Anna vinkona benti á þessa grein á fésbókinni. Greinin er frá 2006 og smellpassar við umræðuna þessa dagana um siðleysi, siðblindu og almennt andlegt heilbrigði vissra hópa í samfélaginu og fleira í þá veru. Þessum pælingum Kristjáns, Hare og Babiak til áhrifsauka og staðfæringar bendi ég á nýjustu bloggfærslu Egils Helga og sýkópatapistil Stefáns Snævarr. Hér er svo einnig fróðleg grein um þá kenningu að testosteróneitrun hafi lagt efnahag heimsins í rúst. Í því sambandi er vert að geta þess að testosterón er aðalkarlhormónið sem myndast einkum í eistum.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Facebook
Athugasemdir
Núna ganga snákarnir um kærandi fjölmiðla til hægri og vinstri.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.7.2009 kl. 01:12
Kannast við þetta, er alltaf með "snákaeiturssprautu" aka "antitestósterasprautu" tiltæka til að bregðast við bráðu ofnæmi og dempingu þegar lesa þarf áætlanir og "gameplön" skrifaða af strákum illa höldnum af þessari eitrun!
Þá segja þeir: þú ert svo boooring og lítið sexý eitthvað
Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.7.2009 kl. 01:24
Sæl Lára Hanna frábær síða og gott að geta skoðað þessi viðtöl þegaar frá líður enda hef ég ekki alltaf tók á að horfa á sjónvarpið
vonandi heldur utan um þessi viðtöl þetta er viss fróðleikur sem einginn má missa af Tkk fyrir Lára Hanna.
Gunnlaugur Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 03:39
Þegar maður rennir í huganum yfir mannkynsöguna virðist manni sem að það séu helst siðblindir sem sótt hafi í völd og áhrif, leitun virðist raunar að heilsteyptum þjóðarleiðtogum og eigendum/stjórnendum risafyrirtækja sem í raun vilja réttlæti og jafnræði...enda kalt á toppnum og fáa langar þangað heitt nema siðblindir, það er ekki fyrir alla að synda með hákörlum og velta sér með svínum.
Georg P Sveinbjörnsson, 30.7.2009 kl. 15:36
Scary
Gísli Ingvarsson, 30.7.2009 kl. 21:19
Jamm, það myndast ýmislegt í eistunum og sannarlega miður gott...sumt!
Magnús Geir Guðmundsson, 30.7.2009 kl. 22:16
Takk fyrir góðan pistil. :) Þörf orð og aldrei of oft sögð greinilega. Snákarnir hafa lagt egg sín út um allt. Því verður að kalla til meindýraeyði og hreinsa út snákabúin....
Baldur Gautur Baldursson, 1.8.2009 kl. 09:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.