2. sætið á 10 ára fresti...

...og úti þess á milli? Ég er einn minnsti Júróvisjónsérfræðingur landsins en þekki þó stigagjöfina nokkuð vel. Enda er hún það eina sem ég hef fylgst með nokkuð lengi. Fátt kom á óvart við stigagjöfina í kvöld en þó var ekki eins eindregin slagsíða á henni og undanfarin ár. Kannski er það vegna hins breytta fyrirkomulags.

Svo vill til að einu lögin sem ég hafði lagt mig eftir og hlustað/horft á voru einmitt íslenska og norska lagið. En í kvöld var maður í stofunni hjá mér sem kallaði og hrópaði álit sitt á hinum lögunum sem ég sinnti þrifnaði, svalaskrúbbi, gluggaþvotti og öðrum skemmtilegheitum. Hann hefur haft tónlist að aðalatvinnu mestallt sitt líf og honum fannst norska lagið langbest - tónlistarlega séð. Var reyndar líka mjög ánægður með það íslenska.

Ég er ekki viss um að allir hafi áttað sig á því, að Rybek - flytjandinn sjálfur - samdi bæði lag og texta norska lagsins. Hann var vel að sigrinum kominn, guttinn.

Ég hafði spáð íslenska laginu 3. - 7. sæti svo 2. sætið kom skemmtilega á óvart. Þökk sé Norðmönnum. En í ár eru einmitt 10 ár síðan Selma lenti líka í 2. sætinu, munið þið...? Heyrir einhver samhljóm með því og íslenska laginu í ár?

 Hér eru sigurlögin tvö - það norska og íslenska - og lokahnykkur atkvæðagreiðslunnar.



Ég má til með að setja hér inn íslenska framlagið frá 1989 - svona til að afsanna 10 ára "regluna". Takk fyrir að benda á þetta, Emil. Fengum við ekki 0 stig það árið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

Þetta var besta niðurstaðan, það hefði eiginlega verið skandall að vinna keppnina. Ég næ ekki þessu með samhljóminn. En þetta með 2. sætið á 10 ára fresti, þá skulum við ekkert vera að rifja upp árangurinn árið 1989.

Emil Hannes Valgeirsson, 16.5.2009 kl. 23:52

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég tók nú mest eftir því að bretarnir gáfu okkur ekkert stig

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.5.2009 kl. 02:10

3 identicon

Selma hefði líklega fengið fleiri stig fyrir 10 árum ef þessum bjánalegu dönsurum hefði verið sleppt. Mér finnst þeir hreinlega eyðileggja atriðið.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 17.5.2009 kl. 03:10

4 Smámynd: Neo

Ég hjó reyndar einnig sérstaklega eftir því að bretarnir gáfu okkur 8 stig þrátt fyrir deilurnar..

Neo, 17.5.2009 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband