Áfellisdómur að utan

Nú er mikið skrifað og skrafað um viðvaranir allra mögulegra aðila í útlöndum sem reyndu að benda Íslendingum á hvernig komið væri fyrir efnahag þjóðarinnar og hvert stefndi. Þeir voru umsvifalaust úthrópaðir sem öfundarmenn og illgjarnir með afbrigðum. En komið hefur í ljós að flestir höfðu þeir rétt fyrir sér og yfirvöld hefðu betur lagt eyrun við viðvörunum þeirra.

Fyrir rúmum þremur mánuðum, nánar til tekið 2. júlí sl., skrifaði breski hagfræðiprófessorinn Robert Wade grein í Financial Times undir yfirskriftinni "Iceland pays price for financial excess" þar sem hann gagnrýndi óhóf í efnahagsmálum á Íslandi. Hann spáði stjórnarslitum sem enn hafa þó ekki orðið hvað sem síðar verður. Ég skrifaði um þetta lítinn pistil sem sjá má hér.

Meðal annars sagði Wade þá "leiðréttingu" sem nú ætti sér stað afleiðingu hraðrar einkavæðingar og léttvægs lagaramma. Einkavæðingin hafi verið lituð af pólitík, kaupendurnir nátengdir stjórnvöldum en haft lítið vit á bankastarfsemi. Þetta eru blákaldar staðreyndir og sannleikur sem allir vita og hafa fordæmt harðlega - nema þeir sem á því græddu og fylgismenn flokkanna sem að einka(vina)væðingunni stóðu. Er ekki rétt að halda þessu til haga, þótt ekki sé nema til að afstýra því að slíkt gerist aftur?

Hér er frétt RÚV um grein Wades 2. júlí sl.

Þegar Þorfinnur Ómarsson innti forsætisráðherra eftir viðbrögðum við grein Wades í Íslandi í dag 3. júlí sagði hann orðrétt: "Það er bara einhver pólitísk skoðun þessa manns sem skrifar þessa grein og ég er auðvitað ekkert sammála því. Þetta er bara eins og hver önnur aðsend grein í DV eða einhverju slíku blaði." Geir lagði þarna að jöfnu DV og Financial Times. Þetta má sjá og heyra í þessu myndbandi.

Í fréttum Sjónvarpsins í kvöld var viðtal við Robert Wade og hann var myrkur í máli. Ætli einhver vilji hlusta í þetta sinn? Eða metur forsætisráðherra málið þannig að RÚV sé bara gul pressa eða slúðurfjölmiðill með annarlegar hvatir? En kannski var hann bara að hrósa DV með fyrrnefndum ummælum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf að fara borga þér laun


Bestu þakkir.

baldur mcqueen (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 21:10

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Á launalistann með þig kona.

Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.10.2008 kl. 22:35

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég vildi óska að einhver borgaði mér fyrir alla þessa vinnu. Einhverjar hugmyndir um launagreiðanda? 

Lára Hanna Einarsdóttir, 7.10.2008 kl. 23:12

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Nú gengur hver undir annars hönd og hrósar þeim Geir og Davíð fyrir skarpskyggni og landsföðurlegar ábendingar um að þjóðin haldi ró sinni. Það minnir mig á bæjarstjórann sem fór í reiðtúrinn með hestamannafélaginu. Alls óvanur hestum féll hann auðvitað af baki þegar reiðin tók að harðna. Síðan höfðu menn það að skopi hvað það hefði verið aðdáunarvert hvað hann datt fallega.

Árni Gunnarsson, 7.10.2008 kl. 23:26

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Tek undir með þeim sem vilja þig á launaskrá.  Eitt er víst að Íslensku fjölmiðlarnir eru ekki að standa sig eins vel og þú.

Sigrún Jónsdóttir, 8.10.2008 kl. 01:11

6 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 8.10.2008 kl. 01:42

7 identicon

Skýr og góð samantekt, alveg á punktinum eins og venjulega! Takk fyrir!

Petra Mazetti (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband