Úr ýmsum áttum

Ég átta mig ekki á því hvort fréttastofa Stöðvar 2 var að reyna að bæta fyrir fréttaflutninginn í gærkvöldi með þessari frétt. Hér er pistillinn sem Guðmundur Gunnarsson skrifaði um málið. Annars hefur netið logað af óánægju síðan í gærkvöldi með umfjöllun fjölmiðlanna um fundinn í gær.

Mér finnst Mannamál vera vanmetinn þáttur og lítið í hann vitnað. Þetta er fínn þáttur sem veita ætti meiri athygli. Þar koma mjög oft áhugaverðir viðmælendur, þar er bókagagnrýni og nú einnig tónlistargagnrýni og svo pistlar þeirra Einars Kárasonar og Mikaels Torfasonar. Ég sakna Einars Más sem var pistlahöfundur ásamt Kárasyni í fyrra.

Í Mannamáli í kvöld ræddi Sigmundur Ernir við Gunnar Helga Kristinsson, stjórnmálafræðing um stöðu flokkanna. Þetta var stutt en fróðlegt spjall en ég varð ekki vör við að þeir nefndu Frjálslynda flokkinn. Er hann svona "gleymanlegur" eða lítilsgildur að það taki því ekki að nefna hann í svona umræðu?

Ég hef lýst efasemdum mínum um trúverðugleika þess að fela Birni Inga þáttargerð um markaðs- og peningamál. Hann hefur vafasama fortíð og enginn veit, nema innmúraðir Framsóknarmenn, hver kostaði yfirhalninguna á honum fyrir prófkjörið og alla kosningabaráttuna (fatnaður innifalinn). Ég hef heldur ekki orðið vör við að hann spyrji þá útrásarbaróna sem hann hefur talað við nægilega ágengra og krítískra spurninga. Hér er viðtal Björns Inga við Sigurð Einarsson í Kaupþingi frá í gærmorgun og því tengt bendi ég á þennan bloggpistil Jóhanns Haukssonar.

Að lokum pistill Einars Kárasonar úr Mannamáli í kvöld. Einar segir okkur sögur af lifnaðarháttum auðmanna og -kvenna á meðan allt lék í lyndi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér skilst að Einar Már haldi því fram að skoðanir hans hafi ekki fallið í kramið hjá Stöð 2 en SE neitar því.  Hvað um það, ég dauðsé eftir honum en Mikael er fínn líka.

Ég horfi ekki lengur á Binga af því mér finnst hann ótrúverðugur, minnug eins og annars eins og Rei.

Góða nótt.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.11.2008 kl. 00:08

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Horfði á Mannamál og fannst þátturinn góður. Gylfi og Þór voru ágætir, en égtrúi þvíekki fyrr en ég tek á því að við munum þurfa að dragast með dauða krónu lengi enn. Þeirra plön virðast miða við það, en auðvitað hafa mennirnir ekki úr öðru að moða sem stendur. Stjórnmálafræðingurinn var góður og talði af raunsæi. Frjálslyndi flokkurinn á trúlega ekki langt líf fyrir höndum og það eru heldur engar fréttir þó hann sé klofinn. Í raun eru þingmenn hans hver með sýna túlkun á stefnunni. Þegar gamlir flokksjálkar eins og Kristinn H, Jón Magnússon og Guðjón Arnar eru saman í flokki þá getur niðurstaðan orðið skrautleg. Magnús Hafsteinsson og Grétar Mar láta ekki vel að fstjórn heldur.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 10.11.2008 kl. 00:20

3 identicon

Er ekki frá því að sé verið að klóra í bakkann, vonandi skammast þeir sín. Þakka enn og aftur fyrir samantekt áhugaverðs efnis. Gott að vita að hægt sé að ganga að því sem vísu hér. Þú ert eiginlega orðin fjölmiðill. Í bestu merkingu þess orðs.

Solveig (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 00:52

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Tek undir það ég horfi ekki á Björn Inga. En það er áhugavert að hlust á fól þessa daganna. Ég vek athygli á hugmynd Ársæls Valfells um einhliða upptöku gjaldmiðlis. Þessi hugmynd felur ekki í sér skuldbindinar á borð við aðrar hugmyndir sem miða að því að koma jafnvægi á krónuna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.11.2008 kl. 01:05

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Takk fyrir að benda á pistil Jóhanns Haukssonar. 

Hólmdís Hjartardóttir, 10.11.2008 kl. 01:48

6 identicon

Athyglisvert það sem Jóhann Hauksson vekur athygli á, þ.e. lögin um ráðherraábyrgð.

Helga (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 01:58

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Björn Ingi er ekki trúverðugur að mínu mati.  Fróðlegur pistillinn hjá Jóhanni Haukssyni.  Takk fyrir mig

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 10.11.2008 kl. 02:00

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta bréf frá "vini" þínum Lára Hanna, er dæmigert bull í fólki sem vill hleypa öllu upp í bál og brand í mótmælum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.11.2008 kl. 03:20

9 Smámynd: Ásgerður Jóna Flosadóttir

Sæl Lára Hanna, takk fyrir frábært blogg.  Hef lengi velt fyrir mér þessari gífurlegri þöggun í okkar þjóðfélagi.  Það er t.d. reynt að þakka niður í Frjálslynda flokknum eins og hægt er.  Það er ótrúlegt að upplifa þetta samanber í Mannamáli s.l. sunnudagskvöld.  Frjálslyndir hafa flutt margar góðar tillögur á Alþingi en þær eru þakkaðar niður.  Sem betur fer eru íslendingar að vakna til lífsins.  Menn mótmæla formanni VR sem er frábært.  Hann og stjórnin öll á að segja af sér.  Ég vona að tugir þúsunda mæti næsta laugardag á Austurvöll.  Fréttaflutningur Stöðvar 2 og annara fjölmiðla af mótmælunum eru þeim til skammar.  Ég segi, segjum upp Stöð 2.

Ásgerður Jóna Flosadóttir, 10.11.2008 kl. 11:58

10 identicon

Flest fólk vill ekki hleypa öllu upp í bál og brand með mótmælum bara til að mótmæla, nei Gunnar Th þannið er það ekki.

Það eru stjórnvöld og sá flokkur sem er búinn að vera við völd í 17 og 1/2 ár nefnilega D-listinn kallar þessi mótmæli yfir sig og alþingi.

Það sem fólk svíður mest er að:

Skattleysismörk hafa ekki fylgt verðlags og launaþróun,

Eftirlaunaósóminn,

Baugsmálið,

Það að almannaeignir voru seldar undan þjóðinni án þess að reistir væru varnarmúrar til handa almenningi og

Það að viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingabankastarfsemi skuli ekki hafa verið aðskilin með lögum frá Alþingi.

ég gæti talið upp margt fleira.

Þess vegna kallar D-listinn og alþingi þetta yfir sig.

K.v.

Jón Þ

Jón Þórarinsson (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 07:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband