Silfur Egils í dag

Góður þáttur. Enn gerir Egill lítið út mótmælunum í gær, blessaður. Og ég skil ekki af hverju Dr. Gunni lagði nafn sitt við mótmælin miðað við hvernig hann talaði um þau. Kristján Þór og Kristrún áttu bágt. Þau geta ekki varið flokkana sína á trúverðugan hátt - enda kannski ekki hægt. Úlfar var frábær! Ég tek undir allt sem hann sagði.

Vettvangur dagsins

 Einar Már Guðmundsson - alltaf góður

Jón Baldvin Hannibalsson - fer á kostum

 

Einar Már - Morgunblaðið 16. október 2008 - smellið til að stækka

Einar Már Guðmundsson - Mbl. 16. okt. 2008


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Mér finnst eiginlega kominn tími á að fólk kasti af sér flokksfjötrunum og taki málefnalega afstöðu sem byggð er á sannfæringu ekki stefnuskrám og stöðu flokka í valdabatteríi.

Ef ekki núna þá hvenær?

Mér fannst Dr. Gunni standa sig ágætlega í því að dissa mótmælin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.10.2008 kl. 15:17

2 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Sæl Lára Hanna. Nú er ég þér algjörlega ósammála. Hef haft afskaplega gaman að hlusta á þættina hans Egils í gegnum tíðina. Í þessum og síðasta þætti finnst mér hann missa tökin. Hlutverk hans er að skapa jarðveg fyrir lýðræðislega umræðu og greiningu, en ekki að fara í dómarasæti eða ráðskast með umræðuna. Egill hefur alls ekki verið hlutlaus í þessum þáttum. Þetta er kallað Styrmisveiki og grasseraði í herbúðum Morgunblaðsins síðustu árin. Þá taldi ritstjórinn t.d. að ráðherrar ættu að koma reglulega í tíma til sín. Svo taldi hann það vera hlutverk sitt að blanda sér í dómsmál.

Gagnrýndi ritstjórann fyrrverandi í eitt sinn og hann svaraði með dónaskap og hortugheitum. Setti þá ofan í við hann og þá bauð ritstjórinn mér í morgunkaffi. Hélt í fáfræði minni að þar ætti að ræða málin, og hann ætlaði að biðjast afsökunar á dónaskapnum. Alls ekki. Þarna hitti ég gamalmenni sem var búinn að missa ráð og rænu og hélt að hann væri kominn í hlutverk fyrirlesara. Kláraði einn kaffibolla, og þakkaði fyrir mig. Skildi þá hvers vegna Morgunblaðið var komið í það ástand sem það var komið í. Hefði einhver sagt mér að ritstjórinn hefði farið með kassa niður á Lækjatorg og staðið á öðrum fæti og gaggað, hefði það ekki komið mér á óvart.

Ekki með Egil heldur. Hann þyrfti að komast í Hveragerði í einhvern tíma.

Sigurður Þorsteinsson, 19.10.2008 kl. 15:20

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Úlfar var frábær og reyndar Einar Már líka

Hólmdís Hjartardóttir, 19.10.2008 kl. 15:59

4 Smámynd: Víðir Benediktsson

Einar er bara snillingur.

Víðir Benediktsson, 19.10.2008 kl. 16:21

5 Smámynd: Stefán Gunnarsson

Snilldar grein eftir hann Einar Már, maður er nánast orðlaus eftir þessa lestningu.

Stefán Gunnarsson, 19.10.2008 kl. 16:23

6 Smámynd: Heidi Strand

Ég vona bara að Jón Baldvin fer aftur í framboð.

Heidi Strand, 19.10.2008 kl. 16:33

7 identicon

Sæl Lára

Getur ekki verið að fyrsta og þriðja myndbandið sé eitt og hið sama?  Finn ekki Jón Baldvin.

Bestu þakkir :-)

baldur mcqueen (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 16:41

8 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Aldrei hef ég verið sérlegur aðdáandi Jóns Baldvins. Í Silfrinu í dag var hann gersamlega brilljant. Hann sagði allt sem ég hef verið að hugsa undanfarna daga. Skýrt og skorinort. Hann þorði að segja okkur hversu grafalvarlegt ástandið væri og einnig þorði hann að segja okkur hversu alvarlegt efnahagslegt vandamál við búum við í Seðlabankanum.

Vonandi veit það á gott að það er búið að nefna vandann á nafn. Nú má Samfylkingin hysja upp um sig, hún á enn séns ef hún setur íhaldinu stólinn fyrir dyrnar, verstur skollinn að það bíða tveir stjórnmálaflokkar á varamannabekknum. Hvorugur þeirra hefur andað á Davíð. Hefur einhver velt fyrir sér hversu alvarlegt það er?

Það þýðir á mannamáli að ef Samfylkingin fer í fýlu þá eru nógir um að taka við. Kosningar verða örugglega ekki, íhaldið er með forsætisráðuneytið og getur haldið þessu áfram ef einhver vill vera með þeim og eins og ég sagði það bíða tveir. Í einangrunarstefnu og peningamálum eru VG og íhald algerlega sammála og Framsókn er ætíð til sölu.

Kristjana Bjarnadóttir, 19.10.2008 kl. 17:59

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég varð fyrir vonbrigðum með Dr Gunna, eins og Jenný segir hér að ofan þá tókst honum að dissa þessi mótmæli í grús.. 

Einar var sterkur að vanda..

Jón Baldvin hápunktur silfursins.  sjónarsviptir af honum úr stjórnmálum. 

Óskar Þorkelsson, 19.10.2008 kl. 18:08

10 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Egill verður í næsta þætti sínum að „bojkotta“ íslenska stjórnmálamenn. Þeim er ekki sjálfrátt þessa dagana og hafa ekki verið lengi...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 19.10.2008 kl. 20:15

11 Smámynd: Óðinn Þórisson

Kristján Þór bar af í þessum þætti.
Þeir sem stóðu að eineltinu í gær gagnvart Davíð Oddsyni hljóta að hafa orðið fyrir gríðarlegum vonbrygðum með þáttökuna. Hefur fólk ekkert betra en að verða sér til minnkunnar á almannafæri.

Óðinn Þórisson, 19.10.2008 kl. 21:08

12 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég vil láta klóna þennann Óðinn Þórson...

Steingrímur Helgason, 19.10.2008 kl. 22:03

13 identicon

Þau sem hófu þessi mótmæli, á föstudag á Arnarhóli fyrir viku, kröfðust þess að bankastjórn Seðlabankans færi frá. Það var skynsamlegt, svo allt lenti ekki í argaþrasi um persónu ónefnds manns. (Ef til vill ættum við aldrei að nefna hann með nafni meir). Þau sem héldu mótmælunum áfram í gær, hefðu sennilega átt að fara að dæmi þeirra.

En Egill og aðrir sem telja mótmælin of þröngt skilgreind, virðast ekki átta sig á mikilvægi þeirra og málstað mótmælenda. Eitthvað byrgir þeim sín. Hvað skyldi það vera?

Látum meint stórfelld mistök bankastjórnar Seðlabankans liggja milli hluta. En jafnvel þótt það sé gert er staðreynd að bankastjórnin nýtur einskis traust. Hvorki meðal landsmanna né í fjármálaheiminum. Hvergi. Það útaf fyrir sig réttlætir að stjórnin fari frá. Gerir það  nauðsynlegt ef reisa á fjármálakerfi þjóðarinnar úr rústum.

Sú ráðstöfun er alveg jafnknýjandi þótt ónefndur maður veiti stjórninni forstöðu. Opnið augun og lítið framhjá persónu ónefnds manns.

Burt með bankastjórn Seðlabankans! 

Rómverji (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 22:13

14 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir Lára Hanna.  Ég gat ekki horft í dag og það hefur verið gott að horfa á þetta í bútum frá því ég kom heim.

Jón Baldvin, Úlfar og Einar Már....mjöög góðir og töluðu allir mannamál.  Kristján Þór fyrirsjáanlegur en ég var að velta því fyrir mér í hvert sinn sem Kristrún talaði, hvað hún hefði nú haft til málanna að leggja.....ef hún væri ekki aðstoðarmaður Utanríkisráðherra eða ef hún væri í stjórnarandstöð.

Sigrún Jónsdóttir, 19.10.2008 kl. 22:55

15 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

já þátturinn var fínn, Jón Baldvin skýr. Ég tek undir með Einari Má þegar hann bendir á hættuna á því að hér vaxi upp einhver fasismi ef fólk líður spillinguna. Strákarnir í fyrrihlutanum voru góðir en málsvarar stjórnmálaflokkanna voru fáránlegir. Frasakenndir og sömu sefjunartilburðir og venjulega.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 19.10.2008 kl. 23:11

16 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Jón Baldvin talaði mannamál og Úlfar líka. Takk!!

PS: Einnig stórt TAKK til þín Lára, fyrir að halda þessu til haga.

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.10.2008 kl. 00:16

17 identicon

Ég naut aldrei góðs af þessum lánum og skrifaði ekki undir sem ábyrgðamaður. En ég þarf samt að borga....

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 20.10.2008 kl. 02:23

18 Smámynd: 365

Ég hnaut um eitt sem Jón Baldvin sagði í Silfrinu í gær, það var eitthvað á þessa leið:  Ef við hefðum verið í Evrópusambandinu og með Evruna þá hefði þetta aldrei komið fyrir.  Ég spyr, hefðu þá Ríkisbankarnir aldrei verið seldir og eins hefði þessi útrás aldrei komið til.  Bara spyr.

365, 20.10.2008 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband