Helvíti á jörðu - og gott betur

Ég heyrði fyrst í henni í Krossgötunum hans Hjálmars á Rás 1 í mars. Frásögn hennar fór inn um annað og út um hitt. Svona getur aldrei gerst á Íslandinu góða, hugsaði ég með mér. Svo endurflutti Hjálmar viðtalið í október og þá var innihaldið orðið raunverulegra og mér var brugðið. Síðan heyri ég í henni enn einu sinni í viðtali við Björgu Evu Erlendsdóttur í Mótbyr dagsins í Samfélaginu í nærmynd á þriðjudaginn.

Nú brá svo við að ég sat sem lömuð og hlustaði. Þvílík frásögn, þvílíkar hörmungar sem konan var að lýsa, þvílíkur veruleiki. Morguninn eftir heyrði ég enn og aftur í henni í Morgunútvarpi Rásar 2 og þá var mér allri lokið. Í áfallinu - sem var nógu mikið fyrir - gerði ég mér allt í einu grein fyrir því, að þetta getur mögulega verið það sem stefnir í hér á Íslandi. Eða hvað? Er ég í afneitun ef ég trúi því ekki? Er ekki skynsamlegra að gera eins og oft er sagt - að vona það besta en búa sig undir það versta? Það gagnar alltént ekki að loka augum og eyrum og segjast vera búinn að fá nóg af hörmungarsögum. Samkvæmt frásögninni er ballið varla byrjað og betra að vera viðbúinn.

Sigurbjörg ÁrnadóttirKonan heitir Sigurbjörg Árnadóttir og býr á Akureyri. Hún bjó í Finnlandi þegar kreppa skall á þar í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar og upplifði þar skelfilegan veruleika sem hún segir frá í þessum viðtölum. Hún lýsir aðdraganda kreppunnar sem er nákvæmlega sá sami og hér, viðbrögðum finnskra stjórnvalda - og skorti á þeim, öllum mistökunum sem gerð voru og afleiðingum þeirra. Bæði stjórnvöld og almenningur á Íslandi geta lært ótalmargt á því að hlusta á Sigurbjörgu.

Viðtölin við Sigurbjörgu eru mjög innihaldsrík og hún á gott með að segja frá. Hún lýsir aðdraganda finnsku kreppunnar nákvæmlega eins og aðdragandinn hefur verið hér á Íslandi. Tökum dæmi úr inngangi Bjargar Evu:

Frumskylda stjórnvalda núna, bæði í ríkisstjórn og sveitarstjórnum, er að virkja orkuna og reiðina í þjóðfélaginu til nytsamlegra hluta. Þá þurfi að gera áætlanir fyrir fólk, áður en allt er komið í kaldakol en ekki á eftir. Verst af öllu sé að bíða og horfa á eftir fólki inn í atvinnuleysi, þunglyndi og uppgjöf. Þá geti fólk fljótt horfið út úr samfélaginu og ekki átt afturkvæmt. Hún segir líka grunnatriði að stjórnvöld haldi fólki algjörlega upplýstu um stöðuna frá degi til dags, eftir allra bestu vitund.

Brot úr viðtalinu, Sigurbjörg segir:

- Aðdragandinn er mjög líkur, nema þeir voru ekki alveg jafn siðlausir, ráðamenn, á sínu fylleríi og við höfum verið...
- Bankastjórar og bankastarfsmenn voru dregnir fyrir dóm fyrir rest og eftirlit með bönkum var hert eftir þetta... Það var leitað að sökudólgum og þeir fundust.
- Mér er mjög minnisstætt að árið 1996 var svo komið að á milli 15 og 20 prósent skólabarna voru talin í bráðri þörf fyrir geðhjálp sem þau fengu ekki...
- Fólk missti atvinnu, það var dýrt, fólk svalt, biðraðir fyrir utan hjálparstofnanir og kirkjur voru kílómeterslangar. Þú sást stundum þá sem höfðu verið ríkir yfirmenn í banka róta í ruslatunnum nágrannans eftir mat.
- Þegar verst var hófust skólar á mánudagsmorgni á heitri máltíð þar sem börn höfðu ekki fengið að borða síðan þau fóru heim á föstudeginum. Fólk svalt.

- Það sem yfirvöld eru að gera rangt núna er að þau eru ekki að gera neitt. Það er bullandi, réttlát reiði í þjóðfélaginu og hana á að virkja strax til að byggja upp og forðast tilgangslaust atvinnuleysi eins og heitan eldinn.

Ég treysti mér hreinlega ekki til að hafa meira eftir Sigurbjörgu, en viðtölin við hana eru öll í tónspilaranum ofarlega til vinstri á síðunni. Til að auðvelda fólki að finna þau raðaði ég þeim efst með því að merkja þau A1, A2 og A3. Það verða ALLIR að hlusta á Sigurbjörgu. Hún hefur reynsluna, segir frá henni tæpitungulaust og hún hefur hugmyndir um hvernig þarf að bregðast við.

Í fyrradag, um leið og ég hafði birt þessa færslu eða kl. 17.28 þann 5.11., sendi ég þremur ráðherrum og fimm þingflokksformönnum tölvupóst til að biðja um skýringar. Í leiðinni lagði ég til að þeir hlustuðu á viðtölin við Sigurbjörgu með það fyrir augum að læra á sögu hennar og bregðast við nú þegar. Enginn þeirra hefur virt mig svars.

Eftir er að geta þess, að í Morgunblaðinu sl. miðvikudag var viðtal við Sigurbjörgu sem ég set inn hér. Smellið á greinina þar til læsileg stærð fæst.

Sigurbjörg Árnadóttir - Mbl. 5. nóvember 2008

Eftir þetta má ég til með að setja inn hluta af Kastljósinu í gærkvöldi. Konan í viðtalinu, Elín Ebba Ásmundsdóttir, frásögnin og geðræktarkassinn snertu mína hjartastrengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Úff...þessi kona er ekki að mála glansmyndir, enda óþarfi. Það eru allar líkur á að þetta verði talsvert verra hér. Því miður. Samkvæmt spáð þá þyrftum við að drulla daglaununum til þess að eiga ekkert og svo þræla fyrir sömu upphæð til að lifa, sem brennur upp jafn óðum. Það er allt á leið til helvítis hérna, akkúrat fyrir aðgerðarleysið eins og í finnlandi, nema hvað spillingin er að gera þetta verra.

Það góða við þetta er þó að ef okkur tekst að töffa þetta út, þá er líðanin eins og að hafa losnað undan einræði, sem maður hefur búið við alla tíð. Svona hættuleg geislameðferð til að losna við krabbamein spillingarelítunnar. 

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2008 kl. 05:10

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Lára: Í allri náttúruverdarumræðunni og andstöðu við stóriðju þá finnst mér hafa skort eitthvað.  Það kemst og er komið til skila að við viljum þetta ekki. Ekki ómanneskjulega einsleitni með arðsemismarkmið í fyrsta - 3ja sæti og fólk og umhverfi einhverstaðar neðar . Velmegun er vellíðan, sátt og jafnvægi í lífinu. Hún er ekki fengin með rakalausri arðsemiskröfu fyrir fáa útvalda á kostnað hinna. Hún felst í fjölbreytni m.a. þar sem geta og eiginleikar einstaklinga nýtast og sérkenni ráða. Sustainability, locality.

Það sem hefur skor eru hugmyndir hvað hægt er að gera í staðinn. Hvernig á að vvirkja þessa fjölbreytni, hvernig á að hagræða og halda í eða bæta lífsgæði. Það vantar stefni til að mæta hinum vondu kostum. Rök um mannlegri tilvist og betra, jafnara og öruggara líf.  Ég hef verið að leita að slíku á netinu og það er af nógu að taka. Var að panta mér bækur eftir einn náunga, sem heitir Michael Shuman og ég held að við ættum að leggjast í að skoða þessa fleti og finna eitthvað sem hentar okkur.

Hér er lítill fyrirlestur sem ég fann með honum. Þetta er enginn gúrú, en maður sem mér finnst tala af miklu viti á línum með því sem ég hef hugleitt.  Hann talar þarna m.a. í dæmum um skelfileg áhrif stóriðju á samfélög og ruðningsáhrif og maargt  margt fleira er varðar nýja og local hugsun.

Jón Steinar Ragnarsson, 7.11.2008 kl. 06:48

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég hlustaði líka á þetta viðtal um daginn og í vor og var áður búinn að lesa um ástandið á sínum tíma.  Ég var auk þess í Rovaniemi í Lapplandi fyrir tveimur árum og fékk lýsingu frá heimamanni á ástandinu.  Ég held því miður, að miðað við viðbrögð ríkisstjórnarinnar eða öllu heldur viðbragðsleysi, þá gætum við verið að stefna í sömu átt.  Spá Seðlabankans í gær var t.d. ekki beint uppörvandi.

Ég treysti því miður ekki ríkisstjórninni til þess að breyta ástandinu.  Það er komin einhver nefnd sem Gylfi formaður ASÍ fer fyrir, en hvernig væri að virkja alla landsmenn?  Mér finnst líka fjölmiðlar einblína á þau atriði sem valda hneikslan, en ekki hvernig á að greiða úr vandanum.  Mér finnst vanta að ráðast á þetta sem viðfangsefni sem þarf að leysa.

Marinó G. Njálsson, 7.11.2008 kl. 08:32

4 identicon

Ég heyrði þessi viðtöl. Til viðbótar falli bankanna á Íslandi og íslensk smíðaðri kreppu, þá er til viðbótar núna alþjóðakreppa þannig að ástandið á Íslandi á eftir að verða allsvakalegt og kannski verra en í Finnlandi í den.

Viðbragðaleysi ríkisstjórnarinnar, ekkert framtíðarplan, ekkert neyðarplan. Þeir geta ekki logið sig útúr þessu en þeir reyna því þeir kunna ekkert annað.

MATARSKORTUR FRAMUNDAN

OPINN BORGARAFUNDUR í Iðnó á laugardaginn kl. 13, Austurvöllur í beinu framhaldi kl. 15. 

MÆTUM ÖLL.

Rósa (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 08:42

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Erum við að lifa martröðina sem er rétt að byrja?

Skelfilegt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.11.2008 kl. 08:42

6 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Ég vona af öllu hjarta að ráðherrar og þingmenn muni hlusta á viðtölin við Sigurbjörgu, ég hef nokkrum sinnum hitt hana hér fyrir norðan og Guð minn góður hvort hún getur ráðlagt okkur og deild ótrúlegri reynslu og frásögn....við erum að fara í gegnum skelfilega tíma sem verða eins og í Finnlandi ef stjórnvöld bregðast ekki rétt við.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.11.2008 kl. 09:29

7 Smámynd: Sævar Helgason

Það er ennþá nægur fiskur allt umhvefis landið- hann er næringarríkur og hollur.

Sem betur fer er okkar landbúnnaður ennþá á lífi þó hart hafi verið sótt að honum frá innflytjendum"ódýra matvæla"Þannig að við getum haft kjöt á miðvikudögum og sunnudögum.

Hreint vatn er er í óþrjótandi magni .

Ofgnótt af húsnæði - heitt vatn til hitunar og rafmagn til eldunar og ljósa.

Orð dagsins :  Sjálfþurftarbúskapur

Auðvitað björgum við okkur - við höfum alltaf gert það

Sævar Helgason, 7.11.2008 kl. 09:34

8 identicon

Lara Hanna. Takk fyrir ad blogga um tetta...Eg vil benda ter a spadoma Nostradamusar sem eg fann fyrir 5 arum a heimasidu Sigurfreyr@Sigurfreyr.com. Tar er allt tetta sem er ad gerast i dag. Kvedja, Gudrun Magnea

Gudrun Magnea Helgaottir (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 09:51

9 Smámynd: Haukurinn

Við verðum að passa okkur á hörmungaspám. Vissulega er framundan erfiður tími, en hann ber samt sem áður með sér möguleika á bjartari tíð. Svo maður verði ögn skáldlegur, þá er nóttin alltaf dimmust rétt fyrir dögun.

Ég hef sjálfur margoft kvartað yfir andvara- og áhugaleysi íslenskra borgara hvað varðar nýtingu þeirra á sínu borgaralega valdi og réttindum. Við höfum alltof lengi sætt okkur við stöðu mála án þess að vera krítísk og vör um okkur. Verst að við þurftum að fá spark aftur til fortíðar til þess að skilja okkar eigið stjórnmálalega áhuga- og framtaksleysi.

Eins og Sævar nefnir þá höfum við ýmsar náttúrlegar auðlindir - einnig sammála hvað það er magnað að verða vitni að þögn gagnrýnenda íslensks landbúnaðar. Málið er bara að stór hluti þjóðarinnar hefur aldrei liðið skort - sem betur fer og því miður. Við höfum haft það verulega gott síðustu áratugi sem hefur haft í för með sér ótrúlegan lífsstandard, en það hefur líka minnkað sjálfsbjargarviðleitni okkar og nægjusemi.

Við þurfum væntanlega að sætta okkur við erfiðara líf komandi tíð, en ef einhver þjóð á möguleika á að reisa sig við þá tel ég það vera okkar þjóð. Yes, we can! ;)

Haukurinn, 7.11.2008 kl. 10:32

10 identicon

"Í fyrradag, um leið og ég hafði birt þessa færslu eða kl. 17.28 þann 5.11., sendi ég þremur ráðherrum og fimm þingflokksformönnum tölvupóst til að biðja um skýringar. Í leiðinni lagði ég til að þeir hlustuðu á viðtölin við Sigurbjörgu með það fyrir augum að læra á sögu hennar og bregðast við nú þegar. Enginn þeirra hefur virt mig svars."

Lára Hanna.

Lofðu okkur að fylgjast með hverjir svara þér og hverjir gera það ekki.

Rómverji (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 10:54

11 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sá viðtalið við Elínu Ebbu í Kastljósinu í gærkvöldi og það var óskaplega sterkt og sláandi. Mikið hefur þessi móðir verið vitur og sterk - kærleiksrík og góð.

Legg til að Sigurbjörg Árnadóttir verð skipuð ráðgjafi Alþingis og ríkistjórnar hið fyrsta. Upplýsingar hennar og viðvaranir er úr raunveruleika sem hún upplífði sjálf og er okkur nærri bæði í tíma og rúmi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.11.2008 kl. 11:13

12 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Rómverji,

Þetta var að koma frá Þorfinni Ómarssyni, sjá hér:

Sæl Lára Hanna,

Þú kallar eftir viðbrögðum viðskiptaráðherra. Nú hefur kyrfilega komið fram að þessar "fréttir" af meinum störfum Sigurjóns fyrir Landsbankans eiga enga stoð í raunveruleikanum.

Kveðja,

Þorfinnur Ómarsson 7.11.2008 kl. 11:04

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.11.2008 kl. 11:29

13 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þröngsýni yfirvalda er verulegt áhyggjuefni. Nú þarf virkilega opna huga og fólk sem nýtur traust til þess að taka á málum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 7.11.2008 kl. 12:41

14 Smámynd: Jens Guð

  Það er full ástæða til að hlusta á Sigurbjörgu Árnadóttir.  Þetta er afskaplega klár manneskja sem veit hvað hún er að segja. 

Jens Guð, 7.11.2008 kl. 12:43

15 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það mikilvægast núna er að læra af reynslu annarra, þannig getum við forðast þá pytti sem þeir féllu í.

Marinó G. Njálsson, 7.11.2008 kl. 13:52

16 identicon

Það sem Finnar gerðu ekki var að fá lán til að koma sér út úr vandræðunum heldur ákváðu að spara sig út úr þeim. Guð gefi að við fáum lán svo við þurfum ekki að lenda í eitthverju svipuðu. Reynar hef ég fulla trú á að sökum smæðar Íslands höldum við betur utanum hvort annað. Annars veltur þetta allt á gengi krónunnar hvort hér verður byggilegt eða ekki og ég fagna því að seðlabankinn er búinn að falla frá verðbólgumarkmiði yfir í gengismarkmið.

DG (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 14:04

17 Smámynd: Kolgrima

Ég hef aldrei skilið þá sem hafa hampað finnsku leiðinni. Finnarnir sjálfir eru ekki og hafa ekki verið svo hrifnir af henni, lýsa henni sem algjörri martröð og vitfirringu. Segja sjálfir að jafnvel þótt þjóðin hafi náð sér á strik efnahagslega, þá eigi þeir langt í land með að ná sér andlega eftir þessar hörmungar. Það sé enn mikil sorg í þjóðfélaginu.

Þar með er ekki sagt að ekki megi ýmislegt læra af þeim, bæði gott og vont. Það er bara engin einföld leið úr vandanum, engin forskrift. 

E.t.v. má benda á, að eitt af því sem hjálpaði Finnum við að vinna sig út úr sínum þrengingum, var efnahagsleg uppsveifla í heiminum sem náði til þeirra. Sumir segja að það hafi ráðið baggamuninn. 

Mig langar til að þakka þér fyrir þessa frábæru bloggsíðu.

Kolgrima, 7.11.2008 kl. 14:14

18 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er ansi hrædd um að félgaslega kerfið okkar muni engan veginn standu undir samhjálpinni næstu mánuði og jafnvel ár.

Samkvæmt upplýsingum sem ég hef fengið mega hjón með tvö börn hafa 150.000 krónur í ráðstöfunartekjur til að öðlast bótarétt. Ef þau hafa meira en það fá þau enga aðstoð og er vísað á mæðrastyrksnefnd eða Hjálparstofnun kirkjunnar. Gerið þið ykkur grein fyrir að raðirnar þar munu fljótlega verða kílómetirslangar. Við skulum ekki gleyma að styðja hvert annað og deila með öðrum því sem við höfum þegar við eigum eitthvað umfram..ekki mun ríkið geta staðið undir því með auknu atvinnuleysi og gígantískum skuldum landsmanna.

 Hefur einhver upplýsingar um hvaða bætur munu fást fyrir þá verst settu og hver skilyrðin eru til að fólk fái hjálp???

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.11.2008 kl. 15:02

19 Smámynd: Anna

Sæl, ég las í blaði um konu sem gerði svona kassa fyrir börnin sín. Hun var að deyja úr krabbameini frá 3 börnum sínum.  Kassi fullur af minníngum.

Anna , 7.11.2008 kl. 16:53

20 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Kristín Snæhólm Baldursdóttir

Fór inn á vefi Vinnumálastofnunar og Reykjavíkurborgar og fann reglur um fjárhæð atvinnuleysisbóta og félagslegrar aðstoðar hjá Reykjavíkur borg, sjá hér fyrirneðan.

Atvinnuleysisbætur 

1.11.2. Tekjutenging

Sá sem telst tryggður öðlast rétt til tekjutengdra atvinnuleysisbóta í allt að 3 mánuði. Grunnatvinnuleysisbætur eru greiddar fyrst í samtals 10 virka daga og svo tekur tekjutenging við í 65 virka daga. Hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta í hverjum mánuði miðast við tryggingahlutfall hins tryggða en nema þó aldrei hærri fjárhæð en [220.729]1 á mánuði miðað við óskerta atvinnuleysistryggingu. Tekjutengdar atvinnuleysisbætur launamanna nema 70% af meðaltali heildarlauna og er miðað við sex mánaða tímabil sem hefst tveimur mánuðum áður en umsækjandi varð atvinnulaus. Tekjutengdar atvinnuleysisbætur sjálfstætt starfandi einstaklinga eru 70% af meðaltali heildarlauna og skal miða við tekjuárið á undan því ári sem umsækjandi varð atvinnulaus.

Fjárhagsaðstoð

Skylt er að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar sbr. IV. og VI. kafla laga um félagsþjónustu sveitarafélaga nr. 40/1991, með síðari breytingum og sbr. III. kafla reglna Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð.
Fjárhagsaðstoð til einstaklings getur verið allt að kr. 99.329 á mánuði og kr. 158.926 á mánuði til hjóna eða fólks í sambúð. Aðstoðin er óháð barnafjölda, þar sem reiknað er með að barnabætur, meðlög og barnalífeyrir mæti kostnaði vegna barna. Vaxtabætur og húsaleigubætur mæta mismunandi kostnaði vegna húsnæðis.
Heimilt er að veita einstaklingum og fjölskyldum aðstoð vegna sérstakra aðstæðna, m.a. vegna heimilisaðstoðar, náms eða óvæntra áfalla, sbr. IV. kafla reglna Reykjavíkurborgar um fjárhagsaðstoð.


Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.11.2008 kl. 16:56

21 identicon

Sigurbjörg verður í Silfrinu á sunnudaginn.

kær kv

Egill

Egill Helgason (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 19:41

22 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Gott, Egill... vonandi fær hún góðan tíma hjá þér. Hún hefur frá mörgu að segja og hefur góðar hugmyndir.

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.11.2008 kl. 20:04

23 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Mikið er ég ánægð með þig Lára Hanna! Ég var nefnilega að vona að þú myndir vekja athygli á því sem Sigurbjörg hefur verið að segja um finnsku leiðina í fjölmiðlum. Ég vona líka að þeir sem hafa ekki heyrt í henni áður hlusti á hana áður hlusti á hana í Silfri Egils. Það eru svo auðvitað stjórnmálamennirnir sem styðja þá leið sem verða bara að hlusta á hana og taka mark á orðum hennar!

Es. ég ætla að fá að setja krækju í síðuna þína á mína síðu því þar er ég að segja frá að Sibba (eins og Sigurbjörg er kölluð) hafi staðið að borgarfundi um ástandið í samfélaginu.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 7.11.2008 kl. 20:46

24 Smámynd: Heidi Strand

Ég hlustaði á Sigurbjörgu í útvarpinu um daginn og gerði mér þá grein fyrir hvað við getum átt von á um ókomin framtíð.
Ég er hrædd um að bilið verður mjög stórt á milli fólks . Ég held líka að stjórnvöld gerir sér ekki alveg grein fyrir vandann. Það er mikinn feluleikur í gangi hjá ráðalausu pólitíkusar.

Ég hef komið mér upp geðræktarkassi og er hann mjög innihaldsríkur.

Heidi Strand, 7.11.2008 kl. 21:08

25 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Hlustaði á Sigurbjörgu og fannst það athyglisvert. Það virðast hafa liðið mörg ár frá því að kreeppan skall á og þar til Finnar sóttu um í ESB. Á þeim tíma hefur ástandiðnáð aðverðaafskaplega slæmt. Mér finnst skína í gengum viðtalið að viðhorf Finna sjálfra hafi verið mikið öðruvísi en ég upplifi hér á landi. Þeir virðast strax hafa tekiðþann pól í hæðina að komast út úr þessu af eigin rammleik og gert svakaleg mistök varðandi atvinnu fólksins. Áð svelta sig í gegnum þetta er eitthvað sem ég sé ekki fyrir mér að við gerum, ekki núna. Við hefðum örugglega reynt það á 9. áratugnum, enda fékk það fólk sem þá var að missa allt sitt, ekki þá aðstoð sem nú er talað um. Við fórum þá í gjaldþrot og tókum í kjölfarið á okkur skuld með sjálfskuldaábyrgðum aðila til að hún félli ekki á þá. Það var ekki til umræðu að fella niður eitthvað af dráttarvöxtum eða þess háttar. Við misstum húsið okkar og sveitarfélagið gat ekki gert neitt fyrir okkur. Svo við réðumst í það að kaupa það aftur. Þá voru mjög margir reiðir eftir eignamissi, en þeir höfðu verið "glannar" í fjármálum og annað eftir því. Þjónusta við atvinnulausa var engin og svona mætti halda áfram.

Mér finnst gott að Sigurbjörg komi fram og vari okkur við þeim mistökum sem gerð voru í Finnlandi á sínum tíma og við skulum hlusta vel á hana. Verkalýðshreyfingin þarf sérstaklega að huga að því að óprútnir atvinnurekendur veki þrælsótt hjá stafsmönnum. Ég vara líka við svartri vinnu og svokallaðri gerviverktöku, sem töluvert var af á 10 áratugnum og þá sérstaklega í stærri byggðarlögum. Svört vinna og gerviverktaka sviptir fólk rétti til atvinnuleysisbóta, veikindaréttar, orlofsréttar o.s.frv.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.11.2008 kl. 21:13

26 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Mér finnst gott að Sigurbjörg komi fram og vari okkur við þeim mistökum sem gerð voru í Finnlandi á sínum tíma og við skulum hlusta vel á hana. Verkalýðshreyfingin þarf sérstaklega að huga að því að óprútnir atvinnurekendur vekji  EKKI þrælsótta hjá stafsmönnum. Ég vara líka við svartri vinnu og svokallaðri gerviverktöku, sem töluvert var af á 10. áratugnum og þá sérstaklega í stærri byggðarlögum. Svört vinna og gerviverktaka sviptir fólk rétti til atvinnuleysisbóta, veikindaréttar, orlofsréttar o.s.frv.

Ég kom að verkalýðsmálum fyrst 1992 og þá voru þess vandamál afar útbreidd, sérstaklega á Höfuðborgarsvæðinu. Fólk var afar hnýpið og þorði ekki að leita réttar síns þó á því væri brotið. Atvinnurekendur ráku fók einfaldlega ef það kvartaði.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 7.11.2008 kl. 21:18

27 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

úff

Hólmdís Hjartardóttir, 7.11.2008 kl. 21:30

28 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Finnska leiðin" var enginn dans á rósum frá upphafi til enda og vegferðin byrjaði ekki gæfulega með 50% atvinnuleysi í Lapplandi. En smám saman sneru menn röð af mistökum upp í göngu til framfara. Það má kalla það "Lapplandsundrið" þegar þeir hættu við stórvirkjun og stóriðju og ákváðu að selja fjögur fyrirbæri: Kulda, myrkur, þögn og ósnortna náttúru.

Ég ferðaðist um Lappland endilangt í febrúar 2005 til að kynna mér þetta og komst að því að fleiri ferðamenn koma til Lapplands á vetrarmánuðunum en til Íslands allt árið. Samt er lengra frá löndum Vestur-Evrópu til Lapplands en til Íslands.

Ætla að blogga sérstaklega um "Lapplandsundrið".

Ómar Ragnarsson, 7.11.2008 kl. 22:48

29 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Eins og hér hefur komið fram, er Sigurbjörg um margt merkileg kona og hefur sinnt mörgu. Á þessum tíma sem hún bjó í Finnlandi var hún lengi vel fréttaritari útvarps í landinu og man ég vel eftir hennar mörgu pistlum m.a. um kreppuna er hún skall á. En Sigurbjörg hefur fengist við fleira, m.a. skrifað allavega eina bók og þegar hún fluttist heim aftur fór hún minnir mig á fullt í störf m.a. tengd ferðamennsku og fleiri tengd hinni svokölluðu staðaldagskrá 21 er lýtur að sjálfbærri þróun og nýtingu á ýmsum sviðum

Hef ekki hlustað á viðtölin, en kannski kemur þetta eitthvað fram með umfjölluninni um Finnland.

Magnús Geir Guðmundsson, 7.11.2008 kl. 22:57

30 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Sigurbjörg skrifaði bókina "Hin hljóðu tár" sem gefin var út 1995. Bókin lýsir á átakamikilli ævi Ástu Sigurbrandsdóttur, sem ung hélt til náms í hjúkrun í Kaupmannahöfn. Meðan hún dvaldi þar var Danmörk hernumin af Þjóðverjum, hún kynntist ungum þýskum hermanni og fluttist til Þýskalands. Hún sá þó lítið af kærastanum eftir það, því hann var sendur til austurvígstöðvanna, en sjálf starfaði hún við hjúkrun í Þýskalandi öll stríðsárin, oft við hörmulegar aðstæður. Hún komst fótgangandi ásamt hópi fólks til Danmerkur í stríðslok, hafði þá gengið hundruði kílómetra. Síðar giftist hún hermanni af finnskri aðalsætt. Eftir að hafa misst hann eftir nokkurra ára hjónaband giftist hún finnskum bónda. Þegar bókin var skrifuð voru synir þeirra hjónanna teknir við búinu en Ásta naut ævikvöldsins. Ég veit ekki hvort Ásta er enn á lífi, ef svo er þá hefur hún orðið níræð 24. júní s.l. Vel skrifuð bók um óvenjulega ævi íslenskrar konu.

Greta Björg Úlfsdóttir, 7.11.2008 kl. 23:35

31 Smámynd: Óskar Þorkelsson

svakaleg hlustun.. 

Eitt vil ég koma á framfæri vegna orða Geirs gufu í gær um atvinnuleysið.. hann sagði að atvinnuleysi mundi ekki ná 10 % á næsta ári.. ég tel að það sé rétt hjá honum Geir.. því 10 % þjóðarinnar verður farið úr landi á innan við 6 mánuðum.. og allir pólverjarnir sem voru í lausamennsku líka.. svo.. atvinnuleysið verður skráð undir 10 % .. ástandið er svakalegt og mun bara versna. 

Btw.. ég sæki um 4-5 störf á dag í noregi.  

Óskar Þorkelsson, 7.11.2008 kl. 23:50

32 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Ég heyrði viðtalið við þessa konu á rás 2 og bloggaði um það. Það sem mér fannst skelfilegast voru hryllilegar lýsingar hennar af neyðinni. Menn að róta í ruslatunnum. Börn sem hefðu soltið ef ekki hefði komið til skólamáltíðir osvfrv. Það sem gerir mig mest reiðann í dag er að það fólk sem er að segja okkur að það verði erfiðleikar og eymd KEMUR EKKI TIL MEÐ AÐ STANDA Í ÞVÍ SJÁLF VEGNA ÞESS AÐ ÞAU ERU MEÐ ÖRUGGAR TEKJUR Á OKKAR KOSTNAÐ! Það gerir mig svo reiðann þegar fólk með 600-1200 þús. kr tekjur segir okkur hinum að við verðum öll að standa saman og standa af okkur skellinn án þess að hann komi nokkurn tímann til með að lenda á þeim. Þetta er fólkið sem á að leiða okkur í gegnum glæpamennsku síns og sinna.

Ég hafna þessu og forræði þessa fólks. Eigum við að láta fólk með milljónir í mánaðalaun segja okkur til með um byrðir okkar. Ekki þeirra. NEI!

Ævar Rafn Kjartansson, 8.11.2008 kl. 00:04

33 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Við stöndum bara frammi fyrir vondum valkostum. Það er að þreyja þorrann eða skuldsetja börnin okkar.

Ég mæli með fyrri kostinum, þ.e.a.s. fremur en að taka afarkostum Breta og Hollendinga. Verði gengið að þeim þýðir það ánauð komandi kynslóða.

Hinn kosturinn krefst mikillar og harðrar stjórnunar og skjótra viðbragða sem við erum ekki að sjá nú.

Það skortir átakanlega manngervi hjá stjórnvöldum til þess að taka á þeim vanda sem blasir við nú. Gott dæmi um þetta er að Geir er nú að eyða dýrmætum gjaldeyri í Business sérfræðing fremur en að efla þekkingu í að takast á við vandann sem framundan er.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.11.2008 kl. 00:25

34 identicon

Kæra Lára Hanna Hvernig hefurðu tíma til að halda úti svona frábærri heimasíðu? Og bestu þakkir fyrir að benda mér á að hlusta á Sigurbjörgu, því það er svo margt sem fer fram hjá manni í útvarpinu í dagsins önn. Hún er að tala um að virkja reiðina. Hér er ein hugmynd fyrir fólk að grúska í ef það hefur áhuga:

Ef öll ríki heims tækju sig saman um forgangsröð sína og forgangsröðin yrði miðuð út frá sammannlegum þörfum, byrjað á barninu sjálfu sem þungamiðju. Þá gæti forgangsröðin hjá hverju einasta ríki (Alheimsríkjabandalag) litið svona út:

1.    Í forgangi yrði að tryggja öllum jarðarbúum greiðan aðgang að vatni, mat, lækni og heilbrigðisþjónustu

2.    Öryggi og friður ríkjandi og viðvarandi, þ.e. dagsdaglega

3.    Menntun og fræðsla barna og fullorðinna í fyrirrúmi

4.    Afkomuöryggi fjölskyldna og einstaklinga tryggt

5.    Stríðsátökum hætt. Vopnaframleiðslu hætt

6.    Hlúð að gróðri, landbúnaði, umhverfisþáttum, verndun náttúrunnar, fiskveiðum, iðnaði án mengunar, vatnsveitum, atvinnusköpun o.s.frv.

7.    Samvinna ríkja heims byggist m.a. á að stoða við uppbyggingu, s.s. húsnæðis, vegaframkvæmda, orkumála, rækta upp þurrkasvæði, tæknileg samskipti, fræðsla og miðlun o.s.frv. Markmiðið er að viðhalda jafnvægi þannig að hvert ríki hafi nóg fyrir sig og sína að leggja og nýti hluta auðlinda sinna og umfram framleiðslu til milliríkjaviðskipta.

8.    Samvinna gæti jafnvel byggst á n-k vöruskiptum að hluta til, þannig að vægi peninga minnkar þar sem markmiðið er að uppfylla sammannlegar þarfir mannkynsins fyrir mannsæmandi líf.

9.    Þarfir í þróunarríkjunum OG þróðuðu ríkjunum skilgreindar út frá lausnum á þeirra vanda vegna sammannlegra þarfa og hvernig best er að koma til móts við þær.

10.Auði ríkja jafnað út þannig að bil milli ríkra og fátækra verði afnumið. Breyting á viðhorfum og gildum breytast, t.d. minnkar þörf fyrir glæsibyggingar, stórkostleg minnismerki af jöllu tagi, útlitsdýrkun, óhóf og prjá einfaldlega vegna þess að slíkt verður ekki eftirsóknarvert. Fólk hefur öðru að sinna.

12.    Reglur og stjórnarákvarðanir ríkja teknar út frá sameiginlegum markmiðum Alheimsríkjabandalagsins. Markmiðið er í grunninn að viðhalda sjálfum okkur sem jarðarbúum sem eigum skilið að þörfum okkar sé mætt, andlegum, líkamlegum, tilfinningalegum, félagslegum. Þ.e. burt með kerfi sem miðar að því að útrýma okkur og hunsa þarfir okkar sem við öll höfum og jörðin býr gnótt af öllu til að svo megi verða ef rétt er á málum haldið.

 Ekki er tími hér til að útskýra nánar hvernig þetta er unnt. Það er geymt hjá mér. Þetta heitir að nýta orku og reiði í eitthvað uppbyggjandi. 

Nína S (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 01:14

35 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég vildi að þú værir í ráðgjafaliði ríkisstjórnarinnar Nína. Þar eru núna engir sem ég treysti til að bera hagsmuni okkar, íslensku þjóðarinnar, fyrir brjósti. Hins vegar hlýnaði mér um hjartarætur af því að lesa tillögur þínar sem skína af virðingu fyrir einstaklingum og þeim mannkærleika sem núverandi stjórnvöld virðast algerlega hafa glatað

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.11.2008 kl. 01:24

36 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábær pistill, ég vona að við endum ekki með Finnsku leiðina vegna andvaraleysis stjórnmálamanna okkar.  Þeir virðast samt vera á þeirri leið, humma allt fram af sér þar til allt er komið í klessu. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.11.2008 kl. 01:25

37 identicon

Þetta er að byrja sem Sigurbjörg talar um. Hún nefnir að tómstundastarfi hafi verið hætt í finnskum skólum. Í skóla í Reykjavík var búið að undirbúa dagsferð út á land. Sendar voru út auglýsingar, krakkarnir voru að búa sig undir ferðina og byrjað var að byggja upp stemmingu. Núna í vikunni var hinsvegar hætt við ferðina vegna kreppunnar. Þau skilaboð voru send út að nú þyrfti að spara. Hvaða skilaboð eru þetta til barnanna sem var búið að tala um að ætti að halda sem mest utan við krepputalið? Nú þó a.m.k. búið að kippa þeim inn í kaldan raunveruleikann.

Einn sár og hissa (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 01:26

38 identicon

Er athugasemd Þorfinns Ómarssonar svar viðskiptaráðherra við fyrirspurn Láru? Þá er það rýrt í roðinu. Hvar er þetta sem hefur komið svo "kyrfilega" fram?

Meiri vandvirkni, minni gorgeir. 

Rómverji (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 01:35

39 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Kostir okkar eru þrír eftir því sem ég fæ best séð og einn þeirra er bestur (með fyrirvara um skilyrði) og það er lán frá IMF. Sá kostur er því valinn ef það býðst en ég treysti núverandi yfirvöldum ekki til þess að STELA HONUM EKKI!

Næsti kostur er að ganga að IMF með því skilyrði að ganga að kröfum Breta og Hollendinga. Það er afarkostu og hneppir börnin okkar í ánauð. Við megum alls ekki taka hann (kannski stela yfirvöld þessu líka)

Þriðji kosturinn er að taka bara smálán hér og þar en að þreyja þorrann og sá kostur er skárri. Yfirvöld hafa engu til þess að stela og fara kannski frá sjálfviljugir en miklir erfiðleikar eru framundan og það þarf styrka stjórn til þess að standast þetta.

Eg vil að lokum benda á að Finnar hafa trúlega ekki valið leið þrjú að ástæðulausu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.11.2008 kl. 01:37

40 identicon


Þakka þér kærlega fyrir, Rakel, að taka svona vel undir tillögur mínar. Þær eru hluti af stærri pakka sem verður kynntur í lok nóvember. Þar verðu þessu öllu nánar útlistaðÉg trúi því að þrátt fyrir t.d. ólík trúarbrögð heimsins, þá vilji flestar, ef ekki allar fjölskyldur lifa í friði og ró, dútla við sitt, sjá um sitt, rétt eins og við þekkjum. Það eru öfgahóparnir sem, með sínum vopnum og yfirgangshætti leggja vonir, drauma og þrár þessara fjölskyldna í rúst. Svo mun ég varpa fram fyrirspurnum um hvers vegna kynlífsþrælkun og vinnuþrælkun barna er ekki stöðvuð strax? Hvaða hagsmunir afbrigðilegra fullorðinna er þar að baki? Og margt fleira. Takk fyrir, athugasemd þín lyftir mér upp. Þegar ég hlusta á Imagine með John Lennon finn ég samkennd þegar hann segir. You may say I am a dremaer, but I'm not the only one. Grunar að þú sért svona dremaer með góðar hugmyndir. Gangi þér vel.

Nína S (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 03:57

41 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Takk sömuleiðis Nína Mig langar líka að óska þér sérstakrar velgengni í kynningunni sem fer fram í lok nóvember fer fram. Ef mannkærleikur, -virðing og forgangsröðun sem tekur mið af því er það að vera „dreamer“ þá tek ég því sem upphefð að fá að tilheyra hópi þeirra

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.11.2008 kl. 05:16

42 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er hægt að taka ýmis einföld skref, sem allir geta tekið:

  1. Draga úr ýmsum munaði, t.d. fjölmiðlaáskriftum, bíóferðum, krárrölti, húsgagnakaupum o.m.fl.
  2. Kaupa íslenskar nauðsynjavörur. Gætum neyðst til þess þegar gjaldeyrir þurrkast upp. Vonandi nýta innlendir framleiðsluaðilar ástandið ekki til að okra á fólki meir en orðið er.
  3. Hinir betur stöddu eigi gefi til þeirra sem eru verr staddir. Tekjujöfnunarhlutverk skattkerfisins hefur verið eyðilagt eins og Indriði Þorláksson fyrrum Ríkisskattstjóri bendir á og misskipting er orðin mikil. Samt er betra þegar fólk finnur upp á því sjálft að hjálpa nauðstöddum, en er ekki nauðbeygt til þess af ríkinu.

Theódór Norðkvist, 8.11.2008 kl. 23:08

43 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mjög umhugsunarverð grein hjá Indriða. Líka gaman að sjá FYRRUM opinberan embættismann tjá sig svona afdráttarlaust á vettvangi moggabloggsins.

Því miður þurfa víst opinberir embættismenn verða að vera orðnir "fyrrum" til að mega tjá sig á þennan hátt. 

Þó þeir sverji víst ekki allir embættiseið, eða hvað?

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 23:20

44 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Gleymdi að segja að ráðin þín eru mjög bjartsýn og góð, Theodór.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 23:21

45 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Að vísu virðist Indriða vera farið að förlast, því hann man greinilega ekki að sami maður og var forsætisráðherra mestan þann tíma sem hann var ríkisskattstjóri (1999-2006) er nú formaður bankastjórnar Seðlabankans. Vonandi er hann ekki svona minnislaus í starfinu sem leiðsögumaður.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 23:53

46 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þakka þér fyrir Gréta og sömuleiðis fyrir þín góðu innlegg. Við getum öll lagt okkar skerf fram og úr því verður vonandi einhver heildarmynd.

Indriði gagnrýnir efnahagsstefnuna undanfarið, sem var lengst af á ábyrgð forsætisráðherrans Davíðs, en það kann að vera rétt mat hjá honum að stefna seðlabankastjórans Davíðs sé ekki aðalsökudólgurinn.

Theódór Norðkvist, 9.11.2008 kl. 01:26

47 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Nei, ég hugsa nú að það sé rétt hjá Indriða vera Davíðs í stól forsætisráðherra hafi verið afdrifaríkari en þó hann hafi verið með botninn í bankstjórastólnum, þó svo ekki komi hún vel út heldur. Ég man að ég fékk hroll þegar ég sá það í fjölmiðlum að hann færi í Seðlabankann, þegar maður hélt að hann væri loks hættur. En Davíð er víst einfaldlega ekki sú manngerð sem hættir, eins og við sjáum þessa dagana. Hann verður örugglega enn að stjórna á elliheimilinu, fyrirkvíðanlegt fyrir það starfsfólk sem mun hýsa hann, ef hann lifir svo lengi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 10:07

48 identicon

Eg er sammála Indriða um orsakirnar. Bankar landsmanna voru færðir í hendur gæludýrum flokkanna, fjárglæframönnum sem höfðu hvorki hundsvit né áhuga á bankastarfsemi. Bara gambli. Svo fylgdi gomma af spilapeningum, ótakmörkuð lán á alþjóðlegum peningamarkaði og lífeyrissjóðir almennings. Stjórnvöld fylgdust með og klöppuðu fyrir gæludýrum sínum. Þau höfðu nefnilega sannað snilli stjórnmálamannanna líka. Og þeir réðu sér ekki fyrir kæti

Undarlegt er þó að Indriði skuli gefa í skyn að formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands hafi staðið sig þokkalega; hefði kanski mátt bæta sviðsframkomu sína lítillega. Annars bara í lagi.

Þótt einhver væri á því að Davíð Oddsson hefði aldrei misstigið sig, þá var maðurinn ómögulegur í þetta embætti sem hann lét skipa sig í, alveg frá byrjun. Öll hans verk í bankanum hafa vakið tortryggni og úfúð. Maðurinn nýtur einskis traust, hvorki innan lands né utan. Það getur sloppið til að vera með óhæft fólk í ábyrgðarstöðum meðan ekkert bjátar á. Annars getur það leitt til hörmunga.

Rómverji (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband