Ótrúlegur andskoti

Eitt af því sem talið er hafa valdið efnahagshruninu er andvaraleysi almennings á Íslandi. Almenningi til varnar skal rifjað upp að hann var blekktur og dreginn á asnaeyrunum. Aðallega af banka- og stjórnmálamönnum sem og eftirlitsaðilum sem fólk treysti til að vinna vinnuna sína.

En fjölmiðlar spiluðu þar stórt hlutverk. Ég minni á viðtölin við Aidan White, framkvæmdastjóra alþjóðasamtaka blaðamanna, um þátt fjölmiðla í aðdraganda efnahagshrunsins sem sjá má neðst í þessum pistli. Þar segir White m.a.: "Ein aðallexían sem á að koma út úr öllu þessu hræðilega ferli er sú, að fjölmiðlar eiga að tala máli þjóðfélagsins í heild. Þeir eiga að gegna þjóðfélagslegu hlutverki, vernda hagsmuni fólksins."

Því fylgir ábyrgð að reka fjölmiðil - ýmiss konar þjóðfélagsleg ábyrgð. Líka hjá þeim einkareknu. Í vetur hefur mikið verið kallað eftir fleiri fréttaskýringaþáttum í fjölmiðlum. Öflugri rannsóknarblaða- og -fréttamennsku. Fjárskorti er venjulega kennt um vöntun á slíku. Mér var því mjög brugðið þegar ég sá þessa frétt á DV.is í dag.

365 í útrás til Argentínu - DV.is 16.8.09

Ég þekkti ekki þættina sem þarna er vísað í - Wipeout. Leitaði á YouTube og fann t.d. þetta sýnishorn.

Er þetta álit 365 miðla á andlegu atgervi íslensku þjóðarinnar? Hafa þeir rétt fyrir sér? Vill fólk frekar svona sjónvarpsefni en t.d. efni á borð við Kompás eða Ísland í dag eins og sá þáttur var? Um áramótin var Ísland í dag lagt niður sem fréttaskýringaþáttur og léttmetið hefur ráðið þar ríkjum síðan með örfáum undantekningum. Kompási var hent út í janúar. 365 ver gríðarlegum fjárhæðum í enska boltann og annað íþróttaefni. Og samkvæmt frétt DV á nú að senda 120 manna hóp til Suður-Ameríku til að taka upp fíflalæti.

Þetta finnst mér undarlegur skilningur á þjóðfélagslegu hlutverki og ábyrgð fjölmiðla - og furðuleg meðferð á fjármunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Annað hvort fækkar eða fjölgar áskrifendum St2. Trúlega fjölgar þeim. Annars takk f. allar greinar úr Mbl-pappír. Er ekki áskrifandi þar heldur.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 21:56

2 Smámynd: Snæbjörn Björnsson Birnir

Skil ekki hvers vegna þér er brugðið, þegar maður lítur á hver er "eigandi" 365 miðla (Rauðsól?).

Jón Ásgeir er enginn bjáni, þegar um er að ræða hvað fólk flest lætur glepjast af. Gefum þeim "ódýran" mat og nóg af "heilalamandi skemmtun". Þá er fólk ekkert að spyrja óþægilegra spurninga...

Snæbjörn Björnsson Birnir, 16.8.2009 kl. 22:06

3 identicon

Hemingway var upphaflega og kannski alltaf blaðamaður. Aðspurður um hvað prýddi góðan blaðamann sagði hann. "Gott lyktarskyn". "Til hvers?" var spurt. "Til að finna skítalykt" svaraði Hemingway.

stefán bnediktsson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 22:37

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Fáránleg forgangsröðun.

Og Jón Ásgeir býr enn í glerhöll.  Hefur engan skilning á ástandinu á Íslandi.  Eða vill ekki sjá það.  Sögusagnir herma að hann hafi flutt allar skuldir Haga í fyrirtæki að nafni 1998.  Við fáum síðan skuldirnar í hausinn eftir tvö ár eða svo. 

Hvernig væri að hætta að versla við hann ???????

Anna Einarsdóttir, 16.8.2009 kl. 23:00

5 identicon

Hvernig er hægt að flytja skuldir- t.d. útistandani kröfur birgja - yfir í annað fyrirtæki. Hvers konar rugl er þetta; ég hef allavega ekki heyrt af svona rugli.

Getur einstaklingur flutt skuldir sína yfir á kennitölu annars einstaklings.  Nei það er ekki hægt. 

Málið er það að staðan hér er kominn í algert steypu og það sjá þetta allir. Það vita líka allir að þetta getur ekki haldið svona áfram.

Fróðlegt og gagnlegt væri fyrir borgara þessa lands að fá samantekt á þeim breytingum sem gerðar hafa verið á regluverkinu - lögum og reglum - undanfarið til þess að fyrirbyggja áframhaldandi óreiðu-gjörninga.  Hefur einhverju verið breytt sem, sem hald er í gegn útsmognum lögmönnum - ef á reynir fyrir dómi ?  Mér er t.d. ofarlega í huga ýmsa bókhaldsgjörninga, kúlulánatrikk, ljúga upp verð fyrirtækja, kaupa fyrirtæki með illa fengnu lánsfé (t.d. með innlánsfé frá erlendum sjúkrastofnunum), fjármagnsflutninga í skattaskjól til að koma fjármunum undan og svíkja skattinn í leðiinni og borgara þessa lands, mergsjúga með úttekt falsks arðs fyrirtæki/banka sem eru á hausnum fyrir, skuldabréfavafninga, ólöglegt gjaldeyrisbrask og fleira og fleira. Listinn er langur.

Kveðja.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 23:31

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Ég hef glatað þeim hæfileika að verða hissa...............

Hólmdís Hjartardóttir, 17.8.2009 kl. 00:52

7 identicon

Þar sem Stöð 2  er áskriftar stöð, er best bara að versla ekki við þá. Reyndar hefði ég haldið að þáttur einsog Kompáss værri mjög  vinsæl  einsog ástandið er núna.

Hannes (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 01:05

8 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Usss það er bara vesen að borga fyrir þáttagerð þar sem maður þarf stöðugt að vera passa uppá stjórnendur svo þeir fari ekki að grafa upp eitthvað sem kemur manni sjálfum illa. Fyrir utan að þessi "alvöru þáttagerð og blaðamennska" er hundleiðinleg til lengdar. Eitt lærði maður sko af Commodusi; ef fólk hefur áhyggjur þarf að létta þeim skapið og selja þeim afþreyingu. þetta er eins augljóst og rauð sól í hádegisstað.

Svanur Gísli Þorkelsson, 17.8.2009 kl. 01:43

9 identicon

Rauðsól yfir Hádegismóum

Hafþór kristjánsson (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 09:18

10 identicon

Höldum þessu til haga:

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra telur hagsmuni almennings ekki í hættu þótt einkafyrirtæki eignist hlut í orkuframleiðslufyrirtækjum. Hún segir auðlindirnar tryggðar með eignarhaldi opinberra aðila, dreifiveituþátturinn eða sérveitustarfsemin sé líka tryggð í meirihlutaeigu opinberra aðila.

Hljómar vel að nota orðið "tryggðar".  Stutt er síðan Snæfellsbær gekk frá vatns-réttinda-samning til 95 ára við  eftirlýstan glæpamann dr Spokk. Allt saman handsalað við Ólaf Ragnar forseta lýðveldisins á staðnum undir glymjandi lófataki. Lítið var þá rætt um endur-nýtanleika upp-sprettunnar, enda slíkt með öllu óþarft því stundargræðgi orfárra aðila var í fyrirrúmi.

Hér er síðan innlegg frá Ómari frá því í morgun:

"Með viljayfirlýsingu um að Alcoa fái alla þá orku á Norðausturlandi sem hún þarf er fyrirtækinu í raun selt landið eða landshluturinn, sem orkan er unnin í, til eignar og einokunar.

Sjálfstæðisbaráttan hefur sjaldan verið harðari en nú og ástæða við að andmæla kröftuglega og vara við því andvaraleysi og þróttleysi sem virðist vera að heltaka menn í þessum efnum".

Iðnaðarráðherrann gleymdi að minnast á hverjum hún tryggir auðlindirnar ! Í tilfellinu sem Ómar ræðir um er ráðherrann og hennar slekti að tryggja ál-risanum sinn bita.

Hákon Jóhannesson (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband