16.1.2009
Piparúðapælingar
Frétt ein í tíufréttum RÚV vakti athygli mína umfram aðrar í gærkvöldi. Hún fjallaði um að Landsspítalinn hefði gefið út meðferðarleiðbeiningar vegna piparúða og táragass. Fréttin var svona:
Ekki er nokkur leið að skilja fréttina öðruvísi en að piparúði og táragas sé eiturefni af vondri sort. Baneitraður andskoti sem getur haft skelfilegar afleiðingar fyrir fórnarlömbin. Engu að síður hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu notað piparúða á mótmælendur þrisvar á stuttum tíma - einu sinni sl. vor og tvisvar síðla árs 2008. Af frásögnum sjónarvotta að dæma og myndum og myndböndum frá atburðunum er afar umdeilanlegt hvort ástæða var til svo harkalegra viðbragða. En ekki er ætlun mín að meta það hér og nú, enda var ég ekki vitni.
Svanur Gísli Þorkelsson, margfróður bloggari, skrifaði pistil um daginn þar sem hann segir svolítið frá piparúða. Ég vitna hér í pistil Svans:
"Bannað er að nota piparúða í stríði samkvæmt I.5 grein alþjóðlega sáttmálans um efnavopn sem undirritaður var árið 1993 og varð að alþjóðlegum lögum 29. apríl 1997. Sáttmálin er viðauki við hinn svokallaða Genfarsáttmála sem hefur verið í gildi frá því 1925...
...Á Íslandi er piparúði notaður af lögreglu en ólöglegt er fyrir almenning að bera eða beita slíku vopni."
Það er semsagt bannað að nota piparúða í stríði samkvæmt alþjóðlegum samningum og hann er flokkaður sem efnavopn.
Engu að síður notar lögreglan á Íslandi þetta baneitraða efnavopn gegn mótmælendum í einhverjum almestu og alvarlegustu hamförum af mannavöldum sem dunið hafa yfir þjóðina. Þegar ekkert er í rauninni sjálfsagðara og eðlilegra en að fólkið í landinu mótmæli - og það harðlega. Og bæði lögregla og stjórnvöld vita að mótmælin eru rétt að byrja þar sem ekki bólar á að nokkuð breytist eða hinir ábyrgu axli sína ábyrgð, hvorki pólitíska, siðferðilega né annars konar. Það er löngu vitað hverjir eru ábyrgir - þeir vilja bara ekki viðurkenna það. Sjáið þetta til dæmis. Enn ganga allir lausir og allir sitja sem fastast í sínum stöðum og embættum.Er nema von að fólk mótmæli!
Þetta er afskaplega athyglisvert, stórfurðulegt og eiginlega verulega óhugnanlegt. Ég mæli með því að yfirvöld og lögregla endurskoði notkun sína á efnavopnum. Er ekki nóg að valda fólkinu í landinu efnahagslegum, sálrænum og tilfinningalegum skaða? Þarf að valda fólki skaða af völdum efnavopna líka?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Löggæsla, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Viltu að frekar séu notuð egg eða steinar eins og mótmælendur gera? Eða jafnvel kylfur sem lögreglan hefur sem valdbeitingartæki?
Frank (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 11:07
Ég vil ekki að neitt sé notað, Frank. Hvorki grjót né kylfur. Að gagnrýna eitt þýðir ekki að verið sé að kalla eftir einhverju öðru, síður en svo. Ég er alfarið mótfallin öllu ofbeldi og vil að fólk tali saman.
En fyrst og fremst vil ég að hreinsað verði til í stjórnkerfinu, á þingi og víðar þar sem hreinsunar er þörf og nýr grunnur lagður að betra samfélagi.
Lára Hanna Einarsdóttir, 16.1.2009 kl. 11:10
Gott að benda á þetta.Mér skilst að piparúðinn var hugsað til þess að fólk getur varist fólskulegum árásum, semsagt sem algjör neyðarvopn. Svona á lögreglan ekki að nota til að sundra mótmælendahópum eða hindra fólk í mótmælum. Þetta er skaðlegt efni sem veldur heilsutjóni.
Úrsúla Jünemann, 16.1.2009 kl. 11:18
Ég velti fyrir mér hvað Frank sé eiginlega gamall. Það er ekki hægt að jafna því saman sem örvinglað fólk gerir í götumótmælum, sem margt orkar tvímælis og það sem lögreglan, opinberir starfsmenn í ábyrgðarstöðum, notar til að halda uppi löggæslu.
Lögreglunni ber að gæta meðalhófs samkvæmt lögum, ekki fara lengra í valdbeitingu en tilefni er til, almenningur er ekki bundinn af svoleiðis ákvæðum. Þar með er ég ekki að segja að hvaða aðfarir sem er séu réttlætanlegar.
Theódór Norðkvist (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 11:23
Það er ýmislegt forvitnilegt um framgöngu lögreglunnar sem má lesa hér, hér og hér. Á hverjum degi kemur eitthvað nýtt í ljós sem sýnir hvernig siðferði þjóðarinnar hefur fallið neðar og neðar. Dæmið um Landhelgisgæsluna í Kastljósinu í gær er skelfilegt en líkist bara svo fjöldamörgum öðrum svipuðum tilfellum.
Varðandi sívaxandi "skuldir þjóðarinnar" sem stjórnvöld virðast staðráðin í að ábyrgjast, þá er það þó líklegast það mesta óréttlæti sem á okkur hefur dunið. Enginn hefur verið ákærður fyrir óheiðarlega viðskiptahætti, undanskot, peningaþvætti eða landráð. Af hverju eru eigur Ólafs Ólafssonar, FL-gengisins, Bjögganna og annarra útrásarvíkinga ekki kyrrsettar? Er nema furða að það hvarfli að manni að þessir viðvaningar sem sitja hér við völd séu hluti af sjálfu glæpagenginu.
Sigurður Hrellir, 16.1.2009 kl. 11:41
Hvar er hægt að nálgast þessar leiðbeiningar. Ekki svo að skilja að lögreglan í Húnavatnssýslum sé farin að nota hann, hún er mest á vegunum eins og landsfrægt er. En ef maður mundi álpast suður og vera á röngum stað á röngum tíma, þá er gott að hafa ráðin við hendina
Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.1.2009 kl. 11:41
ömurlegt, bara ömurlegt, unga fólki er gasað niður sem er bara að fylgja sinni sannfæringu í þessu spillingarbæli.
Spurnig hvort að lögreglan þurfi spes þjálfun til að fara með þetta gas? Ég veit að í nágrannalöndunum þarf þess, m.a. að prófa þetta á eigin skinni, til að fá að nota þetta.
SM, 16.1.2009 kl. 12:32
Varðandi mótmæli og rétt til mótmæla, og að segja sitt. Orðið MÓTMÆLI hefur á sér brag uppreisnarseggs og óþekktaranga í meðförum fréttamiðla og þeirra sem óttast. Aftur á móti Demonstraction hefur alla vega málfarslegum grunni í sér að vera að segja eitthvað.
Ég auglýsi eftir nýju orði til að hressa fólk við og þjappa þjóðinni í nauðsynlegar aðgerðir.
Einhverjar tillögur ?
Birna Gunnarsdóttir, 16.1.2009 kl. 12:39
Birna, það tala margir um samstöðu fundi á laugardögum. Þeir eru það fyrir mér. Ég hef lítið hlustað á erindin sem þar eru flutt þó að ég heyri að sjálfsögðu alltaf góðan hluta þeirra. Fyrir mér eru laugardagsfundirnir fyrst og fremst samstöðu tákn, ég mæti þar til þess að öllum sé ljóst að ég vill breytingar en líka til þess að hitta fólk í sömu hugleiðingum.
Það er svo gott að vera ekki einn í sínu heldur að upplifa samhyggðina sem er á Austurvellinum á laugardögum.
Lára Hanna, það er vonandi að þessi gas og pipar umræða leysist brátt af sjálfu sér. Eftir því sem Gróa á Leyti (er þetta ekki örugglega komið af Laut?) vill meina eru birgðir Lögreglunnar nánast búnar og Ísland fær víst ekki meira keypt frá Bandaríkjunum að minnsta kosti, vegna þess að við erum á válista, líklega vegna skráningar landsins á hryðjuverkalista Breta.
Kaldhæðið?
Baldvin Jónsson, 16.1.2009 kl. 12:52
Hólmfríður, hér eru leiðbeiningarnar:
http://www4.landspitali.is/lsh_ytri.nsf/pages/tengill_0152/$FILE/eitrunarmidst_piparudi_taragas_2008.pdf
kíkti á wikipedia líka. Finnst smá misræmi í leiðbeiningunum þar og landspítala þar sem ekki er mælt með vatni þar sem það leysir ekki upp efnið(líkur leysir líkan, óskautuð og skautuð efni saman hrinda hvoru öðru frá sér, sbr. olía&vatn).
En kannski er landspítalinn að tala um sápublandað vatn, frekar en aðskilda notkun á vatni og svo sápu, ég veit ekki.
http://en.wikipedia.org/wiki/Pepper_spray#Deactivation_and_first_aid
ari (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 14:38
Tek undir með Baldvini, ég mæti vegna samstöðunnar.
Óskar Þorkelsson, 16.1.2009 kl. 16:21
Það eru vísbendingar um að þessi efnavopn geti valdið varanlegum skaða á augum og að skaðinn hafi verið vanmetinn í upphafi. Sjá t.d. Pepper spray injuries of the anterior segment of the eye - http://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/15785998
Arnar Marteinsson aðalvarðstjóri lögreglu í mogganum 3. jan: ,,Menn þurftu aðeins að fara í bað og þvo sér í framan og voru jafnheilir aftur" og að enginn hafi meiðst. Lögreglan virðist svo hafa sagt blaðafólki að kalla þetta varnarúða.
Lögreglan er einnig í burðarliðnum með að hefju notkun rafmagnsvopna: http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2007/07/10/rafbyssur_til_reynslu/
Björn Hauksson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 17:36
Þess má geta að lögreglan notar þessi efnavopn í tíma og ótíma og hefur gert í mörg ár af minnstu tilefnum, það er aðeins í örfá skipti sem það kemst í fjölmiðlan og því heldur fólk að þetta sé eitthvað nýtt eða notað sjaldan.
Ég fékk vopnið í augun fyrir tæpum 10 árum bæði á landsliðsleik í fótbolta og á sólríkum sunnudegi á Austurvelli nánast að ástæðulausu.
Björn Hauksson (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 17:39
Það hefur komið fram að lögreglan hefur blandað sér meðal grímuklæddra mótmælenda til að njósna um þá í besta falli, í versta falli gæti hún verið þar til að æsa til uppþota. Ég vona þegar nýtt Ísland rís, verði aðgerðir lögreglu rannsakaðar alveg eins og önnur brot sem framin hafa verið á íslenskum almenningi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2009 kl. 18:44
Piparúðameðferð er hrein og klár pynting og pyntingar eru bannaðar.
Víðir Benediktsson, 16.1.2009 kl. 19:02
Takk fyrir pistilinn
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.1.2009 kl. 20:34
Nú handtekur lögregla mótmælendur og færir til yfirheyrslna. Lesið um það á smugan.is
Væri flott ef einhver gæti sett link hingað inn á fréttina þar sem ég kann það ekki.
Og svo heyrist að nýji saksóknarinn frá Akranesi sé besti vinur aðals..eða Haralds Ríkislögreglustjóra. Það er aldeilis gott að þeir vinirnir geti rannsakað sakamálin sem mega ekki upplýsast saman. Það vekur aldeilis traustið að vita það....eða hitt þó heldur!!!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.1.2009 kl. 21:17
Piparúði er lífshættulegt efni. Í grein í Politiken kom fram að fólk hefur látist af piparúða.
Heidi Strand, 16.1.2009 kl. 21:28
Hérna er fréttin sem Katrín Snæhólm talar um. Ótrúlegt framferði ef rétt reynist. http://www.smugan.is/skyringar/vidtol/nr/636
Víðir Benediktsson, 16.1.2009 kl. 22:10
Skyldi vera hægt að setja lögbann á notkun piparúða eða táragass, þar til búið sé að kanna skaðsemi þessara efna? Sjáið þið fyrir ykkur þegar lögreglustjóra er tilkynnt um lögbannið? Annað eins hefur verið sett lögbann á.
Ef lögreglan fer að nota kylfur, þá fer hún í návígi, það er ekki það sem hún vill.
Sigurbjörn Svavarsson, 16.1.2009 kl. 23:19
Jahá, er saksóknarinn best buddy Haraldar. Það eru verstu fréttir sem ég hef heyrt lengi, og hefur þó ekki verið skortur á slæmum fréttum undanfarið. Grrrr!
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 17.1.2009 kl. 00:03
Þú ert að viðhalda " piparúðastemmingunni " að sjá mál eða hvað ?
Guðrún María Óskarsdóttir., 17.1.2009 kl. 00:52
Það eru afleitar fréttir ef nýji saksóknarinn er besti vinur Hj.
Vonandi eru litlar birgðir eftir af piparúðanum
Hólmdís Hjartardóttir, 17.1.2009 kl. 01:44
Baldvin, leiti í landslagi er ekki komið af laut og er þess vegna alltaf með einföldu. Þú spurðir
En aðalatriðið: Ef það er bannað að nota piparúða í stríði af hverju má íslenska lögreglan þá nota hann gegn mótmælendum?!? Ég held að ég þurfi ekki að rökstyðja það fyrir neinum hér að hún þurfti alls ekki að nota hann í þau skipti sem honum var beitt á sl. ári. Það er þvert á móti margt sem bendir til þess að lögreglumennirnir hafi beitt honum í hefnd og/eða til að hræða mótmælendur.
Það er líka greinilegt að það er einhver „vekjum ótta aðgerð“ í gangi miðað við fréttirnar á Nei-inu og Smugunni í dag. Ég sé a.m.k. enga aðra vitræna skýringu á því að einstaklingar, sem er ekki gefið annað að sök en að hafa verið viðstatt mótmæli, sé meðhöndlað eins og ótíndir glæpamenn.
Sjokkið sem ég er að reyna að komast yfir akkúrat núna stafar af því að eftir að ég las fréttirnar inni á ofangreindum netmiðlum þá stend ég frammi fyrir þeirri spurningu hvort lýðveldisríkið sem ég hélt að ég byggi í sé orðið að einu Austur-Evrópuríkinu fyrir fall Berlínarmúrsins?!? Kannski væri nær að líkja stjórnarháttunum hér við Kúbu eða kannski Kína?
Eftirtaldar spurningar leita aftur og aftur á huga minn:
Rakel Sigurgeirsdóttir, 17.1.2009 kl. 02:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.