Hallgrímur Helga rappar í Kiljunni

Hallgrímur Helgason fór á kostum í Kiljunni í kvöld. Hann var þangað mættur til að tala um nýju bókina sína sem ber þann langa og frumlega titil: "Tíu ráð til að hætta að drepa fólk og fara að vaska upp". Svolítið dönskuskotinn þarna í endann (vaska upp) en þetta er örugglega fínasta lesning.

En svo fóru þeir Egill að spjalla um mótmæli og ástandið í þjóðfélaginu og þá stóð Hallgrímur upp og rappaði nýjan texta eftir sig við lagið "Ísland er land þitt" sem flestir þekkja. Nú er bara að byrja að æfa sönginn fyrir næstu mótmæli eða borgarafund. Til hægðarauka við æfingar skrifaði ég textann niður eftir rappi Hallgríms og set hann inn hér að neðan.


Ísland er stjórnlaust, því enginn því stjórnar
Ísland er fleki af dýrustu gerð
Ísland er landið sem Flokkurinn fórnar
Ísland á reki í sjónum þú sérð

Ísland í forsetans orðanna skrúði
Ísland sem bankana auðmönnum gaf
Ísland sem sonanna afrekum trúði
Ísland er land sem á verðinum svaf

Íslensk er þjóðin sem allt fyrir greiðir
Íslensk er krónan sem fellur hvern dag
Íslensk er höndin sem afvegaleiðir
Íslensk er trúin: "Það kemst allt í lag"

Íslensk er bjartsýna alheimskuvissan
um íslenskan sigur í sérhverri þraut
Íslensk er góðæris átveisluhryssan
sem íslenskan lepur nú kreppunnar graut

Ísland er landið sem öllu vill gleyma
sem Ísland á annarra hlut hefur gert
Íslenska þjóð, þér var ætlað að geyma
hið íslenska nafn sem þú hefur nú svert

Íslandi stýra nú altómir sjóðir
Ísland nú gengur við betlandi staf
að Íslandi sækja nú alls konar þjóðir
Ísland er sokkið í skuldanna haf

 ___________________

Ég fann ekki lagið án söngs svo ég skelli bara hér inn myndbandinu sem ég gerði í byrjun júní í tilefni af fyrirhugaðri olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Það var reyndar frumraunin mín í myndbandagerð. Lagið er líka í tónspilaranum merkt: "Pálmi Gunnarsson - Ísland er land þitt."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Texti Hallgríms er því miður svo ótrúlega sannur.

Sigrún Jónsdóttir, 20.11.2008 kl. 00:27

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já raunsær

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 20.11.2008 kl. 00:56

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Frábær texti hjá Hallgrími, og flutningurinn hjá honum góður. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.11.2008 kl. 01:40

4 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Frábært

Hólmdís Hjartardóttir, 20.11.2008 kl. 02:04

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bókin er frábær.  Get vottað það.

Takk fyrir textann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.11.2008 kl. 08:11

6 identicon

Íslandi stýra nú altómir sjóðir
Ísland nú gengur við betlandi staf
að Íslandi sækja nú alls konar þjóðir
Ísland er sokkið í skuldanna haf

----------------

Ætlum við að láta það viðgangast að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn stýri hér peningamálastefnunni með hjálp Sjalfstæðisflokksins (Sjálfstæðisflokkurinn klúðraði öllu!).

Verður ekki allt keyrt í kaf? Síðan koma erlendir peningamenn og kaupa á brunaútsölum það sem þeir vilja? Hvað haldið þið að verði nú gert í orkumálum? Virkjanir á virkjanir ofan sem þjóðin mun samþykkja vegna atvinnuleysisvofunnar? Ísland verður áfram láglaunasvæði nema núna fyrir alþjóða auðvaldi. Sjálfstæðisflokkurinn er að selja landið okkar. Þvílík öfugmæli Sjálfstæðis-flokkur!

Rósa (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 08:43

7 identicon

Alger snilld!

alva (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 08:52

8 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Góða ferð í Smuguna!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 20.11.2008 kl. 09:58

9 Smámynd: Sigurður Hrellir

Ef grein Hallgríms í Fréttablaðinu í dag tekst ekki að vekja Samfylkinguna til meðvitundar þá er næsta víst að fylgishrun bíður þeirra líkt og Sjálfstæðisflokksins þegar kosið verður í vor. Það eru ófáir kjósendur Samfylkingarinnar sem mæta á hverjum laugardegi í kulda og trekki til að krefjast þess að ráðamenn axli ábyrgð. Væntanlega verður 10.000 manna múrinn klofinn um næstu helgi. (Það myndi t.d. samsvara 1,33 milljón manns í Madrid).

Sjálfur beið ég spenntur í fyrradag eftir því að Samfylkingin tilkynnti um stjórnarslit eftir krísufund sem stóð hátt á þriðju klst. Niðurstaða fundarins var ekki vonbrigði - hún var grafskrift.

Sigurður Hrellir, 20.11.2008 kl. 10:36

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Samfylkingin þarf ekki að bíða eftir hruni, það er þegar hafið.  Og Ingibjörg hefur fallið mest.  En það eru engar skoðanakannanir í gangi í dag, ekki eftir að Geir var 50% vinsæll  Ætl það sé tilviljun ?

En þessi texti er snilldin ein. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.11.2008 kl. 11:16

11 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Frábær texti hjá Hallgrími eins og hans var von og vísa.

Rut Sumarliðadóttir, 20.11.2008 kl. 12:06

12 identicon

Frábær texti!

Sveinlaug (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband