Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2009

Annađ borgarabréf til Strauss-Kahn hjá AGS

Í byrjun nóvember sagđi ég frá bréfi sem hópur áhyggjufullra Íslendinga skrifađi Dominique Strauss-Kahn, framkvćmdastjóra Alţjóđagjaldeyrissjóđsins. Strauss Kahn svarađi stuttlega eins og sjá má hér og nú hefur hópurinn sent honum annađ bréf - svar viđ svarinu. Ţetta bréf er öllu lengra en hiđ fyrra og međ skýringamyndum. Til glöggvunar hengi ég öll ţrjú bréfin í enskri útgáfu neđst í fćrsluna líka.

Hér er íslenska útgáfan af bréfinu sem sent var til Strauss Kahn nú fyrir stundu. Hann fékk ađ sjálfsögđu enska útgáfu. Smelliđ ţar til lćsileg stćrđ fćst.

Svarbréf Strauss-Kahn - bls. 1

Svarbréf Strauss-Kahn - bls. 2

Svarbréf Strauss-Kahn - bls. 3


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Dauđadjúpar sprungur

Nú eru liđnir 14 mánuđir frá hruni. Ţađ er međgöngutími barns og fyrstu 5 mánuđirnir af ćvi ţess. Ţađ ţćtti viđkomandi foreldrum langur tími. Tímaskyniđ er stórskrýtiđ ţví ađ sumu leyti finnst manni eins og hruniđ hafi gerst í gćr en jafnframt ađ ţađ sé óralangt síđan. Viđ höfum veriđ í einhvers konar undarlegu tómarúmi - ađ bíđa eftir flóđbylgjunum. Ţćr eru ađ skella á og munu sópa burt fólki og fémćti. Sumt er óhjákvćmilegt, annađ alls ekki. Sumt er sanngjarnt, annađ hrćđilega ósanngjarnt. En mannfórnirnar eru aldrei réttlćtanlegar. Aldrei.

Hver einasti fréttatími er uppfullur af siđleysi, sóđaskap og sukki. Bćđi fyrr og nú. Ţeir hafa veriđ ţađ allt frá hruni. Fréttafíklar eiga bágt ţessa dagana og vikurnar. Eru á barmi taugaáfalls mörgum sinnum á dag - en lesa, horfa og hlusta og geta ekki annađ. Fjölmargir sem ekki eru haldnir ţessari fíkn eru hćttir ađ fylgjast međ fréttum. Búnir ađ loka augum og eyrum til ađ vernda geđheilsuna. Ţeir geta ekki meira. Fréttafíklarnir ekki heldur - en ţeir geta ekki hćtt. Ég er einn af ţeim.

Ţann 21. nóvember upplifđi ég svolítiđ nýtt... Ég brast í grát yfir fyrstu frétt á bćđi Stöđ 2 og RÚV - sem var sama fréttin. Hún nísti inn ađ hjartarótum,  og ég fann vonleysi hellast yfir mig af miklum ţunga. Mér fannst ég illa svikin og ég hugsađi međ mér hvađ heilbrigđ skynsemi, skotheld rök og framsýni hafa lítiđ ađ segja á leiksviđi gróđahyggju, sérhagsmuna og skammsýnna stjórnmála sem sjá aldrei lengra en fram ađ nćstu kosningum. Ólíklegasta fólk lćtur undan frekju, yfirgangi og ţrýstingi ţótt augljóst sé ađ veriđ er ađ keyra á fullri ferđ ofan í hyldýpisóráđ. Ég verđ ađ viđurkenna ađ ég er ekki búin ađ jafna mig á fréttinni ennţá og er ekki tilbúin til ađ fjalla um máliđ af ţeim sökum. Geri ţađ örugglega seinna. En ćtli ţađ sé til einhver međferđ viđ fréttafíkn?

Ég ćtla ađ benda á og birta hér ţrjár af ótalmörgum fréttum úr sjónvarpi undanfarna daga. Sú fyrsta er úr tíufréttum RÚV á fimmtudagskvöldiđ og fjallar um misfjölmennar nefndir Vinnumálastofnunar. Og ég spyr hvort veriđ sé ađ borga ţessu fólki fyrir nefndarsetur međ fé úr atvinnuleysistryggingasjóđi. Fer tryggingagjald misilla launađra einyrkja m.a. í ađ borga hálaunuđum verkalýđsforingjum og fulltrúum atvinnurekenda fyrir ađ deila og drottna í sjóđum Vinnumálastofnunar? Stjórnarformađur Vinnumálastofnunar t.d. fćr greiddar 45.198 kr. á mánuđi fyrir stjórnarformennskuna. Ţađ gera 542.376 kr. á ári. Jafnframt er sagt í fréttinni ađ algeng ţóknun fyrir stjórnarsetu hjá stofnuninni séu 20.000 krónur á mánuđi. Nú ţegar hafa ţessar stjórnir kostađ tćpar 22 milljónir króna og áriđ er ekki búiđ. Ég spyr aftur: Hver borgar?

Tíufréttir RÚV 26. nóvember 2009

 

Takiđ sérstaklega eftir svokölluđum "Tryggingasjóđi sjálfstćtt starfandi einstaklinga". Mikil saga er á bak viđ ţennan sjóđ sem stofnađur var međ lögum á vormánuđum 1997. Páll Pétursson, ţáverandi félagsmálaráđherra, lagđi fram frumvarp um stofnun hans um miđja nótt 2 eđa 3 dögum fyrir jól 1996. Máliđ átti ađ ganga hratt í gegn en svo varđ ekki af vissum ástćđum og Páll varđ víst trítilóđur var mér sagt ţá.

Á Íslandi eru um 30.000 sjálfstćtt starfandi einstaklingar, eđa einyrkjar sem stunda mjög fjölbreytta starfsemi. En ţessi tiltekni tryggingasjóđur er eingöngu ćtlađur ţremur starfsstéttum og hefur veriđ frá upphafi: Bćndum, smábátasjómönnum og vörubílstjórum. Ađrar starfsstéttir mega sćkja um inngöngu en verđa ađ vera ađ lágmarki 500 til ađ fá ţar inni. Hvađa starfsstétt einyrkja uppfyllir ţá kröfu? Hve margir einyrkjar eru í einhverjum hagsmunasamtökum sem mögulega gćtu sótt um?

Alţingismenn eru undarleg stétt fólks. Ef mađur kannađist ekki viđ ţá marga persónulega gćti mađur haldiđ ađ ţetta vćru geimverur sem aldrei hefđu komist í tćri viđ venjulega jarđarbúa. Stór hluti ţeirra leikur nú sama leikinn og í sumar - ađ koma upp í pontu til skiptis og segja nákvćmlega ekki neitt í mörgum orđum. Tefur fyrir ţví ađ almenningur í landinu geti rađađ saman mölbrotnu lífi sínu, lagfćrt skaddađa sjálfsmynd, rétt úr svínbeygđri reisn og horft til framtíđar. Á međan einhver hundruđ manns funduđu fyrir utan ţinghúsiđ og kröfđust sjálfsagđra leiđréttinga og mannlegra lífskjara kvörtuđu ţeir sáran undan hungri í miđju blađrinu og málţófinu. Leyfđu sér ađ auki ađ segja ađ skortur á matarhléi vćri mannréttindabrot - á međan fjöldi fólks í samfélaginu á ekki til hnífs og skeiđar og er ađ missa heimili sín í gin ómennskra ríkisbanka! Ég hef ekki eftir hugsanir mínar en segi bara: Af hverju hćtta ţeir ţá ekki ađ leggja stein í götu almennings í landinu og drífa sig í mat? Hvađ á svona fíflagangur ađ ţýđa? Ţetta fólk ćtti ađ skammast sín og ná jarđsambandi! Viđ borgum ţeim ekki laun fyrir ađ tala niđur til okkar og niđurlćgja okkur á ţennan hátt.

Fréttir Stöđvar 2 - 28. nóvember 2009

Flestir muna ţegar einvaldurinn mikli veiktist og fór á spítala. Ţegar hann braggađist upplýsti hann um hugljómun sem hann fékk í veikindunum: Ţađ bráđvantađi nýtt Hátćknisjúkrahús. Sem nú er sem betur fer kallađ Háskólasjúkrahús, er mér sagt. Ég sem hélt ađ Landspítalinn vćri búinn ađ vera Háskólasjúkrahús í ţó nokkuđ marga áratugi. En hvađ um ţađ. Síminn var seldur ađ eigendum hans forspurđum - ţjóđinni. Fyrir slikk og međ grunnnetinu, illu heilli. Nota átti andvirđi Símans, eđa hluta af ţví, til ađ byggja H-sjúkrahúsiđ. Og ţótt ekkert bóli á ţví ennţá og Síminn hafi veriđ keyptur međ lánum er samt búiđ ađ eyđa nćstum 100 milljónum í H-sjúkrahúsiđ. Margir hafa spurt í hvađ Símapeningarnir hafi fariđ. Hér sjáum viđ ţađ.

Fréttir Stöđvar 2 - 28. nóvember 2009

Eitt af ţví sem ég er döprust yfir og hefur snert mig einna mest í öllum uppljóstrununum eftir hruniđ er hve margir landar mínir eru á kafi í eiginhagsmunum og spillingu og hve djúpt ţeir eru sokknir. Ég á mjög erfitt međ ađ sćtta mig viđ ađ svo stór hluti ţjóđarinnar minnar, sem ég hafđi svo mikla trú og álit á, sé svona spilltur og samfélagsfjandsamlegur. Viđ erum svo fá og megum alls ekki viđ ţessum ţankagangi. Ég held ađ nauđsynlegt sé ađ skilgreina mjög vandlega hvađ er spilling og hvađ ekki, hvađ er siđleysi og hvađ ekki og hvađ viđunandi framganga og hvađ óviđunandi. Teitur Atlason skrifađi fjári góđan pistil sem fjallar um ţetta ađ hluta. Lesiđ hann endilega. Og í tilefni af síđasta pistli mínum um banka, afskriftir og illa međferđ á fólki bendi ég á pistilinn Ţekkti mann eftir Sigurjón M. Egilsson. Ég tárfelldi ţegar ég las hann.

Ţćr eru víđa, hinar dauđadjúpu sprungur. Hver hverfur í gin ţeirrar nćstu?


Bankar, afskriftir og ill međferđ á fólki

Ég hlustađi á viđtal í Bítinu á Bylgjunni á miđvikudagsmorguninn. Ţar lýstu hjón ţví hvernig bankinn ţeirra, Kaupţing, hafđi komiđ fram gagnvart ţeim og fariđ illa međ ţau - svo ekki sé meira sagt. Ég held ađ ţađ sé sama fólkiđ og viđtal er viđ í helgarblađi DV, en vegna galla í skjalinu á vefţjóni DV kemst ég ekki inn á tölvuútgáfu blađsins til ađ sannreyna ţađ. Vonandi verđur ţađ lagađ.

Pistillinn minn á Morgunvakt Rásar 2 í gćrmorgun fjallađi um óréttlćtiđ sem viđgengst í ţjóđfélaginu í bođi bankanna og hvernig ţeir virđast vera ríki í ríkinu - bćđi ţeir gömlu og nýju. Ţótt viđ séum ekki ađ biđja um pólitíska stýringu á bönkunum eins og tíđkađist hér áđur fyrr ćtti yfirvöldum ađ vera í lófa lagiđ ađ berja í borđiđ og segja hingađ og ekki lengra! Hljóđskrá viđfest neđst auk upptöku af áđurnefndu viđtali á Bylgjunni og Spegilsumfjölluninni sem vísađ er í í pistlinum.

Morgunvakt Rásar 2

Ágćtu hlustendur...

Réttlćti hefur veriđ mér mjög hugleikiđ og réttlćtiskennd minni er gróflega misbođiđ nćr daglega. Ţađ virđist ćtla ađ vera ansi djúpt á réttlćtinu í íslensku samfélagi. Skuldsettur almenningur sem berst í bökkum ţarf ađ horfa upp á bankana afskrifa tugmilljarđa af skuldum helstu gerenda hrunsins. Í bönkunum sitja svo skuldlausir kúlulánţegar, deila og drottna og hóta starfsfólki sínu atvinnumissi ef ţađ lendir í fjárhagserfiđleikum í efnahagshruni sem kúlulánţegarnir áttu sjálfir ţátt í ađ skapa. Miskunn og mennska virđist ekki vera til ţegar fégrćđgi er annars vegar. Ţetta er ekki réttlćti.

Ég hlustađi á viđtal í Bítinu á Bylgjunni á miđvikudagsmorgun. Ţar var talađ viđ hjón sem sögđu farir sínar ekki sléttar í viđskiptum sínum viđ nýja Kaupţing og skilanefnd gamla Kaupţings. Saga hjónanna virđist vera dćmigerđ fyrir međferđina sem hinn almenni borgari fćr í bankakerfinu. Húsnćđislánin snarhćkka, líka ţau verđtryggđu í íslenskum krónum, fólk rćđur ekki lengur viđ afborganir, selur ofan af sér en stendur ţó uppi međ milljóna- eđa jafnvel tugmilljónaskuldir, húsnćđislaust og jafnvel atvinnulaust. Á međan fá stórleikarar hrunsins ađ halda öllu sínu og bankarnir keppast viđ ađ afskrifa milljarđaskuldir ţeirra. Ţetta á ekkert skylt viđ réttlćti.

Almenningur maldađi í móinn í fyrravetur og sýndi mátt og megin fjöldasamstöđu. Ýmislegt gerđist, viđ fengum kosningar og nýja stjórn sem reynir ađ moka flórinn en sér ekki til botns. En yfirvöld virđast annađhvort ekki fylgjast međ ţví hvernig bankarnir fara međ fólk eđa ekki hafa völd til ađ gera neitt í ţví. Ţađ er furđulegt og fullkomlega óviđunandi, enda eiga bankarnir ađ heita í ríkiseigu og ćtla mćtti ađ ráđherrar geti haft áhrif á ţađ, sem fram fer ţar innanhúss - og krafist réttlćtis.

Langlundargeđ og skortur á viđbrögđum Íslendinga eftir hruniđ mikla hefur vakiđ athygli langt út fyrir landsteinana. Einn af innistćđueigendum Icesave í Hollandi var hér á landi fyrr í vikunni. Hann var í Silfri Egils á sunnudaginn og Spegilsmenn hjá RÚV spjölluđu líka viđ hann á mánudaginn. Mér var brugđiđ ţegar ég hlustađi á endursögn Spegilsins á orđum Hollendingsins, međal annars ţetta: "Og hann undrar sig líka á ţví hve rólegir Íslendingar séu í tíđinni ađ taka á helstu gerendum hrunsins, sem kannski sé ekki stćrri hópur en 30 manns. Víđast hvar annars stađar í heiminum hefđu einhverjir tekiđ sér fyrir hendur ađ koma ţeim fyrir kattarnef vćru ţeir ekki komnir á bak viđ lás og slá. Hann tók fram ađ ţetta vćri ekki sín óskhyggja, heldur kalt mat. Hér byggju Íslendingar líklega ađ jákvćđum skorti, ţ.e. á stríđshefđ."

Já, viđ erum svo sannarlega öđruvísi, Íslendingar, og fyrr má nú vera jákvćđi skorturinn. Í stađ ţess ađ refsa gerendum hrunsins og međreiđarsveinum ţeirra skipum viđ ţá í bankastjóra- og skilanefndastöđur, gerum ţá ađ ritstjórum, alţingismönnum og ađstođarmönnum ráđherra, afskrifum skuldirnar ţeirra og bjóđum ţeim ađ gjöra svo vel ađ halda áfram ađ arđrćna okkur.

Er ekki kominn tími á hugarfarsbyltingu svo réttlćtiđ nái fram ađ ganga?

************************************************
Ţessu tengt:  Hagsmunasamtök heimilanna og Nýtt Ísland halda útikröfufund á Austurvelli í dag klukkan 15. Helstu kröfur eru:
 
1. Leiđrétting höfuđstóls lána.
2. Afnám verđtryggingar.
3. Ađ veđ takmarkist viđ veđandlag.
4. Ađ skuldir fyrnist á 5 árum.
 
Rćđumenn eru Ólafur Garđarsson, varaformađur HH, Björn Ţorri Viktorsson, lögmađur og Lúđvík Lúđvíksson frá Nýju Íslandi. Drífa sig! Sameinuđ sigrum viđ.

Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Rússatengsl íslensku auđjöfranna

Halldór Halldórsson, blađamađur, skrifađi athugasemd viđ síđasta pistil sem ég sé ástćđu til ađ vekja sérstaka athygli á. Áđur var ég búin ađ birta greinar Halldórs úr DV frá í haust og hugleiđingar um glćparíkiđ Rússland og hugsanleg tengsl ţess viđ íslenska auđjöfra. Ţessi mál ţarf ađ skođa í samhengi og ţví meiri upplýsingar sem koma upp á yfirborđiđ, ţví betur er hćgt ađ gera sér grein fyrir hvađ hefur veriđ á seyđi í fjöldamörg ár. En líkast til er ţetta allt bara toppurinn á ísjakanum og alls óvíst hvort öll ţessi mál upplýsast, sbr. orđ Halldórs í lok pistilsins. Gefum Halldóri orđiđ:

Halldór Halldórsson, blađamađurUpphaf fjárstreymis grćđgiáranna á milli Íslands og Rússlands međ viđkomu í Lúxemborg, á Kýpur og Brezku Jómfrúreyjum (Tortola) má rekja til fyrsta ársins, sem Björgólfur seníor átti tíđ erindi til Pétursborgar, ţar sem hann var verktaki hjá gosdrykkjaverksmiđjunni Baltic Bottling Plant. Íslendingar, sem hittu Björgólf í Pétursborg 1993, hafa sagt frá ţví ađ BG hafi stoltur greint ţeim frá ţessum nýja reynsluheimi sínum, m.a. hvernig samskiptum viđ borgaryfirvöld og fleiri vćri háttađ. Fram kom, ađ hann hefđi "hörkumann" innan borgarkerfisins á sínum snćrum og hann ţyrfti ađ borga honum mútur uppá 200-300 Bandaríkjadali á mánuđi.

Annar heimildarmađur minn segir mér, ađ mútugreiđslur til embćttismanna hefđu veriđ nauđsynlegar á ţessum árum, en upphćđir fyrir góđ sambönd hefđu veriđ a.m.k. 500 dollarar. Í DV-greinum mínum sem birtust í lok september og í upphafi október fjallađi ég svolítiđ um tengsl Björgólfsfeđga og Magnúsar Ţorsteinssonar viđ borgaryfirvöld í Pétursborg og nefndi sérstaklega til sögunnar Yakovlev, sem var ađstođarborgarstjóri Pétursborgar, en tók viđ borgarstjórastarfinu af Pútín, ţegar hann tók viđ stjórn Rússlands. Ţessi Yakovlev var á mynd, sem birtist í DV, en hún var tekin ţegar gosdrykkjaverksmiđja BBP var opnuđ. 

En tengsl Björgólfsfeđga og MŢ viđ valdamenn í svokallađriLeonid Reiman, fyrrverandi símamálaráđherra Rússa Pétursborgarklíku voru víđtćkari og má nefna Leonid Reiman, forspilltan fyrrverandi símamálaráđherra Rússlands, sem Pútín neyddist til ađ láta fara fyrir röskum tveimur árum. Reiman var sá ráđherra, sem Pútín hélt lengst hlífiskildi yfir af spilltum ráđamönnum í Moskvu og lét hann komast upp međ ađ sanka ađ sér símafyrirtćkjum út um Rússland, ţvert og endilangt, og stofna Megafon, sem var međ um 70% af allri símaţjónustu í landinu. Reiman ţessi hafđi útsjónarsaman lögmann, Galmond ađ nafni, Dana, sem sá um ađ koma gróđanum af fjársvikastarfi Reimans í skattaskjól. Svo vill til, ađ Galmond ţessi var lögmađur Björgólfsfeđga í málaferlum BBP gegn ţeim í Rússlandi - og sinnti öđrum verkefnum fyrir ţá, t.d. ţegar ţeir breyttu nafni BBP verksmiđjunnar í Bravo International ţrátt fyrir ađ eignatilfćrslan byggđi á meintum fölsuđum skjölum skv. átta dómum, sem féllu um máliđ í Rússlandi og tveimur í Hérađsdómi Reykjavíkur.

Tengslin teygja sig vítt og breitt um valdakerfi Rússlands, og ekki leikur minnsti vafi á góđum samböndum Samson-ţremenninganna í Pétursborg og Moskvu. Magnús Ţorsteinsson á einnig ríka hagsmuni í Pétursborg og víđar. Prentsmiđjan, sem Ţorgeir í Odda keypti fyrir ađ sögn 20 milljónir dollara er gjarnan nefnd. Hún heitir MDM Pechat. Skiptastjóri Landsbankans hefur sagt Björgólf tengjast henni í gegnum sitt eigiđ eignarhaldsfélag. Af ţví, sem nefnt hefur veriđ opinberlega er ţó athyglisverđast ađ huga ađ stórfelldum hafnarframkvćmdum Björgólfs eldra og Magnúsar Ţorsteinssonar í Pétursborg. Höfnin ţótti ákaflega erfiđ og hćgvirk og missti borgin viđskipti til Murmansk og svo annarra hafna viđ Eystrasalt.

Til ţess ađ koma yfirleitt til greina sem ţátttakandi í endurbyggingu eins af sex stórum svćđum hafnarinnar, tugmilljarđaverkefni, segir sig sjálft ađ ţeir Björgólfur og Magnús hefđu ekki komiđ til álita án ţess ađ hafa mjög öflug og traust sambönd hjá stjórnendum borgarinnar. Fyrir utan ađ nota mútur til ađ liDavíđ Oddsson afhendir Samson-hópnum viđurkenningu áriđ 2002đka fyrir ţjónustu embćttismanna og kaupa friđ frá mafíu, ţá skipti mjög miklu máli í nýfrjálsu Rússlandi í kringum 1992-3, ţegar opnađ var á fjárfestingar útlendinga samhliđa einkavćđingu ríkisfyrirtćkja ađ hafa fína titla. Sem dćmi má nefna ađ Björgólfur Thor varđ rćđismađur Íslands ţegar hann dvaldi í Pétursborg og viđ embćttinu tók svo Magnús Ţorsteinsson! Magnús var sviptur ţessu embćtti, ţegar hann varđ gjaldţrota og flýđi til Rússlands

Samson-félagarnir voru á kafi í rússneskum viđskiptum og margt bendir til ţess, ađ 350 milljóna dollara kaupverđ Heineken á Bravo International bjórverksmiđjunni hafi ađ stórum hluta setiđ eftir í höndum lánardrottna og samverkamanna ţremenninganna í Pétursborg. Máliđ er víst svo flókiđ ađ skiptastjóri Landsbankans gaf í skyn, ađ skiptastjórnin vćri ađ gefast upp á ţví ađ eltast viđ Rússlandstengslin. Ţađ má ekki verđa. Í mjög athyglisverđri frétt í Morgunblađinu ţ. 31.marz s.l. undir fyrirsögninni Samson greiddi fé til Tortola sagđi í upphafi fréttarinnar: "Samson eignarhaldsfélag greiddi (lánađi? innsk.: HH) 580 milljónir króna til félags sem heitir Opal Global Invest og er skráđ á Tortola-eyju, lánađi tengdu félagi, Bell Global Lux, 1,5 milljarđa króna til ađ kaupa hlutabréf í hafnarverkefni í Pétursborg og lánađi félögum í eigu Björgólfs Guđmundssonar 2,5 milljarđa króna til ađ kaupa hlutabréf í Árvakri hf., útgáfufélagi Morgunblađsins. Auk ţess fékk fjárfestingarfélagiđ Grettir, sem er einnig í eigu Björgólfs, 393 milljóna króna lán."Lykillinn ađ "gátunni" um Rússagull o.fl. felst ađ nokkru leyti í ofangreindri setningu og ţessari setningu úr skýrslu skiptastjóra Landsbankans frá ţví í febrúar:

"Af skýrslunni ađ dćma virđast flestar eignir Samson í dag vera lán til annarra félaga í eigu Björgólfsfeđganna."

***************************************

Í síđasa pistli sagđi ég frá bók um hruniđ á íslandi, Meltdown Iceland, eftir breska blađamanninn Roger Boyes. Ég vissi ekki fyrr en í dag ađ Sigrún Davíđsdóttir var međ viđtal viđ hann og pistil í Speglinum á RÚV í gćrkvöldi. Pistilinn má lesa og hlusta á hér - en til öryggis hengi ég líka viđ hljóđskrá hér fyrir neđan međ pistli Sigrúnar.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Meira um Rússagull og peningaţvćtti

Meltdown Iceland - Roger BoyesÉg fjallađi um hvort Rússland vćri glćparíki í ţessum pistli og um íslensku tengslin í ţessum. Í einni athugasemd var bent á ţessa athyglisverđu grein um víkingainnrás nýrrar kynslóđar. Og ég fékk ţónokkra tölvupósta. Í einum ţeirra var ábending um ummćli í bók sem virđast ekki hafa vakiđ neina athygli, merkilegt nokk! Bókin kom út í byrjun október, heitir Meltdown Iceland og er eftir Roger Boyes. Lítiđ hefur veriđ fjallađ um hana hér á Íslandi en margt veriđ skrifađ um hana erlendis. Mogginn segir frá henni 3. október og Andri Geir skrifar um hana. Ég fann ekki mikiđ fleiri umsagnir um bókina á íslensku en vonandi er ţađ mín handvömm. Höfundur bókarinnar skrifađi grein í Times međ nöturlegri fyrirsögn: "Ísland afhjúpađ: Hvernig heilli ţjóđ var sturtađ niđur í klósettiđ". Ţótt ţetta sé ógeđfelldur titill er hann í eđli sínu dagsannur. Hér er umsögn Sunday Times um bókina og mér virđist á öllu sem ég hef lesiđ um hana ađ Davíđ nokkur Oddsson fái ţar skelfilega útreiđ. En ég hef ekki fundiđ neitt um ummćlin sem hér um rćđir í neinum skrifum um bókina og fjalla um Rússana og peningaţvćttiđ.

Ég fór á stúfana og reyndi ađ ná mér í bókina. Öll eintök (veit ekki hve mörg) Borgarbókasafnsins voru í útláni, Mál og menning hafđi aldrei haft hana á bođstólum og í Eymundsson var hún uppseld - en 4 eintök til í Bókval á Akureyri. A.m.k. eitt er á leiđinni til mín núna í bođi einstaklega elskulegs starfsmanns í Eymundsson í SPRON-húsinu á Skólavörđustíg.

En mér áskotnađist skannađ eintak af kaflanum sem hér um rćđir. Ţađ er 4. kafli, hann heitir "Virđing" (Respect) og fjallar um dekurdrengi Davíđs, Björgólfsfeđga. Ég klippti úr honum ţađ sem ég vil sérstaklega benda á.

Meltdown Iceland - Roger Boyes - 4. kafli Respect - bls. 55 og 56

Samkvćmt ţessu var sendur hingađ sérstakur njósnari áriđ 2005, alls ótengdur sendiráđinu, til ađ grennslast fyrir um Rússatengsl og peningaţvćtti. Og ekki bara Rússagull, heldur einnig hryđjuverkapeninga. A.m.k. Bretar og Danir, sem vissu líklega einna mest um hvađ gerđist á bak viđ tjöldin í íslensku bönkunum, höfđu ţungar áhyggjur en tókst greinilega ekki ađ sanna neitt... ennţá. En eins og viđ vitum nú orđiđ - ţegar peningar eru annars vegar ţá vega siđferđi og heiđarleiki ekki mjög ţungt.

Sem minnir mig á ţađ... Hryđjuverkamenn ţurfa vopn. Muniđ ţiđ eftir Tchenguiz-brćđrum sem voru í nánum tengslum viđ Kaupţing? Prófiđ ađ gúgla Vincent Tchenguiz og athugiđ hvađ ţiđ sjáiđ. Kannski var alls ekki ađ ástćđulausu ađ sett voru hryđjuverkalög á íslensku bankana í fyrrahaust... eđa hvađ?

Eins og flestir vita er London full af rússneskum ólígörkum, ýmist útlćgum eđa ekki. Minni spámenn hafa veriđ myrtir, ađrir lifa í stöđugum ótta. Rússarnir drepa ţó fleiri heima hjá sér, s.s. blađamenn sem tala illa um ţá og óţćga bankamenn eins og kom fram í umfjöllun Ekstrablađsins. Ég rćđ auđvitađ ekki viđ hugrenningartengslin og minnist orđa Davíđs í byrjun Kastljóssviđtalsins frćga frá 7. október 2008. Ţar talar hann um meint Rússalán - sem kom öllum á óvart jafnt innanlands sem utan - og segir Geir Haarde hafa lagt drög ađ ţví um sumariđ. Flestir muna eftir orđum Geirs korteri fyrir hrun ţegar hann sagđist alltaf hitta Björgólf Thor ţegar hann vćri á landinu. Til hvers? Var ţađ Björgólfur Thor sem lofađi Rússaláninu?

 

Í bók sinni segir Roger Boyes m.a. ađ íslensku ólígarkarnir hafi keypt stjórnmálamennina og sú fullyrđing kemur ekkert á óvart. En vissu ţeir fyrir hvernig fengiđ fé var greitt? Ég ćtla ađ leyfa mér ađ efast um ţađ en mađur spyr sig engu ađ síđur...


Einyrkjar og tryggingagjaldiđ

Ég hef veriđ svokallađur einyrki, eđa "sjálfstćtt starfandi einstaklingur" í um 20 ár. Einyrkjar borga tryggingagjald, sem er skattur á launagreiđslur, eins og fyrirtćki. Einyrkjar á Íslandi skipta tugum ţúsunda. Ţeir eiga engan talsmann eđa stéttarfélag. Hvorki Samtök atvinnulífsins né ASÍ gćta hagsmuna ţeirra. Hve margir vita í hvađ tryggingagjaldiđ er notađ og hvađa réttindi einyrkinn fćr í stađinn? Einhver?

Einyrkjar og tryggingagjaldiđ - Halldór Baldursson - 2. nóvember 2009


Rússagull, peningaţvćtti og hruniđ

PeningaţvćttiÉg á heima nćstum beint undir ađflugslínu norđur-suđurbrautar Reykjavíkurflugvallar. Flugvöllurinn á ađ heita lokađur frá kl. 23:30 og frávik á ađeins ađ leyfa í undantekningartilfellum - sjúkraflugi og slíku. Veruleikinn var hins vegar sá, ađ á gróđćrisárunum var mjög algengt ađ einkaţotur lentu klukkan 1, 2 eđa 3 eftir miđnćtti og hávađinn var ćrandi. Ég sakna ţeirra nákvćmlega ekki neitt, en man ađ ég hugsađi oft međ mér ađ tollverđir hlytu ađ fá gríđarlega mörg nćturútköll. Eđa hvađ? Voru einkaţoturnar alltaf tollskođađar? Mađur spyr sig...

Í síđasta pistli sagđi ég frá hugrenningatengslum sem mynduđust ţegar ég sá frétt á BBC World ţar sem bandarískur fjárfestir sagđi farir sínar ekki sléttar í samskiptum viđ Rússa. Margt var ósagt látiđ og verđur svo enn um sinn, en ýmislegt vil ég ţó benda á sem hreinlega komst ekki fyrir í pistlinum. Höldum hugrenningatengslunum áfram og fjöllum um peningaţvćtti.

Ţann 16. febrúar sl. birti Egill Helgason eitt af mörgum bréfum sem hann hefur birt frá Gunnari Tómassyni, hagfrćđingi, sem búsettur er í Bandaríkjunum og hefur látiđ mikiđ frá sér heyra opinberlega, bćđi fyrir og eftir hrun. Í ţessu mjög svo athyglisverđa bréfi fjallar Gunnar um mögulegan ţátt peningaţvćttis í bóluhagkerfinu á Íslandi í gróđćrinu og spyr afar áleitinna spurninga sem enn hefur ekki veriđ svarađ. Ég hvet fólk eindregiđ til ađ lesa bréf Gunnars.

Ég fylgist međ öđru auganu međ enska boltanum og hlustađi af athygli á pistil Sigrúnar Davíđsdóttur um fótbolta og peningaţvćtti í byrjun júlí í sumar. Pistillinn vakti auđvitađ viss hugrenningatengsl í ljósi ţess hvađa Íslendingar eiga enskt fótboltaliđ og hvađa ţjóđhöfđingjar hafa fariđ á leiki í bođi rússneskra auđjöfra.

Í september skrifađi Jenný Stefanía Jensdóttir, viđskiptafrćđingur, búsett í Kanada, fimm mjög fróđlega pistla um peningaţvćtti. Jenný leitađi víđa heimilda og vísar í greinar og viđtöl. Ég mćli međ lestri á öllum pistlum Jennýjar sem fjalla um peningaţvćtti frá ýmsum hliđum. Ţeir bera allir yfirskriftina Var peningaţvćtti stundađ á Íslandi? og eru hver öđrum fróđlegri, ekki síst niđurstađa Jennýjar: 1. kafli, 2. kafli, 3. kafli, 4. kafli, 5. kafli. Í 5. og síđasta kaflanum fjallar Jenný m.a. um viđtaliđ viđ Boris Berezovsky, sem ég birti í síđasta pistli ef einhver vill rifja ţađ upp eftir lestur á pistlum Jennýjar. Mjög athyglisvert, svo ekki sé meira sagt.

Í lok september og byrjun október skrifađi Halldór Halldórsson, blađamađur, mjög ítarlegar og upplýsandi greinar í DV um uppgang Björgólfsfeđga og samstarfsmanns ţeirra og umsvifin í Rússlandi. Sem áttu ađ hafa endađ međ risasölu á brugghúsi og gríđarlegum fjármunum sem ţeir áttu ađ hafa notađ međal annars til ađ kaupa sér banka hér á Íslandi. En í ljós kom ađ ţeir fengu hluta fjárins ađ láni í öđrum íslenskum banka og hafa ekki greitt ţađ enn. Hvorki var hlustađ á viđvaranir ţeirra sem ţekktu til né litiđ á forsögu Björgólfs eldri, enda feđgarnir sérstakir gćludrengir ţáverandi forsćtisráđherra, síđar seđlabankastjóra og nú ritstjóra. Hann minnist enda ekki á ţá eđa umsvif ţeirra ţá og nú í blađi sínu ţessa dagana en einbeitir sér ađ öđrum landráđamönnum í svipuđum styrkleikaflokki. Fyrsta greinin er eftir blađamann DV, en mér virđist hún vera byggđ á gögnum Halldórs miđađ viđ ţađ sem á eftir kemur. Ţađ á viđ um allar greinarnar - ađ smella ţar til lćsileg stćrđ fćst.

DV 23. september 2009

Ingimar varađi viđ Björgólfsfeđgum - DV 23. september 2009

Ţá eru ţađ greinar Halldórs Halldórssonar. Einhvern veginn fćr mađur á tilfinninguna ađ ýmislegt sé enn ósagt. Ţađ vantar stykki í púsluspiliđ. Kannski eiga fleiri greinar eftir ađ birtast. Mig grunar ţađ.

Halldór Halldórsson - DV 25. september 2009

Björgólfsfeđgar, bjórinn og mafían - Halldór Halldórsson - DV 25. september 2009

Halldór Halldórsson - DV 2. október 2009

Björgólfsfeđgar, hótanir og bankakaup - Halldór Halldórsson - DV 2. október 2009

Eftir allan ţennan lestur - og ţađ verđur ađ lesa ţetta allt, ekki síst pistla Jennýjar - situr eftir spurningin: Hve stór hluti af hruni efnahagskerfisins á Íslandi var afleiđing peningaţvćttis? Ekki hvort.


Er Rússland glćparíki?

BBC World NewsÉg horfđi á fréttir á BBC World sem oftar í gćr og ein frétt vakti athygli mína umfram ađrar. Ţar sagđi bandarískur fjárfestir, Bill Browder, sem veriđ hefur međ starfsemi í Rússlandi síđan 1990, farir sínar ekki sléttar og fullyrti í viđtali viđ BBC ađ Rússland vćri algjört glćparíki. Sú saga er reyndar langt í frá ný af nálinni og margar frásagnir til af ţví hvernig kaupin gerast á ţeirri eyri. En ţessi saga Browders var sérlega óhugnanleg ţar sem hann hélt ţví fram ađ yfirvöld í Rússlandi hefđu látiđ lögmann sinn deyja í fangelsi, fárveikan, og neitađ honum um lćknishjálp.

Ég skođađi viđtöl viđ Bill Browder á BBC-vefnum en gúglađi hann ekkert frekar. Hjá BBC kenndi ýmissa grasa og međ ţví ađ renna yfir fréttir af Browder ţar er hćgt ađ fá grófa heildarmynd af deilum mannsins og Rússanna. Hér er viđtal frá 2002 ţar sem hann segir frá upphafi fjárfestinga sinna í Rússlandi, Asíukreppunni 1997 og áhrifum hennar o.fl. Hér er brot úr viđtali viđ Browder frá júlí 2008 um ásakanir hans á hendur Rússum og hér er langt viđtal viđ hann í Hardtalk-ţćttinum frá september 2008 (afleit myndgćđi) ţar sem hann talar um viđskipti sín viđ Rússa og hvernig hann var hrakinn ţađan af yfirvöldum og eignir hans teknar af honum.

Hér er síđan fréttin sem vakti athygli mína í gćr, nema hvađ sjónvarpsviđtaliđ viđ hann í fréttatímanum var mun lengra, ţarna er bara birt örlítiđ brot af ţví en stiklađ á ţví helsta í rituđu máli. Eins og sjá má segir Bill Browder frá ţví ađ lögmađur hans, Sergei Magnitsky, hafi veriđ handtekinn fyrir ári og stungiđ í fangelsi. Ţar hafđi hann dúsađ viđ illan ađbúnađ og án ákćru ţar til hann lést. Hann reyndi ítrekađ ađ biđja um lćknishjálp en fékk ekki og lést ađ ţví er virđist af völdum veikindanna. Browder segir ađ hann hafi veriđ gísl og ađ honum hafi veriđ refsađ fyrir ađ vera ógnun viđ spillta stjórnmála- og embćttismenn.

Ég fann myndband á YouTube ţar sem Browder segir söguna, í stórum dráttum heyrist mér, og mér sýnist myndbandiđ vera gert af fyrirtćki Browders, Hermitage Capital. Ef ég hef skiliđ vogunarsjóđi rétt virđist ţetta vera einn slíkur. En lítum á myndbandiđ sem er alveg makalaust ef satt er.

 

Rússaspjall hefur veriđ talsvert hér á Íslandi í ţónokkur ár, en blossađ upp eftir hrun. Talađ er um peningaţvćtti og fleira miđur fallegt. Skemmst er ađ minnast viđtals á Sky viđ Boris Berezovsky, útlćgan ólígarka búsettan í London, ţar sem hann fullyrti ađ Rússar hefđu ţvegiđ sínar óhreinu brćkur í íslenskum bönkum. Sigrún Davíđsdóttir flutti ţennan fína pistil um Berezovsky í febrúar sl. ţar sem fram kemur ađ karlinn er ekki barnanna bestur og mannorđiđ kannski ekki Arion Ultra hvítt (eđa var ţađ Ariel?). En eins og segir á frummálinu "It takes one to know one", sem ţýđir í ţessu samhengi ađ mađur ţurfi ađ vera skúrkur til ađ bera kennsl á hina skúrkana. Hann ćtti ţví ađ hafa hugmynd um hvađ hann er ađ tala. Og í sjálfu sér gerđi karlinn ekkert annađ en ađ stađfesta orđróm sem hafđi veriđ á kreiki ansi lengi hér á landi. Ég skrifađi um ţetta litla fćrslu í febrúar, en rifjum upp viđtaliđ viđ Boris Berezovsky á Sky.

 

Ţetta leiđir vitaskuld hugann ađ sögusögnunum um Íslendingana, greinaflokknum úr Ekstrablađinu frá 2006 og viđtali Arnars Steinţórssonar viđ danska blađamanninn sem rannsakađi viđskipti nokkurra af íslensku útrásardólgunum sem ég birti í heild sinni hér. Í myndaalbúminu um greinarnar í Ekstrablađinu má sjá sögur frá Rússlandi í tengslum viđ íslenska auđmenn. Ég er löngu búin ađ fá sendan afganginn af greinunum, en ţađ hefur farist fyrir hjá mér ađ útbúa og setja afganginn inn. En lítum á eina viđbót hér sem gćti ţótt áhugaverđ í tengslum viđ mál Browders, lögmanns hans og orđ Berezovskys. Ţessi grein fjallar m.a. um morđ á rússneskum bankamanni.

Og höfum í huga ađ veriđ er ađ tala um ađ fá stórt lán frá Rússum, ţeir vilja reisa hér olíuhreinsistöđ og eflaust koma ţeir víđar viđ á landinu. Getur veriđ ađ ekki hafi tekist ađ koma öllum hreinu nćrfötunum úr landi áđur en gjaldeyrishöftin voru sett á? Í ţví samhengi má líka spyrja fyrir hverja "gjaldeyrisglugginn" var skömmu eftir hrun - ţegar leyfđ voru gjaldeyrisviđskipti í nokkra daga áđur en lokađ var fyrir aftur. Heyrst hefur af Armaniklćddum mönnum á leiđ úr landi međ heilu ferđatöskurnar fullar af seđlum. Ćtli skýrsla Rannsóknarnefndarinnar komi eitthvađ inn á svona mál eđa eru ţau of hćttuleg til ađ snerta á ţeim? Mađur spyr sig...

Ekstrablađiđ -  8. nóvember 2006 - smelliđ ţar til lćsileg stćrđ fćst

Ekstrablađiđ 8. nóvember 2006

Ekstrablađiđ 8. nóvember 2006


"Íslensk tunga á best viđ í íslenskum kaupstađ, hvađ allir athugi!"

Fyrir um ţađ bil tveimur árum ćtlađi ég ađ skrá öll málblómin og ambögurnar sem ég las og heyrđi í fjölmiđlunum. Ég gafst fljótlega upp, ţetta hefđi veriđ full vinna. Ţó var ţetta löngu fyrir hrun og ekki hćtt ađ prófarkalesa texta í jafnmiklum mćli og nú. Ţegar peningar eru annars vegar og gróđinn minnkar er byrjađ á ađ spara "ósýnilegu" störfin. Gallinn er bara sá ađ ţá verđa ambögurnar sýnilegri og skera augu og hlustir svo hvín í.

Ég hef marga hildi háđ viđ íslenskuna á 22ja ára ferli viđ ţýđingar, einkum skjátextagerđ. Ţó finnst mér ég ekki hafa náđ nema ţokkalegum árangri og öđlast sćmilegan orđaforđa. Íslenskunám er ekki eitthvađ sem mađur afgreiđir ţegar grunnskóla eđa framhaldsnámi lýkur - ţađ er lífstíđarglíma ef vel á ađ vera og bóklestur er ţar besta námiđ. Ef bókin er vel skrifuđ eđa vel ţýdd.

Flestir muna eftir umrćđunni ţegar bankamenn vildu gera ensku ađ ráđandi máli í bönkunum og jafnvel fleiri fyrirtćkjum á Íslandi og alţingismađur nokkur stakk upp á ađ enska yrđi jafnrétthá íslensku í stjórnsýslunni á Íslandi. Skiptar skođanir voru um ţetta en mig minnir ađ langflestum hafi ţótt ţetta fáránlegar hugmyndir - sem betur fer.

Ţegar ég fór ađ lesa blogg kom mér skemmtilega á óvart hve margir voru vel ritfćrir. Mađur las ljómandi góđan texta eftir bláókunnugt fólk sem hafđi loksins öđlast vettvang til ađ tjá sig opinberlega í rituđu máli. Ţađ var verulega ánćgjulegt ađ sjá hve margir lögđu metnađ í ađ koma skođunum sínum frá sér á góđri íslensku. Ađ sama skapi er sorglegt ađ lesa eđa hlusta á fólk sem kemur varla frá sér óbrenglađri setningu og grípur jafnframt hvađ eftir annađ til enskunnar ţegar ţví er orđa vant á móđurmálinu. Ţetta er hćttuleg gryfja sem smitar út frá sér og sorglegast er ađ verđa vitni ađ ţessu daglega í fjölmiđlunum. Enginn fjölmiđill er ţar undanskilinn, en enginn er heldur fullkominn og ekki ćtlast til ţess. Slangur og slettur geta átt fullan rétt á sér í skemmtilega skrifuđum eđa fluttum texta en ţegar mađur heyrir hluti eins og um "fráskildan" mann og ađ fólk hittist "í persónu" í fréttatímum er eiginlega of langt gengiđ. Öll gerum viđ mistök í međferđ móđurmálsins, ţađ er óhjákvćmilegt og ekkert til ađ skammast sín fyrir. En er ţetta ekki orđiđ of mikiđ... eđa er ég bara svona gamaldags?

Ég flutti svolítinn pistil um íslenskuna á Morgunvaktinni á föstudaginn, hljóđskrá fylgir neđst. Ég gerđi meira ađ segja mistök í ţessum málfarspistli sem einn ágćtur hlustandi benti mér á í tölvupósti og ég var honum mjög ţakklát.

Morgunvakt Rásar 2

Ágćtu hlustendur,

Á tyllidögum er talađ fjálglega um mikilvćgi íslenskrar tungu og ţátt hennar í menningu okkar, sjálfstćđi og ţjóđlegri reisn. Lögđ er áhersla á nauđsyn ţess ađ viđhalda tungunni og margar nefndir eru starfandi til ađ finna eđa búa til ný íslensk orđ yfir hvađeina sem skýtur upp kollinum í tćknivćddu samfélagi nútímans. Sum nýyrđin verđa töm á tungu og festa sig í sessi, en önnur hverfa og gleymast.

Semsagt - íslenskan er talin vera einn mikilvćgasti ţjóđarauđur Íslendinga og eitt af ţví sem gerir okkur ađ ţjóđ. Gott og vel.

Ég efast ekki um ađ ţjóđhöfđingjum og öđrum sem leggja áherslu á mikilvćgi íslenskrar tungu í fortíđ, nútíđ og framtíđ og lofa hana í hástert, sé alvara međ orđum sínum. En gallinn er sá, ađ bođskapurinn nćr sjaldnast lengra en í hástemmdar rćđurnar og honum er ađeins  hampađ á eina degi ársins sem tileinkađur er íslenskunni, 16. nóvember, afmćlisdegi Jónasar Hallgrímssonar, ţjóđskálds. Meira ađ segja ţeir sem hafa vald til ađ gera eitthvađ sitja međ hendur í skauti og hafast ekki ađ til varnar móđurmálinu. Sagt var frá ţví, daginn fyrir Dag íslenskrar tungu fyrr í vikunni, ađ íslenska sé ekki lengur hluti af skyldunámi kennaranema. Ţađ er dćmigert fyrir ţađ kćruleysi og dugleysi sem einkennir allt sem snýr ađ verndun og viđhaldi tungunnar.

Í hinum áhrifamiklu fjölmiđlum er okkur bođiđ upp á málvillur, ambögur, stafsetningarvillur og ýmiss konar fáránlegan framburđ og framsögn međ ankannalegum og óţćgilegum áherslum. Enda er prófarkalestri og málfarsráđgjöf ekki gert hátt undir höfđi í fjölmiđlunum og víđa virđist slíkum meintum óţarfa hreinlega hafa veriđ úthýst međ öllu. Metnađur fjölmiđla til ađ vanda mál og framsetningu virđist vera ađ hverfa - ţrátt fyrir áđurnefnd tyllidagaerindi og ţennan eina dag á ári sem helgađur er móđurmáli Íslendinga.

Áhyggjur af framtíđ íslenskunnar eru ekki nýtilkomnar. Fyrir rúmum 160 árum, í febrúar áriđ 1848, lét bćjarfógetinn í Reykjavík festa upp auglýsingu í bćnum ţar sem á var ritađ: "Íslensk tunga á best viđ í íslenskum kaupstađ, hvađ allir athugi". Til áhersluauka gengu menn um bćinn, börđu bumbur og hrópuđu ţessi hvatningarorđ. Um kvöldiđ voru gefnar út nýjar reglur ţar sem sagđi međal annars: "Nćturvörđur skal hrópa á íslenskri tungu viđ hvert hús". Á ţessum tíma var íbúafjöldi í Reykjavík um ellefu hundruđ manns og ýmsir höfđu áhyggjur af áhrifum dönsku herratungunnar á íslenskuna.

Svona uppákomur til málhreinsunar ţćttu hjákátlegar nú á dögum, en engu ađ síđur er bráđnauđsynlegt ađ gera miklu meiri kröfur til móđurmálskunnáttu ţeirra, sem tjá sig á opinberum vettvangi og ţá einkum í útbreiddum fjölmiđlum. Stjórnendur miđlanna verđa ađ gera sér grein fyrir áhrifamćtti ţeirra og gera íslenskri tungu mun hćrra undir höfđi en nú er gert. Málfarslegur sóđaskapur dregur úr trúverđugleika alls bođskapar - ekki síst frétta.

Enginn biđur um fullkomnun, hún er ógerleg. Og lifandi tungumál breytist í áranna rás, ţróast og ţroskast. Ţađ er ofuređlilegt. En öllu má ofgera og ţegar kynslóđir eru hćttar ađ skilja hver ađra og orđaforđi, málskilningur og máltilfinning unga fólksins ađ hverfa, ţá er mál ađ staldra viđ og hugsa sinn íslenskugang.

Viđ eigum ađ hafa 365 daga á ári Daga íslenskrar tungu og vernda móđurmáliđ okkar.

***********************************************

Spaugstofan gantađist međ ţetta á laugardaginn eins og sjá má og heyra.

Spaugstofan 21. nóvember 2009

 

Ţetta var útfćrsla Spaugstofunnar á ţekktu lagi eftir Atla Heimi Sveinsson viđ texta Ţórarins Eldjárn. Ţađ var notađ í auglýsingu Mjólkursamsölunnar sem hefur veriđ dugleg viđ ađ hampa íslenskunni. Hér er frumgerđin, söngkonan unga heitir Alexandra Gunnlaugsdóttir.

 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Hrćddir Íslendingar

Grein úr DV frá 6. janúar 2001 eftir Hallgrím Helgason. Smelliđ ţar til lćsileg stćrđ fćst.

Hrćddir Íslendingar - Hallgrímur Helgason - DV 6. janúar 2009


Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband