Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Rannsóknir Fjármálaeftirlitsins

Þrjár greinar birtust með stuttu millibili í janúar og fram kom að þær yrðu fjórar. Sú fjórða, sem ég hef beðið með óþreyju, birtist loksins í dag og ég ætla að koma þeim öllum á framfæri hér. Ég hugsa mitt um tilganginn með skrifunum og hef á tilfinningunni að verið sé að undirbúa okkur undir eitthvað...

Framhald hér...


Gengistryggð vonarglæta

Sú gleðifregn fór sem eldur í sinu um netheima á föstudagskvöldið, að héraðsdómari hefði dæmt gengistryggð lán ólögleg. Þrír bloggarar vöktu fyrst athygli á dómnum, þeir Marinó, Þórður Björn og Guðmundur Andri. Ég flýtti mér að bæta þessum upplýsingum inn í færslu um nauðungaruppboð og Egill birti færslu skömmu síðar...

Framhald hér...


Konur og fjölmiðlar

Ójafnvægi milli kynjanna í efnistökum er hins vegar ekki bara smekksatriði. Það stríðir gegn þeirri grundvallarstaðreynd að konur eru helmingur íbúa landsins.“ Úr Bakþönkum Gerðar Kristnýjar í Fréttablaðinu í dag. Spurningaþátturinn Gettu betur hóf sjónvarpsgöngu sína þetta árið...

Framhald hér...


Raunverulegir stjórnendur Íslands

Það hefur lengi verið vitað að hinir raunverulegu stjórnendur Íslands eru embættismennirnir. Stjórnsýslan. Munið þið eftir þáttunum Yes, Minister og Yes, Prime Minister? Fyrir margt löngu var aðstoðarmaður ráðherra spurður hvort þetta væri svona hér á landi. Svarið var . Þeir þingmenn sem spurðir hafa verið segja líka ...

Framhald hér...


Ef þetta er ekki spilling...

..þá veit ég ekki hvað spilling er. Svo er spurning um skilgreiningu á spillingu og hvar þessir nátengdu þættir skarast - siðleysið og spillingin. Lítum á brot úr heimildamyndinni Maybe I should have sem nú er sýnd í Kringlubíói. Ég nefndi þetta atriði í pistlinum Undarleg upplifun af spillingu þar sem ég sagði frá...

Framhald hér...


Reiðilestur um réttlæti

Ég var öskureið þegar ég skrifaði þennan pistil - Kúgun og yfirgangur - eftir fréttirnar á miðvikudagskvöldið. Ég var ennþá öskureið á fimmtudaginn þegar ég samdi og tók upp Morgunútvarpspistilinn fyrir föstudaginn. Það heyrist enda vel á flutningnum. Ég er ennþá reið og lít svo á að reiði mín og annarra í sömu sporum...

Framhald hér...


Spilavítin upp á yfirborðið strax!

Halldór Baldursson í Mogganum...

Sjá hér...


Yfir gröf, dauða og gjaldþrot

Sigrún Davíðsdóttir flutti pistil í Speglinum í gærkvöldi um Iceclandic Group og veltir fyrir sér hvernig það fer saman hjá bönkunum - að afskrifa skuldir, fella niður ábyrgðir og hygla gerendum hrunsins annars vegar, og byggja aftur upp trúnað og traust almennings hins vegar...

Framhald hér...


Nauðungaruppboð og vonarglæta

Íbúðareigendur erlendis, leigjandi ekki heima. Kallað í lásasmið, farið inn og íbúðin slegin á 15 milljónir. „Þetta er skömm að þessu… Þið eruð að stela af fólkinu… Allir lögfræðingar ættu að skammast sín fyrir þetta starf sem þið eruð að sinna hérna…“ sagði einn viðstaddra. Ef engar raunhæfar lausnir...

Framhald hér...


Þriðji í Icelandic Group

Helgi Seljan var með þriðju fréttaskýringuna um IG og Landsbankann í gærkvöldi eins og boðað hafði verið. Hvort þetta er sú síðasta veit ég ekki. Ég birti fyrri tvær - frá 22. desember og 10. febrúar í þessum pistli. Ég veit ekki heldur hvort fréttin sem birtist í gærkvöldi um að Vestia, eignarhaldsfélagið sem sýslar með yfirtekin fyrirtæki Landsbankans...

Framhald hér...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband