Styrkir, spilling og traust

Þótt ekki séu öll kurl komin til grafar varðandi "styrkjamál" flokkanna hlýtur að vera næsta skref að upplýsa um "styrki" til einstakra frambjóðenda í prófkjörsbaráttu. Fréttir Stöðvar 2 í kvöld voru kannski fyrsta skrefið, en þetta þarf að gerast hratt. Sökum tímaskorts ætla ég að stytta mér leið og vísa í blogg annarra um málið. Hér skrifar Jenný Anna, Egill Helga hér, Salvör hér og Marinó G. Njálsson hér. Ég tek undir með Marinó þar sem hann segir:

"Ég hélt að þetta styrkjamál væri eiginlega kjarni málsins.  Það snýst um heilindi stjórnmálamanna og hvort enn sé við líði fyrirgreiðslupólitík fortíðarinnar.  Mér finnst það skipta miklu máli hvort stjórnmálamenn séu ennþá að taka við því sem er ekki hægt að túlka á neinn hátt nema mútugreiðslum stórfyrirtækja til einstakra stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka.  Síðast í kvöld var í fréttum Stöðvar 2 nefnt að nokkrir stjórnmálamenn, þar á meðal báðir efstu menn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík hefðu tekið við milljónastyrkjum vegna prófkjörsbaráttunnar haustið 2006.  Eru þetta virkilega mennirnir sem við viljum fá inn á þing?  Því neita ég að trúa og þess vegna snúast þessar kosningar um spillingarstyrkina.  Þær snúast líka um uppbyggingu atvinnulífsins, endurreisn heimilanna og framtíðarsýn fyrir þjóðina."

Og hvað er orðið af Guðlaugi Þór? Alkunna er að Hannes Hólmsteinn er alltaf vel falinn fyrir kosningar, því enginn er duglegri við að reyta atkvæðin af SjálfstæðisFLokknum. En Guðlaugur Þór er í framboði. Efsti maður í Reykjavík Suður. Var honum stungið inn í skáp til Hannesar? Hér eru forsíður á bæklingi sem dreift var/er í Reykjavík. Þeim vinstra megin fyrir helgi en þeim hægra megin eftir helgi. Búið er að skipta Guðlaugi Þór út fyrir Kristján Þór Júlíusson, efsta mann á lista FLokksins í Norðvesturkjördæmi. Er þetta ekki afdráttarlaus yfirlýsing um að Guðlaugur Þór þyki óæskilegur frambjóðandi? Lesið um upplifun Myndsmugunnar hér. Þetta er verulega dularfullt kosningabragð. Tekið skal fram að ég stækkaði báðar útgáfur, bar þær saman og sá augljós merki þess að "eftir helgi" myndin er "fótósjoppuð". Ætli Illuga verði skipt út fyrir kosningar?

Þeirra leið er að fela Gulla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stöð 2 er í herferð gegn XD og ættu menn að taka allar fréttir þeirra með varúð. Og skynsamt fólk ætti ekki að láta plata sig

haukur gunnarsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 22:33

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Mikið hefði nú verið auðveldara hjá kommúnistum í Rússlandi í gamla daga ef þeir hafðu haft aðgang að Photoshop. Þeir settu það ekki fyrir sig að breyta sögubókum og fjarlægja óþægilega aðila sem hentuðu ekki stefnu flokksins. Á þeim tíma var stórmál að framkvæma svona myndfalsanir og þurfti að eyða út persónum á filmunni með tilheyrandi veseni. Oftast varð sögufölsunin illa unnin og mátti sjá hvar vantaði hausa inn á milli þar sem teknar hefðu verið hópmyndir.

Í dag fá hausar að fjúka með öðrum hætti.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.4.2009 kl. 22:46

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta verður að komast upp á yfirborðið. Annars er ég mest hissa á því að Steinunn Valdís skyldi vera meðal styrkþega, ef satt reynist.

Theódór Norðkvist, 21.4.2009 kl. 22:53

4 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

 Ótrúlega fyndið  .......... og neyðarlegt.

Annars, af því að ég er með HHG á heilanum, finnst hann heillandi tegund af homo sapiens, og rannsóknarefni mannfræðinga um langa framtíð, þá er fórdómagleraugnakenning mín að hann sé nú í London að versla föt fyrir sumarið og eyða dýrmætum gjaldeyri, í gervi konu,  sbr. neðangreint comment undir leyninafninu "LANDIÐ". 

http://vala.blog.is/blog/pistlar/entry/853532/#comments

Jenný Stefanía Jensdóttir, 21.4.2009 kl. 23:01

5 identicon

Af hverju minnist þú ekkert á að samfylkingarþingmennirnir Helgi Hjörvar og Steinunn Valdís Óskarsdóttir eru einnig sögð hafa þegið þessa styrki frá Fl group? Þú fókusar bara á frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í þessu bloggi. Finnst þér kannski spilling innan Samfylkingarinnar ekkert tiltökumál eða hentar það bara betur að einblína á Sjálfstæðisflokkinn í þessu samhengi?

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 23:12

6 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Guðmundur... það kemur heldur betur skýrt fram í myndbandinu að Helgi og Steinunn Valdís séu nefnd sem styrkþegar. Þau og þeirra flokkur er ekkert undanskilin þar.

Málið með bæklinginn er allt annað dæmi.

Lára Hanna Einarsdóttir, 21.4.2009 kl. 23:36

7 Smámynd: Steingrímur Helgason

kvídbóg & zwarzinn ...

Steingrímur Helgason, 22.4.2009 kl. 00:20

8 identicon

Gengið hreint til verks:

http://pressan.is/Gulapressan/Mynd/okkar-leid/

Rómverji (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 00:39

9 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Það er grundvallaratriði að ,,fyrirgreiðsla" eins og greint hefur verið frá hverfi úr íslenskum stjórnmálum. Auðvitað er spillingarkeimur af þessu þó mér finnist margir hverjir vera fljótir að dæma og hrópa mútur og spilltir stjórnmálamenn. En þeir sem þáðu svo háa fjármuni, eins og dæmin virðast sýna, hafa dæmt sig úr leik í stjórnmálum. Þeir eru ekki trúverðugir lengur og varpa skugga á þá stjórnmálaflokka sem þeir starfa fyrir. Þeir hafa brugðist trausti kjósenda flokksins og eiga að taka pokann sinn. 

Mér finnst þú Lára Hanna hins vegar hlutdræg þegar rætt er um sjálfstæðismenn sem ég held að sé nokkuð ljóst að þú munir ekki kjósa 25. apríl :-) Ef það er að koma núna í ljós að Samfylkingarfólk er sama marki brennt og þeir fáu sem nefndir hafa verið í Sjálfstæðisflokknum þá finnst mér hræsnin á þeim bænum yfirgengileg þar sem þeir hafa gengið lengst í að fordæma styrkina til Sjálfstæðisflokksins.

En ljótur blettur á pólitíkinni en við skulum láta hið sanna koma í ljós áður en við fellum dóma yfir einstaklingum. 

Jón Baldur Lorange, 22.4.2009 kl. 00:50

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það er sama hvað við köllum þetta, Jón Baldur - fyrirgreiðslu, spillingu, mútur, greiðasemi... hvað sem er. Eðlilegt er það ekki. Og það hvarflar ekki að mér að verja samfylkingarfólk ef það er undir sömu sök selt og sjálfstæðismenn, framsóknarmenn eða aðrir. Gjörðin er sú sama, hvaða flokki sem viðkomandi stjórnmálamenn tilheyra og hvort sem um er að ræða sérstök bankalán eða fégjafir í prófkjöri.

Hið sanna mun vonandi koma í ljós - um frambjóðendur, þingmenn og ráðherra ALLRA flokka. Þá kemur í ljós hverjir þeirra eru þess verðir að vera fulltrúar okkar á þingi. Það er löngu kominn tími til að taka svona mál föstum tökum.

Lára Hanna Einarsdóttir, 22.4.2009 kl. 01:02

11 identicon

Fréttaflutningur Stöðvar 2 af þessu máli er ótrúlegur. Ef Sjálfstæðismennirnir sem taldir eru upp hefðu hlotið hæstu styrkina þ.e. 2 milljónir króna hefðu þeir örugglega verið nafngreindir. Það má því ljóst vera að Samfylkingarfólkið Helgi Hjörvar og Steinunn Valdís ásamt Framsóknarmanninum Birni Inga hafa hlotið hærri styrki en Sjálfstæðismennirnir. Annars hefðu upphæðir verið negldar á menn. Ein ófrægingarherferðin enn á Sjálfstæðismenn. Eru menn ekki að verða þreyttir á þessu. Það þarf ekki annað en fletta blöðum og rýna fjölmiðla til að sjá að allir stjórnmálamenn og allir flokkar hafa þegið styrki frá fyrirtækjum til framboða sinna.

Og ljóst má vera að Samfylking og Framsóknarflokkur hafa síst minni fjárráð í þeim efnum en Sjálfstæðismenn. Ef það kemur ekki fram í styrkjum til þeirra þá hafa þeir notið styrkja í öðru formi - til dæmis í formi auglýsingabirtinga án endurgjalds hjá fyrirtækjum sem þeir hafa verið handgengnir. Það má fela svona slóð með ýmsum hætti og það hefur alltaf verið gert. Það að hengja þessa ófrægingarherferð á einn flokk er út í hött. Og hvaðan eiga auglýsingapeningar flokkanna að koma ef ekki frá fyrirtækjum landsins. Hvernig annars ættu þeir að kynna það sem þeir hafa fram að færa. Kanski ættu þeir bara að sleppa því að vera í kosningabaráttu.

 Mér þykir annars sjálfstæðismenn vera orðnir flinkari í markaðsmálum en þeir hafa verið áður ef þeir eru með tvo bæklinga til dreifingar. Þeir eru væntanlega búnir að átta sig á því að Kristján Þór og Guðlaugur Þór höfða til mismunandi hópa og hafa prentað tvo mismunandi bæklinga til dreifingar á þessa hópa. Það kallast markaðsetning á markhópa og ekkert óeðlilegt við slíkt. Báðir bæklingarnir eru photo shoppaðir - allar myndir eru teknar af einstaklingum og síðan raðað upp í auglýsingar og á auglýsingaefni eftir þörfum. Eitthvað sem notað er í herferðinni í ár og var líka notað 2007. Af sjálfstæðismönnum og öðrum flokkum. Ekkert heldur óeðlilegt við það. Bara hagræðing í myndatöku - færri myndir - fleiri möguleikar. Það er ótrúlegt hvað fólki dettur í hug að velta sér upp úr og reyna að gera tortryggilegt eitthvað sem er í hæsta máta eðlilegt og auðskiljanlegt öllum sem vilja skilja.

gp (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 01:27

12 Smámynd: Óskar Þorkelsson

takk fyrir góðan pistill Lára.  Ég hef ekki verið iðinn við að svara pistlunum þínum í fríinu en hef lesið þá alla :)

Óskar Þorkelsson, 22.4.2009 kl. 09:03

13 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

Svona mitt í öllu spillingarsósunni væri ekki tilvalið að lyfta sér upp og sjá eitthvað ekta? Mæli eindregið með Susan Boyle.

GRÆNA LOPPAN, 22.4.2009 kl. 10:00

14 Smámynd: GRÆNA LOPPAN

... allri spillingasósunni... átti þetta nú að vera... öllu spillingardæminu var það fyrst...

GRÆNA LOPPAN, 22.4.2009 kl. 10:03

15 identicon

Ég trúi því ekki að á kjördag, muni  nokkur maður sem fylgst hefur með umræðunni undanfarið, kjósa D.B.S.

Þar sem spillingin drýpur af hverju strái, og allir flokkarnir reyna að fela bókhald sitt fram yfir kosningar. Þeir eru allir jafn sekir.

Við höfum val. Gefum spillingunni frí!! 

Kjósum einfaldlega alt annað.  

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 11:25

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er í kasti.  Hahahaha.

Velkominn í óvinahópinn.

http://jenfo.blog.is/blog/jenfo/entry/860467/

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2009 kl. 14:19

17 identicon

Ég ætla að beita útstrikunarpennanum á kjördag. Læt ekki nokkra menn og konur með brenglað siðferði stela af mér flokkinn minn.

Sjá nánar á hinu blogginu mínu

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband