Myndskreytt útvarpsefni

Sumir eru jafnari en aðrir, það vita allir þótt við séum langflest afskaplega ósátt við hina gríðarlegu misskiptingu sem nú er orðin á Íslandi. Ljósmæður standa nú í kjarabaráttu og setja fram sanngjarnar kröfur um leiðréttingu á launum sínum sem tæki mið af hinu langa námi sem þær hafa að baki. Þjóðin styður þær heilshugar. Það er ekkert svigrúm, segir dýralæknirinn. En hvað gerist þegar fjallað verður um eftirlaunaósómann og kjaranefnd ákveður launahækkanir "hinna jafnari" í þjóðfélaginu? Verður svigrúm þá sem ekki er núna?

Þegar ég íhugaði fyrst að blogga spurði ég sjálfa mig auðvitað um hvað ég myndi skrifa. Það fyrsta sem kom upp í hugann var útvarpið - Rás 1. Gamla gufan. Vanmetnasta útvarpsstöðin á Íslandi en jafnframt sú langbesta. Hægt væri að skrifa marga bloggpistla um ótalmarga þætti á þeirri eðalstöð. Ég hef þó hingað til látið nægja að nefna nokkra þætti í ýmsum pistlum, vitna í þá og setja þá inn á tónspilarann. Þar er heilmikið útvarpsefni, ýmist heilu þættirnir eða brot úr þeim.

Einn þessara frábæru útvarpsþátta á Rás 1 er Samfélagið í nærmynd sem er á dagskrá alla virka daga milli 11 og 12 á morgnana. Leifur Hauksson er þar fasti punkturinn í tilverunni og hann gerði þennan snilldarpistil. Þegar mér datt í hug á sínum tíma að fjalla um útvarpið hvarflaði samt aldrei að mér að ég ætti eftir að myndskreyta útvarpsefni - en það var ég að gera og afraksturinn birtist hér fyrir neðan. Pistill Leifs hreinlega bauð upp á það, hann var svo myndrænn. Alltaf má gera betur en þetta verður að duga sem frumraun á þessu sviði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kona; mig langar að knúsa þig.  Frábær ertu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.9.2008 kl. 20:45

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Alger snilld.  Takk fyrir þetta

Sigrún Jónsdóttir, 5.9.2008 kl. 23:22

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þú klikkar ekki

Hólmdís Hjartardóttir, 6.9.2008 kl. 00:12

4 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Leif Hauksson mætti fleira fjölmiðlafólk taka sér til fyrirmyndar - hann er frábær.  Og í ljósi getu- og dugleysis ráðamanna sí og æ, þá hlýtur maður að spyrja, hvort stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar um bætt kjör kvennastétta hafi bara verið hugar- og/eða utanlegsfóstur...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 6.9.2008 kl. 10:00

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Því miður gott fólk, því miður. Ef boðað yrði til útifundar um fyrirhugaða virkjun Gullfoss fyrir nýtt álver hjá Geysi í Haukadal kæmu 2000 manns hið mesta. Ef boðað yrði til útifundar um að auka þorskafla um 100 þús. tonn sem yrði stærsta og skilvirkasta aðgerð í efnahagsmálum okkar og myndi leysa flest þau vandamál sem nú blasa við í því efni- ég efast um að ég sæi 500 manns.

Ef auglýst yrði bein útsending á risaskjá af úrslitaleik í úrvalsdeild enska boltans milli Manch. United og Liverpool læmu 150,000 manns og öskraði samfellt í 90 mínútur.

Svona er nú pólitísk tilvera okkar þjóðar í dag.

Árni Gunnarsson, 6.9.2008 kl. 11:32

6 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

weekend_662605.gif

Anna Ragna Alexandersdóttir, 6.9.2008 kl. 14:03

7 identicon

Frábær pistill hjá Leifi og sterk framsetning hjá þér. Magnað alveg! Takk fyrir mig.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 17:25

8 identicon

Alveg frábært - tær snilld!!  Takk fyrir.

Edda í Englandi (IP-tala skráð) 6.9.2008 kl. 19:42

9 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Leifur er nottla snillingur hinn mesti.  Jamm.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 7.9.2008 kl. 00:02

10 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Létt á því og skemmtileg ábending til ráðamanna. Frumraunin í myndblöndun þræl sterk. Leifur góður, já og takk fyrir síðast, gaman að hitta þig Lára Hanna .

Eva Benjamínsdóttir, 7.9.2008 kl. 04:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband