8.11.2008
Hvert er eiginlega hlutverk fjölmiðla?
Ég verð sífellt meira undrandi á umfjöllun fjölmiðla um laugardagsmótmælin á Austurvelli. Eiginlega er ég furðu lostin núna. Þeir sem ekki voru á staðnum fá alranga mynd af fundinum í dag ef þeir hafa eingöngu fjölmiðlana til að fá fréttir af þeim. Trúverðugleiki fjölmiðla bíður mikla hnekki hvað eftir annað með svona vinnubrögðum. Ég hefði haldið að hlutverk þeirra væri að veita sem gleggsta og réttasta mynd af atburðum en það hafa þeir alls ekki gert þegar mótmælafundirnir eru annars vegar. Hér er talað um umfjöllun fjölmiðla eftir fundinn 18. október og hér eftir fundinn 1. nóvember. Fréttamennirnir eru á staðnum, þeir finna andrúmsloftið, sjá fjöldann, heyra ræðurnar. Allt er tekið upp, ljósmyndarar og kvikmyndatökumenn úti um allt. Og fjölmiðlafólkið veit að lögreglan kann ekki að telja.
Fundurinn í dag var mjög fjölmennur. Helmingi fjölmennari en síðast og það gladdi mitt litla hjarta að sjá Egil Helgason loks mættan á mótmælafund. Ég heyrði töluna 5 þúsund þegar mest var í dag. Kannski að jafnaði um 4.500 ef frá er talið fólk sem kom og fór, þetta síbreytilega rennirí á fólki sem alltaf er. En svo sér maður þetta og þetta og þetta. Og hér sést í hnotskurn munurinn á talningu lögreglu og annarra. Í þremur fréttum telur lögreglan að fjöldinn sé um 2 þúsund. Svo er haft eftir Geir Jóni milli 3 og 4 þúsund og þá hallast ég að því að 5 þúsund sé stórlega vanmetin tala. Skoðið myndirnar hans Jóhanns Þrastar hér.
Mikið er gert úr því að einhver ungmenni (held ég) hafi dregið Bónusfána að húni á Alþingishúsinu og að annar hópur hafi, EFTIR að fundinum lauk, kastað eggjum í húsið. Hver syngur með sínu nefi en þessar uppákomur voru ekki á ábyrgð skipuleggjenda fundarins, heldur sjálfstætt framtak fólks sem vildi tjá sig á annan hátt. Ég er ekki ennþá búin að sjá eina einustu frétt í fjölmiðlum um fundinn sjálfan. Ekki ennþá búin að heyra minnst á þrumuræður Sigurbjargar Árnadóttur og Einars Más Guðmundssonar. Þarna var haldinn tæplega klukkutíma langur fundur sem á mættu mörg þúsund manns en það er hvergi fjallað um hann, sjálfan fundinn og um hvað ræðumenn voru að tala, undirtektir þeirra sem á hlýddu, andrúmsloftið og stemmninguna.
Nei, væntanlega er það ekki nógu spennandi. Miklu meira fútt í að fjalla um að "óeirðir hafi brotist út" - sem er reyndar fjarri sanni - og að Alþingishúsið hafi verið "saurgað með eggjum". Vá, spennó! Þetta segir hins vegar ekkert um tilefni mótmælanna, fundinn sjálfan, ræðurnar, fjöldann, andrúmsloftið og það, að líklega eru þetta fjölmennustu mótmæli á Íslandi síðan í göngu Ómars fyrir 2 árum og hún sló öll fjöldamet. Enginn fjölmiðill hefur grafið upp sögu mótmæla á Íslandi, tilefni þeirra og tilgang og fjallað um þau.
Ég fór líka á borgarafundinn í Iðnó. Húsnæðið er allt of lítið, þar var fullt út úr dyrum, anddyrið var troðfullt og margir stóðu úti þar sem voru hátalarar. Þetta framtak er frábært en sökum þrengsla er ekki mögulegt að nógu margir geti mætt og tekið þátt í fundinum. Borgarafundurinn fékk öllu skárri umfjöllun í sjónvarpi, enda engin spennandi uppþot í gangi þar. Vanvirðing stjórnmálamanna og ráðherra er hins vegar slík, að fáir þeirra mættu þrátt fyrir að vera boðið sérstaklega. Á vefsíðu aðstandenda borgarafundanna kemur fram, að fundinum í dag verður útvarpað þriðjudaginn 11. nóvember kl. 21 á Rás 1 í þættinum Í heyranda hljóði í umsjón Ævars Kjartanssonar. Ég sá að fundurinn var líka kvikmyndaður svo væntanlega verða a.m.k. framsöguræðurnar settar inn á vefsíðuna þegar búið verður að vinna þær. Fylgjumst með því hér og Jóhann Þröstur tók myndir.
En svona fjölluðu sjónvarpsstöðvarnar um fundinn á Austurvelli í kvöldfréttum sínum í kvöld. Báðar sjónvarpsstöðvarnar falla í sama, fúla pyttinn. Fréttamenn beggja sjónvarpsstöðva segja að mótmælin hafi "fljótlega leysts upp og færst að Alþingishúsinu". Þetta er fjarri sanni. Finnst þeim sem voru á fundinum þessi umfjöllun gefa rétta mynd af honum?
Og hér er umfjöllun sjónvarpsstöðvanna um borgarafundinn í Iðnó.
Hvað á svona kjaftæði eiginlega að þýða? "Á meðan hinir fullorðnu grýttu eggjum..."
Hverjum er verið að þjóna með svona nokkru?
Ég sem hélt að fréttamenn vildu reka af sér slyðruorðið.
Hér er grein eftir Einar Má sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Ræðan hans á fundinum í dag var byggð á greininni. Smellið til að fá læsilega stærð.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Fjölmiðlar, Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.11.2008 kl. 03:27 | Facebook
Athugasemdir
fjölmiðlarnir ljúga.. en fyrir hvern ?
fyrir hver er RUV að vinna ?
fyrir hvern er Stöð2 að vinna ?
ekki fólkið í landinu því fréttirnar sem ég sá í kvöld áttu lítið skylt við það sem ég upplifði í dag á austurvelli.
Hverjum getur maður treyst á íslandi úr þessu ?
Engum !!
Óskar Þorkelsson, 8.11.2008 kl. 23:11
Íslenskir fjölmiðlar virðast flestir vera "ófrjálsir" og einhverjum háðir, þannig sé ég það eftir að hafa fylgst með umfjöllunum af fundunum í dag. Þetta voru frábærir, málefnalegir og kröftugir fundir, og ég finn bara til stolts yfir þátttöku minni þar.
Takk fyrir daginn og alla þína frábæru pistla.
Sigrún Jónsdóttir, 8.11.2008 kl. 23:28
Lára mín. Þú veist hverjir eiga fjölmiðlana. Annað hvort eru það útrásarhúskarlar eða ríkið. Húskarlarnir vilja ekki láta tala opinberlega um sig núna og það sama gildir um ríkisstjórnina.
Víðir Benediktsson, 8.11.2008 kl. 23:29
Þetta hefur ekkert með það að gera hverjir eiga fjölmiðlana því á svona fundum er það alltaf hasarinn sem fær mestu athyglina. Eggjakastið og lætin voru byrjuð á meðan á ræðunum stóð og því beindist öll athygli fjölmiðlanna því miður frá ágætum ræðum sem þarna voru. En þetta var samt sem áður í heildina mögnuð samkoma þarna í dag.
Emil Hannes Valgeirsson, 8.11.2008 kl. 23:45
Ég er, eins og fleiri, hissa á umfjöllun fjölmiðlanna en kom hín svo sem ekki á óvart. Fylgdist með öllum fundinum og varð ekki var við að hann "leystist upp" því síður að til "óeirðir hafi brotist út". Smá stympingar urðu þegar lögreglan tók stigann svo strákurinn kæmist ekki niður, skil ekki hvaða tilgangi sú aðgerð þjónaði.
Hluti mótmælenda mótmælti með sínum hætti, kastaði jógurt og eggjum í alþingishúsið. Það truflaði fundinn ekkert, en smá truflun varð af fánahillingunni.
Helst má skilja á fjölmiðlunum að eggja og tómatakast sé mikill glæpur, en það er misskilningur - þetta eru táknræn og friðsamleg mótmæli, af sama toga og mykjuflutningar í Frakklandi. Enginn er settur í hættu né skemmdir unnar. Í hinni gerðinni af mótmælum er kastað mólotoff-kokteilum og kveikt í bílum.
Ræðurnar voru flestar góðar og fjölmiðlar ættu að veita ræðu Sigurbjargar meiri (einhverja) athygli. Einar Már magnaður að vanda.
Unga fólkið mótmælti á sinn hátt og við þurfum að bera virðingu fyrir því. Ungt fólk gerir sér fulla grein fyrir ástandinu og er ekki bara reitt - það er kvíðið.
sigurvin (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 23:56
Ég myndi segja að þetta hafi verið strákalæti en ekki óeirðir. Tek undir það sem þú segir Lára Hanna um furðulegan fréttaflutning. Ég þakka gott myndefni. Þessi síða gerir mikið til þess að halda til haga og gera aðgengilegar góðar heimildir.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 00:01
Þetta hefur víst með það að gera hverjir eiga fjölmiðlana og hve mikið er kostað til þeirra og hve mikið þeir skila af sér. Í fyrsta lagi erum við fá og landið ber ekki marga fréttamiðla. Í annan stað selja hasarfréttir betur en góðar, vandaðar fréttaskýringar. Í þriðja lagi eru fréttamenn almennt í yngri kanntinum að því er virðist og hafa ekki tíma til að undirbúa fréttir sem skyldi - m.ö.o. fréttamennska á borð við rannsóknarblaðamennsku Vilmundar Gylfasonar er orðin æði fátíð og finnst ekki nema á afkimum - eins og þessum hjá henni Láru Hönnu, sem gerir þetta af áhugamennsku.
Loks er í lagi að minna á það að fram til skamms tíma vildi þjóðin ekki heyra fréttir heldur fá drottningarviðtöl og lýðskrum. Fannst mótmæli hallærisleg þegar Falun Gong og Kárahnjúkar voru undir ... nú er öldin önnur. Af hverju ætli það sé?
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 00:03
Var ekki á svæðinu við Alþingishúsið í dag, eggjakast og ólæti hafa ekki skilað miklu hingað til. Það var ekki vitnað neitt í ræðumenn eins og verið hefur.
Var að horfa á Sigurð Einarsson í Markaðnum hjá Birni Inga. Þar kom ýmislegt fram sem varpar ljósi á það sem verið hefur að gerast undanfarið. Mér er reyndar gjörsamlega hulið hvernig Davíð Oddsson hefur á sínum valda tímatekist að ná þvílíku kverkataki á öllum í kringum sig að hann hefur í mög ár getað hagað sér eins og fíll í glervörubúð, án þess að vera stöðvaður.
Að geta með hótunum (þó hann sé Seðlabankastjóri) komið í veg fyrir að stærsti banki landsins gerði upp í evrum, þó það væri fyllilega lögleg, bara af því það hentaði ekki hans duttlungum.
Að fjármálaráðherra landsins væri nánast á hnjánum að biðja Kaupþing um að draga umsóknina til baka, svo hann þyrfti ekki að úrskurða í málinu. Trúlega vegna þess að hann hefur ekki talið sig lagalega séð, geta úrskurðað að Kaupþing hefði ekki heimild til að gera upp í evrum og ef hann gerði á móti vilja foringjans þá væri hann sjálfur úti í kuldanum.
SE talaði líka um skýrslu frá 2003 sem ekkert hefði verið gert með neitt með, en þar var bent á leiðir til að bæta umhverfi á fjármálamarkaði. Það væri fróðlegt að komast í innihald hennar og sjá hvað tillögur þar væri að finna.
Mér er til efs að ráðherra eða háttsettur einstaklingur í stjórnkerfi lands í okkar heimshluta hefði komist upp með að gera eitt af þeim mistökum sem DO hefur gert, hvað þá meira og sitja enn sem fastast.
Mistök og geðþóttaákvarðanir DO hafa kostað þjóðarbúið, fyrirtækin og fólkið í landinu, gríðarlegt fjárhæðir.
Hér eru 3 dæmi sem ég vil kalla pólitísk og stjórnunarleg mistök og rekja má til ofríkis DO.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.11.2008 kl. 00:26
Mér var svo misboðið eftir fréttir ríkissjónvarpsins að ég sendi eftirfarandi bréf til fréttastjórans eða yfirmanns fréttastofu eða hvað sem hann nú kallast:
Til yfirmanns frétta hjá RUV.
Ég kem hér með á framfæri óánægju minni með afar villandi fréttaflutning af mótmælafundi á Austurvelli í dag. Ég var þar stödd milli kl. 15 og 16, flutt voru fjögur ávörp, mikill fjöldi fólks var staddur þarna og hlustaði og klappaði, allan þann tíma. Í fréttum sjónvarpsins í kvöld var sagt að fundurinn hafi leyst upp vegna eggja og skyrkasts á Alþingishúsið. Þetta var bundið við lítinn hóp á takmörkuðu svæði. Það veit fréttamaðurinn sem flutti þessa frétt því ég sá hann ganga um þar sem ég stóð þegar langt var liðið á fundinn. Þannig að eins og fyrr segir þá finnst mér sem einum af þúsundum friðsamra mótmælenda gefin villandi ef ekki hreinlega röng mynd af þessum fundi.
Solveig (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 00:38
Fréttamat gengur oftar en ekki út á að greina frá því sem miður fer en raunverulegu fréttaefninu. Neikvæðar fréttir selja nefnilega betur. Ég hefði gjarnan viljað sjá þessari frétt skipt upp í tvo hluta: 1. Fundinum og það sem hann fjallaði um. 2. Því sem á eftir kom.
En samstaða fólks og tilraun þess til að koma skilaboðum áleiðis til stjórnvalda er greinilega ekki fréttnæmt, frekar en margt annað sem fjölmiðlar fengu tækifæri til að fjalla um, en sökum meðvirkni sinnar gerðu ekki. Eignarhald skiptir engu máli. Það var fréttastjórinn á vakt sem klikkaði. Þeir (annar á RÚV og hinn á Stöð 2) brugðust fólkinu í landinu með því að vera með yfirborðskennda umfjöllun um kröfur almennings.
Fjölmiðlar eru að bregðast fólkinu í landinu á fleiri vegu. Hvar er ítarleg fréttaskýring á málinu? Af hverju er bara einni hlið kastað fram í einu? Það vantar hlutlæga fréttamennsku. Það er engin afsökun að ekki náðist í einhvern til að gefa umsögn. Af hverju er sannleiksgildi umfjöllunarefnis ekki kannað til hlítar áður en það er birt? Af hverju eru fjölmiðlarnir að láta egna sér út í nornaveiðar í staðinn fyrir að spyrja réttra spurninga? Dæmi: Tryggvi Þór Herbertsson segist vera búinn að fá óbeit á stjórnmálum. Hvernig væri að spyrja hann af hverju? Eða hvaða tillögur það voru sem hann lagði fram og ríkisstjórnin hafnaði? Hvar er fréttamatið? Tryggvi Þór er að gefa fréttamönnum kost á að forvitnast. Hann gefur í skyn að pólitískir sérhagsmunir hafi verið teknir fram yfir þjóðarhag. Af hverju grípur enginn boltann og leitar skýringa hjá Tryggva Þór á þessum orðum hans? Þetta er líklegast mikilvægasti hlekkurinn í undanfara hruns bankanna. Samt hefur enginn rænu á sér að spyrja.
Marinó G. Njálsson, 9.11.2008 kl. 00:42
Mér fannst fundurinn góður en það heyrðist ekki nógu vel í ræðumönnunum, ég stóð á miðjum Austurvelli og átti ég erfitt með að heyra ræðurnar.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.11.2008 kl. 00:54
Flott framtak hjá Sólveigu
Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.11.2008 kl. 01:02
Sá því miður ekki allt viðtalið við Tryggva Þór Herbertsson. Það er örugglega verðugt fréttaefni að fá frekari skýringar á samskiptum hans við ráðamenn og þær tillögur sem hann lagði fram. Hann kemur mér fyrir sjónir sem traustu fagmaður á sínu sviði og ég mundi telja mjög varhugavert að hunsa hans ráð, mundi ég leita til hans með mín mál.
Er sammála því að fréttamatið er oft þannig að æsingur er tekinn fram yfir málefni, því miður
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.11.2008 kl. 01:14
Mig langar líka til að taka undir með Erlingi Þorsteinssyni hér að ofan. Minn skilningur á ESB-aðild og upptöku evru er mjög líkur hans ásamt því að ég er hrædd um að þetta tvennt myndi eingöngu leiða okkur inn í svipaða stöðu og nú að lokum.
Ég er líka hjartanlega sammála Marinó G. Njálssyni sem bendir fjölmiðlum á það hvernig þeir eiga að vinna. Það er nefnilega alveg furðulegt hvað þeir eru illa áttaðir á því hvers þeir eiga að spyrja. Mér finnst Tryggvi Þór Herbertsson einmitt gefa fréttamönnum tækifæri til þess að spyrja hann ítarlegar út í. Blaðamennirnir grípa það hins vegar ekki eða eru svo sofandi að þeir missa af því að hann er að gefa eitthvað í skyn sem er ástæða til að spyrja nánar út í.
Hér er krækja í fréttina sem ég á við og tel að Marinó sé að vísa í líka.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.11.2008 kl. 01:15
Erlingur Þorsteinsson.
Ég tel að þetta séu úrelt viðhorf sem þú ert að túlka varðandi ESB. Það eru svo margar hliðar á því máli og ekki allar ljósar. Svo eru líka á kreyki gamlar "draugasögur" frá þeim sem eru andsnúnir alþjóðasamstafi. Það er samt framtíðin hvort sem mér, þér og öðrum líkar betur eða verr.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 9.11.2008 kl. 01:19
Og til að stimpla enn frekar þessa bjöguðu ímynd af mótmælunum var meira að segja ein óskyld frétt hafin á þessum orðum..."Og meðan fullorðna fólkið kastaði eggjum í alþíngishúsið hélt Páll Óskar tónleika fyrir börnina á Nasa...
Það er ekki nóg meðað seðlabaknastjórnin, RÍKISSTJÓRNIN OG ALLT ÞETTA SPILLINGARLIÐ SEM HÉR VEÐUR UPPI EIGI AÐ SEGJA AF SÉR HIÐ SNARASTA. NÚ HAFA FRÉTTAMENN FJÖLMIÐLANNA BÆTTST Í HÓP HINNA ÓHÆFU!!!! BURT MEÐ ÞETTA PAKK SEM Á SINN ÞÁTT Í ÞVÍ HVERNIG KOMIÐ ER FYRIR OKKUR.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.11.2008 kl. 01:38
Ég bíð spennt eftir nýjum vefmiðli sem Björg Eva Erlendsdóttirmun stýra. Nýi miðillinn hefur hlotið nafnið Smuga. Vonandi á þessi miðill eftir að veita hinum aukið aðhald með vönduðum og metnaðarfullum fréttaflutningi sem varðar það sem brennur á þjóðinni.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.11.2008 kl. 01:52
Ég las í pistli Björs Bjarnasonar í dag, þar sem hann hæsðist að mótmælum og talar niður til pöbulsins eina ferðina enn, að fjölmiðlar hafi slagsíðu með mótmælendum og er hann afar ósáttur með hlutdrægni þeirra gegn yfirvöldum. Hann gnístir tönnum yfir því að hafa ekki algert vald. Mér varð flökurt við að lesa þessa slepju, í alvöru talað, ég fann til flökurleika.
Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 02:21
Ég bíð ekki neitt spennt að fá nýjan miðil í boði einhvers stjórnmálamálaflokks......geri meiri kröfur en svo !
-
þessi fréttamennska hjá RUV (sjónvarpi) er einn stór skandall ( sá ekki stöð 2 í dag ) ekki einn punktur frá ræðuhöldunum á Austurvelli sem voru kraftmikil og beitt, og ekki var það betri fréttaflutningurinn frá Iðnó, ég veit um fullt af fólki sem átti ekki möguleika að komast í dag enn beið spennt eftir fréttum og vildi fylgjast með ,NEI mikilvægast var að fljúgandi fúlegg og bleiki grísinn kæmist til skila frá háværum miklum minnihluta.
Burt með ritskoðun og fjölmiðla-amatöra! Við eigum heimtingu á fagmennsku! það erum við sem borgum laun þeirra !
ag (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 02:50
Fréttamenn verða að vera ábyrgari í fréttaflutningi, þessir miðlar eiga ekki að vera eins og sorp-blöð sem eru að reyna að selja blöðin, þeir sem gera fréttirnar hljóta að hafa meiri metnað en þetta. Og það er skelfilegt ef rétt er að Björn Bjarna sé að hæðast að fólki, það segir okkur allt um hann.
Sigurveig Eysteins, 9.11.2008 kl. 02:50
Umfjöllun fjölmiðla kemur eignarhaldi þeirra ekkert við. Þetta snýst um að selja, ekkert annað! Svo versnar það bara
Umfjöllun um mótmæli eða eitthvað annað á það til að breytast þegar frá líður, Í sögubókum mun örugglega vera talað um óðan lýðinn sem veittist að lögreglu og braut allt og bramlaði. Þekki það vel þar sem lítil háðsglósa við samstarfsfélaga hefur frá því í apríl breyst úr sannleikanum sem var að ég sagði í hálfkæringi við samstarfsfélaga ; ,, ég get kannski fengið einhvern til að kasta eggi á meðan við erum læf á eftir" í að ég hafi í fullri alvöru beðið fólk sem var á staðnum um að kasta eggjum og þar með skipulagt allt eggjakast á staðnum!!! sem er rugl
Er minnisstætt þegar fjölmiðlar sögðu miklar hörmungar hafa gengið yfir Suðurland þegar skjálftarnir voru þar í sumar. Enginn dó, enginn slasaðist alvarlega, og ég spyr: hvaða lýsingarorð ætla þeir að nota þegar alvöru hörmungar dynja yfir?
Þetta kallast sölumennska, ekkert annað :) Kemur eignahaldi ekkert við
Lára (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 03:13
Ég var ekki á fundinum þar sem ég bý úti á landi. Horfði á fréttirnar á báðum stöðvum og varð alveg agndofa. Hverju voru fréttamenn að lýsa? Einhverju sem kom þeim alls ekki við? Eru fréttamenn að verða einhvers konar penar dúkkulísur sem gera alt sem þeir geta til að draga fram megináherslur og markmið með mótmælunum? Eða eru þeir gengnir í íslensku leyniþjónustuna. Er viðhorfið að öll mótmæli séu skrílslæti og ómarktæk? Það er skömm að þessu og fólk um landið dregur rangar ályktanir af svona fréttaflutningi. Motmælin voru í ákveðnum tilgangi, markmiðið var skýrt, mótmælin fóru að flestu leyti vel fram. Af hverju er ekki fjallað um það? Markmiðum lýst í fréttum? Svo var ég standandi hissa í Máli dagsins, viðtali við Geir Haarde, til hvers var að taka þetta viðtal? Geir sagði fátt að vanda og fréttamennirnir voru eins og þæg lömb við fætur hans. Hvað er í gangi á Íslandi? ERu fréttamenn hræddir um að missa vinnuna sína, ef þeir verða ekki þægir og góðir?
Nína S (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 03:20
Netið er okkar besti miðill í dag. Ég bíð spenntur eftir smugunni.
Ætli Baugur geti ekki bara keypt það...
En takk fyrir frábæra síðu, ertu nokkuð með tengla á ræðurnar?
Oddur Ólafsson, 9.11.2008 kl. 05:48
Verð að taka undir flest það sem hér hefur verið sagt um fréttaflutning af mótmælunum. Ég bý úti á landi og vantar því tilfinnanlega að fá að heyra vel í ræðumönnum á svona fundum. Það að segja frá því að einhverjir hendi einhverju í Alþingishúsið er týpisk æsifréttamennska sem virðist tíðkast hér ef um mótmæli er að ræða. Bíð líka eftir Smugunni og veit sem er að hann er einungis styrktur af VG til að komast af stað. Björg Eva er líka ein af okkar vönduðustu fréttamönnum og við skulum ætla henni og þeim sem þarna skrifa að þeir skrifi vandaða pistla.
Bjarkey Gunnarsdóttir, 9.11.2008 kl. 09:58
Ekki gleyma einu. Sjálfstæðisflokknum finnst staða fréttastjóra sjónvarps svo mikilvæg að hún er talin ígildi ráðherradóms enda hefur þeim aldrei verið sama hver skipar það embætti.
Munið að sá síðasti var sóttur úr feitu embætti úti í bæ til að komast hjá að ónefndur þáverandi innanbúðarmaður á RÚV fengi starfið.
Hann er hlýðinn og trúr sínum yfirboðurum en svíkur eigendur, það er okkur.
Um aðra fjölmiðla þarf ekki að ræða. "Saurgun" Baugsfánans var á þeim bænum meiri frétt en tilefni fundarins að ég nú ekki tali um ræðu Einars.
Fréttamenn fengu allir falleinkunn í gær.
101 (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 09:59
Þessi umfjöllun fjölmiðla eru til skammar. Eggjakastið hafði ekkert með fundinn að gera en var gert að aðalmáli. Við sjáum í gegnum þetta og við höfum séð þetta áður.
Hvet alla til að lesa þessa frábæru grein Einars.RUV er og verður Ríkistjórnarstöð sem við eigum að borga fyrir.
Við vitum öll hver á hina fjölmiðlana.
Ég var svo bjartsýn í gær eftir fundinn. Á meðan við höfum fólk hér á landi eins og Einar Má, Ragnheiði, Sigurbjörgu og fleiri höfum við von.
Heidi Strand, 9.11.2008 kl. 10:04
Hvenær ætlum VIÐ að HÆTTA að borga afnotagjöld RUV?
Ásgeir Kristinn Lárusson, 9.11.2008 kl. 11:16
Mjög góð umfjöllun hjá þér Lára Hanna og sorglegt hvernig fjölmiðlar fjölluðu um fundina. Þeir sem komust ekki en hafa áhuga á að fylgjast með fundinum í Iðnó þá er hægt að fara inn á www.borgarafundur.org og sjá þar frummælendur og tilsvör stjórnmálamanna en upptaka frá fundinum kemur inn fljótlega.
Ásta (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 11:16
Tek undir með Heidi.
Næst mæti fólk á Austurvöll með spjöld sem stendur á : "Við mómælum villandi umfjöllun!" "Burt með spillta fjölmiðla!"
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 11:18
Ekki er eg hissa á umfjöllun fjölmiðla viðvíkjandi umrætt efni. Það er langt síðan að ég gerði mér grein fyrir eðli og tilgangi stórra eða megin fjölmiðla. Nefnilega þeim að færa pöpulnum þá mynd eða sýn af atburðum ímsum, lífinu og tilverunni o.s.frv... sem ráðandi öfl vilja að pöpullinn hafi. Allt og sumt.
Þ.a.l. eru megin fjölmiðlar tæki til að móta álit og viðhorf almennings. Þetta á að sjálfsögðu ekki bara við um Ísland heldur heim allan og þetta á ekki bara við um beinharðar fréttir heldur allt sem í fjölmiðlum er. Þetta eru propagandaveitur.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.11.2008 kl. 11:26
Sæl Lára Hanna. Síðastliðna fjóra laugardaga hef ég mætt á Austurvöll og fylgst með stigmögnun mótmæla þjóðarinnar gagnvart valdhöfum, eftirlitsstofnunum og auðmönnum. Umfjöllun fjölmiðla af atburðum helgast einfaldlega af heimóttarskap og vanþekkingu starfsmanna þeirra. Þetta er einfaldlega það sem við höfum horft uppá síðustu árin; vankunnátta og hræðsla við að segja sannleikann. Fjölmiðlamenn hafa verið að vakna upp við ábyrgð sína á aðdraganda bankahrunsins á Íslandi. Við þurfum ekki að leita lengra en á Sprengisand, Markaðinn og Silfrið. Í grunninn eru þáttastjórnendur brosandi spunameistarar sem eru að reyna að gera sér mat úr þeim stórtíðindum sem þjóðin glímir við. Ef þessir menn hefðu ærlegar taugar til Íslands væru þeir vakandi og sofandi í því að vinna faglega og af ábyrgð en ekki með handapati, glotti og spuna.
Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 11:35
Ég mæli með að fólk hætti að horfa á sjónvarpsfréttir og lesa ónýt dagblöð. Fjórða valdið brást með slíkum hætti að fjármálaeftirlit, ríkisstjórn og seðlabankalið verða bara sem jómfrúr við hlið þessara ömurlegu heilaþvottastofnanna með sína spunameistara og payola fréttir.
Ég held að eini fjölmiðillinn sem eitthvað hefur tekið sig á, sé DV.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 11:42
Það sem hlítur að vera umhugsunarefni fyrir forkólfa þessara mótmæla er annarsvegar að aðeins 2000 manns hafi láti sjá sig samkv. mbl.is, hinsvegar að þau hafi snúist upp í skrílslæti og eggjum kastað í alþingishúsið.
Geir Jón vildi ekki fara í aðgerðir en þeir hljóta að verða að skoða sín mál.
Óðinn Þórisson, 9.11.2008 kl. 11:43
Eru ekki allir "útrásarvíkingarnir" búnir að koma í drottningarviðtöl í fjölmiðlunum, brosmildir og landsföðurlegir að sjá, blásaklausir með englafés eins og nýskeind ungabörn?
Segjandi álíka gáfulegar setningar og þessa: Gullkorn ársins?
Og spyrlarnir brosa og kinka áhugsamir kollir, líta þó út eins og þeir séu í spreng eða þurfi að prumpa, kannski bara stressið yfir næsta viðtali og því þarnæsta...
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 11:45
Ég held að það hafi verið hárrétt ákvörðun hjá Geir Jón að standa sjálfur þessa vakt, vonandi verður hann aftur þarna næsta laugardag, kannski dugar það þó ekki til, eins og leikar eru farnir að æsast, með dyggri hjálp og tilstuðlan fjölmiðlanna. Eins og þú segir Óðinn hlýtur lögreglan að búa sig undir viðameiri átök en eggjakast og húsapríl, það er bara dagljóst ef maður hugsar eitthvað.
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 11:50
Fjölmiðlar eru ekki sakaðir um lélega fréttamennsku þegar þeir segja frá nauðgun á 5000 manna útihátíð.
"Fréttamennirnir eru á staðnum, þeir finna andrúmsloftið, sjá fjöldann, heyra ræðurnar."
Bónusfáni á þinghúsi er frétt, hvorki neikvæð né jákvæð. Það er aðeins verið að segja frá, það er allt og sumt enda var áhorfendum ljóst að eggjaköstin og bónusfáni var framtak atorkumikilla krakka.
Benedikt Halldórsson, 9.11.2008 kl. 12:21
Benedikt, ég hef oft heyrt fólk kvarta um villandi fréttaflutning af útihátíðum, þar sem halda mætti að ekkert hafi farið fram annað en fyllerí og nauðganir...þegar fullt af öðrum og skemmtilegri hlutum voru í gangi.
Ætli það sé aldrei neinum naugað eða að engir séu fullir á Hróarskelduhátíðum? Þaðan koma tónlistarfréttir...og jú, fréttir um hellirigningar og drullubað.
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 12:28
Frábær borgarafundur í Iðnó. Ekki orð um hann í Fréttablaðinu í dag! Ekki stafur. Ég skil orðið ekki fjölmiðlana og hvaða tilgangur er á bakvið blekkjandi fréttaflutning og myndbirtingar. Tóku þeir myndirnar áður en fundurinn byrjaði? Það er gert mest úr því hvernig nokkrir krakkar hegða sér ekki að fleiri þúsundir manna hafi komið saman til að láta í ljós óánægju sína. Hvað þarf til að stjórnmálamenn fari að taka við sér? 20.000 manns? Með sama áframhaldi næst það. Ég verð samt að segja það að ég hef áhyggjur útaf næsta laugardag. Reiðin er orðin svo mikil og henni bara svarað með hrokafullri þögn. Bendi hér á frábæra grein Gríms Atlasonar Hin alíslenska leið
Ævar Rafn Kjartansson, 9.11.2008 kl. 12:39
Gréta:Ég var ekki á Austurvelli en fattaði að bónusfánin og eggjaköstin voru ekki dæmigerð, alls ekki. Maður þarf alltaf að lesa milli línanna ekki satt?
Mikið assgoti er ég sammála honum Erlingi.
Benedikt Halldórsson, 9.11.2008 kl. 12:41
Eitt í viðbót. Ég verð að játa að ég er stórhrifinn af þessu framtaki með bónusfánan! Hvílík snilld að lát sér detta það í hug og framkvæma gjörninginn!
Benedikt Halldórsson, 9.11.2008 kl. 12:49
Ég tek undir með þeim sem tala hér að ofan. Stjórnarhættir ríkisstjórnarinnar eiga lítið skilt við frjálshyggju. Hér hefur ríkt þvingunarstjórnarfar sem miðar að því að þurrvinda almenning og færa afraksturinn í fárra.
Það eru allir dauðþreittir á þessu liði og nenna ekki að eyða tíma sínum í þrældóm fyrir þessa labbakúta.
En þeir eru ekkert að gefast upp því nú á að pressa almenning enn harðar.
Öfuguggaháttur sjálfsstæðisflokksins kemur vel fram í velgjörningum þeirra við hóp bankastarfsmanna sem áttu ríkan þátt í að koma landinu í þrot.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 13:41
http://www.cbseyemobile.com/users/manisl/channel/item/31718
Fríða Eyland, 9.11.2008 kl. 13:46
Sjónvarpsfréttinrnar á báðum stöðvum voru fölsun. Það vita allir þeir sem bæði voru á fundinum og horfðu á fréttirnar. Spurningin er hvort þessi fölsun sé að frumkvæði fréttastofanna eð að undirlagi annarra.
Það er ekkert að gerast á Íslandi sem ekki hefur gerst margoft áður - annarsstaðar. Um þetta hafa verið skrifaðar fræðibækur og handbækur sem lögregluyfirvöld starfa eftir. Fagmenn á vegum lögreglunnar og stjórnvalda meta ástandið í þjóðfélaginu með tilliti til hættunnar á óeirðum. Við erum á mörkum þess að vera code yellow og orange. Þessvegna var viðbúnaður lögreglu ekki mikill þó eitthvað lið hafi verið standby. Hvort farið er í fjöldahandtökur, er ekki geðþóttaákvörðun vaktstjóra á vakt, það er unnið eftir handbókinni. Viðbúnaður verðu ekki mikill fyrr en ástandið er metið orange/red og það ástand vilja allir forðast því þá er mikil hætta á slysum og skemmdarverkum. Í handbókinni stendur að helsta tækið til að forðast slíkt ástand séu fjölmiðlarnir.
Upphafsorðin á RUV voru "'Óeirðir brutust út..." Þetta er líka eftir handbókinni. Tilgangurinn er að fæla fólk frá mótmælum, enginn vill jú lenda í táragasi og uppþotum. Ég held þessvegna að fjölmiðlarnir hafi fengið ströng fyrirmæli frá yfirvöldum (dómsmála) og farið eftir þeim, enda höfðað til öryggissjónarmiða.
Til að mótmælin nái tilgangi sínum þurfa þau að eflast enn frekar og mótmælendum að fjölga. En það þarf jafnframt að fara mjög varlega svo mótmælin fari ekki á "óeirðastigið". Allir eru sammála um að forðast það.
sigurvin (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 13:49
Hvaða máli skiptir það hvort fjölmiðlar segi að ótmælendur sé 2,3 eða 4 þúsund? Þetta er fámennt þegar litið er til alvarleika ástandsins í landinu og mótmælendum mun örugglega fjölga jafnt og þétt á næstunni. Við skulum samt vona að ekki brjótist út óeirðir með tilheyrandi slysum á fólki, en mér sýnist að vinstra pakkið eigi sér þá ósk heitasta að upp úr sjóði. Ekkert fútt í þessu nema hægt sé að skemma eitthvað og lúskra á lögreglunni að þeirra mati.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2008 kl. 14:58
Ég las predikun séra Einars Más Guðmundssonar og varð fyrir miklum vonbrigðum. Hvílíkt raus og nöldur. Enn eina ferðina er frelsið dautt í líki Hannesar Hólmsteins.
Frelsið var fundið upp handa okkur en ekki handa vildarvinum eða óðalsherrum. Það byggir ekki á lénsskipulagi né ættartengslum. Það snýst um ábyrgð, að hver maður sé ábyrgur gerða sinna, að hann standi og falli með verkum sínum.
Það er hægt að útfæra það á ótal vegu en það byrjar hvorki né endar í Hannesi.
Benedikt Halldórsson, 9.11.2008 kl. 15:14
Íslenskir fjölmiðlamenn eru aumkunarverðar gungur sem eiga ekki skilið að kallast fréttamenn.
halkatla, 9.11.2008 kl. 15:27
RÚV og baugsmiðlarnir þjóna aðeins húsbændum sínum, yfirvöldum og útrásarfurstum.
Við því er bara eitt að gera:
Svelta þá út af markaðnum.
Segið upp áskrift að Stöð 2 og hættið að horfa á báðar stöðvarnar. Það er hægt að lesa fréttir á Eyjunni, sem er líklega eini óháði fjölmiðillinn á landinu í dag.
Það hlýtur að bitna á auglýsingatekjum sjónvarpsstöðvanna ef fólk sniðgengur þær í tugþúsundavís. Þar með fjarar undan þeim.
Theódór Norðkvist, 9.11.2008 kl. 15:33
Mér var svo stórlega misboðið við að sjá umfjöllun Björns Malmquist á RÚV að ég sendi honum harðorðan tölvupóst þar sem ég hvatti hann til að finna sér annan starfsvettvang.
Maðurinn fór einfaldlega með ósannindi og lygi eins og hann orðaði fréttina. Svo einfalt var það.
Best að maður klári dæmið og fari uppeftir og segi sig frá því að borga afnotagjöld!
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 16:48
Ef ég get orðið að einhverju liði þá vildi ég gjarnan bjóða fram liðsinni mitt við að koma á fót nýjum miðli.
En spurning hvort ég hafi einhverja hagnýta reynslu sem nýtist á því sviði.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 16:51
Eggert hefur þú nokkuð minni reynslu en margir þeirra sem eru á fjölmiðlunum í dag. Veit reyndar að Björn Malmquist var m.a. í hagnýtri fjölmiðlun í HÍ þannig að hann hefur ekki aðeins reynslu heldur menntun líka.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.11.2008 kl. 17:28
Flott hjá þér að senda Birni tölvupóst, Eggert. Hann var sá eini, að mig minnir, sem fullyrti hreinlega að fundurinn hafi leysts upp vegna eggjakasts og óláta. Sem allir vita sem voru til loka fundarins að er HAUGALYGI. Hana er okkur boðið upp á í RÍKISútvarpinu, útvarpi allra landsmanna, sem fólk er skikkað til að greiða afnotagjöld til.
Mig langar til að senda honum póst líka, en það er vafamál hvort það hafi nokkuð að segja. En hann ætti ekki að láta sjá sig á næsta fundi.
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 17:34
Hagnýt fjölmiðlun er líka það þegar fréttamaður nýtir sér aðstöðu sína og afflytur fréttir til að beina athygli manna frá kjarna máls og gera sér mat úr því sem skiptir minna máli.
Segið upp Baugsmiðlinum og krefjumst afasgnar fréttastjóra á RÚV.
Í siðmenntuðu og lítið spilltum lýðræðisríkjum hefði útvarpsstjóri axlað ábyrgð á undirmönnum sínum og sagt af sér. Lágmarks krafan er að Bogi taki pokann sinn
En hér er ekki siðmenntað samfélag og spillingin grasserar og meira að segja fréttamenn eru innviklaðir í hana jafnvel með pappír upp á"hagnýta fjölmiðlun".
101 (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 17:39
Frelsi á Íslandi er ekki almennt. Spillingin gerir það að verkum að vitlaust er gefið í upphafi spils. Frelsi í mínum huga þýðir að einstaklingar fái sambærileg tækifæri. Það þýðir að fólk sé metið eftir mannkostum en ekki eftir því hvort það sé hluti af neti samtryggingarinnar.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 17:40
Mér lýst mjög vel á þá hugmynd að þeir sem eru á móti hinum ríkjandi gildum og "the establishment" stofni fjölmiðil. Það má svo "bojkotta" hina. Ekki lifir Jón Ásgeir á því.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 17:45
http://skodun.blog.is/blog/skodun/entry
Fólkið er sinn eigin fjölmiðill , sem betur fer.
var ekki á fundinum (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 17:59
Slagorðið "burt með spillingarliðið" gengur um eins og eldur í sinu um bloggheima.
Spilling er stórt orð og spillingarlið er enn stærra. Ef sanngirni er gætt er óviðeigandi að tala um spillingarlið og alls ekki gott innlegg til að bæta ástandið, til að læra af reynslunni.
Eitt er að viðurkenna mistök, annað er að samþykkja að vera spilltur í spillingarliði. Erlendis taka dómstólar að sér að meta hvort um spillingu sé að ræða eða ekki.
Það er reginmunur á mistökum, að eitthvað hafi brugðist, eftirlitsleysi og spillingu. Við getum verið sammála um að ýmislegt hafi brugðist en það er ekki þar með sagt að um spillingu sé að ræða.
Orð skipta máli.
Það má heldur ekki rugla saman vináttu, hjálpsemi, meðvirkni og spillingu. Bloggið er gott dæmi um vináttu sem er ekki bara heilnæm og góð, heldur getur vináttan beinlínis átt þátt í að breiða út Gróusögur um annað fólk. Það má kalla slíkt fyrirbæri meðvirkni en það er fráleitt að tala um spillingu í því sambandi.
Eftirlit á Íslandi getur liðið fyrir vináttu og ýmis persónuleg tengsl eða menn þora hreinlega ekki að hjóla í þann sem ætti að taka á beinið vegna þess að eftirlitsaðilinn er "óvinur" þess sem á að taka fyrir. Hann gæti verið hræddur um að vera ásakaður um hefnd. Var ekki fjölmiðlafrumvarpið einmitt svæft vegna ásakanna um óvináttu og hefnd?
Það versta sem væri hægt að gera að búa til eftirlitssamfélag , einmitt þar sem hættast er við að eftirlitið klikki, vegna alskonar tengsla.
Það er mikilvægt að gefast ekki upp á frelsinu.
Frelsið lengi lifi án Hannesar Hólmsteins!Benedikt Halldórsson, 9.11.2008 kl. 18:18
Gunnar Th. Gunnarsson: þessi hörmungar í þjóðfélaginu eru ekki vinstrimönnum að kenna.
Mótmælafundinn í gær fór friðsamlega fram og var þetta fund breiðfylking fólks úr öllum stéttum og flokkum. Það sem fram fór á eftir fundurinn lauk, var ekki á okkar ábyrgð, ekki frekar en sprengjurnar sem falla í Írak.
Að tala illa um fólk er leið til að upphæfa sjálfan sig á kostnað annarra. Þetta sem þú kallar vinstrimenn,og ég vil ekki eftir þig hafa, segi allt sem þarf um þín innra mann.
Heidi Strand, 9.11.2008 kl. 18:20
Svo það fari ekkert á milli mála þá var ég alls ekki að mæla fréttaflutningi Björns Malmquist bót. Eiginlega þvert á móti. Ég vildi aðallega benda á það að þó að einhverjir hjá fjölmiðlunum væru með menntun á sviði fjölmiðlunar þá er það því miður ekki trygging fyrir því að þeir vinni og flytji vandaðari fréttir en hinir sem hafa hana ekki.
Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.11.2008 kl. 18:25
Dæmi um hvítþvott og kranablaðamennsku:
Blaðamaður veitir fyrrverandi mági sínum drottningarviðtal í sunnudagsmogganum á bls. 12-13 og úrdrátt á forsíðu.
nafnlaus (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 18:31
Alveg eru þessu orð frá Gunnari TH í anda alls sem frá þessum leigubílstjóra að austan.. níð og niðurlægjandi orð um alla þá sem ekki eru honum sammála.
Gunnar TH. það er þitt hægri hyski og glæpalýður sem á alla sök á ástandinu hér á landi.. ekki vinstri menn sem hafa verið stikkfrí frá stjórn í nær 16 ár á meðan þínir menn hafa stolið öllu steini léttára hér á landi og einnig erlendis.. hægrimenn gerðu íslendinga að þjófahyski.
Hafðu svo vit á því að hætta að blogga Gunnar.
Óskar Þorkelsson, 9.11.2008 kl. 18:41
Getur verið að einhver sé búinn að minnast á þetta hérna ofar, verð að viðurkenna að ég nennti ekki að lesa allar athugasemdirnar, en þetta er ekkert eitthvað sérstakt núna við fjölmiðla.
Það er bara einfaldlega þannig að fjölmiðlar birta alltaf helst fréttir af því sem er nýtt, öðruvísi og spennandi, og þá sakar ekkert virðist vera að gera jafnvel enn meira úr því enn raunin er.
Í Bandaríkjunum er þessi stefna oft kennd við frasan: "If it bleeds - it leads".
Friðsamleg mótmæli eru bara einfaldlega ekki eins gott fréttaefni, þó að við öll glöð myndum vilja hafa það í fókus frekar en þetta bruðl á eggjum.
Baldvin Jónsson, 9.11.2008 kl. 18:43
Svona stór og friðsamlega mótmæli íslendinga sem sjaldnas haggast sama hvað á gengur eru víst fréttaefni. Nýjasta fréttaefnið er hins vegar það að fréttamiðlarnir eru ónýtir. Kannski ekki ný frétt en MJÖG AUGLJÓS NÚNA!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.11.2008 kl. 20:37
Í kvöld var reynt að klóra yfir "fréttina" frá í gærkvöldi með eymdarlegum hætti bæði í fréttatíma á RÚV og Stöð 2.
Skyldu þeir vera farnir skjálfa?
Þeir eru ekki alveg fattlausir, eftir þessu að dæma.
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 20:48
Á Íslandi kennt við frasann "Þeir sem leiða lýðinn, ætla að láta honum blæða út hægt og rólega" Þeir kalla það lýðræði, frekar er það blæðræði eða bla bla ræði. Þeirra harðlífi á verða okkar "HARÐLÍFI" NEI TAKK !
