Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Bankasveinar - næstu þrír

Á sunnudaginn birti ég þrjá fyrstu Bankasveina Stöðvar 2 samanklippta. Þetta er fyrirtaks uppátæki hjá fréttastofu Stöðvarinnar. Hér koma næstu þrír, upprifjun á fyrstu þremur og svo bíðum við bara eftir næstu...

Framhald hér...


Þjóðarkosning - en hvar eru konurnar?

Jæja, nú er ég kona með reynslu - búin að kjósa í þjóðarkosningu Eyjunnar - og ætla að miðla þeirri reynslu með mér óreyndari kjósendum. Þetta var létt verk og löðurmannlegt - ekkert mál. Ég held að ef vel tekst til með þessa fyrstu tilraun og þær næstu - sé svona kosning miklu marktækari en undirskriftarlistar á netinu...

Framhald hér...


Samhengi hlutanna og sameign þjóðar

Mig langar að minna á þetta viðtal Egils í Silfrinu við Pál Skúlason frá 13. september í haust. Mér datt þetta viðtal í hug þegar ég heyrði söguna sem fer hér á eftir. Ég man að ég hlustaði af athygli á Pál og kinkaði nær látlaust kolli. Hér er Páll meðal annars að tala um ríkið, samfélagið og einstaklingshyggjuna... 

Framhald hér...


Fjölmiðlar og fagmennskan

Pistillinn hér á undan vakti athygli og mér er bæði ljúft og skylt að benda á þær skýringar sem fram hafa komið á fréttinni sem hvarf og minna á annað. Ég ber mikla virðingu fyrir Ríkisútvarpinu og vil veg þess sem mestan. Var og er alfarið mótfallin hvers konar hugmyndum frjálshyggjumanna sem vilja ólmir einkavinavæða RÚV eins og aðrar eigur almennings...

Framhald hér...


Pólitískir svanasöngvar

Sjálfstæðismenn virðast eiga bágt með að þola frjálsa fjölmiðlun og opna, gagnrýna umræðu. Ekki ber á öðru en að gagnsæi og hreinskiptni séu eitur í þeirra beinum. DV hefur verið að skrifa um meint brask formannsins, Bjarna Benediktssonar, og hvernig hann skuldbatt og veðsetti fyrirtæki fjölskyldunnar fyrir milljarða...

Framhald hér...


Kaupþingsmenn í djúpum skít?

Ég sá þetta fyrst á Eyjunni - en ekki hvar?! SFO - Serious Fraud Office (Efnahagsbrotadeild Breta) í Bretlandi er að hefja alvarlega glæparannsókn á starfsemi Kaupþings í Bretlandi. Ég fjallaði um það sem gæti verið formáli þessa máls hér - Bretarnir rannsaka málin...

Framhald hér...


Brotið gegn eigin þjóð

Stórfellt gjaldeyrisbrask nokkurra einstaklinga og fyrirtækja sem nú er til skoðunar hefur beinlínis unnið gegn þjáðu landi og þrautpíndri þjóð, dýpkað kreppuna og veikt krónuna. Ég benti á umfjöllun tveggja fjölmiðla um málið hér. Daginn eftir, á mánudag...

Framhald hér...


Ísland gjaldþrota fyrst landa

Þetta hljómar alltaf jafn fáránlega: Íslendingar reistu virkjun fyrir Alcoa til að sjá þeim fyrir 600 MW af rafmagni þegar allt landið notaði 300 MW - helmingi minna en þurfti í eina álbræðslu. Rúnnaðar tölur en nærri lagi. Egill Helga benti á þetta myndband...

Framhald hér...


Verðugt skúffuverkefni

Þetta er verðugt verkefni fyrir rannsóknarblaðamenn, einkaspæjara og slíkar starfsstéttir. Dularfullt mál, og kannski bara eitt af mörgum. Athyglisvert væri að heyra ágiskanir fólks um hver er að baki þessum leynilega eiganda að hluta Íslandsbanka...

Framhald hér...


Gjaldeyrisbrask bitnar á gjaldþrota þjóð

Þetta er búið að vera vitað nokkuð lengi og hefur verið í rannsókn. Ég bíð eftir að upplýst verði hverjir þetta eru og viðbrögðum við því. Dómum ef málin fara lengra. Það sem ég ekki skil er hvernig þetta fólk hefur geð í sér til að fara svona með þjóðina sína í sárum. Náungann, foreldra vina barnanna sinna...

Framhald hér...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband