Holdgervingar hrokans

Það er búið að segja svo margt og skrifa enn meira. Ég held að þetta myndband þarfnist ekki frekari skýringa en fólk er auðvitað velkomið að segja skoðun sína í athugasemdum.

Viðbót: Ég fékk ábendingu í tölvupósti frá bloggvinkonu í morgun um þessa tilvitnun í Hannes Hólmstein, stjórnarmann í Seðlabankanum, í Fréttablaðinu í dag. Hér kemur hroki og yfirlæti frjálshyggjupostulans vel í ljós.

Fréttablaðið 29.10.08 - Hannes Hólmsteinn

Svo ætla ég að bæta þessu myndbandi hér inn. Viðtalið við Geir mun hafa verið í mars á þessu ári.

Athugasemd sem skrifuð var við myndbandið á YouTube vakti athygli mína. Hún hljóðar svona og þarfnast varla þýðingar:

The Icelandic Prime Minister and his ministers of incomptence have bankrupted Iceland and lost hundreds of thousunds of ordinary citizens in the UK, Holland and Belgium their savings.
Why is he still running around as a Prime Minister of Iceland? There must be something wrong with the people of Iceland.
Must be some sort of Mugabe effect that keeps him and his idotic Government in power.

Leigh Hartley


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta er með ólíkindum, ósvífið og dónalegt par, Hannes og Davíð.  Það á að reka þá báða og stóran hluta embættismanna, bankamanna, þingmanna og eftirlitsaðila með þessum ósvífnu og óskammfeilnu manna.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 29.10.2008 kl. 01:52

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Dásamleg samsetning hjá þér.....innskot meðð HHG sögðu ansi mikið.

Hólmdís Hjartardóttir, 29.10.2008 kl. 01:53

3 Smámynd: Jón Halldór Eiríksson

Samfylking verður að setja úrslitakosti.   Það er engin önnur leið.

Ef Sjálfstæðisflokkur er tilbúinn að slíta ríkisstjórn fyrir "gamla"  foringjann sinn.... jæja, þá verða þeir bara að gera það.    En þetta gengur ekki svona lengur.

Jón Halldór Eiríksson, 29.10.2008 kl. 02:03

4 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Davíð er að bíða eftir að þessi bóla hverfi eins og venjulega, það sem hann skilur ekki er að þetta er ekki bóla sem hverfur, það er ekkert gull-fiska-minni hér á ferðinni. Hrokinn er bara svo svakalegur hjá þessum mönnum, Davíð á ekki eftir að segja af sér, ekki fram í rauðan dauðan, hann ætlar ekki að enda ferilinn svona, svo það verður tonnatak áfram í stólum Seðlabankans

Sigurveig Eysteins, 29.10.2008 kl. 02:30

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Það er alveg rétt hjá þér, „það er búið að segja svo margt og skrifa enn meira“. Öll framkoma þessara tveggja ætti líka fyrir löngu að vera búin að dæma þá frá öllum trúnaðarstörfum!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 29.10.2008 kl. 02:34

6 Smámynd: Heidi Strand

"græða á daginn og grilla á kvöldin" er viðeigandi slagorð fyrir næsta kosningar.

Þessi samantektum kemur sér vel í kosningarbaráttunni.

Heidi Strand, 29.10.2008 kl. 07:52

7 identicon

"...er farið að gugna og grána hjá mér fyrst ekki tekst að hóa sama fleirum."

Hvað er farið að gugna og grána hjá Davíð? Harkan, ofbeldið?

Rósa (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 08:01

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Svo foringjahollir - það er mergurinn málsins.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.10.2008 kl. 08:05

9 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Hann getur ekki horft í eigin nafla kallinn.  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 29.10.2008 kl. 09:47

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Fallöxin á lofti hjá fámennum hópi vinstrimanna - ja ekki myndi ég láta þá trufla mig og myndi að sjálfsögu halda áfram mínu starfi.

Það er ekkert skemmtilegra en eftir að vinnu líkur, að fara heim, fá sér einn kaldan og grilla. Ég mæti með lambakjöti.

Undirritaður er stóriðju og náttúrusinni.

Óðinn Þórisson, 29.10.2008 kl. 09:50

11 identicon

Það getur engin einn maður gert svona og ég hélt að við Íslendingar stærðum okkur af því að leggja ekki fólk í einelti í öllum skólum eru lagðar fram forvarnir vegnaeineltis, Hvað erum við að kenna börnum þessa lands núna. Að það megi leggja suma í einelti en ekki aðra. Davíð hættir en ef við komum svona fram hvort sem það er við Davíð eða aðra þá finnst mér það lýsa hræsni. Hann verður örugglega látinn fara en ekki með skrílslátum sem má líkja við þegar hengingar voru opinberar athafnir

Guðrún (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 09:54

12 identicon

Það er ómaklegt að kenna Davíð um allt sem hefur farið úrskeiðis í efnahagsstjórn landsins. Mér sýnist ALLT stjórnkerfið hafa brugðist og síðast en ekki síst liggur ábyrgðin hjá bönkunum. Bankarnir sýndu algert ábyrgðarleysi. Meðan SÍ var að reyna að hafa hemil á verðbólgunni með því að hækka stýrivexti þá brugðust bankarnir við með því að dæla hingað inn erlendum lánum. Þannig gerðu þeir það stjórntæki sem SÍ hafði það er að segja stýrivextina ónothæfa.

Davíð ber að sjálfsögðu ábyrgð á því ástandi sem nú er orðið  en ekkert meira heldur en fjármálaeftirlitið, ríkisstjórnin stjórn SÍ og stjórnendur bankanna.

Ef einhver á að víkja þá eru það allir þessir aðilar.  Fáránlegt að fara að kenna Davíð um þetta einum

Þórhallur (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 10:24

13 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ótrúlegur hroki og lítilsvirðing við kjósendur.  Ætla kjósendur Sjálfstæðisflokksins að sitja undir þessu, þeir vilja sterkan foringja og það er Davíð.  Hahahahaha.... þetta er málið sem mikið hefur verið bent á einmitt.  Að meginþorri kjósenda eru sauðir, og það er nú sauða háttur eða framtíð að verða slátrað, þegar þeirra tími kemur.  Me me me me

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2008 kl. 10:25

14 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Það hlaut einhver að koma með orðin "einelti" og "skrílslæti". Sumum finnst einelti að krefjast þess að óhæfur embættismaður á ofurlaunum víki, maður sem hefur margbrotið af sér gagnvart þjóðinni og í þokkabót talar niður til hennar og gerir grín að henni í sárum sínum. Þótt talað sé um einn mann hér - reyndar tvo - er móðgun við þá sem raunverulega verða fyrir einelti að nota það orð. Og fólk verður að fara að átta sig á að þegar almenningur segir skoðun sína og reynir að virkja lýðræðið kallast það ekki skrílslæti heldur "óhefðbundin stjórnmálaþátttaka" eða "borgarleg óhlýðni" sbr. þetta.

Og Þórhallur talar um að Davíð sé kennt um allt - sem er alrangt. Hann hefur greinilega ekki heyrt eða séð alla umfjöllunina um hina... ALLA stjórn Seðlabankans, Fjármálaeftirlitið, ráðherrana, bankastjórana og útrásarbarónana. Þótt ekki sé fjallað um alla í einu alltaf er enginn að halda því fram að aðrir séu ekki sekir líka. Opna augun og eyrun, Þórhallur.

Lára Hanna Einarsdóttir, 29.10.2008 kl. 10:46

15 identicon

Fólk ætti ekki láta nafn ónefnds manns þvælast fyrir sér. Verið er að krefjast afsagnar bankastjórnar Seðlabankans, og þar með formanns bankastjórnar Seðlabankans.

Sá maður - líkt og stjórnin öll - nýtur ekki traust sem Seðlabankastjóri. Hvorki innanlands né utan. Í heilbrigðu þjóðfélagi dugar víðtækt vantraust til þess að setja embættismenn af. Slíkt vantraust dygði líka hverjum manni, sem hefði sómatilfinningu og hugrekki, til þess að fara sjálfviljugur frá.

Rómverji (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 11:08

16 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Foringjahollir út í rauðan dauðann. Burtséð frá því hvað foringinn gerir. Eins og Hannes hirðfífl segir; sjálfstæðismenn eru ekki pólitískir, græða á daginn og grilla á kvöldin!! Það er lífið!!

En annars kemur Davíð þetta ekkert við. Sitja skal hann í þökk eða óþökk landsmanna

Rut Sumarliðadóttir, 29.10.2008 kl. 11:11

17 identicon

Fínt vídeó hjá þér. Þú hlýtur að eyða miklum tíma fyrir framan tölvuna þessa dagana! ;)Ég hef alltaf kosið Sjálfstæðisflokkinn og tel mig frekar flokksholla en persónuholla og mér finnst að Davíð hefði átt að vera löngu hættur ásamt allri seðlabankastjórninni. Mér finnst Geir vera að standa sig ágætlega í þessari baráttu allri og ég þoli ekki hvað skuggi Davíðs er langur og eyðileggur það sem þó er sæmilega unnið hjá ýmsum sjálfstæðismönnum. Held líka að það þyrfti að koma við kaunin á fleirum stjórnmálamönnum og legg til að þú gerir næst skemmtilegt klippimyndband með Ingibjörgu Sólrúnu. Þar ætti líka að finnast nægur efniviður.

SO (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 11:12

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já eins og Hannes segir, fólki finnst gott að láta aðra sá um pólitíkina fyrir sig, og Davíð er slíkur maður.  Og það er einmitt slíkt fólk sem við sjáum dæmi um hér að ofan, ósköp sorglegt að mínu mati, og það árið 2008.  Hefði skilið það árið sautjánhundruð og súrkál, þegar maður þurfti að bugta sig og beygja fyrir einkennisbúningum, hvort sem það voru prestar, sýslumenn eða læknar.  Ja svei.  En ég segi enn og aftur Hanna Lára mikið er ég glöð að hafa þig á vaktinni með þessi mál öll saman. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.10.2008 kl. 11:19

19 identicon

Ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessum köllum í jakkafötunum sínum sem ráðskast með þjóðina.  Á þingi situr maður sem stal af þjóðinni, á þingi situr maður sem setti lög um Lundaveiðar og brýt svo þau lög, afskar sig svo með því að segjast ekki hafa vitað af þessum lögum, dýralæknir sem nennir ekki að svara spurningum þjóðainnar því hann er í réttum.  Seðlabankastjóri Íslands er maður sem heldur að hann geti bara gert það sem honum sýnist og svara spurningum um það hvort að hann ætli ekki að segja af sér, með mesta hroka sem ég hef nokkurn tíman heyrt.  Hverssvegna fá þessir menn að drulla yfir okkur aftur og aftur. Ég er reiður, og ég er sár.  Mikið vildi ég óska þess að ég gæti komið og mótmælt með ykkur en ég er að reyna að mennta mig hér í útlandinu, eins sérlaga gaman og það er í þessu ástandi.

Áfram Íslendingar mótmælið eins og þið getið! :D

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 11:44

20 Smámynd: Sigurður Hrellir

Frábært myndband hjá þér Lára Hanna. Því miður er það ekki bara Davíð sem þarf að víkja. Öll ríkisstjórnin hefur klúðrað málum og ber að víkja. Þrýstingurinn mun aukast og aukast og aukast og aukast....

Sigurður Hrellir, 29.10.2008 kl. 12:17

21 Smámynd: Ólafur Gunnarsson

Ég sé alltaf betur og betur og er reyndar sannfærður um að í Seðlabankanum er hann fundinn þ.e.a.s. hinn týndi hlekkur, og alveg með ólíkindum hvað hann á sér marga fylgifiska. Auðvitað eigum við að losa okkur við svona lið út úr stjórnmálum fyrr næst ekki árangur.

TAPAÐ/FUNDIÐ
Að öll við séum komin út af apa
ýmsum finnst sú kenning vera synd.
Talsvert margar aldir tók að skapa
tegundina í núverandi mynd.
Almættið má aldrei neinu gleyma
og afsíðis í laumi fékk því sett
eitt ófrágengið eintak til að geyma
og geta sannað: Kenningin er rétt.

Sá tengiliður tegundanna á milli
töluvert var erfiður í reynd,
því enga mennska öðlast hafði snilli
og alveg glatað apans eðlisgreind.
Hann slapp á brott og ekki er því að neita
að Almættinu illan gerði hrekk.
Því síðan hafa ýmsir ávallt leitað
um allan heim að þessum \\\"týnda\\\" hlekk.

En nú má þessu leitarfári linna
af mörgum létt er áhyggjum við það,
tókst það fyrir tilviljun að finna
hinn \\\"týnda\\\" hlekk á þessum vinnustað.
Það fyrirbæri er að fárra skapi,
finnast um það dæmi forn og ný.
Að hálfu leyti maður, hálfur api,
og hugarfar og hegðun eftir því.

 

Ólafur Gunnarsson, 29.10.2008 kl. 12:21

22 Smámynd: Anna

Mikið rétt hjá þer. Það eru 2 stéttir sem búa í landinu. Nú bíð ég bara eftir kosningum.

Anna , 29.10.2008 kl. 12:56

23 identicon

Davíð er samur við sig og líkir starfi sínu við starf fréttakonu og hennar ábyrgð við ábyrgð Seðlabankastjóra.(sjá aftast í myndskeiðinu)  Ekki furða þó illa fari ef hann telur sig ekki bera meiri ábyrgð en ein aum fréttakona. Alltaf sami hrokinn í honum. Það myndi frekar styrkja stöðu hans sem stjórnmálamanns ef hann viðurkenndi að hann liggi andvaka yfir ástandinu og hafi þungar áhyggjur yfir stöðu mála. Ef hann í stuttu máli axlaði sína ábyrgð, en ónei! ekki Davíð, hann ræðst alltaf á minnimáttar með hroka og yfirgangi, það eru hans varnarviðbrögð. Hann er vægast sagt ógeðfelldur stjórnmálamaður.

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 13:42

24 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég má til með að setja inn athugasemd sem barst við myndband af YouTube, sem Egill Helgason vísar til á sínu bloggi. Einhver Leigh Hartley segir (í lauslegri þýðingu:)

Íslenski forsætisráðherrann hefur ásamt óhæfu ráðherrastóði sínu keyrt Ísland í gjaldþrot og hundruð þúsunda venjulegra borgara í Bretlandi, Hollandi og Belgíu hafa tapað ævisparnaðnum.

Af hverju gengur hann enn laus sem forsætisráðherra landsins? Það hlýtur eitthvað að vera að íslensku þjóðinni.

Það eru einhver Mugabe-áhrif sem gera það að verkum að Geir og fávitastjórn hans heldur enn völdum.

Myndbandið er hér. Zimbabwe hefur hingað til ekki verið land sem við höfum viljað láta líkja okkur við. Til hamingju Sjálfstæðismenn.

Theódór Norðkvist, 29.10.2008 kl. 14:28

25 Smámynd: persóna

Lifi byltingin!

persóna, 29.10.2008 kl. 15:15

26 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

Því miður erum við orðin að athlægi um víða veröld. Betlandi á alþjóðavettvangi með sama fólkið í forsvari og kom okkur þangað sem við erum. "Íslenska leyndarmálið!! vel geymt eða þannig. Eftirfarandi fékk ég t.d. í tölvupósti frá kunningja mínum í Brussel 

Yes, we have been reading a lot about Island in the media. Quite incredible how fast luck can turn, from one of the richest countries in the world to IMF-borrowers.

Erna Bjarnadóttir, 29.10.2008 kl. 15:55

27 identicon

Því miður er seðlabankastjóri algjörlega búinn að missa það þegar hann heldur sig geta létt stemminguna í þjóðfélaginu með bjánalegri aulafyndni eins og hver annar misheppnaður trúður. Þvílíkt dómgreindarleysi. Og þetta hrokafulla dómgreindarleysi er aðal í Seðlabanka Íslands.

Hulda (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 17:53

28 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er kominn með ógeð.. ég fæ ógleðistilfinningu þegar Gufan Geir sýnir trýnið á sér í sjónvarpi.. ég fæ bjánahroll við röddina í honum..

Þegar Davíð talar.. þá fyllist ég heift.. ég verð ofsareiður.. 

Ef stjórnmálamenn geta vakið svona tilfinningar hjá manni þá hlýtur eitthvað mikið og stórt að vera að hér í þessu landi..

Óskar Þorkelsson, 29.10.2008 kl. 18:30

29 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kostuleg þessi komment um einelti og skrílslæti. Vanþekkingin á samhenginu í þessum athugasemdum er algerlega botlaus. Hver er fórnarlambið hér og hver er gerandinn? Væri eekki rétt af viðkomandi kverúlöntum og réttrúnaðarhænsnum að snúa formerkjunum við og sjá hvort samhengið er trúverðugra. Hvað varðar skrílslæti: Hvað kallaðist framkoma Davíðs á síðasta blaðamannafundi? Ófleygir brandarar, niðrandi skot, barnalegir útúrsnúningar og alger vanvirðing við spyrjendur.  "Ert þú að hugsa um að hætta í þínu starfi?" Sagði hann við blaðakonu, sem spurði hvort hann ætlaði ekki að stíga niður úr stólnum.  Hrokinn, skrílshátturinn og eineldið flaut alveg yfir alla barma.

Mér varð flökurt að horfa á manninn....í alvöru.

Jón Steinar Ragnarsson, 29.10.2008 kl. 18:54

30 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ég má nú til með að skella þessu hér inn líka. Bloomberg fréttastofan tók viðtal við Davíð í kjölfar þess að lýst var yfir um rússalánið sem rússar neituðu, gengið var bundið fast osfrv., þetta var 7. október, daginn eftir neyðarlögin.

Viðtalið er merkilegt fyrir það hvað Davíð er lélegur í enskunni. Hann hefur mjög takmarkaðan orðaforða (eins og var bent á á dv.is varðandi sama viðtal), hann gleymir iðulega greini og hann er með beina þýðingu úr íslensku. Notar t.d. "though" á einum stað í merkingunni "þó". Þetta er þegar hann talar um að við höfum ekki fengið stuðning frá vestrænum vinum okkar en þó hafi norrænu löndin hjálpað okkur aðeins. "en þó" verður "but though"! Síðan heyri ég ekki betur en að hann sé með einhvern aulahúmor að nota rússneskt orð yfir "hjálp", samt heyri ég þetta ekki almennilega. Hann kallar síðan bankana "desperate", meinar væntanlega "different" eða "seperate" - hugsanlega er hann með orðið "disparate" í huga en það á ekki við í þessu samhengi - merkir ósamstíga eða ósamrýmanlegt.

Það sem þó skiptir mestu máli er að hann virðist misskilja ástandið gjörsamlega. Takið eftir að hann leggur svo mikla áherslu á að ísland verði með skuldlausan ríkissjóð. Þetta er einmitt plottið hjá honum, sem hefur komið fram aftur og aftur: Það er allt í lagi að láta bankana fjúka alla á hausinn ef við bara skuldsetjum ekki ríkissjóð. Svona kennitöluflakk. En hann áttaði sig ekki á því að það er ekki hægt!

Mig grunar að stýrivaxtahækkunin í morgun sé smjörklípa eins og Valgerður stakk upp á. Allir gleyma viðtalinu við Björgólf í gær, en það sem meira er, Davíð var á móti IMF láni og núna skellir hann á rosalegri vaxtahækkun til að hefna sín fyrir að hafa tapað þeirri rimmu! (nei annars, ég trúi því ekki að hann sé svo vitlaus)

http://www.youtube.com/watch?v=GbXU5Xa8rig

Viðtalið er allt hér á eftir:

SP: ... to discuss the dramatic developments is the governor of the central bank, David Oddsson. Mr. Oddsson its a very difficult time. Lets start with your currency, what are you going to be able to do?

 

DO: Well first I should stress that the from outside it was a little bit overstated that we had already secured this 4 billion loans in euros from the Russian government. It should be said that the negotiations about that are starting and we are very optimistic about that that negotiations but it was a overstatement that we had finalized these these negotiations. That they will be taking place in the next few days and I will stress that and that we are to blame for that overstatement just to have that correct.

 

SP: So has your overstatement jeopardized the entire deal because I notice Russia is saying it is denying that the deal has been finalized too.

 

DO: Yeah, as I say, we are having these negotiations in the next the next few days and we are very optimistic about about the outcome of that negotiations but it was an overstatement statement on our behalf and I would like to correct that.

 

SP: Four billion euros is not very much is it.

 

DO: Four billion euros is a lot if you think about the reserves of the iclic central bank and the size of the country we are 300.000 people and this if this goes through that which I am hopeful that the negotiations will be positive this will be a very very big help to us. And the we haven’t got so much help from our very good friends in the Western hemisphere but though we have made a swap agreements currency swap agreements with the three Nordic countries, Norway, Denmark, and Sweden which was very helpful. But that is all the all the help that we have gotten from our dear friends in the Western hemisphere. So so this this decision by Russian government to take up negotiations with us is very [óskýrt, hljómar eins og “að hjálpa” á rússnesku: ПОМОГАТЬ ]

 

SP: Do you regret now not having not joined the euro the many opportunities the many cases you had the opportunity to do so? At least the Union are pretty keen that you do so now aren’t they.

 

DO: Well I I I I seem to see that that there is not calm in Europe at the moment is it I think I think banking world of Europe is burning at the moment and they have trouble all over. So that doesn’t seem to be the only solution to their to their problems so so that so that is in my mind a different question. But we we have to keep a stable and and and running banking system and and and the central bank is is working hard and strongly on that and and I think in a very few days we will we will be the sort that sort that out but of course this is a heavy blow to us as the whole situation the banking system is to whole of the world this is the worst crisis that the this part of the world Europe and America have gone through since nineteen forteen. So this is a this is the first time. But all of course for a small island here in the north as for everybody else.

 

SP: Allright. How are you going, give us a specific of how you are going to defend the krona as we go forward. Will we have a daily fixed peg?

 

DO: Yes yes remember that the icelandic state is a debt free state. The nation through their desperate banks have lot of debt but the state itself is debt free state. Which is very helpful at at this moment and and makes us ables us to go through this currency crisis step by step and we will do it by step by step and we are starting to do that and and taking our part in in the currency market as we have almost done for a while so that is what we are going to to keep this moving. It it will take time. We have crisis in two of the three major banks and and and we have very crisis in all of our banking world and our banking world is relatively big in if you compare it to the size of the country and the size of the economy of the country.

 

SP: Your banks assets were getting on for fifty trillion dollars you have a GDP much smaller than that (hovering?) over 308 or so billion.

 

DO: Yes we we have the same situation in that respect as Switzerland the the the the size of the banking system is tenfold times as GDP of the country. But we are maybe this is more isolated and when this turbulence happen I think our banks have survived pretty well for a long time but now when the markets have been closed for over a year the the tide is going against them and and they have been very dependent on foreign fundings, too much dependent on foreign fundings and they have in my opinion grown too fast and they have to downsize and we would have hoped that they will not be doing that downsizing the hard way. But they are doing that and we will muddle through and come stronger out of it I’m I’m sure.

Brynjólfur Þorvarðsson, 29.10.2008 kl. 19:41

31 identicon

Ef stjórnmálamenn geta vakið svona tilfinningar hjá manni þá hlýtur eitthvað mikið og stórt að vera að hér í þessu landi..

MAGNUS FINNUR HAUKSSON (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 20:04

32 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Hannes hefur vitanlega aldrei átt sér sjálfstæða tilveru. Hann er bara æxli á Davíð sem gleymdist að fjarlægja með hinu krabbameininu um árið.

Hvað greinina í enska blaðinu varðar vil ég bara segja: Glöggt er gests augað.

Helga Magnúsdóttir, 29.10.2008 kl. 21:30

33 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Einn kunningi minn orðaði þetta frekar vel: Núna eiga læknis- og lögfræðingshjónin sem keyptu sér 80 milljón króna hús og með sitthvort 5 milljón króna bílalánið ekki neinn möguleika á að standa í skilum. Núna skulda þau 140 milljónir í húsinu og 20 milljónir í bílum sem eru 10 milljón króna virði.Þegar efri millistétt er kominn í vandræði verður brugðist við því. Við maurarnir erum eitthvað sem má fórna en þarna er undirstaða íhaldsins í hættu. Það má ekki. En það bólar samt ekkert á bjarghring til þeirra frekar en okkur efnaminni. Nema því að borga bara vexti af myntkörfulánunum.

Fólksflótti þeirra sem eru hæfastir til að aðlaga sig að breyttum aðstæðum á alþjóðamarkaði og hrun/gjaldþrot fyrirtækja ásamt því að fólk missi fasteignir sínar eru partur af „björgunaraðgerðum“ IMF og ríkisstjórnarinnar.

Þessi ríkisstjórn virðist virkilega halda það að aðgerðir hennar og aðgerðarleysi verði samþykktar af venjulegu fólki sem er búið að vera í frjálsu óvissu- og kvíðafalli sl. vikur og fær svo yfir sig vaxtastig sem sviptir undan þeim tilverunni. Hún á eftir að komast að öðru. Því miður ma. með tugþúsunda fólksflutningum til siðmenntaðra landa en líka með því að  ráðamenn þurfi að auka öryggisgæslu. Sem hefur ekkert með hag okkar hinna að gera.

Vildi setja þetta líka inn hér. Er athugasemd hér.

 Vil svo benda á að við Mac eigendur eða allavega ég get ekki spilað myndböndin sem þú setur inn hjá þer.

Ævar Rafn Kjartansson, 29.10.2008 kl. 22:54

34 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Sorrý, jú ég gat það með þessari færslu.

Ævar Rafn Kjartansson, 29.10.2008 kl. 22:55

35 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Davíð kemur fyrir sem sorglegur trúður og Geir sem gufa eins og einhver hér fyrir ofan orðaði það réttilega, eru fíflin að biðja um byltingu með heimskulegum tilsvörum sínum, þau eru allavegana ekki til þess fallin að róa fólk. Þvílíkir aulabárðar sem þessir menn ætla að reynast.

Georg P Sveinbjörnsson, 29.10.2008 kl. 23:09

36 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Sæl Lára Hanna, þakka þér fyrir myndböndin öll. Ég tek undir með Ásthildi, mikið er gott að hafa þig á vaktinni og gott að halda þessu til haga þegar kemur að kosningum, hvenær sem það nú verður. Hannes Hólmsteinn er fyrir löngu hættur að vera fyndinn, snjall eða sniðugur. Hann er bara hjákátlegur og maður fær aulahroll við að hlusta á hann. Þegar Davíð opnar á sér þverrifuna hins vegar, þá verð ég ... arrrrghhhh

Ingibjörg Hinriksdóttir, 29.10.2008 kl. 23:41

37 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Tek undir með þeim sem tala um vanmátt, reiði, hneykslan, skömmustutilfingu o.fl. slíkar neikvæðar tilfinningar sem þeir fyllast þegar þeir lesa eða heyra orð Davíðs og/eða Hannesar. Ég er búin að þjást af þessu lengi og ég reikna með að það séu einhverjir fleiri þó vissulega hafi fjölgað í hópnum undanfarnar vikur og daga.

Sjáið t.d. orð Hannesar! Eru þetta orð manns með heilbrigða siðferðiskennd og dómgreind?? Er maðurinn algerlega veruleikafirrtur? Hvernig er forgangsröðunin í hausnum á þessum manni? Miðað við það að þessir tvíburar hugarfarsins, Hannes og Davíð, komust til þeirra trúnaðarstarfa, sem þeir fengu úthlutað óverðugir, var kannski aldrei við neinu öðru að búast en hamförum. Í þeirra heimi er ekkert til sem heitir heildarhagsmunir heillar þjóðar. Veruleiki Hannesar virðist t.d. ekki ná út fyrir Excel-skjalið sem sýnir loksins ekkert annað en þá tölulegu niðurstöðu sem hann vildi sjá...

Það hníga mörg rök að því að þessum tveimur sé skítsama um raunveruleika venjulegs fólks! Ég held að þeir séu heldur ekki í neinum tengslum við hann og þó ég viti að það séu stór orð þá leyfi ég mér að efast um að þeir hafi hæfileika til að tengja sig við hann. Orð þeirra sjálfra ekki síður en framkoman bera þessu því miður vitni.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 30.10.2008 kl. 02:30

38 identicon

Tek undir með öllum þeim sem hafa látið í ljós vandlætingu sína á þeim Bakkabræðrum, Davíð, Geir og Hannesi.

Ef þessir menn ætla ekki að láta sér segjast og fara frá með góðu þá verður einfaldlega að gera eh róttækt í málunum. Stór orð kannski en hvað er til ráða þegar hrokinn og siðferðið er með því móti sem hefur komið fram hjá þeim.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 10:51

39 Smámynd: Heiða B. Heiðars

shit........stjórnarkreppa lítur betur og betur út í hvert skipti sem þessir fávitar opna munninn

Heiða B. Heiðars, 30.10.2008 kl. 13:33

40 identicon

Hroki og yfirlæti! Hvar sérðu það? "Hér kemur hroki og yfirlæti frjálshyggjupostulans vel í ljós" stendur við grein Hannesar Hólmsteins.

Hannes Hólmsteinn mætti gjarnan leggja pennan á hilluna og hætta að tjá sig um pólitík. Og auðvitað er ég gáttaður á því að Davíð sé ekki löngu staðinn upp úr stólum. Það besta sem Geir gæti gert er að tilkynna um kosningar (t.d. 1 mars til að nefna dagsetningu) svo allir flokkar geti mótað sér stefnu um Nýja Ísland og almenningur fengið að kjósa um hana.

En við sem gagnrýnum megum ekki fara offari, þrátt fyrir réttláta reiði. Í grein HHG er aðeins lýsing á því sem gerðist; að gengisfelling nýttist til að stórlækka laun (jibbý!). Alveg hundfúlt auðvitað, en þannig var það nú samt. Með evru hefði þurft, að mati HHG, að lækka laun sem hefði verið miklu þyngri aðgerð. Í greinarstúfnum er þessari skoðun lýst en ég kem ekki auga á hrokann. Ásakanir sýnist mér byggjast á því að maðurinn heitir Hannes og hefur oft stuðað fólk með skoðunum sínum.

Verum gagnrýnin og gerum kröfur. En verum líka málefnaleg, annars er stutt í upphrópanapólitík.

Gestur H (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 18:06

41 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hélt að þú vildir láta taka þig alvarlega Lára Hanna. En trúðshlutverkið fér þér samt ágætlega og er mun meira sannfærandi en þegar þú setur þig í vitsmunalegu stellingarnar. "Kepp up the good work!"

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2008 kl. 01:03

42 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Gurnnar Th. þó! Hélstu virkilega að ég vildi láta taka mig alvarlega? Hvernig dettur þér það í hug? Ég hélt að þú vissir að ég er ALLTAF að grínast.  Og auðvitað get ég ekki sett mig í vitsmunalegar stellingar af því ég hef enga vitsmuni.

Ég hélt að þú vissir þetta.

Lára Hanna Einarsdóttir, 31.10.2008 kl. 02:43

43 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Það er nú eitthvað annað með ráðamenn þjóðarinnar og ráðgjafa þeirra, snilldin svoleiðisr drýpur af þeim öllum saman og af fyrirhyggju sinni og brjóstviti eru þeir búnir að koma íslendingum í þessa fínu stöðu eða þannig. Slembiúrtak úr símaskránni hefði ekki getað annað en staðið sig betur eins og vitur maður orðaði þau augljósu sannindi  nýlega!  

Venjulegir borgarar með snefil af gagnrýninni hugsun og andvara til að skoða hluti og horfur sjálfstætt voru búnir að átta sig á hvert stefndi, sumir fyri mörgum árum, en ljóst hefur verið hverjum sem heyra vildi og sjá sönunargögnin að aðeins var tímaspurning hvenær spilaborgin hryndi ný heimskreppa liti ljós, hún er meira að segja nokkuð seinna á ferðinni en sum okkar héldu, þanþol blöðrunnar var aðeins meira en búist var við af sumum. Margir virtir sérfræðingar og fagmenn í markaðsmálum geru líka tilraunir til að koma vitinu fyrir "landsfeður" okkar....en allt kom fyrir ekki, enda nóg af gjammandi seppum þeirra ávallt tilbúnir til að stokkva til og trufla vitræna umræðu og leiða athyglina frá kjarna mála...flestir sepparnir eru þó réttilega frekar sneypulegir þessa dagana, vita skömm húsbændanna upp á þá en eru smeykir við að rísa á lappirnar eins og hundsspottum er tamt þegar vel tamdir.

Georg P Sveinbjörnsson, 31.10.2008 kl. 04:36

44 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þú ert líka blond Lára ;)   magnað hvað Gunnar þarf altaf að vekja athygli með því að særa eða hneyksla .. eða bara bulla.

Óskar Þorkelsson, 31.10.2008 kl. 09:19

45 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Kommúnisminn er "cool" núna. Njótið meðan þið getið.

Það er sjálfsagt skemmtilegt að klippa til viðtöl og slíta þau úr samhengi, afskræma þau, gera þau spaugileg og eflaust þægileg tilfinning að fá klapp á bakið fyrir. En það vigtar létt. Ef VG hefði fengið að ráða hér í pólitíkinni, þá væri sjálfsagt ekkert að, er það?

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2008 kl. 09:34

46 Smámynd: Heidi Strand

Nokkur svör við síðasta spurningu:
Við vorum örugglega enn sjálfstæð þjóð
Við vorum við ekki á hraðferð inn í fátækt.
þjóðin hafði ekki verið niðurlægður.
Þá var ekki gert grín af okkur um allan heim.
Við vorum heldur ekki kominn á hryðjuverkjaskrá,

Það er svo undarlegt að ef fólk fylgdi ekki Flokkinn, þá eru þeir kommúnistar.
Ef við segjum okkar skoðun sem ekki er Flokknum þokkaleg, þá erum við kommúnistar.
Mér finnst að þið sem hafa kosið þetta yfir okkur átti frekar að skammast ykkar heldur en að fara í stríði. það er komið alveg nóg.
Hvers vegna eru ekki allir stjórnmálaflokka með opið bókhald?

Heidi Strand, 31.10.2008 kl. 17:18

47 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég skal glaður vera Kommunisti í þeirra augum á meðan ég er ekki kenndur við Flokkinn þeirra á neinn hátt. 

Óskar Þorkelsson, 31.10.2008 kl. 17:59

48 Smámynd: Heidi Strand

Það er örugglega betra en að vera kenndur við Flokkinn.
Fyrst blár, nú köld.

Við vorum heldur ekki á stríðslistann hans Bush, ef VG hafði stjórnað hér.

Heidi Strand, 31.10.2008 kl. 18:18

49 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Gunnar! Mig langar til að sleppa að svara þér en ég get ekki á mér setið. Athugasemdir þínar virka annars vegar á mig eins og þig vanti athygli en það gæti verið að þér sé alvara. Ef það er í raun þannig að þér sé alvara þá finnst mér ástæða til að svara þér. Fyrst vil ég benda þér á að ef þú vilt í alvöru að þú sést tekinn alvarlega þá er kannski rétt að þú áttir þig á að kommúnismi er útdauður. Hann dó út fyrir u.þ.b. áratug en það kom heimsbyggðinni álíka mikið á óvart og mörgum kemur hrun kapítalismans nú. Ég treysti mér hins vegar ekki til að gefa út dánarvottorðið yfir kapítalismanum strax.

Mig langar líka til að benda þér á að ef að þú vilt að orð þín séu tekin alvarlega þá áttu ekki að ráðast á fólk heldur tala við það á jafningjagrundvelli. Ég reikna með að þú viljir að þú sést tekinn sem alvarlega þenkjandi manneksja. Ég ráðlegg þér þá að tala ekki niður til fólks og væna það um trúðslæti og óvönduð vinnubrögð. Það er löngu vituð staðreynd að meistararnir í að slíta hlutina úr samhengi eru fylgjendur frjálshyggjunnar. Ef það að reyna að rýna í hlutina, setja þá í samhengi og fá út úr þeim einhverja niðurstöðu er slæmt þá aðhyllist þú geinilega ekki gangrýna hugsun, aðhald eða virkt lýðræði. 

Ég þori að fullyrða að Lára Hanna er ekki að leggja það á sig sem hún er að vinna þessa daganna til að fá klapp á bakið heldur vegna þess að réttlætiskennd hennar er misboðið. Ég skal láta það vera að hrósa henni fyrir hennar ríku réttlætiskennd sem henni var gefin ef þér líður eitthvað betur en ég spyr mig hvers vegna finnur þú þig knúinn til að gera lítið úr því sem hún er að gera? Hvaða hvatir liggja að baki? og hvað færð þú út úr því að gera lítið úr verkum hennar?

Rakel Sigurgeirsdóttir, 31.10.2008 kl. 20:50

50 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef þú heldur Rakel, að sósíalisk forræðishyggja hafi dáið út með falli kommúnismans í Austur-Evrópu, þá veistu ekki um hvað slík hugmyndafræði snýst. Þessi skelfilega hugmyndafræði deyr aldrei, það eru alltaf einhverjir sem halda lífi í glæðunum og eru tilbúnir að blása lífi í þær við minnsta tækifæri. Þegar harðnar á dalnum þá öðlast þeir sína 15 mínútna frægð en þess á milli vilja fáir af þessu vita. 

Nú gengur reiðibylgja yfir þjóðfélagið vegna ástandsins og V-grænir öskra eftir sökudólgum. Í skoðanakönnunum við svona aðstæður segir fólk hvað sem er í bræði og segist jafnvel kjósa VG í örvæntingu sinni. Svo alvarlegt er ástandið. 

Svo rjátlar af fólki og það nær áttum.

Reyndar dreg ég það ekkert í efa að Láru Hönnu gengur gott eitt til

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.10.2008 kl. 22:01

51 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

„Vegna þess að réttlætiskennd hennar er misboðið!“

Við getum greint okkur í vinstrigræna-fúll á móti, samfylkingumiðjumoðsvelling, steinsteypusjálfstæðisfólk. Samspillingarframsóknamenn.

Gunnar Th. er púki. Eins og ég en samt annarrar skoðunnar. Ég hef notið þess að vera púki með NASTÍ athugasemdir þar til að ráðamenn og glæpamenn gerðu okkur að torfbæjaríbúum aftur.

Núna horfi ég öðru vísi á málin og ein af þeim manneskjum sem tjá sig á blogginu hér og kemur til skila ALMENNINGSÁLITINU er Lára Hanna.

Það er fullt af bloggurum hér sem eiga frábærar færslur samanber  þetta.

Það er til fullt af fólki sem hefur lausnir og hugmyndir. En Gunnar Th. sem ég hef hingað til borið ákveðna virðingu fyrir með sinni kapitalistasósíalísku skilgreiningu er að drulla upp á bak.

Flokkakerfið eins og það er og mjólkun þess á almannafé má ekki halda ófram. Voru fyrir síðustu kosningar heimildir fyrir því að valdalausir þingmenn gætu ráðið sér aðstoðarmenn á kostnað kjósenda? Nei. 

Peningarnir sem flokkarnir fá á fjárlögum skulu fjúka. Þó ekki sé nema í að endurgreiða Færeyingum.

Nýtt Ísland byggist upp á höfnun á gjaldþrota gildum. Þar á meðal sósíalisma, kapitalisma og samspillingaráhrifum samvinnuspillingarinnar sem hefur ekkert með samvinnuhugsjónina að gera.

Við þurfum öll að endurskoða lífið og tilveruna. Stjórnmálaskoðanir og traust okkar á flokkum.

Vegna þess að þegar upp er staðið þá eiga ALLIR STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR sök á þessu. 

Var hægt að koma í veg fyrir þetta?

Var einhver flokkur með þetta á hreinu?

Var hægt að koma í veg fyrir hrunið?

Kannski komumst við aldrei að því en við vitum í dag að STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR BRUGÐUST Í HAGSMUNAGÆSLU ALMENNINGS!

Mér finnst sárt að skulda meira en ég kem aldrei til með að sætta mig við að börnin mín þurfi að flýja land út af pólitískum aumingjaskap.

Ævar Rafn Kjartansson, 31.10.2008 kl. 23:26

52 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Hvernig verða viðbrögð fólks þegar sömu bankarnir(að vísu með nýjum eigendum og nafni) og gáfu fólki sín slæmu ráð um hvernig spairfé væri geymt og hvernig lán 99,9% örugg! sem þeir ráðlögðu fólki að snigugast væri að taka?  Þegar köld krumla þeirra geiri upptæk heimili fólksins og hendir fjölskyldum út á Guð og gaddinn í stórum stíl, selur síðan þessar illa fengnu íbúðir með góðum hagnaði þegar betur árar, ekki nokkurrar miskunar að vænta úr þeirri átt frekar áður á ég von á. Fylgir engin ábyrgð afleitri ráðgjöf annars?

En Halldór fyrrverandi Landsbankastjóri sagði nú líka hrokafullt fyrir stuttu í sjónvarpinu að hver væri sinnar gæfu smiður, en ef að stór hluti ógæfunnar er tilkominn vegna slæmrar ráðgjafa starsffólks hans? ef mörg fjöldkyldan væri í betri málum ef hún hefði ekki hlustað á purkunalausa sölumennsku þeirra og skrums? Eru það eigin ógæfusmiðir líka?

Georg P Sveinbjörnsson, 31.10.2008 kl. 23:44

53 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Gunnar TH er eingöngu að eltast við athygli...ekkert annað !

Óskar Þorkelsson, 31.10.2008 kl. 23:57

54 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Gunnar. Það er fleira en eitt sem ég get alls ekki tekið undir í svari þínu en í stað þess að eyða löngu máli í að gagnrýna mörg atriði í löngu máli ætla ég aðeins að taka eitt fyrir og freista þess að fjalla um það í stuttu máli.

Mér hugnast foræðishyggja betur en einræðishyggja. Ég er foreldri og ég beitti fyrri aðferðinni við uppeldi barna minna. Þær hafa frjálsan vilja og mér hefur aldrei dottið í hug að ég hafi rétt til að brjóta hann niður með einræðinu sem ég var vissulega í aðstöðu til að beita. Ekki það að ég líti á þjóðina sem börn. Tók bara þetta dæmi til að freista þess að skýra það út fyrir þér hvers vegna mér hugnast forræðishyggjan betur en einræðishyggjan.

Grýlumyndin af forræðishyggjunni sem þú vilt draga upp finnst mér hvergi birtast betur en í einræðistilburðum stjórnarherranna sem skipa okkur að vera stilltum og góðum inni á herbergjunum okkar til að þeir fái frið til að taka til eftir óhóflegt sukk partýgestanna sem við áttum sennilega aldrei að fá að vita af.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 1.11.2008 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband