28.8.2009
Hetjudýrkun dauðans
Allir vita hver hann er. Ferill hans er skrautlegur og afar umdeildur. Hann hefur verið hæddur, spottaður og fyrirlitinn af stórum hluta þjóðarinnar áratugum saman. Ekki varð Laxnessmálið honum heldur til álitsauka. Margir hafa samt haft gaman af honum svipað og trúðum eða hirðfíflum í aldanna rás. Ég hafði t.d. fregnir af því fyrir löngu að það ætti við um samkennara hans í Háskóla Íslands. Sjálf skrifaði ég þennan pistil fyrir 19 mánuðum - í janúar 2008 - og sagði þar: "Ég verð að viðurkenna, þótt það sé mér þvert um geð, að ég hef lúmskt gaman af þeim báðum [honum og Gunnari í Krossinum] en verð engu að síður óskaplega pirruð þegar ég hlusta á þá. En á eftir finnst mér ég vera alveg einstaklega heilbrigð, víðsýn, fordómalaus og skynsöm. Að því leytinu láta þeir mér líða vel."
Hann hefur fengið að hafa skoðanir sínar í friði og prédika trúarbrögð frjálshyggjunnar óáreittur í háskólasamfélaginu í á þriðja áratug. Á launum hjá þjóðinni. Hann hefur alla tíð lifað góðu lífi á skattpeningum okkar hjá Háskóla Íslands og fengið ýmsa launaða bitlinga að auki á vegum FLokksins til að drýgja tekjurnar. Einnig á kostnað skattgreiðenda. Engu að síður prédikar hann einkavæðingu alls sem hönd á festir svo ætla mætti að hann vildi helst leggja ríkið niður. Samkvæmt þessu er hann með námskeið um Sjálfstæðisflokkinn í Háskólanum. Ég get ekki séð að aðrir stjórnmálaflokkar fái um sig sérstök námskeið. Eða finnur einhver t.d. Framsóknarflokkinn á listanum - eða gamla Alþýðuflokkinn sem á sér nú mikla sögu á Íslandi. En kannski er þetta ekki námskeiðalisti, hvað veit ég?
Í vor fékk hann milljón króna styrk til að rannsaka íslenska kommúnista þótt líklega séu fáir verr til þess fallnir af augljósum ástæðum. En það var flokksbróðir hans sem veitti styrkinn, svo þá var ekki að sökum að spyrja. Enda búið að koma FLokknum hans frá völdum, sparka honum sjálfum úr stjórn Seðlabankans og hann vantaði aukatekjur. Illugi heldur að niðurstaða rannsóknar hans verði sú að kommúnistar hafi verið þjóðhættulegir menn. Ég tek undir þá skoðun Illuga.
Nú berast þær fregnir að hann muni kenna og leiðbeina í málstofu um heimskreppuna og framtíð kapítalismans á haustmisseri Háskóla Íslands. Heimskreppuna og framtíð kapítalismans. Vill einhver giska á hvernig kennslan verður? Hverjar áherslurnar verða, hverjum kennt verður um kreppuna? Getur einhver ímyndað sér hver framtíð kapítalismans er í meðförum hans? Örugglega.
Í tæpt ár, frá hruninu, hafa verið uppi háværar kröfur um að tekið verði rækilega til í kerfinu. Skipt út óhæfum banka-, embættis- og stjórnmálamönnum því nóg framboð hefur verið af þeim. En hvað með háskóla- og fræðasamfélagið? Er ekki rétt að gera kröfur um tiltekt á þeim vettvangi líka? Erum við sátt við að skattpeningunum okkar sé sóað í að menga huga unga fólksins okkar? Er ekki rétt að gera meiri kröfur til Háskóla Íslands? Þetta er niðurlæging fyrir menntakerfið. Ég bendi enn á pistla Illuga sem ég er svo innilega sammála - þennan og þennan.
Svo sá ég þetta á DV.is - Hrunið varð af því Davíð fór frá - forsíðuviðtal við hann í Reykjavík Grapevine. Hetjudýrkunin á sér engin takmörk og þetta viðtal svarar því á hvaða nótum málstofan í Háskólanum verður; hvernig söguskoðunin hljómar í meðförum hans. Ég stóðst ekki mátið - klippti viðtalið út og hvet alla til að lesa það. En ég vara fólk við - mér varð bumbult við lesturinn og neita að axla ábyrgð á mögulegri líðan annarra. Lesist á eigin ábyrgð og smellið þar til læsileg stærð fæst. Góða skemmtun.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Spilling og siðferði, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt 29.8.2009 kl. 11:10 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er mjög góð skilgreining hjá þér á þessu furðulega mannfyrirbæri Lára.
Það eykur ekki hróður HÍ að hafa svona karktera á sínum snærum..
hilmar jónsson, 28.8.2009 kl. 22:47
Tek undir það sem Hilmar segir, skynsamlegra væri fyrir HHG og hans fylgismenn, að stofna sértrúarsafnaðarskóla, þar sem nemendur sem sækja um skólavist, gangast undir "heilaþvottinn" af fúsum og frjálsum vilja.
Nemendur eiga að hafa frelsi til að hafna kennurum sem ástunda þráhyggju og ofsatrú.
Það er mín skoðun, að HHG hefur eyðileggjandi áhrif á markaðshyggju og frelsi með þeim ofstopa og mannlegri fyrirlitingu sem einkennir hann í blaðaskrifum og viðtölum.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 28.8.2009 kl. 22:57
Hvaða álit hafið þið á háskóla sem hefur svona persónu sem prófessor ?
Mitt álit er að þessum háskóla á að loka !
JR (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 23:09
Bíðið við, er ég stödd á einhverjum skökkum "timezone" hér? Var ekki verið samþykkja Icesave í dag? Svavar "samningamaður" klúðraði málinu, "nennti ekki lengur að hafa þetta hangandi yfir sér".
http://www.youtube.com/watch?v=eHN_XLBykyY
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 23:10
Sjálfur hef eg alltaf verið aðdáandi vina þess sem eg dái mest. Davíð Oddsson dregur að sér, eins og segull járn, hina bestu menn. Ekki ósvipað Litla-Bush.
Rómverji (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 23:23
,,Bíðið við, er ég stödd á einhverjum skökkum "timezone" hér? Var ekki verið samþykkja Icesave í dag? Svavar "samningamaður" klúðraði málinu, "nennti ekki lengur að hafa þetta hangandi yfir sér". "
Ef þú endilega vilt þá er hægt að minnast á ICESAVE upphafið , sem hófst þegar sjálfstæðisflokkurinn gaf flokksvinum Landsbankan ( því ekki hafa þeir borgað enn fyrir bankan) ! Við stjórn Landsbankans sátu Björgúlfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson , Svafa Gröndfeldt, Þorgeir Baldursson, Þór Kristjánsson, Halldór Kristjánsson og Sigurjón Árnason, allt félagar í sjálfstæðisflokknum , og allir á háum launum því ábyrgðin var svo mikil ! Næst verður vart við minnisblað sem Geir Harde og Árni Matthísen ( þessir herramenn voru einu sinn i ráðherrar sjálfstæðisflokksins) skrifuðu undir sem skuldbatt íslensk stjórnvöld við að borga ICESAVE !
Síðan gerist það með ICESAVE ,,lendir" í höndum á Steingrími J. og hann þarf að bjarga klúðrinu frá sjálfstæðisflokknum !
JR (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 23:33
Uppistöðurnar í Hugmyndafræði ný-frjálshyggjunnar eru félagslegur Darwinismi. - Þetta vita allir því það er ekki lengur haft fyrir að dulbúa þessa stefnu. Auðmenn vita sem er að almenningur hefur takmarkaðan vilja og alls engin tök á að spyrna við fótunum þegar féúlfarnir taka til sín það sem þeir vilja. Þetta mun halda áfram því ekkert hefur breyst. Auðhyggjan er alsráðandi í skóginum og þeir minni verða undir.
Predikarar þessa boðskapar og þeir ráðsmenn þjóðarinnar sem hagræddu regluverkinu svo að kenningarnar virkuðu og þeir sem nýttu sér kerfisbundið ástandið, bera því allir ábyrgð á efnagashruninu og þeirri öng sem það hefur og á eftir að valda almenningi.
Segja má að í flestum vestrænum samfélögum búi þrír megin hópar. Ef við litum á samfélagið eins og þriggja laga köku, sitja í neðsta hópnum þeir sem ekki afla peninga en njóta þess að einhver annar gerir það. Í miðlaginu eru þeir sem vinna og afla þjóðfélaginu tekna. Í þriðja hópnum eru afæturnar, þeir sem sjúga til sín gróðann langt umfram vinnuframlagið.
Það var tímabil þegar að tekjur miðjuhópsins nægðu bæði til að greiða þeim sem gráðugir voru í eftsa lagi samfélagskökunnar og þeim sem ekkert eða lítið lögðu fram í neðsta laginu.
Svo er ekki í dag. Báðir hóparnir jaðarhóparnir eru orðnir of stórir, ekki hvað síst sá sem hinir gráðugu tilheyra. Miðjuhópurinn, megin tekjuskapandinn, hefur líka minkað. -
Enn um stund mun þetta millilag halda áfram að þrauka, þangað til að hinir tveir hóparnir sliga hann endanlega. - Þannig gerast kaupin á eyrinni í heimi ný-frjálshyggjunnar þar sem peningar og hlutir skipta öllu máli en fólk og menning engu.
Svanur Gísli Þorkelsson, 28.8.2009 kl. 23:52
Myndin af honum á kafi í bókum hugsi á svip segir einfaldlega allt. hreinlega ALLT.....
Ef þetta er rétt með málstofuna um heimskreppuna og kapitalisman þar sem hann á að kenna, þá er það sennilega mesta niðurlæging í sögu íslenska menntakerfisins fyrr og síðar.
hilmar jónsson, 28.8.2009 kl. 23:57
Það er náttúrlega ekkert annað en hneyksli að hann eigi að stýra þessum málstofum! Niðurlægjandi skandall fyrir háskólann!
Þyrfti ekki að klára bara málið, bíta höfuðið endanlega af skömminni og fá Sigurjón og Hreiðar til að sjá um málstofurnar með honum? Helst Davíð líka.
Súrrealískt!
Landa (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 00:15
Flottir pistlar hjá þér Lára Hanna
Páll Blöndal, 29.8.2009 kl. 01:09
Sveinn Elías Hansson dettur í drulluga lágkúru hér.
Hugmyndafræði með eða á móti, hefur einfaldlega ekkert að gera með
a) litarhátt
b) kyn
c) kynferðislegan forgang
d)stærð lögun eða hárvöxt.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 29.8.2009 kl. 03:17
Góða skemmtin segiru. Já, þetta viðtal er eiginlega bara einn stór brandari en samt sorglegt dæmi um verulega skerta dómgreind og algjöra veruleikafirringu. "Deregulation" hafði ekkert með fall bankanna að gera, neinei, græðgi bankanna bara smá en aðallega var þetta hriðjuverkalögunum að kenna. Voru þau ekki sett EFTIR að tveir bankar voru fallnir og sá þriðji hékk á fingurgómunum á brúninni? Skildi afstaða HHG vera sú sama ef íhaldsflokkurinn væri við völd í UK? Þetta er víst ætlað Bretum til lestrar. En þetta fór víst allt til ansk efir að "we left the scene 2004" og á þá við sjálfan sig og DO.
Að fara efnislega í gegnum þetta viðtal er efni í heila ritgerð en ruglið er ekki þess virði. Alvarleiki málsins, eins og þú bendir á, er að hér talar lektor við háskólann. Hann hefur það hlutverk að fræða komandi kynslóð. Ég hef það á tilfinningunni að ef þetta væri grunnskólakennari væri búið að taka á málinu.
sigurvin (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 04:00
Ég ætla allavega að vona að þetta sé valáfangi sem Trúðurinn fer að kenna, en ekki skyldukúrs í greininni.
Kama Sutra, 29.8.2009 kl. 05:17
JR kl.23:33
Steingrímur bjargaði ekki nokkrum sköpuðum hlut, hann sveik þjóðina, samflokksmenn sína og kjósendur sína.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 05:22
Já þetta er alt Steingrími J að kenna , að HHG skuli vera kennari ði HÍ er til háborinar skammar. Vissi ekki að HÍ væri heilaþvottastöð SS manna (xD) það er stórhættulegt að hafa svona LÝÐ sem á að fræða komandi kynslóðir. Oh my GOD...
Jóhannes (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 08:25
Að HHG skuli fá að komast upp með það að kenna við Háskólann og boða þetta helv... bull sem frá honum hefur komið fram á þennan dag er algjör SKANDALL!
Ætlar engin að grípa í taumana og koma þessum trúð og fávita frá störfum því það er augljóst að hann er engan vegin húsum hæfur. Allavegana ekki í háskólasamfélagi.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 09:11
Takk fyrir greinina, tær að vanda frú Lára Hanna. Með beztu kveðju.
Bumba, 29.8.2009 kl. 09:51
Þeir sem komið hafa HHG á þann "stall" sem hann er á í dag hljóta að vera mikið veikir menn.
Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 09:58
Það er tvískinnungur hjá Hannesi að vilja einkavæða ALLT en vinna síðan sjálfur hjá ríkinu. Þessi maður er eins og Paris Hilton..... frægur fyrir að vera frægur. Hvaða flokksbróðir styrkti hann til ritstarfa, ef ég má spyrja ?
Anna Einarsdóttir, 29.8.2009 kl. 10:10
Hannes Hólmsteinn er mælskur og óragur boðberi þeirrar hugmyndafræði sem hefur stjórnað siglingu þjóðarskútunnar á sker. Enn situr skútan föst og þeir af áhöfninni sem skilja ástandið standa við pumpurnar. Þá birtist Hannes á ný – á útifundi til að mótmæla Icesave samningunum og segist vera sammála þeim sem standa og berja potta og pönnur á ný. Og enn hoppum við hæð okkar í reiði gegn þessum manni sem kann ekki að skammast sín. Hann minnir á riddariann sjónumhrygga, skoðar allt í gegnum bláa ljórann sinn og reiðir fram sínar eigin kenningar um orsakir hrunsins og hverjir skuli bera ábyrgð.
Blaða- og fréttamenn hafa skemmtun af því að birta viðtöl við hann og hann segir alltaf það sama. Nú er hann á skömmum búinn að koma fram í útvarpi, skjávarpi og blöðum, óþreytandi boðberi sinna hugmynda sem passa illa við það sem venjulegur Íslendingur hefur séð og heyrt fyrir og eftir hrun.
Kjarni kenninga HHG núna er sá að með falli fjölmiðlalaganna hafi andinn sloppið úr lampanum og eyðingin óumflýjanleg eftir það.
Ég ætla ekki að fjalla um þessar hugmyndir HHG hér, en ég tel það fróðlegt að vita hve margir landar vorir trúa þessum kenningum. Er stór hluti Sjálfstæðismanna hallur undir hugmyndir HHG? Eða er hann hrópandinn í eyðimörkinni?
Hjálmtýr V Heiðdal, 29.8.2009 kl. 10:30
Dóra litla
HHG „einn af betri“ kennurum háskólans. Þetta er kröftug fullyrðing og hlýtur að byggjast á mati einhverra. Ég lýsti áhuga á að vita hversu sýn HHG væri útbreidd og meðtekin. Eru vinsældir hans í HÍ vottur um útbreiddar viinsældir skoðana sem hann stendur fyrir?
Hjálmtýr V Heiðdal, 29.8.2009 kl. 12:20
Ég hef reyndar heyrt því fleygt Dóra litla, að sumum nýnemum í HÍ finnist hann soldið sniðugur með það hvað kjafturinn og ofstækisfullar lýsingar hans á því sem fer gegn hans skoðunum sé með miklum afbrigðum. En sá glans er víst fljótur að fara eftir fyrstu önnina.
Af hverju vanhæfur ? Ég nefni þráhyggju og ofstæki, svo ekki sé minnst á framgöngu hans í Laxnesmálinu...
hilmar jónsson, 29.8.2009 kl. 12:39
Jóhannes, viltu ekki bara reyna að ná tali af Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra. Kannski getur hún reddað þessu vandamáli þínu með hann Hannes, aldrei að vita? Kannski er hún samflokksmaður þinn, eru vinstri menn nokkuð skárri en aðrir í klíkuskapnum?
Sagði ekki annars Stefán Ólafsson prófessor við HÍ um daginn að við ættum bara senda út samninginn með fyrirvörum. Þetta væri allt saman alveg öruggt?
Ertu búin að gleyma þvi að við eigum að borga FLEIRI ÞÚSUND MILLJARÐA sem að kemur okkur ekkert við. Er aðalvandamálið orðið að Hannes Hólmsteinn sé kennari við HÍ?
Þetta kallast nú að drepa málinu á dreif.
Þórk (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 12:39
Skrifa ávallt undir fullu nafni og hér að ofan á að standa Þórkatla Snæbjörnsdóttir, en ekki Þórk
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 12:44
Hannes með sinn bakgrunn og sem uppfræðandi í menntakerfinu er vissulega hluti af vandamálinu Þórk...
hilmar jónsson, 29.8.2009 kl. 13:09
Trúður, alveg nákvæmlega eins og ég sé manninn.
ThoR-E, 29.8.2009 kl. 13:13
Hilmar, er Hannes sá eini sem hefur uppfrætt íslenska þjóð síðustu áratugina í HÍ? Já er það virikilega svo? Hann hefur þá auðvitað mikið á samviskunni. Held að fleiri hafi nú verið í uppfræðsluhlutverkinu en HHG. Var sjálf í HÍ í fimm ár, m.a. á Félagsfræðibraut og lærði að nýta mér gagnrýna hugsun. Nýtti mér þar nokkra fyrirlestra hjá áðurnefndum manni, sem að voru mér ekki alltaf að skapi, en að það sé hans sök að VG og S hafi ýtt á Jáhnappinn í gær er fáranleg.
Annars bara, gjörðu svo vel:
http://www.youtube.com/watch?v=hariDEmlt9M
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 13:19
Nei sem betur fer hafa líka verið alvöru kennarar við störf í HÍ í gegnum tíðina..
hilmar jónsson, 29.8.2009 kl. 13:24
Mjög fróðlegt Hilmar minn, vissi þetta ekki fyrr
http://www.youtube.com/watch?v=riojMcRCJ3w
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 13:35
Lára Hanna mér finnast pistlar þínir æ oftar bera svip trúarofstæki fremur en rökræðu. Ég harma það, því mjög oft hafðir þú margt fram að færa. Það að flokka fólk í okkur góða fólkið annars vegar og fíflin og bjánana hins vegar er einkenni flokkssauða stjórnmálaflokkanna. Við hlustuðum á Pál Skúlason og þú vakir athygli á áherslum hans að rökræða væri mikilvæg fyrir okkar þjóðfélag, fremur en kappræða. Þessar áherslur hefur þú forðast. Hjarðliðið þitt sem samsinnir hverju sem þú skrifar er þér orðið jafn hættulegt og hjarðliðið sem mærði Davíð Oddson á sínum tíma.
Sigurður Þorsteinsson, 29.8.2009 kl. 14:58
Sigurður Þorsteinsson.
Þú gerir frekar lítið úr sjálfstæðri skoðun margra sem hér kommenta. Það þarf ekki annað en að hlusta á Hannes Hólmstein svona tvisvar, þrisvar til að komast á þá skoðun að maðurinn er "bullukollur".
Og heldur finnst mér hægt að bendla trúarofstæki við Hannes Hólmstein en okkur því maðurinn bókstaflega trúir á Davíð Oddsson.
Anna Einarsdóttir, 29.8.2009 kl. 15:49
Ætlaði að fara að kommentera á hann Sigurð hér. En það er víst óþarfi.
Hann auðkennir sig og opinberar ansi vel með þessum málfluttning.
Náhirðin .....
hilmar jónsson, 29.8.2009 kl. 16:25
HHG er aumkunarverð persóna.
Persónulega vorkenni ég honum. Tel hann vera fastan í sjálfskaparvíti þess að hata það sem hann sjálfur er. Hann þyrfti að koma sér út úr skápnum, þó fyrr hefði verið. Taka svo þátt í gleðigöngunni, horfa á náttúruna, ræða um ljóðlist og ástina.
Hann hefur aldrei kynnst alvöru ást (ást á foringjanum er ekki það sama) og hefur því mótast í miðaldra bitran kall.
Guðgeir (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 17:15
titill hans á þessari mynd er næstum því „Davíð, ó Davíð“ http://hannesgi.blog.is/album/Medodrum/image/172078/
Brjánn Guðjónsson, 29.8.2009 kl. 17:50
Þessi umræða framkallaði gamla sögu. Það var á árunum eftir stríð að Dósoteus Tímoteusson, þekktur drykkjumaður kenndur við Hafnarstræti, fór í Landsbankann til að fá lán. Það fékk hann þrátt fyrir viðvaranir bankastarfsmanna. Ástæðan? jú, bankastjórinn vildi eiga þetta nafn í bókum bankans. Á það ekki einnig við Háskóla Íslands. Þarf hann ekki líka að eiga ýmiss "nöfn" í bókum sínum. Ef ekki væri fjölbreytnin væri menntunin takmörkuð. Ég hefði hins vegar ekki áhuga á kúrsum Hannesar Hólmsteins. En það er allt annað mál.
Jón Arvid Tynes, 29.8.2009 kl. 19:10
Sigurður Þorsteinsson kl. 14:58.
Algerlega sammála þér. Eins og ég hafði oft gaman að því sem að hér kom fram.
Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 29.8.2009 kl. 19:24
Takk fyrir innlit, öllsömul.
Ég vil sérstaklega þakka Sigurði Þorsteinssyni (nr. 35) og Þórkötlu Snæbjörnsdóttur (t.d. nr. 41) fyrir að leggja á sig að lesa bloggsíðu sem er þeim augljóslega ógeðfelld. En einn af kostunum við bloggið er að maður getur valið hvað maður les og hvað maður les ekki.
Mig langar að biðja þig, Sigurður, að líta yfir síðustu 10-15 bloggfærslur mínar og benda mér á trúarofstæki í þeim fyrst þú slengir fram slíkum fullyrðingum. Hvar er t.d. ofstæki í þessari? Finnst þér vanta rökstuðning og tilvitnanir í þessa færslu - eða þessa? Hvar er ofstækið í þessari færslu? Við getum þrætt okkur lengra aftur ef þú nennir. En ég nenni því nú eiginlega ekki.
Ég minnist þess ekki að þú hafir nokkurn tíma verið sammála mér þegar þú skrifar hér athugasemdir, Sigurður. Og það er líka í góðu lagi. Öllum er frjálst að hafa skoðanir á málunum sem um er fjallað. En þessi athugasemd þín hér að ofan er ekki skoðun á málefninu sem um er rætt heldur skoðun á mér. Órökstudd, meira að segja. Það er ólíkt þér, því yfirleitt færirðu prýðileg rök fyrir skoðunum þínum - burtséð frá því hvort maður er sammála þér eða ekki.
Þetta er mín bloggsíða. Ég skrifa ekki til að gera öðrum til hæfis en sjálfri mér. Ef fólk vill koma sínum eigin skoðunum á framfæri er því velkomið að skrifa athugasemdir - eða fjalla um málin á sínum eigin bloggsíðum. En pistlar sem hér birtast endurspegla mínar eigin skoðanir, pælingar og það sem ég vil benda á hverju sinni. Sumir eru sammála, aðrir ósammála - eins og gengur. Það er hið besta mál.
Lára Hanna Einarsdóttir, 29.8.2009 kl. 19:52
Lára Hanna
Rökræðan hefur þann vankanta að fólk þarf að ,,nenna" að rökræða við þá sem eru með aðrar áherslur eða skoðanir. Þegar slík nenna er ekki til staðar er einmitt komin trúarofstækið sem ég nefndi svo, stundum stafar skortur á nennu af hroka, sem oftast á rót sína til vanmáttarkenndarinnar.
Mér finnst allt í lagi að þú sért ekki sammála Hannesi Hólmsteini, það er ég of heldur ekki. Hins vegar finnst mér hann hafa sinn rétt eins og hver annar. Þú segir ,, Hann hefur verið hæddur, spottaður og fyrirlitinn af stórum hluta þjóðarinnar áratugum saman. " Það á að þýða að við eigum að gera það líka. Mér líkar ekki málflutningurinn. Umhverfissinnar hafa líka verið hæddir, spottaðir og fyrirlitnir, finnst þér það vera næg ástæða til þess rök umhverfissinna fái ekki málefnalega umræðu?
Lára Hann ég hef oft verið þér sammála, m.a. í umhverfismálum, en einnig verið mjög sáttur við hvernig þú hefur notað bloggið til þess að efla lýðræðislega umræðu. Hins vegar finnst mér alhæfingar hvort sem það er um Hannes Hólmstein, um einkavæðingu eða um markaðsvæðingu afar ómálefnalegar og í andstöðu við þá ábendingu Páls Skúlasonar að hér þurfi að efla rökræðu.
Það eru sum svið sem þú ert vel að þér en önnur ekki. Þegar þú kannt allt þá ertu komin á villigötur. Lítil þekking er hægttuleg þekking.
Sigurður Þorsteinsson, 29.8.2009 kl. 21:00
Sigurður... hjá mér snýst rökræða hér á síðunni ekki um nennu heldur tíma. Af honum hef ég því miður allt of lítið. Ég veit ekki til þess að ég sé hrokafull og hef aldrei verið vænd um það og ég finn ekki til vanmáttakenndar. Ég hef hvorki vit né skoðanir á öllum hlutum, langt í frá, og hef aldrei gefið mig út fyrir að hafa það.
Að segja um HHG "...að hann hafi verið hæddur, spottaður og fyrirlitinn..." er bara staðreynd. Hann hefur verið það og aldrei sem undanfarna mánuði. Og einmitt þess vegna hefur verið eftir því tekið að hann hverfur alltaf fyrir kosningar. Margir hafa túlkað hvarf hans á þeim tímapunkti sem svo, að flokkurinn telji hann og orðstír hans flokknum ekki til framdráttar - hvað sem til er í því.
Sama á við um umhverfissinna eins og þú nefnir. Hvort sem HHG og umhverfissinnar eigi það skilið eða ekki. Það þýðir alls ekki að allir eigi að taka undir, síður en svo. Ég var örugglega hædd, spottuð og fyrirlitin af ýmsum þegar ég hóf baráttu mína gegn Bitruvirkjun um árið - og það verður bara svo að vera. Ég var sannfæringu minni trú - og það er HHG líka. Það má hann eiga. En mér tókst líka að opna augu margra um hvað var að gerast í virkjana- og stóriðjumálum, sem betur fer.
Ef Hannes Hólmsteinn Gissurarson er "svið sem maður þarf að vera vel að sér í" til að geta fjallað um og birt viðtöl við ja... þá er ég ekki alveg með á nótunum. Fatta ekki hvað þú ert að fara. Og hvað er "að vera vel að sér" í einkavæðingu eða markaðsvæðingu? Má maður ekki hafa skoðanir á slíku án þess að vera með háskólagráðu? Ég minni þig á þennan pistil og þann næsta sem ég skrifaði beinlínis sem svar til þín. Ég talaði þarna frá hjartanu og af reynslu. Lýsti því sem ég hafði orðið vitni að í samfélaginu - og þetta var fyrir hrun. Ef þér finnst ég ekki hafa vit á því sem ég segi þarna þá er lítið sem ég get gert við því. En ég meinti þetta þá og geri enn.
Lára Hanna Einarsdóttir, 29.8.2009 kl. 21:21
Lára Hanna
Þegar viðhorf verða sjálfgefin þá er alltaf hætta á ferðum. Það á við um viðhorf til málefna en líka manna. Þú getur skoðað umfjöllun þína um Hannes Hólmstein í þessu ljósi og metið sjálf hvort þér finnist umfjöllun um hann fordómalaus.
Hagfræði er fag sem menn læra. Það eru ákveðin lögmál sem gilda. Fólk getur alveg haft skoðanir á hagfræði, en ef lítill faglegur bakgrunnur er til staðar verður niðurstaðan oft ekki mjög skynsamleg. Þú hefur rætt um einkavæðingu og markaðsvæðingu, og hvort tveggja á mjög neikvæðan hátt. Fyrir mig er markaðsvæðing alls ekki neikvæð þegar tekið er tillit til svokallaðra markaðsbresta. Við eigum val á að búa við markaðskerfi sem yfirleitt er gallað form rétt eins og lýðræðið, eða að búa við opinberan rekstur. Mín reynsla og mjög margra annarra er að opinberan rekstur viljum við hafa á mjög takmörkuðum sviðum. Það er hægt að taka dæmi um mistök í einkavæðingu víða um heim og alhæfa um einkavæðingu. Það er bara ekki málefnaleg umræða. Við þurfum þannig að fá umræðu um hvað við viljum hafa einkavætt og hvað rekið af hinu opinbera. Flestir sem hafa faglega þekkingu á hagfræði, vilja að bankar séu í einkaeigu, en ekki opinberri. Meira að segja Steingrímur Sigfússon hefur lýst þessu viðhorfi sínu. Hins vegar held ég að flestir séu þeirrar skoðunar að einkavæðing bankanna hérlendis fór ekki nógu vel fram og að það regluverk sem til þurfti, auk eftirlitskerfa var akki til staðar. Því fór sem fór.
Ég bar mikla virðingu fyrir baráttu þinni gegn Bitruvirkjun og studdi þig heilshugar í þeirri baráttu. Þótti sú barátta þín mjög málefnaleg.
Ég upplifi hins vegar nokkurn hroka í svörum þínum, og finnst allaf miður þegar verð var við slíkan. Það er vinsamleg ábending til þín.
Sigurður Þorsteinsson, 29.8.2009 kl. 21:53
Sigurður reit;
Hér er greinilega á ferðinni einhver skríbent sem ekkert hefur lesið mikið um hagfræði. Það er til fullt af mögulegum hagkerfum fyrir utan það sem við lifum við og einhverja útgáfu af ríkisvæddum rekstri líkt og í kommúnisma. Til eru módel af blönduðum hagkerfum af mörgum tegundum, einnig þar sem eignarhald skiptir hreint ekki máli að gefnum ákveðnum forsendum.
Hann dregur reyndar í land og auglýsir eftir umræðu um hvað eigi að vera einkavætt og hvað ekki, eins og það sé eitthvað megin mál.
Það sem Lára Hannahefur fordæmt réttilega er frjálshyggjan sem komið hefur öllum heiminum á kaldan klaka. Kenningar um að í fjármála-umhverfinu leynist "ónotað fjármagn" sem með því að setja þá á blað getur talist eign, sem hægt er að veðsetja o.s.f.r. Kenningar eins og að það sé afsakanlegt að verðleggja eignir upp úr öllu valdi til að skaffa veð fyrir peningum til að fjármagna neyslu eða sem síðan eru fluttir yfir í aðrar eignir. Kenningar um að það sé í lagi að kaupa banka til að hafa stjórn á framkvæmd og útfærslu þeirra kenninga sem ég hef þegar nefnd.
Allt þetta hefur Hannes tekið undir og reynt að breiða út sem algild og ómótmælanleg lögmál fjármálamarkaðsins. Allt eru þetta falskenningar sem komið hafa þjóðinni á kaldan klaka.
Svanur Gísli Þorkelsson, 29.8.2009 kl. 23:48
Ágæti Sigurður,
Þarna ligg ég steinköld. Hef numið hagfræði, hef skoðun á henni, hef líka skoðun á "common sense that aint so common" sem að mínu "hagfræðilega" viti, er lykillinn að kreppum og krísum, sem óneitanlega eru partur af hagfræðinni.
Hef verið áhugaverður aðdáandi Warren Buffet um nokkurt skeið, hann er einn af ríkustu mönnum í heimi. Hans fílósófía er: Ef ég skil ekki fjárfestinguna þá tek ég ekki þátt.
Hann er enn hátt skrifaður sem einn af ríkustu mönnum heims, af því að hann fjárfestir ekki í flækjuvafningum fjármálaverkfræðinga.
Faghroki, upp, niður til hliðar hugnast mér alls ekki, allir eru góðir í einhverju.
Lára Hanna, er að mínu mati, einn besti "blaðamaður" og safnari sögulegra heimilda, sem hefur gefið fjölmörgum færi á að fletta upp í staðreyndum. Auk þess fjallar hún um málefnið út frá sinni skoðun, sem hún hefur frelsi til, rétt eins og HHG.
Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.8.2009 kl. 03:15
Hannes Hólmsteinn er ekki mikill akademiker, frekar en aðrir, sem láta stjórnast af blindu ofstæki, frekar en skilgreiningum og þekkingu.
Ef hann á að teljast áfram sem slíkur við Háskóla Íslands þá væri guðfræðideildin hugsanlegur kostur;
Kúrs HHG gæti heitið "Fimmhundrað ástæður fyrir guðdómlegu eðli Davíðs Oddssonar". Tek fram að þetta er ekki hótfyndni, heldur ósköp eðlileg tillaga á því hvar háskólamaður á borð við Hannes Hólmstein gæti sína nýtt kosti.
Þar sem hann er greinilega innmúraður í steinvegg H.Í. til æviloka.
Hildur Helga Sigurðardóttir, 30.8.2009 kl. 03:19
"Lára Hanna, er að mínu mati, einn besti "blaðamaður" og safnari sögulegra heimilda, sem hefur gefið fjölmörgum færi á að fletta upp í staðreyndum. Auk þess fjallar hún um málefnið út frá sinni skoðun, sem hún hefur frelsi til, rétt eins og HHG."
Ég tek heilshugar undir þetta.
Kama Sutra, 30.8.2009 kl. 03:29
Hann hefur fengið að hafa skoðanir sínar í friði og prédika trúarbrögð frjálshyggjunnar óáreittur í háskólasamfélaginu í á þriðja áratug. Á launum hjá þjóðinni. Hann hefur alla tíð lifað góðu lífi á skattpeningum okkar hjá Háskóla Íslands og fengið ýmsa launaða bitlinga að auki á vegum FLokksins til að drýgja tekjurnar. Einnig á kostnað skattgreiðenda. Engu að síður prédikar hann einkavæðingu alls sem hönd á festir svo ætla mætti að hann vildi helst leggja ríkið niður. Samkvæmt þessu er hann með námskeið um Sjálfstæðisflokkinn í Háskólanum. Ég get ekki séð að aðrir stjórnmálaflokkar fái um sig sérstök námskeið. Eða finnur einhver t.d. Framsóknarflokkinn á listanum - eða gamla Alþýðuflokkinn sem á sér nú mikla sögu á Íslandi. En kannski er þetta ekki námskeiðalisti, hvað veit ég?
OK
Þetta er skoðun, ef ég skil rétt, á hættulegu ástandi og sennilega bara spillingu. En ef maður setur mínus fyrir framan allar fullyrðingarnar. Er það ekki jafn hættulegt ástand? Verðum við þá ekki að taka þá Stefán Ólafsson og Þórólf Mattíasson úr sambandi líka?
Grétar (IP-tala skráð) 30.8.2009 kl. 09:53
Í flestum vestrænum ríkjum er blandað hagkerfi. Ríkisrekstur og einkarekstur. Þrátt fyrir að einkareksturinn hafi meira hreyfiafl, þá verður að setja skýrar reglur og hafa aðhald, vegna svokallaðra markaðsbresta sem eru meiri hérlendis en víða annars staðar vegna smæðar okkar.
Jenný, Lára Hanna hefur gert margt gott hér á blogginu. Davíð Oddsson gerði líka marga góða hluti. Þegar hjarðlið safnast utan um gott fólk, er það aðeins til skaða. Þetta hjarðliðið fer að jarma þá er eins og það skekki alla dómgreind. Það er sama hvort það er Hannes Hólmsteinn eða einhverjir aðrir. Þegar Lára Hanna tekur einhverja einstaklinga eða hópa án rökstuðnings, er hún fallin í sömu gildru og mér fannst Davíð Oddson var fallinn í. Menn voru flokkaðir í góða fólkið og vonda fólkið. Við og þið. Rökræðan er farin, rökstuðningurinn enginn. Þess vegna er ég að gagnrýna Láru Hönnu.
Í tónlistarheiminum spila svokallaðar grúppíur ákveðið hlutverk. Alvöru tónlistarmenn taka hins vegar aldrei mark á mati þeirra á tónlistinni. Grúppíurnar segja alltaf, þið eru alveg æðisgengilegir, þið eruð bestir, þið eruð frábærir. Grúppíur sjórnmálaflokkanna eru hér á blogginu í hrönnum. Þær efla stjórnmálin ekki, þær skaða þau. Þær skekkja vitræna umræðu. Það að mæra fólk, þegar það er ekki að gera góða hluti, er ekki að styrkja það heldur veikja. Það átti við um Davíð Oddsson, og það á við um Láru Hönnu.
Sigurður Þorsteinsson, 30.8.2009 kl. 11:30
Sigurður reit;
Mér sýnist nú á flestu sem þú skrifar Sigurður að þú sért fallinn í þá gryfju sem þú ásakar Láru Hönnu um að gista. Þér líkar ekki málflutningur hennar en í stað þess að gagnrýna hann málefnalega, eyðir þú mestum tíma í að gagnrýna hversu margir eru sammála henni. Það einhvern veginn minnir meira á málflutning DO en flest annað sem hér hefur komið fram.
Rökræðan og rökstuðningurinn hjá þér er sá að setja Láru Hönnu í flokk með Hannesi Hólmsteini og Davíð Oddssyni og gera engan greinarmun á hlutverkum þeirra. Þér finnst greinilega að mæla beri með sömu stiku þann sem flytur fréttir af válegum tíðindum og þá sem eru valdir af þeim. Það er gömul rökræðubrella sem ekki er hægt að nota hér og allra síst á Láru Hönnu.
Svanur Gísli Þorkelsson, 30.8.2009 kl. 12:14
Þegar Caster Semenya, 18 ára stúlka frá suður Afríku vann óvænt 800 metra hlaupið (1:55.45.) á heimsmeistaramótinu í frjálsum í Berlín fyrir nokkrum dögum, kom upp efasemdir um að hún væri ekki stúlka heldur karlmaður.
Þá skrifaði Svanur Gísli Þorkelsson.
Af hverju girðir hún bara ekki niðrum sig og málið er dautt?Af hverju girðir hún bara ekki niðrum sig og málið er dautt?
Það má vera að einhverjum finnist þetta fyndið, ekki mér. Ég myndi skjóta á að það gerðu sumir óþroskaðir unglingar eða þá einstaklingar sem eru að blogga og búnir að drekka frá sér ráð og rænu. Innlegg þitt í þessa umræu er jafn gáfulegt.
Sigurður Þorsteinsson, 30.8.2009 kl. 13:02
Við, sem hérna setjum athugasemdir, erum hjarðlið og grúppíur að mati Sigurðar. Bara eitt dæmi af mörgum þar sem Sigurður talar niður til annarra. Það er einmitt vinnulag þeirra sem lélegan hafa málstaðinn.
Anna Einarsdóttir, 30.8.2009 kl. 13:29
Sigurður Þorsteinsson;
Ertu ekki kominn úr sandkassanum félagi.
Eins og þú veist, er fyrirsögnin á þessum pistli sem þú vitnar til, tilvitnun og það kemur fram í pistlinum. Mér eins og þér, fannst þetta ekki fyndið og skrifaði því um; hvers vegna þetta væru ekki góð hugmynd. -
En það færi samt betur á því að þú héldir þig við það sem hér er til umræðu, ef umræðu skyldi kalla að þinni hálfu, því þú þverskallast við að færa nokkur rök fyrir máli þínu en ert því duglegri í persónuárásunum.
Svanur Gísli Þorkelsson, 30.8.2009 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.