami maður skrifi meirihluta efnis í vikulegum grínþætti í meira en 20 ár.

Sambærilegir þættir í öðrum löndum eru með heilan her af handritahöfundum.

Kalli á fullt erindi í heimsmetabók Guinnes.

Lifi Spaugstofan!

Og fjalldrapinn!

Ásgeir Rúnar Helgason, 18.4.2009 kl. 13:50

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta lag ætlar að standast tímans tönn, hver samdi það og hver orti textan.  Er ekki komin tími til að við sendum þetta lag í Júróvisjón?  Ég mæli með því.  En ég get svarið það við erum á þeirri leið að loksins skynja að við erum til og við erum öll í sömu súpunni og með því að standa saman er eina leiðin til að sigra.  Þó við kjósum svo sem hinn og þennan flokkin inn á milli, Frjálslynda, Vinstri Græn Samfylkingu Borgarahreyfingu eða Lýðræðisflokkinn hans 'Astþórs og jafnvel Framsókn þó ég sé dálítið efins um heilindi þar á bænum  þá munum við samt sem áður ná saman að lokum því í raun og veru greinir ekki mikið á milli fólksins þar.  Þessir aðiljar geta allir starfað saman í vor.  Það er það gleðilega við þetta allt saman. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.4.2009 kl. 15:37

8 Smámynd: Róbert Björnsson

Spaugstofumenn gengu í endurnýjun lífdaga í vetur eftir nokkur þunn ár og sannarlega endurómuðu þeir hugsanir og tilfinningar almennings yfir ástandinu. 

Ísland sárvantar beitta pólitíska satíru eins og Daily Show eða Real Time with Bill Maher...við þurfum að geta hlegið að þessu líka...að vísu hjálpar ´Astþór til með að lífga uppá þetta...og þingmenn sjá um það sjálfir að gera sig að fíflum...en það væri gaman að sjá þjarmað aðeins betur að þeim á gamansaman hátt.

Róbert Björnsson, 18.4.2009 kl. 17:46

9 Smámynd: Hörður B Hjartarson

 Hjartanlega sammála þér Ásgeir, þetta með Karl Ágúst og Guiness . Lára Hanna takk kærlega fyrir að fá að njóta myndbandanna , þessarra og svo margra annarra , já og svo er ég þér lega sammála í sambandi við Spaugstofuna . Yfir til þín , , , , . Ég vona að það verði eins með Spaugstofuna og Heilaga Jóhönnu , , , , - jú við höfum bæði næstu 100 árin , eða svo ( verst að hún er ekki í réttum flokki , jæja hún er þó í þjóðflokknum ) .

Hörður B Hjartarson, 19.4.2009 kl. 02:06

10 Smámynd: Aron Ingi Ólason

já það er svosem missir en ég held að ástæðan fyrir því að þeir hættu mánuði fyrr hljóti að vera kosningarnar . hvort sem að þeir ákváðu sjálfir að draga sig í hlé aðeins fyrr til að altra ekki við hlutdrægni eða einhverju svoleiðis kannski meira gert grín af sumum eins og D styrkjunum og svoleiðis eða hvort það var áhveðið af einhverjum fyrir ofan veit ég ekkert um.

Aron Ingi Ólason, 19.4.2009 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband