Næstur er pistill frá 9. september 2008 og enn er fjallað um hina "hreinu og endurnýjanlegu" orku í tilefni þess að fréttir bárust af gróðurskemmdum í kringum Hellisheiðarvirkjun. Gróður, sem hafði tekið 1000 ár að myndast, var skemmdur eða dauður eftir 2 ár í námunda við virkjunina. Hengi útvarpsfréttir um málið neðst í færsluna, svo og fréttir um sams konar gróðurskemmdir hjá Svartsengi. Viljum við fara svona með landið okkar?
Þessi stórfrétt birtist fyrst á mbl.is klukkan 13:49 í gær, mánudag. Hún kom í örmynd í fimmfréttum Ríkisútvarpsins en lengri umfjöllun var í kvöldfréttunum klukkan 18 (sjá neðst í færslu). Hvorug sjónvarpsstöðin var með fréttina í gærkvöldi.
Í tengslum við þessa frétt varð ég vör við, bæði á blogginu og í samtölum við fólk, að þetta kom á óvart. Þekking á jarðhita og jarðhitavirkjunum er ekki mjög almenn og því hefur orkufyrirtækjum, virkjanasinnum og stjórnvöldum reynst auðvelt að telja fólki trú um að jarðhitavirkjun sé hrein, endurnýjanleg og jafnvel sjálfbær - en ekki er minnst á hve mikið er virkjað, hve ágengt og hvernig. Þessi fullyrðing er alröng. Lítum á svolítinn fróðleik úr Veðurmolum Sigga storms sem ég klippti saman og birti hér á blogginu mínu í lok apríl sl.
Eins og þarna kemur fram skiptir máli hvort jarðhitinn er á lághita- eða háhitasvæði. Það sem ekki kemur fram er, að það skiptir líka máli í sambandi við efnamengunina hvort gufan er nýtt til að hita upp kalt vatn til húshitunar auk þess að framleiða rafmagn (Nesjavellir - jarðvarmavirkjun) eða hvort eingöngu er framleitt rafmagn í virkjuninni og efnamengaðri gufunni allri sleppt beint út í andrúmsloftið (Hellisheiðarvirkjun - jarðgufuvirkjun). Að auki er nýting jarðgufuvirkjana ekki nema um 12-13% og 87-88% orkunnar fer því til spillis. Það getur engan veginn talist forsvaranleg nýting á verðmætri orku. Ýmsum hugmyndum hefur verið hent á lofti til að nýta umframorkuna en engin orðið að veruleika ennþá.
En hvernig getur það gerst að gróðureyðing hjá jarðgufuvirkjun sé að koma upp núna? Var ekki framkvæmt mat á umhverfisáhrifum Hellisheiðarvirkjunar? Jú, vissulega, en eins og lög um mat á umhverfisáhrifum gera ráð fyrir er það framkvæmdaraðilinn sjálfur sem sér um matið og kostar það, og það er honum að sjálfsögðu mikið í mun að ekki komi neitt fram sem hindrað gæti framkvæmdina. Aðilar sem hann fær til liðs við sig gætu síðan fengið hluta af verkefnunum við framkvæmdirnar svo varla eru þeir hlutlausir heldur, eða hvað? Þetta er svo flókið ferli að það hálfa væri nóg. Svo er Skipulagsstofnun nú aðeins álitsgjafi, ekki úrskurðaraðili, svo þótt hún leggist gegn virkjun af umhverfisástæðum eins og raunin varð með Bitruvirkjun er sveitarfélagi/framkvæmdaraðila og öðrum sem að málinu koma í raun í sjálfsvald sett hvort virkjað er eða ekki.
Svo er það hraðinn - allt þarf að gerast svo hratt af því hitt eða þetta sveitarfélagið er búið að eyða svo miklum peningum í undirbúning sinnar draumaálverksmiðju að það má engan tíma missa í aukaatriði eins og mat á umhverfisáhrifum og slíka endaleysu. Hvað þá að bíða eftir að fram fari heildarmat á téðum umhverfisáhrifum eins og fyrir norðan. Þar er einmitt áætlað að reisa fleiri en eina - kannski fleiri en tvær jarðgufuvirkjanir til viðbótar við Kröflu. Það gæti hindrað áform þeirra ef í ljós kemur við heildstætt mat á umhverfisáhrifum að samlegðaráhrif eitrunar af völdum brennisteinsvetnis gæti deytt gróður og ógnað heilsu stórs hluta Þingeyinga. Annaðhvort gera menn sér ekki grein fyrir þessu eða þeim er alveg sama. Það liggur lífið á að skapa störf þar sem ekkert er atvinnuleysið og innflutt vinnuafl vinnur verkin.
Draumur nýja meirihlutans í Reykjavík er að virkja meira, setja Bitruvirkjun aftur á dagskrá. Óskar Bergsson og Hanna Birna kysstust upp á það þrátt fyrir afar neikvætt álit Skipulagsstofnunar á virkjuninni sem varð til þess að hætt var við hana í maí sl. Einnig á að reisa Hverahlíðarvirkjun sunnan þjóðvegar nr. 1 á Hellisheiði. Þá verða saman komnar á mjög litlu svæði þrjár jarðgufuvirkjanir og ein jarðvarmavirkjun sem allar spúa eiturefninu brennisteinsvetni yfir íbúa á suðvesturhorni landsins sem teljast vera um 200.000.
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, sem orðinn er einn helsti virkjana- og stóriðjusinni í ríkisstjórninni, ber sér á brjóst í bloggpistliog segir að í grein um jarðhita og umhverfisvernd sem muni birtast í Morgunblaðinu einhvern næstu daga komi fram að þeir hjá iðnaðarráðuneytinu séu alltaf á tánum... Þar er hann að tala um verkefni við rannsóknir á aðferðum til að ná brennisteini úr gufunni. Þessar aðferðir eru ennþá aðeins á tilraunastigi og kannski mörg herrans ár þar til þær verða að veruleika - ef nokkurn tíma. Á meðan er boruð hver holan á fætur annarri og Hengilssvæðið og Hellisheiðin orðin eins og gatasigti eða svissneskur ostur, gróður deyr sem hefur tekið 1000 ár að ná sér upp á ósléttu hrauni og heilsu 2/3 þjóðarinnar jafnvel stefnt í voða með sívaxandi efnamengun.
Þessi tafla birtist með grein í Fréttablaðinu 22. febrúar sl. Hér er mæling á brennisteinsvetni í andrúmsloftinu á einu mælingarstöðinni við Grensás um það leyti sem Hellisheiðarvirkjun var gangsett. Tekið skal fram að enginn mælir er annars staðar í borginni, enginn við virkjunina og enginn mælir í Hveragerði sem þó yrði aðeins í 4.600 metra fjarlægð frá suð-austustu borholu Bitruvirkjunar. Miklu nær en mælirinn á Grensás er Hellisheiðarvirkjun.
Í greininni sem um er rætt segir: "Engin heilsuverndarmörk eru til fyrir almenning á Íslandi um brennisteinsvetnismengun og slík mengun er yfirleitt einungis metin á vinnustöðum. Mengunin í Reykjavík hefur þó margoft farið yfir erlend viðmið, til dæmis þau sem eru í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum, og einnig yfir heilsuverndarmörk Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar." Finnst íbúum á höfuðborgarsvæðinu og Hvergerðingum þetta viðunandi? En Þingeyingum? Er fólk almennt sátt við að láta eitra fyrir sér, börnunum sínum og barnabörnunum?
Þetta er grafalvarlegt mál sem ég er búin að skrifa talsvert um. Ég nefni í því sambandi pistla eins og þennan, þennan og þennan. Ég nefni líka Spegilsviðtöl í tónspilaranum ofarlega vinstra megin á síðunni, t.d. við Þorstein Jóhannsson, sérfræðing hjá Umhverfisstofnun, Sigurð Þór Sigurðarson, lækni og sérfræðing í öndunar- og atvinnusjúkdómum og ekki síst Stefán Arnórsson, prófessor í jarðefnafræði. Hlustið á þessi viðtöl.
Að lokum ætla ég að setja inn grein sem birtist í Morgunblaðinu 14. ágúst sl. og er eftir Pálma Stefánsson, efnaverkfræðing. Pálmi er hér að fjalla um áhrif loftmengunar á heilsuna. Hugsið málið og takið afstöðu áður en það verður of seint.
Á ferðum mínum yfir Hellisheiði hefur mér einnig sýnst að rafmagnsmöstrin séu sum hver orðin kolryðguð, væntanlega vegna gufðublástursins frá borholunum. Spurning er hvort gert hefur verið ráð fyrir þessu sem hluta af kostnaði við virkjanir á Hellisheiði?
Sæl og þakka þér fyrir skelegga baráttu fyrir "þínum" málum sem öðrum. Mitt lóð á vogarskálarnar er ekki þungt en ég vona að það telji! Ég náði að senda 3 mótmælabréf gegn Bitruvirkjun og vona bara að póststimpillinn gildi en ekki komudagur bréfanna.
Varðandi skrif þín þá er svolítið erfitt að átta sig á t.d. hér að ofan, hvað er síðan 2008 og hvað er nýtt og þó ég sé allur af vilja gerður kemst ég ekki yfir að lesa allar þessar tilvísanir sem þú gefur bæði á texta, hljóð og myndir og er ég þó öryrki og hef allnokkurn áhuga á þessu og sit við tölvuna lengst af degi! Spillingar- og mútupistillinn þinn um Bitruvirkjun ýtti við mér og mér finnst að þeim málum þurfi að koma betur fram í dagsljósið svo fólk almennt sjái hversu djúpt sumir sveitarstjórnarmenn (líka) eru sokknir í spillingunni og mútunum og hvers vegna þeir láta vaða yfir landið og þjóðina á skítugum skónum!
Það getur hver séð með eigin augum þegar ekið er austur Hellisheiði að þar eru öll háspennumöstur kolryðguð. Þetta mun vera einsdæmi og þarf varla sérfræðing til að átta sig á samhengi hlutanna. Það er brennisteinsmengun frá virkjunum og borholum á Hellisheiði sem er að eyða möstrunum á margföldum hraða.
Langar þig kannski til að stíga úr úr bílnum á heiðinni og draga djúpt andann?
Nei ég hélt ekki.
Páll Ásgeir
(IP-tala skráð)
2.10.2009 kl. 16:47
4
Það sem kom mér mest á óvart við þessar fréttir frá því í fyrra, var hversu mikið þetta kom fólki á óvart. Áður en ég heyrði þessar fréttir hélt ég virkilega að brennisteinsmengun væru einfaldlega staðbundin áhrif frá þessum virkjunum og að þetta vissi fólk.
Ástæðan fyrir þessu var að ég var búinn að sjá hvernig virkjunin fór með hraunið norðan Þorbjörns (við Svartsengi) margsinnis áður, og meira að segja minnir mig að eitt sinn hafi kennari sagt mér í bekkjarferð að mosinn væri svona svartur einmitt út af brennisteinsmengun frá virkjuninni. Þetta var kannski árið 2000 eða 2001.
Það sem að ég hef svo miklar áhyggjur af núna (miklu meiri en brennisteinsmenguninni) er svo hvernig Kalda Lónið (sá hluti Bláa Lónsins sem er ekki notað í baðsvæðið) hefur farið sístækkandi með stækkun svartsengisvirkjunarinnar. Ég veit ekki hvort það sé eins með þessa stækkun lónsins (sem flestir Grindvíkingar hafa þekkt síðan kannski 2005-6 jafnvel lengur) og var með brennisteinsmengunina fyrir árið 2008, þ.e. að ég (ásamt fleiri Grindvíkingum) búumst við því að þetta sé alvitað, en er það ekki.
Og enn er verið að stækka. Kranar eru bæði tilbúnir við Svartsengi og út á Reykjanesi. Og það sem ég er mest hræddur um við það að Kalda-lónið fari sístækkandi er ekki allt landsvæðið (mosinn, flétturnar og fuglshreiðrin) sem sökkva þar með, heldur er það að möguleg stækkun lónsins gæti verið vegna þess að meira vatn er dælt upp heldur en fer aftur niður, þ.e. að verið sé að nota svæðið á ósjálfbæran hátt, þ.e. rányrkja það.
Ég er enginn jarðvísindamaður, svo auðvitað gæti þetta verið rangt hjá mér (en til hvers að þegja á ósérvisku sinni, þegar það virkaði svo illa seinast). Ég hef þó lesið mér nógu mikið til um jarðvarmasvæði að ég veit að sé raunin að verið sé að bora meira upp en fer aftur niður gæti það haft óafturkræfar afleiðingar sem varða tilvist jarðhitans.
Ég vildi bara vekja athygli á þessu, þar sem, eins og með brennisteinsmengunina, þá veit ég ekki hvort þetta sé almenn vitneskja, né veit ég hvort meintir vísindamenn ríkisins séu meðvitaðir um hvað sé að gérast, né hvort þeim sé treystandi.
Athugasemdir
Á ferðum mínum yfir Hellisheiði hefur mér einnig sýnst að rafmagnsmöstrin séu sum hver orðin kolryðguð, væntanlega vegna gufðublástursins frá borholunum. Spurning er hvort gert hefur verið ráð fyrir þessu sem hluta af kostnaði við virkjanir á Hellisheiði?
Ómar Bjarki Smárason, 2.10.2009 kl. 15:48
Sæl og þakka þér fyrir skelegga baráttu fyrir "þínum" málum sem öðrum. Mitt lóð á vogarskálarnar er ekki þungt en ég vona að það telji! Ég náði að senda 3 mótmælabréf gegn Bitruvirkjun og vona bara að póststimpillinn gildi en ekki komudagur bréfanna.
Varðandi skrif þín þá er svolítið erfitt að átta sig á t.d. hér að ofan, hvað er síðan 2008 og hvað er nýtt og þó ég sé allur af vilja gerður kemst ég ekki yfir að lesa allar þessar tilvísanir sem þú gefur bæði á texta, hljóð og myndir og er ég þó öryrki og hef allnokkurn áhuga á þessu og sit við tölvuna lengst af degi! Spillingar- og mútupistillinn þinn um Bitruvirkjun ýtti við mér og mér finnst að þeim málum þurfi að koma betur fram í dagsljósið svo fólk almennt sjái hversu djúpt sumir sveitarstjórnarmenn (líka) eru sokknir í spillingunni og mútunum og hvers vegna þeir láta vaða yfir landið og þjóðina á skítugum skónum!
Með baráttukveðjum,
Ragnar Eiríksson
Ragnar Eiríksson, 2.10.2009 kl. 16:42
Það getur hver séð með eigin augum þegar ekið er austur Hellisheiði að þar eru öll háspennumöstur kolryðguð. Þetta mun vera einsdæmi og þarf varla sérfræðing til að átta sig á samhengi hlutanna. Það er brennisteinsmengun frá virkjunum og borholum á Hellisheiði sem er að eyða möstrunum á margföldum hraða.
Langar þig kannski til að stíga úr úr bílnum á heiðinni og draga djúpt andann?
Nei ég hélt ekki.
Páll Ásgeir (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 16:47
Það sem kom mér mest á óvart við þessar fréttir frá því í fyrra, var hversu mikið þetta kom fólki á óvart. Áður en ég heyrði þessar fréttir hélt ég virkilega að brennisteinsmengun væru einfaldlega staðbundin áhrif frá þessum virkjunum og að þetta vissi fólk.
Ástæðan fyrir þessu var að ég var búinn að sjá hvernig virkjunin fór með hraunið norðan Þorbjörns (við Svartsengi) margsinnis áður, og meira að segja minnir mig að eitt sinn hafi kennari sagt mér í bekkjarferð að mosinn væri svona svartur einmitt út af brennisteinsmengun frá virkjuninni. Þetta var kannski árið 2000 eða 2001.
Það sem að ég hef svo miklar áhyggjur af núna (miklu meiri en brennisteinsmenguninni) er svo hvernig Kalda Lónið (sá hluti Bláa Lónsins sem er ekki notað í baðsvæðið) hefur farið sístækkandi með stækkun svartsengisvirkjunarinnar. Ég veit ekki hvort það sé eins með þessa stækkun lónsins (sem flestir Grindvíkingar hafa þekkt síðan kannski 2005-6 jafnvel lengur) og var með brennisteinsmengunina fyrir árið 2008, þ.e. að ég (ásamt fleiri Grindvíkingum) búumst við því að þetta sé alvitað, en er það ekki.
Og enn er verið að stækka. Kranar eru bæði tilbúnir við Svartsengi og út á Reykjanesi. Og það sem ég er mest hræddur um við það að Kalda-lónið fari sístækkandi er ekki allt landsvæðið (mosinn, flétturnar og fuglshreiðrin) sem sökkva þar með, heldur er það að möguleg stækkun lónsins gæti verið vegna þess að meira vatn er dælt upp heldur en fer aftur niður, þ.e. að verið sé að nota svæðið á ósjálfbæran hátt, þ.e. rányrkja það.
Ég er enginn jarðvísindamaður, svo auðvitað gæti þetta verið rangt hjá mér (en til hvers að þegja á ósérvisku sinni, þegar það virkaði svo illa seinast). Ég hef þó lesið mér nógu mikið til um jarðvarmasvæði að ég veit að sé raunin að verið sé að bora meira upp en fer aftur niður gæti það haft óafturkræfar afleiðingar sem varða tilvist jarðhitans.
Ég vildi bara vekja athygli á þessu, þar sem, eins og með brennisteinsmengunina, þá veit ég ekki hvort þetta sé almenn vitneskja, né veit ég hvort meintir vísindamenn ríkisins séu meðvitaðir um hvað sé að gérast, né hvort þeim sé treystandi.
Kveðja, Rúnar Berg
Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.