Hressilega mælt Óskar. Gunnar TH er orkusuga dauðans.
Ég vil bæta því að mér finnst Lára Hanna Einarsdóttir, vera viskugyðja okkar Íslendinga holdi klædd, þýðir fyrir okkur atburði og menn, skýrt og samviskusamlega og einnig ágætis leiðsögukona í þjóðmálaumræðunni.
Máni Ragnar Svansson, 9.11.2008 kl. 20:55
Gísli var nú annars góður með harðsoðna eggið sitt.
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 21:06
Lára, takk fyrir að blogga.
Gunnar, "Við skulum samt vona að ekki brjótist út óeirðir með tilheyrandi slysum á fólki, en mér sýnist að vinstra pakkið eigi sér þá ósk heitasta að upp úr sjóði. Ekkert fútt í þessu nema hægt sé að skemma eitthvað og lúskra á lögreglunni að þeirra mati." Ertu að tala í alvöru eða bara að reyna að fá okkur sem hugsanlega getum kallast vinstri sinnuð, þótt það sé löngu úrelt hugtak, til að missa okkur í skítkast?
Villi Asgeirsson, 9.11.2008 kl. 21:08
"Ímyndunarafl er mikilvægara en þekking. Þekking er takmörkuð en ímyndunaraflið spannar alheiminn" - Albert Einstein (1879-1955)
Gunnar er góður í að ímynda sér vinstri menn.
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 21:17
Andra Snæ Magnason sem forsætisráðherra!
Ævar Rafn Kjartansson, 9.11.2008 kl. 21:22
Æ, er hann ekki of ungur til að gera honum slíkt?
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 21:25
Úpps, held ég fari og leggi mig, las þetta sem forseta!
Þreytt eftir útistöður kvöldsins...
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 21:26
Ég veit hvernig vinstrimenn hugsa, ég var eitt sinn í liði þeirra.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2008 kl. 21:28
Þetta mál snýst ekki rautt og blátt, vinstri eða hægri eða svart og hvítt.
Við erum að berjast fyrir framtíð okkar og rétt til að lífa eins og fólk.
Þeir sem eru ánægðir með gangi mála hérna og vilja bara hafa spillinguna, geta bara sofið áfram.
Heidi Strand, 9.11.2008 kl. 21:38
Ég tek undir þetta hjá þér Heidi, nema með spillinguna. Talaðu frekar um sauðsskap og sofandahátt.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2008 kl. 22:01
Tek undir með skynsamlegum orðum Heidi
Rakel Sigurgeirsdóttir, 9.11.2008 kl. 22:01
Spilling er rétta orðið, Gunnar, spilling sem þrífst á sauðsskap og sofandahætti hinna sem ekki teljast spilltir. Þeirra sem loka augunum og vilja ekki sjá spillinguna, þó hún sé borin upp að augunum á þeim daglega.
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 22:16
Það þýðir ekkert að hrópa "Spilling, spilling!", en geta svo ekki bent á hana.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2008 kl. 22:20
Ég skal benda á hana í stuttu máli. Hún er yfir og allt um kring. Þú veist það eins og við öll hin hvar hún er að finna, en vill bara ekki viðurkenna það.
Það er ekki hægt að láta fólk rannsaka sig sjálft.
Heidi Strand, 9.11.2008 kl. 22:28
Svarið mitt var til Gunnars Th.
Heidi Strand, 9.11.2008 kl. 22:30
Ég vona að Gunnar fari að opna augun.
Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 22:33
Það að einhverjum sé sagt upp er ekki sönnun um spillingu. það að einhverjir séu tengdir í viðskiptalífinu, getur vakið upp grunsemdir um samráð og slíkt, en er ekki sönnun um spillingu. Það að einhver sé ráðin í opinbera stöðu og er tengdur í pólitík, segir ekkert um spillingu en getur verið óheppilegt.
Annars er pistillinn henna Láru Hönnu um ástandið í landinu vegna bankahrunsins og sé hvergi sannanir um spillingu hjá stjórnmálamönnum í sambandi við það. Einungis að þeir hafi ekki staðið vaktina, sem er nógu alvarlegt í sjálfu sér.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2008 kl. 22:35
Hvað seigirðu Gunnar!!! Er barasta engin spilling á íslandi eftir allt saman.
Þakka þér kærlega fyrir upplýsingarnar.
Ég kem til með að sofa betur á eftir vitandi það.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 22:38
Andra Snæ Magnason sem forsætisráðherra!
Ævar Rafn Kjartansson, 9.11.2008 kl. 22:44
Greta, den som sover synder ikke sier vi i Norge, men det passer ikke direkte her.
Eggert, mér liður líka betur eftir síðasta upplýsingarnar.
Heidi Strand, 9.11.2008 kl. 22:51
Það sagði ég ekki Eggert... en megirðu þó sofa rótt. Allir hafa gott af góðum nætursvefni.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2008 kl. 22:57
Gunnar Th., þetta kemur einmitt fyrir aftur og aftur. Stjórnmálamenn virðast vera svo uppteknir að þeir hafa ekki tíma til að standa vaktina. Það gerðist fyrir ári í tengslum við REI og núna sjáum við það í tengslum við fjármálakerfið. En það er ekki bara það. Margir af þeim sem eru inni á þingi hafa hreinlega ekki næga þekkingu og yfirsýn til að sinna sínu starfi. Ég reiti örugglega einhverja til reiði með því sem ég segi núna, en ég vil tvöfalda laun þingmanna og útvega öllum aðstoðarmann. Það á að gera starfskjör þingmanna þannig að þangað vilji sækja hæfileikaríkt fólk. En við þurfum að ganga lengra. Við þurfum að gera mögulegt að kjósa einstaklinga bæði þverrt á flokkslínur og utan flokka.
En nú er ég kominn langt út fyrir umræðuefnið hennar Láru Hönnu, sem er hlutverk fjölmiðla. Þeir hafa einmitt stórt hlutverk í þessu sem byggir á því að halda þingmönnum við efnið. Vandamálið er að fjölmiðlamenn hafa oftar en ekki ennþá minni þekkingu á þeim málefnum sem um ræðir. Ég efast stórlega um að ritstjórar sendi fréttamenn/blaðamenn á námskeið til að skilja fjármálamarkaðinn eða gefi þeim fyrirmæli um að sökkva sér ofan í eitthvert lagafrumvarp til að skilja það. Þeir bíða bara eftir því að einhver bendi þeim á athugunarverða hluti og þá veltur það á plássi og fréttamati fréttastjóra/ritstjóra hvort málið fær umfjöllun.
Marinó G. Njálsson, 9.11.2008 kl. 23:15
Mér finnst margir "blaðamenn" hafa látið ljós sitt skína hér að ofan. Netverjar , er það ekki fimmta aflið? vanta bara formlegan vettvang Netverja´á netinu til að tjá sig um það sem efst á baugi,
kkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkk
Nína S (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 23:29
Ég tek heilshugar undir orð þín Marinó. Þess skal þó getið að alþingismenn hafa aðstoðarmenn í dag sem hefur verið harðlega gagnrýnt og það finnst mér út í hött. Laun aðstoðarmanna eru um 140 þús. kr á mánuði.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.11.2008 kl. 23:34
Spilling er ekki orsök bankakreppunnar. Og þótt svo væri er mikilvægara að tala um efnisatriði málsins en hrópa ekki spilling, spilling. Það er betra að benda á það sem menn telja að hafi farið úrskeiðis í ferlinu og krefjast úrbóta.
Það er álíka langsótt að reyna uppræta spillingu og syndina!
Ég held að spillingartalið sé orðið að einhverskonar sannindum vegna sífelldra endurtekninga. Ég er ekki að segja að spilling fyrirfinnist ekki, aðeins að hún er mjög lítil hér miðað við önnur lönd.
Heimild, hér.
The ten countries perceived to be least corrupt, according to the 2007 Corruption Perceptions Index, are Denmark, Finland, New Zealand, Singapore, Sweden, Iceland, The Netherlands, Switzerland, Canada, and Norway.Benedikt Halldórsson, 10.11.2008 kl. 00:42
Annað hvort skiljið þið ekki orðið "spilling", eða þið eruð vísvitandi að æsa fólk upp í að hleypa öllu í bál og brand á götum úti. Það er eðlilegt að fólk sé reitt, en orðið spilling er oftúlkað hjá ykkur.
Gunnar Th. Gunnarsson, 10.11.2008 kl. 03:24
það sem er spilling fyrir okkur Gunnar virðist vera eðlilegasti hlutur fyrir þér.
Óskar Þorkelsson, 10.11.2008 kl. 09:29
Góður dálkur hjá Láru.
Í gamla daga var sagt að engar fréttir væru góðar fréttir.
Sjálfur hef ég frá fyrstu hendi álit fjölmiðlaeigenda á þjóðinni í heild sinni, Hörður og Sigurður þá eigendur Frjálsrar Fjölmiðlun Dagblaðið og Vísir.
"Við segjum þjóðinni hvað hún á að hugsa"
Þetta var á þeim árum er ég rak kapal kerfið Video-Son og var þvingaður til að selja, annars yrði ég kærður fyrir að brjóta einkaleyfi ríkisins á útsendingum, reyndar var þá þegar búið að yfirheyra af Rannsóknarlögreglunni og mikill doðrantur kynntur sem gögn málsins, en ef ég seldi ákveðnum aðilum kerfið þá hyrfi þessi doðrantur og öll málsferð.
Þegar ég svo spurði að loknum viðskiptum, hvað viljið þið með Video-Son þegar þið eruð búnir á forsíðu í 180 daga samfleytt predikað að þetta sé lögbrot og svo fram eftir götum, svarið sem ég fékk er hér að ofan.
Það er ekki til neitt sem heitir frjáls fölmiðlun, og ef einhverjum dettur til hugar að setja á stofn slíkt óritskoðað batterí, þá er eins gott að huga að sér áður en bankað verður á dyrnar eða stóllinn verður settu fyrir dyrnar í algerum skilningi.
lifið heil
Njáll Harðarson, 10.11.2008 kl. 12:39
HÉR er listi yfir spillingu. Ísland er í 6 sæti, ekki sjötta neðsta sæti, heldur sjötta efsta sæti!
Hvernig stendur á því?
Vanæfi, ófagleg vinnubrögð er ekki spilling heldur það sem orðin segja til um. Að sömu aðilar eigi alla fjölmiðla er ekki spilling, heldur skortur á leikreglum.
Við getum öll verið sammála um að ýmislegt hafi farið úrskeiðis, að breyta þurfi leikreglum og fá hæfileikaríkt fólk til að leiða okkur út úr kreppunni. Ég hef ekki trú á þingmönnum, sama hvar í flokki þeir standa.
Það verður að leita til "snillinga".
Ef afburðafólki, óháð flokksmaskínum, úr ýmsum áttum væri hóað saman í einskonar ríkisstjórn, er ég sannfærður um að við myndum ná okkur fljótt.
Talað er um að í bankakreppu sé aðaltjónið vegna rangra ákvarðanna stjórnvalda. Þessi ríkisstjórn hefur tekið margar rangar ákvarðanir.
Rangar ákvarðanir er ekki spilling, er það nokkuð?
Benedikt Halldórsson, 10.11.2008 kl. 15:10
HÆ
FERLEGA VARÐ ÉG FÚL Á LAUGARDAGINN...
Í FRÉTTUNUM VAR EKKERT SÝNT FRÁ RÆÐUNUM Í BÆNUM ,,..BARA EGGJAKAST OG BÓNUSFÁNINN ....VAR ÞAÐ AÐALATRIÐIÐ????
ÞETTA VORU FLOTTAR OG ´MÁLEFNALEGAR RÆÐUR EN NEI....HITT VAR MEIRA DJÚSÍ....
UM HVAÐ SNÚAST MÓTMÆLIN EIGINLEGA????
VILJUM VIÐ AÐ HEIMURINN TELJU OKKUR VERA FÓLK SEM MÓTMÆLIR MEÐ SÓÐASKAP EÐA MÁLEFNALEGUM UMRÆÐUM....
MÉR SÁRNAÐI FYRIR HÖND ÞEIRRA SEM VORU AÐ TALA ....ÞETTA SKEMMDI MEIRA EN HITT...
KV .BERGLIND
Gott að sjá hvað mörgum er misboðið ekki bara mér.....
Höldum áfram.....
Berglind Berghreinsdóttir, 10.11.2008 kl. 15:28
Þeir sem eru með skrílslæti á ekki að gera það í okkar nafni.
Það er skemmd epli alls staðar.
Heidi Strand, 10.11.2008 kl. 15:50
Við sem komum til að hlusta á ræður eigum bara að láta eins og við sjáum ekki þessa krakka.
Vera staðföst, eins og einfætti tindátinn. Leyfa löggunni og sjónvarpsmönnum að fást við þá.
Greta Björg Úlfsdóttir, 10.11.2008 kl. 15:55
Kreppukall, krakkar mega alveg leika sér, en þeir fullorðnu þurfa samt ekkert að láta þá trufa sig, þeir halda bara sínu áfram. Eða eiga þeir að láta krakka stjórna sér?
Sagði ég einhvers staðar að krakkar ættu að vera heima í Playmo-eða station hvaðetta nú heitir allt? Sá er fljótur upp.
Greta Björg Úlfsdóttir, 10.11.2008 kl. 17:04
Skil nú ekki þetta ávaxtatal í þér.
Greta Björg Úlfsdóttir, 10.11.2008 kl. 17:05
"vinstra pakkið", einhver þreyttasti og heimskulegasti frasi íslandssögunnar Gunnar.
Georg P Sveinbjörnsson, 11.11.2008 kl. 22:02
Sæl Lára. Þar sem þú ert safnari og vilt halda hlutunum til haga þá bendi ég á grein eftir þann góða rithöfund Hallgrím Helgason frá 2001 sem hann skrifaði rétt eftir að Helgi Hjörvar birti Moggagreinina "Klassískur kommúnistaforingi" sem þú ert með hér á síðunni þinni. Það er athyglivert að það eru engar bláar hendur á lofti í grein Hallgríms einsog síðar varð, og þarna er Bjarna Ármanns hampað en á Ögmundi trampað fyrir að skilja ekki hagfræðisnilld bankamannanna. Einkar fróðlegt. Smella Hér.
Sverrir Stormsker, 12.11.2008 kl. 00:36
"vinstra pakkið", einhver þreyttasti og heimskulegasti frasi íslandssögunnar Gunnar.
Það eru Hægri menn sem eru búnir að koma landinu okkar á vonarvöl og kalla þ.a.l. yfir sig mótmæli almúans.
Svo hér fyrir eru dæmi um vinnubrögð nýfrjálshyggjumanna.
dæmi glórulausar ofsóknir gegn Baugi,
ráðningar í Hæstarétt,
fjölmiðlafrumvarpið,
niðurfelling á samráði Olíufélagana upp á 40 milljarða,
eftirlaunafrumvarpið,
árásir á ýmsa aðila í starfi vegna pólitískra skoðana og þeirra sem ógna klíkunni,
ráðningar sem eru í miklum meirihluta pólitískar,
Sérhygli, blekkingar og lygar og útúrsnúningar,
Taka að sér ábyrgðamikil störf en gangast ekki við ábyrgð,
gjafakvótakerfið og
stuðningur við árás bandaríkjamanna og breta án samráðs við utanríkismálanefnd alþingis og án samráðs við þjóðina.
Það er þetta hyski sem á að fara frá bara segja af sér.
En auðmenn eiga ekki Skjáeinn, ekki Útvarp sögu og ekki heldur Ínn.
Bestu kveðjur
Jón Þórarinsson
Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 07:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.