Fyrir hvað borgum við ráðherrunum laun?

Hvað borga ég Árna Mathiesen í laun á mánuði? Milljón? Tvær? Ég veit það ekki og fann ekki upplýsingar um það. Þó er ég vinnuveitandi hans og hlýt þar af leiðandi að gera kröfur til árangurs í starfi, viðveru og að hann sinni aðkallandi verkefnum. Árni er dýralæknir að mennt en starfar sem fjármálaráðherra íslensku þjóðarinnar - hvernig svo sem fólk fær það til að ganga upp.

Fjárhagur þjóðarinnar ku vera á heljarþröm - það segja allir nema ráðherrar. Lítið sem ekkert hefur heyrst frá Árna... og reyndar ekki heldur frá hinum ráðherrunum sem eru á launaskrá hjá þjóðinni. Árni fjármálaráðherra hefur engar lausnir, engar tillögur - það kemur ekkert af viti frá honum. Hann hlýtur að vera búinn að týna buddunni.

Eitt heitasta deilumálið þessa dagana og vikurnar er kjarabarátta ljósmæðra. Sem fjármálaráðherra og aðalviðsemjandi ljósmæðra fyrir hönd þjóðarinnar myndi maður ætla að Árni ætti að vera vakinn og sofinn yfir viðræðunum og leggja sitt af mörkum. Hann fær jú meðal annars borgað fyrir það - úr okkar vasa. En hann nennti ekki að sinna starfinu og stakk af í réttir í nýja kjördæminu, væntanlega til að snapa atkvæði. Er það ekki brottrekstrarsök? Það væri það í öllum venjulegum fyrirtækjum, er ég hrædd um.

Ég hef ekki í annan tíma skynjað eins mikinn stuðning meðal þjóðarinnar við kjarabaráttu neinnar stéttar eins og ljósmæðra nú. Síðast þegar ég skynjaði viðlíka samstöðu um eitthvað mál var þegar hið alræmda fjölmiðlafrumvarp var í bígerð.

Hér er enn eitt myndbandið til stuðnings ljósmæðrum, hið fjórða í röðinni. Málstaðurinn er þess virði. YouTube linkur hér fyrir þá sem vilja styðja málstaðinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Snilld hjá þér. Og nei, enginn vinnuveitandi myndi sætta sig við svona hegðun og enginn vinnuveitandi hefði ráðið hann í þetta starf..... nema kjósendur Sjálftökuflokksins....

Haraldur Davíðsson, 14.9.2008 kl. 02:06

2 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Jamm aðstoðarmennirnir með ríflega tvöföld ljóssmæðralaun. Ég segi enn og aftur: þessa deilu á að setja fyrir kjaradóm. Hann hefur alltaf verið örlátur við ríkisstarfsmenn sem hann fjallar um, embættismennina. - En flott myndband Lára Hanna, eins og alltaf.

Haraldur Bjarnason, 14.9.2008 kl. 05:29

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Lára Hanna Gott innlegg að vanda.

Við skulum fyrst afgreiða kæru Árna, með henni sýnir hann óafsakanlegt dómgreindarleysi.

Held að öllum sé ljóst að við þurfum að lagfæra laun ljósmæðra,

.... við erum að sigla inn í eitt erfiðasta tímabil sem við höfum séð lengi. Vandi við miklar launahækkanir núna, eru að þá er mjög líklegt að aðrar stéttir komi og biðji um leiðréttingu líka. Ef við fáum miklar launahækkanir nú, mun það þýða meira atvinnuleysi  mjög fljótlega.

Hef mikla samúð með ljósmæðrum, en held að við ættum að hlusta á Ingibjörgu Sólrúnu. Hún segir að eðlilegt sé að hækka ljósmæður eitthvað, en ekki um 25%. Ástæða þess er ekki að Ingibjörg vilji ekki hækka laun kvennastétta. Það er enginn vandi að standa á hliðarlinunni og kalla inná.

Sigurður Þorsteinsson, 14.9.2008 kl. 08:52

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir þetta Lára Hanna

Sigrún Jónsdóttir, 14.9.2008 kl. 09:16

5 identicon

Hegðun fjármálaráðherra undanfarið er með öllu óskiljanleg og óhætt að segja að hann sé ekki starfi sínu vaxinn, það er eins og hann liggji þarna í fjármálaeftirlitinu með dúnsæng og láti fara vel um sig meðan hann hundsar þarfir annara.

Það að ljósmæður skuli hafa lægri laun en hjúkrunarfræðingar en 2 árum meiri menntun er með öllu óskiljanlegt, ég efast að fjármálaráðherra viti af þessu en ef svo er þá er hann ekki með fullu ráði.

ég eignaðist mitt 4 barna núna síðast í júlí og ekki veit ég hvar við værum án ljósmæðranna sem vinna frábært starf bæði við að taka á móti börnunum og einnig við að fræða og aðstoða verðandi foreldra eftir bestu getu til þess að allt fari sem best fram.

Áfram Ljósmæður, látið ekki ríkisvaldið buga ykkur þið ættuð að vera með hærri laun en þessir ráðherrar sem tæpast eru starfi sínu vaxnir.

Steinar Immanuel Sörensson (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 10:33

6 identicon

Þú ert frábær Lára Hanna og alltaf gaman og fræðandi að lesa bloggið þitt.  Dýralæknirinn Árni  er heppinn en ekki að sama skapi skynsamur né snjall.  Hefur fólk spáð í hvað liggi eftir manninn sem ráðherra í tveimur ráðuneytum?  Hann er í Sjálfstæðisflokknum og var svo heppin að verða ráðherra sjávarútvegsmála og aftur svo heppin að að detta í fjármálaráðherrastólinn.  Þetta er ekki maður sem hefur unnið sig upp í þessar stöður.  Um það getur þjóðin verið sammála.  Þær voru færðar honum á silfurfati án þess að hafa þurft að vinna fyrir þeim eða sanna sig á einhvern hátt.   Hefur þjóðin orðið vör þess að hann hafi sómatilfinningu? Ábyrgðartilfinngu? Stjórnmálahæfileika? Eða yfir höfuð eitthvað til að bera sem ráðherra þarf?  Það er ekki einu sinni svo vel að maðurinn kunni að skammast sín.  Það er svo að ungfolar eru rígbundnir og mýldir þegar dýralæknar vana þá.  Kannski er það aðferðin sem Árni ætlar að beita ljósmæður.  Bara mýla þær.  Mín skoðun er einfaldlega sú að Árni er þjóðinni ekki til sóma, ekki einu sinni sjálfum sér.  Honum er vorkunn.

Sigurður Þórarinsson (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 10:42

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Árni er ráðherra í boði sjálfstektarflokksins.. höfum það hugfast í næstu kosningum að ef þið kjósið sjálftektina, þá er þetta óskapnaðurinn sem við fáum yfir okkur sem ráðherra.

Óskar Þorkelsson, 14.9.2008 kl. 10:55

8 Smámynd: Víðir Benediktsson

það er greinilegt að Árni er á leið út úr pólitík og klárlega búið að lofa honum feitu embætti. Hann er látin moka flórinn svo ekki falli skítur á aðra ráðherra. Honum var fórnað á pólitísku altari Sjálfsstæðisflokksins þegar hann leysti BB af í nokkrar mínútur í Dómsmálaráðuneytinu og setti son Davíðs í embætti héraðsdómara sem var þó aðeins einu þrepi ofan við að teljast óhæfur. Það má heldur ekki gleyma því að Árni er ekki einn í þessari ríkisstjórn, ef einhver annar ráðherra er ekki tilbúin að leggja blessun sína yfir gjörðir Árna verður viðkomandi að koma út úr skápnum og tjá sig. Með þögn er verið að samþykkja gjörninginn.

Víðir Benediktsson, 14.9.2008 kl. 11:35

9 Smámynd: Sævar Einarsson

Það skyldi þó aldrei vera að Árni sé að fara að taka við af Frikka í Landsvirkjun, það kæmi mér hrein ekki á óvart og þetta er snilldar pistill hjá þér.

Sævar Einarsson, 14.9.2008 kl. 11:43

10 Smámynd: Haukur Nikulásson

Flott myndband og auðskilið. Sá þetta á öðru bloggi (jenfo) og þetta verður örugglega skoðað víða. Til hamingju með framtakið.

Haukur Nikulásson, 14.9.2008 kl. 11:53

11 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Oðið dýralæknir er orðið klámfengið eftir framgöngu Árna. Ofan á allt klúðrið er hann orðinn stétt sinni til minnkunar. Það hefur nú heyrst áður að það sé ekki góður tími til að semja, reyndar held ég að það sé frekar regla en undantekning.

Rut Sumarliðadóttir, 14.9.2008 kl. 12:23

12 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

snilld hjá þér eis og alltaf....og framlag þitt nýtur athygli ljósmæðra það veit ég.  Árni......það er ekki hægt að ræða hann meira......taktlaus með öllu.

Hólmdís Hjartardóttir, 14.9.2008 kl. 14:30

13 Smámynd: Ólafía Margrét Guðmundsdóttir

Takk Lára Hanna,  myndböndin þín eru hrein snilld.   Þau eru frábært innlegg í okkar baráttu.    Talandi um aðstoðarmenn ráðherranna,  hvað hafa aðstoðarmenn landsbyggðarþingmanna í laun ?   Hvað þarf til að komast í slíkt embætti ?   6 ára nám, kannski meira,  eða er kannski nóg að hafa góða sambönd ?

Ólafía Margrét Guðmundsdóttir, 14.9.2008 kl. 14:54

14 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

mér tekst ekki að setja þetta inn

Hólmdís Hjartardóttir, 14.9.2008 kl. 16:30

15 identicon

Frábær samantekt og hárbeitt myndband! Ég set það inn hjá mér líka, takk fyrir mig.

Dagný Reykjalín (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 17:11

16 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég sem kennari myndi nú fá einn á baukinn ef ég færi úr vinnunni og væri að skemmta mér í réttunum. Ég væri líka ómöguleg ef ég neitaði nemendunum sífellt um svar af því bara að mig langar ekki að svara eða það er óþægilegt að svara.  Ráðherra fjármálanna finnst hins vegar allt í lagi að hann hagar sér svona enda er hann á flottu kaupi og enginn getur sagt honum upp.

Úrsúla Jünemann, 14.9.2008 kl. 17:56

17 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Flott og beitt, eins og þér er lagið

Kærar kveðjur úr Alpafjöllum

Brjánn Guðjónsson, 14.9.2008 kl. 17:59

18 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hann er að sjálfsögðu ekki að vinna fyrir laununum sínum, hann ætti nú bara að fara í dýralækningarnar þar á hann heima.
Aðra eins kvenfyrirlitningu sem hann sýnir ljósmæðrum þessa lands, fyrirfinnst eigi.
Þær mega ekki guggna á þessu.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.9.2008 kl. 18:02

19 identicon

Snilld hjá þér.

MAGNUS FINNUR HAUKSSON (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 20:59

20 Smámynd: halkatla

Ég hefði aldrei búist við neinu öðru af honum eða öðrum af hans tagi og ég meina sko ekki dýralækna... ( kisurnar mínar hafa aldrei fengið annað en gæðaþjónustu hjá þeim)

En þú hefur alveg fullkomlega rétt fyrir þér, einsog vanalega. 

halkatla, 14.9.2008 kl. 22:31

21 Smámynd: Valgeir Bjarnason

Það er reginhneyksli að ráðherra í ríkisstjórn Íslands skuli vera á fylleríi í réttum meðan á þingfundi og atkvæðagreiðslum stendur. Þetta á einnig við um hinn Árnann. Mér finnst þeir sýna kjósendum sínum fingurinn með þessu athæfi.

Annars voru fleiri en talsmenn ríkisstjórnarflokkanna að verja málsóknina á ljósmæðurnar í  Silfri Egils í dag. Mér kom verulega á óvart afstaða Kristinns H Gunnarssonar gagnvart því máli, en honum fannst alveg sjálfsagt að leggja þetta mál fyrir dómstóla. Hvað býr þar undir? 

Valgeir Bjarnason, 15.9.2008 kl. 00:03

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Sem fjármálaráðherra og aðalviðsemjandi ljósmæðra" (!!!)

Þetta er allt á sömu bókina lært hjá þér Lára Hanna.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.9.2008 kl. 00:10

23 identicon

Ég tók eftir því að Ingibjörgu Sólrúnu fannst of dýrt að hækka laun ljósmæðra um fjórðung, eiginlega of mikið (mætti kannski vera svolítið minna). Hvað er það há upphæð á ári? Af hverju er svona lítið mál að eyða mörg hundruð milljónum á ári af íslenskum skattpeningum í útlendar heræfingar? sem Ingibjörg virðist hafa sérstakan áhuga á. Af hverju er almenningur svona sinnulaus gagnvart þeirri sóun? Af hverju kjósa svona margir hagsmunaklúbbinn í Valhöll? Af hverju eykst fylgi Samfylkingarinnar, sem virðist ekki sjálfri sér samkvæm?

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 00:11

24 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Lára Hanna, mér finnst myndbandið hjá þér aldeilis frábært og upplýsandi. Ég skellti því inn á mína síðu og gleymdi svo í ákafanum að þakka þér sérlega áhugaverða pistla. Það er með ólíkindum allur seinagangurinn í þessu máli. Það liti öðruvísi út ef karlarnir þyrftu að ganga með börnin. - Ljósmæður þjóðin stendur með ykkur. Áfram stelpur þið eigið miklu betra skilið!

Eva Benjamínsdóttir, 15.9.2008 kl. 00:53

25 Smámynd: Steingrímur Helgason

Atarna kom ein góð spörn...

Af hverju eykzt fylgi Samfylkíngarinnar!

(Já, & takk fyrir fyrirtaks pistil & myndband, Lára Hanna).

Launaleiðréttíng ljósmæðra, er fyrir mér ekkert endilega kvenréttindamál, heldur jafnréttismál beggja kynja.  Mér þykir nefnilega miður að enn sé verið að dilkadraga í 'kvennastarfsstéttir' sem undirmálsfólk, sem að vondi karlmaðurinn sé að pína endalauzt & klappa á bozzann á.  Ég sem gömul kvennaliztakona, á alltaf jafn erfitt með að kyngja svona málflutníngi frá velmeinandi 'femýnizdabeljum' sem að vilja verða frekar 'ráðherfur' en að koma einhverju vitrænu á framfæri í sínu þingkvennastarfi.

En, um leið, skil ég ekki lengur dálæti sama fólks á ISB, sem að var nú mín 'forkvinna' í den tid ázamt Sigríði Dýnu Sóphuzsonar.

Ég skil Sjálfstæðisflokkinn & hvað hann stendur fyrir, ég þekki þar til & gútera þeirra hlið, þeirra stjórnmál, þeirra umfjöllun, en umburðarlyndi þeirra sem að kenna sig við félagslegann jöfnuð & jafnrétti & finna sig enn innann Samfylkíngarinnar ?

Vitiði, ég finn frekar samhljóm með Guðna & kúnni hanz...

& frá mér, er það langt til gengið ...

Steingrímur Helgason, 15.9.2008 kl. 01:01

26 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er flokkurinn sem á ekki að kjósa.. það versta er að hinir flokkarnir eru gaga líka.
Nýtt afl er það eina sem dugar gegn rugli og bulli

DoctorE (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 14:20

27 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Heyr heyr Herr Doktor ! Flokkarnir eru úr sér gengnir allir sem einn.

Haraldur Davíðsson, 15.9.2008 kl. 16:09

28 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Væri það þá bloggflokkurinn? Eða böggflokkurinn?

Rut Sumarliðadóttir, 15.9.2008 kl. 17:43

29 identicon

Takk kærlega fyrir stuðninginn, þetta eru frábær myndbönd hjá þér.

Hildur Brynja (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 18:40

30 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Glæsilegt myndband hjá þér.

Jens Sigurjónsson, 16.9.2008 kl. 03:03

31 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það vantar alla gagnrýni á ráðherra Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans á þessari síðu.

Óðinn Þórisson, 16.9.2008 kl. 15:41

32 identicon

Stundum... eða eiginlega mjög oft þegar ég les fréttir, bæði innlendar sem og erlendar þá flýgur í huga minn sú hugmynd að heimurinn sé farinn að þróast afturábak.
Stjórnmálamenn virðast vera meira og minna út að aka, menn karpa fram og til baka um akkúrat ekki neitt...spítnabrak er orðið mikilvægara en fólkið... það versta er að fólkið sjálft málar sig inn í sama horn og stjórnmálagúbbarnir.
Getur verið að náttúruval sé farið að taka heimsku/græðgi & snobb framyfir allt annað, getur verið að við séum að koma að endamörkum tegundarinnar.. segi svona

DoctorE (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 22:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband