Forskot á Silfrið

Ég sá á blogginu hjá Agli Helga að gestir hans í Silfrinu verða - fyrir utan auðvitað sjálfan kvikmyndagúrúinn David Lynch - Guðmundur Ólafsson, Lilja Mósesdóttir, Jón Gunnar Jónsson, Marinó G. Njálsson og Guðjón Már Guðjónsson. Ég hlakka til að heyra í þessu fólki.

En gesturinn sem ég bíð spenntust eftir er Njörður P. Njarðvík. Njörður hefur skrifað margar athyglisverðar greinar í Fréttablaðið. Hann var gestur í Silfrinu 11. janúar sl. og vakti gríðarlega athygli fyrir málflutning sinn þar um nýtt lýðveldi o.fl. Sú umræða hefur að mestu dottið niður, sem er slæmt. Mér finnst kominn tími á nýtt lýðveldi á Íslandi og benti á umfjöllum um það í bloggfærslu 26. nóvember sl. En rifjum aðeins upp sýnishorn af því sem Njörður hefur verið að skrifa um og viðtalið í Silfrinu í janúar.

 Til hvers er Alþingi - Njörður P. Njarðvík - Fréttablaðið 21.12.08
 Frjálshyggjuveiran - Njörður P. Njarðvík - Fréttablaðið 7.1.09
 Ótrúlegur vanskilningur - Njörður P. Njarðvík - Fréttablaðið 18.3.09

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvert orð satt. Mann þyrstir í meira. Eg er að vona að þinghópur Borgarahreyfingarinnar geti borið með sér vísi að Nýja-Íslandi inn á þing og fundið þar samherja.

Vonandi læra þau Birgitta, Margrét, Þór og Þráinn sem allra minnst á hirðsiðanámskeiðum Alþingis.  Vonandi muna þau erindi sitt. 

Margir fylgjast spenntir með þeim. 

Rómverji (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 10:16

2 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ísland er vissulega flokksveldi, þar sem flokkarnir skipta kökunni á milli sín eins og ættbálkar í "frumstæðari" þjóðfélögum.

Milli ættbálkanna ríkir svo bæði ógnarjafnvægi og samtrygging, þannig að þeir sem ganga engum þeirra á hönd, eru óvarðir í þjóðfélaginu og komast sjaldan neitt áleiðis.

Því miður sér ekki enn fyrir endann á þessu ástandi, sem hamlar bæði framþróun og lýðræði, eins og Njörður bendir á.

Því fleiri, sem gera sér grein fyrir þessu, því betra.  Þá er a.m.k. hægt að lifa í voninni um breytingar...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 3.5.2009 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband