8.6.2008
Hverjir eiga íslenska náttúru?
Ég fékk bæði upphringingu og tölvupóst í gær út af síðasta pistli mínum þar sem mér var bent á að myndbandið sem ég hafði búið til og sett inn í lok hans gæti hafa farið fram hjá fólki af því textinn í pistlinum var svo massívur og langur.
Ég ætla því að setja myndbandið inn aftur, örlítið breytt og með textanum inni. Þetta er frumraun mín í myndbandagerð af þessu tagi svo vonandi tekur fólk viljann fyrir verkið.
Tilgangur minn með pistlinum og myndbandinu var að benda á í hverra höndum náttúra Íslands er, einfeldni þeirra og trúgirni, furðulega og óskiljanlega rökfærslu og fullkomið varnarleysi almennings og náttúrunnar gagnvart svona þenkjandi mönnum. Og ríkisstjórnin hefur engin ráð eins og fram kemur í niðurlagi viðtalsins í pistlinum. Þetta er með ólíkindum og óhugnanlegt að svona menn geti ráðskast með náttúru Íslands, fiskimiðin, fuglabjörgin og dýralífið og þurfa ekki að standa skil á gjörðum sínum gagnvart einum eða neinum.
Viðbót: Nokkrir bloggarar hafa tekið myndbandið upp á arma sína og sett það inn á sín blogg eins og Bryndís, Anna Ólafs, Ragnheiður og Harpa. Aðrir hafa vitnað og tengt í mína færslu og/eða helgað henni pláss hjá sér eins og Kristjana, Anna Einars og Svala... veit ekki um fleiri. Takk, stelpur.
Hverjir eiga íslenska náttúru? Viljum við láta stela henni frá okkur?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Náttúra og umhverfi, Stjórnmál og samfélag | Breytt 11.6.2008 kl. 15:37 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir þetta.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.6.2008 kl. 22:36
Þetta er flott hjá þér Lára.
Víðir Benediktsson, 8.6.2008 kl. 22:44
flott myndband, til hamingju með þetta.
Óskar Þorkelsson, 8.6.2008 kl. 23:02
Þetta er reglulega flott hjá þér. Var búin að sjá þetta líka í gegnum síðuna hennar Önnu á Akureyri, vildi bara kommenta hjá þér líka. Veit ekki hvað þessir menn eru að hugsa, en ég er allavega búin að skrá okkur hjónin í samtökin hjá Bryndísi Friðgeirs. Þú átt hrós skilið fyrir þína framgöngu.
Ásdís Sigurðardóttir, 8.6.2008 kl. 23:12
Þetta er virkilega flott hjá þér, því miður eru til menn sem vilja skemmileggja okkar fallegu perlur..kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 9.6.2008 kl. 00:47
Ég fæ næstum tár í augun. Það er ROSALEGT að menn sjá ekki lengra frá sér en inn í næsta dal.
Anna Einarsdóttir, 9.6.2008 kl. 08:24
sláandi.
Hólmdís Hjartardóttir, 9.6.2008 kl. 08:31
Flott myndband og einmitt sú hugvekja sem við þurfum.
Steingerður Steinarsdóttir, 9.6.2008 kl. 10:07
Takk
Svanhildur Karlsdóttir, 9.6.2008 kl. 12:33
Þú átt eftir að fá Óskarinn!
Sigurður Þór Guðjónsson, 9.6.2008 kl. 14:31
flott framtak!
Brjánn Guðjónsson, 9.6.2008 kl. 17:26
Bara einn dalur, hugsið ykkur !!!
Frábært framtak!
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 9.6.2008 kl. 19:19
Tengill kominn á mína síðu.
Faktor, 9.6.2008 kl. 20:44
Ætla þessir menn að bera ábyrgð á því ef olíuslys verður ? Við verðum með olíuskip á rúntinum á fiskimiðum okkar.
Anna Einarsdóttir, 9.6.2008 kl. 23:21
Áhrifaríkt myndband. Hef lengi haft uppáhald á þessu lagi og ekki síður textanum (mun klæðilegra en Ó Guð vors lands). Þetta lag er nefnilega lofsöngur um landið okkar og fyllir mann stolti yfir að þekkja það eins og það er.
Takk fyrir.
Kristjana Bjarnadóttir, 9.6.2008 kl. 23:52
þetta er nú bara bull hjá þér, þjófnaður á tónlist til að blanda saman við myndskeið sem eru illa saman sett og villandi,,,
komdu með einhverja afgerandi lausn fyrir fólkið sem er á Vestfjörðum í dag í stað þess að agnúast út í það að það sé kannski eitthvað í farvatninu fyrir okkur sem ennþá erum hér fyrir vestan,, það virðist vera alfarið stefna ykkar í 101 rvk. að vera á móti hagsæld á landsbyggðinni, tek sem dæmi virkjanir og álversframkvæmdir fyrir austan, bara gott fyrir fjórðunginn, af hverju ekki eitthvað fyrir Vestfirði ? 101 Rvk. er að mestu byggð upp af landsbyggðarfólki og hverjir eiga að halda ykkur uppi ef landsbyggðin fær ekki tækifæri til að njóta sín ?
Halldór Þórðarson/dóritaxi, 10.6.2008 kl. 00:17
Olíuhreinsistöð = Hagsæld ?
Það vildi ég að hægt væri að spóla til baka og bakfæra kvótamakkið sem fór svo illa með landsbyggðina. En því miður, misvitrir menn taka misvitrar ákvarðanir. Hvað þýðir olíuhreinistöð mörg olíuskip á ári ? Með tilheyrandi slysahættu. Vilja Vestfirðingar taka sénsinn á því að eyðileggja fiskimiðin endanlega ?
Spyr fávís kona af landsbyggðinni.
Anna Einarsdóttir, 10.6.2008 kl. 12:24
Atvinna = Hagsæld !
Það þurfa allir að hafa atvinnu og til að það megi gerast þá verður að gera eitthvað raunhæft í þeim málum hér á Vestfjörðum við getum ekki öll lifað á því að sýna brottfluttum svæðið.
Og að sjálfsögðu fylgir allri framþróun viss áhætta, hvað t.l.d. með skemmtiferðaskipin ?
þeim fylgir stórhætta bæði fyrir lífríkið og einnig farþegana þau geta rekist á ísjaka og á hvort annað hvað gerist þá ?
Nei ef við þorum aldrei þá gerist ekki neitt og er þá ekki best að koma sér fyrir á öruggum stað með hjálm á höfði bara til að vera viss og öruggur með sig ?
Halldór Þórðarson/dóritaxi, 10.6.2008 kl. 17:01
Atvinna í olíuhreinsistöð verður (að öllum líkindum) byggð á ódýru farandvinnuafli, meðan íbúar sjálfir þurfa annað hvort að taka á sig láglaunastörf, eða horfa upp á innflutt vinnuafl vinna þetta.
Einar Indriðason, 10.6.2008 kl. 17:45
Ég skil ekki hvernig örfáir einstaklingar geta tekið "ein dal" á Íslandi eins og þeir orða það og breytt honum í olíudrullupoll og það kemur bara engum öðrum við... svei og puff... djöf... heimska...
Brattur, 10.6.2008 kl. 20:05
Frábært framtak og nauðsynlegt.
Ekki láta röksemdir líkt og frá "dóra taxa" slökkva í ykkur. Það er vissulega fáránleg samlíking að tala um slys á olíuskipum og skemmtiferðaskipum sem sambærileg atvik.
Aðeins þarf að nefna einn hlut í því tilliti og er það sú staðreynd að bæði skipin þurfa ákveðna brennslu olíu til að geta silgt á milli staða. Þar af leiðandi verður slys af völdum olíuskips, sem mun sigla mun oftar og bæði yfir vetrar og sumartíma, verða miklu hættulegra lífríkinu.
Takk fyrir og gangi þér vel!
Ólafur Sveinn Jóhannesson (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 23:58
Takk!
Ég set þetta inn á mína síðu.
Harpa J (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 10:18
Takk fyrir innlit og innlegg.
Við Halldór Þórðarson/dórataxa segi ég þetta: Þótt þú sért leigubílstjóri á Patreksfirði og kannski góðvinur Ragnars sveitarstjóra, sem leikur aðalhlutverkið í myndbandinu mínu, veistu að þetta er ekki bull sem ég er að segja. Og mér þykir þú ansi vogaður að saka mig um þjófnað. Ég fékk reyndar góðfúslegt leyfi til að nota lagið - einmitt í þessum tilgangi. Hvort samsetning myndskeiða sé góð eða vond skal ég ekki dæma um, þetta er frumraun mín eins og ég gat um í færslunni og eflaust má gera þetta miklu betur. Þú ert væntanlega fær til þess fyrst þú sérð svona mikla annmarka á henni. En myndskeiðin eru alls ekki villandi - þau eru annars vegar sönn mynd af náttúrufegurð Vestfjarða og hins vegar myndskeið úr olíuhreinsistöðvum. Mjög einfalt og skýrt.
Að tala um olíuhreinsistöð á Vestfjörðum sem framþróun eru örgustu öfugmæli. Og að bera saman siglingar nokkurra skemmtiferðaskipa yfir hásumarið og drekkhlaðin, risastór olíuflutningaskip allan ársins hring er eins og að leggja að jöfnu mús og fíl. Ég vil benda Halldóri á að horfa og hlusta á Kompásinn sem ég birti í þessari færslu. Þar er talað olíuslys og afleiðingar þeirra og möguleikunum á slíkum slysum á hafsvæðinu undan Vestfjörðum.
Mundu líka, Halldór, að stærstu olíuskip sem hingað eru að koma nú með olíu til Íslendinga eru um 25-30 þúsund tonn. Olía til og frá olíuhreinsistöð á Vestfjörðum yrði flutt í 100 þúsund tonna skipum og þau yrðu margfalt, margfalt fleiri en litlu skipin sem nú eru hér á ferðinni. Hér á stærðarmunur músar og fíls jafnvel betur við bæði hvað varðar stærð skipa, magn olíu og fjölda ferða.
Þú ættir að halda svona þönkum fyrir þig, Halldór. Þeir afhjúpa líkast til meira en þú kærir þig um ef betur er að gáð.
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.6.2008 kl. 13:16
Ég vil geta þess í tengslum við orð mín um stærð olíuflutningaskipanna að þessar upplýsingar eru fengnar úr viðtali við Magnús Ásgeirsson, innkaupastjóra hjá N1, sem birtist í Speglinum 28. febrúar sl. Hann ætti að vita þetta og fara rétt með.
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.6.2008 kl. 13:20
Er ekki hægt að setja þetta myndband á youtube eða álíka vefsíðu, svo það sé hægt að dreifa því víðar?
Svala Jónsdóttir, 11.6.2008 kl. 13:38
Olía er þverrandi orkulind, hve lengi er meiningin að stöðin virki? Ég er ansi hrædd um að skemmdirnar á dalnum yrðu ekki teknar til baka, eftir að olían er á þrotum. Ónýtur dalur fyrir allt of örfá ár. Anna vélstýra er með frábæran pistil um þessa hlið á málinu, og þar fer sannarlega ekki „bleeding heart náttúruverndarsinni“.
Þetta er svo ótrúleg tímaskekkja að það tekur engu tali. Burtséð frá því hvernig er verið að fara með náttúruna.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 11.6.2008 kl. 17:39
(það sést svolítið illa að orðin „frábær pistill“ í kommentinu hjá mér að ofan eru tengill. Smellið endilega á hann).
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 11.6.2008 kl. 17:40
Sammála, Hildigunnur. Pistill Önnu vélstýru var frábær og gaman að fá hennar vinkil á málið. Ég linkaði meðal annars á pistil Önnu hér.
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.6.2008 kl. 19:51
Svala... ég kann ekki að setja inn á Youtube, bara að taka þaðan efni...
Lára Hanna Einarsdóttir, 11.6.2008 kl. 19:52
Gott að þú vekur athygli okkar á þessu efni.
Einstaklega áhugavert og mikilvægt.
Björn Jónsson (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 21:12
Lára Hanna, það er enginn vandi að setja efni inn á Youtube, þú þarft bara að skrá þig þar, svo er maður leiddur í gegn um ferlið.
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 12.6.2008 kl. 11:02
Einn skitinn dalur í allri víðáttu vestfjarða. Svo förum við í bíltúr og étum rækjusamlokur og drekkum dæet kók í SUVinu okkar meðan við dáumst af ljósadýrðinni, með hægri hönd á brjósti. Ég verð bara hýr við tilhugsunina.
Villi Asgeirsson, 12.6.2008 kl. 19:08
Glæsilegt kæra vinkona,
það er bara svo ótrúlegt og fáránlegt að hugsa til þess að heilvita fólk vilji gera Ísland að einhverskonar iðnaðarruslafötu heimsins.
Þórunn (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 00:30
Hildigunnur og aðrir... myndbandið var sett á YouTube - það er hér.
Lára Hanna Einarsdóttir, 14.6.2008 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.