Varðhundur vinnandi stétta í vonlausri vörn

Ef ég væri ekki orðin svona harðsvíruð vegna atburða undanfarinna vikna hefði ég líklega vorkennt Gunnari Páli Pálssyni. Hann var aumkunarverður og lenti hvað eftir annað í mótsögn við sjálfan sig í viðtalinu við Sigmar. Gunnar Páll á að heita verkalýðsleiðtogi og gæta hagsmuna launþega - okkar minna megandi í samfélaginu. Finnst fólki hann hafa gert það eða er hann sekur um siðblindu? Hér er yfirlýsing formannsins og ég hvet fólk til að skoða eitthvað af bloggpistlunum við fréttina. Og frétt Eyjunnar um málið fékk gríðarleg viðbrögð. Fólk er ekki reitt, það er brjálað. Ef ég væri í VR myndi ég sjálfsagt gera þetta eins og Þráinn.

Strax á eftir Gunnari Páli ræddu þeir Atli Gíslason og Pétur Blöndal málið. Takið sérstaklega eftir skynsamlegum og rökföstum málflutningi Atla og hvað Pétur er ótrúlega sammála honum í flestu.

Ég má til með að bæta þessu við. Ekki bara af því sama mál kemur hér við sögu heldur líka vegna þess að Agnes var eitthvað svo mjúk og kát í kvöld - og mikið til sammála Sigurði G. eins og Pétur sammála Atla. Hún leitaði meira að segja lögfræðiálits hjá honum. Þetta var eitthvað svo sætt eftir öll rifrildin þeirra. Ætli eignarhald Jóns Ásgeirs á Mogganum hafi þessi áhrif á Agnesi? Ja, maður spyr sig...

Ég er viss um að allir hafa tekið eftir því hvað fólki í ábyrgðarstöðum finnst sjálfsagt að ástunda spillingu, klúðra hlutum og vera með allt nið'rum sig án þess að þurfa nokkurn tíma að gjalda þess, hvað þá að axla ábyrgð. Ætli þetta sé ástæðan?

Og til að sem flestu sé haldið til haga vísa ég á þessa færslu Kristjönu sem aftur vísar í Baldur McQueen, sem góðu heilli er farinn að blogga aftur! Fylgist með þeim og í öllum bænum lesið þetta!

Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Viðtalið við Gunnar Pál er eitthvað það mótsagnakenndasta sem ég hef upplifað. Ragnar Reykás var bara eins og kettlingur á laugardaginn var miðað við Gunnar. Varðandi Agnesi þá held ég að hún sé bara farin að hugsa aðeins. Hún er búin að láta út úr sér hverja endemis vitleysuna af annarri undanfarnar vikur og þurft að éta flest ofan í sig. Batnandi fólki er best að lifa. Annars er þín kenning allrar athygli verð.

Víðir Benediktsson, 6.11.2008 kl. 00:16

2 Smámynd: Rannveig H

Og stjórn VR lýsti stuðningi við Gunnar eftir stjórnarfund í kvöld. Þetta er ótrúlegt hvað á að gera við þetta fólk.

Rannveig H, 6.11.2008 kl. 00:29

3 Smámynd: Hreggviður Davíðsson

Þú ert svo fljót að renna út af bloggsíðunum, slíkur er hraðinn og ákafi bloggaranna. Ég hef lengi ætlað mér að votta þér minn stuðning og nú gefst tækifærið. Ég mun kjósa þig ef þú verður í framboði, svo einfalt er það. Það sem Gunnar var að reyna að segja er í stuttu máli það að siðblinda hans og annarra í stjórn Kaupþings er með slíkum endemum, að hvorki hann né aðrir í þeirri stjórn töldu nokkurm vandkvæðum bundið að þeir skrifuðu nýja lögbók landsins og kæmust upp með það! Því miður eru engar þrælagaleiður eftir hér við land, annars hefði ég stungið uppá að Gunnar ásamt allri stjórn bankans hefðu verið munstraðir á fiskibát gerðum út frá vestfjörðum, án helgarfría. Þeir myndu þá með tímanum átta sig á að peningar í vasa kosta erfiði og fyrirhöfn.

Hreggviður Davíðsson, 6.11.2008 kl. 00:33

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta er orðinn einn svaðalegur farsi

Út með spillingarliðið!

Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 00:36

5 identicon

Lára Hanna, þú ert aldeilis fljót að setja fram fréttaflutninginn. Ég held að fólk almennt, jafnvel þó það hafi oft verið á öndverðum meiði, eins og Agnes og Sigurður, og jú svo Pétur Blöndal og Atli, sé bara að sjá og viðurkenna, þó sárt sé, að spillingin hér og hvernig tekið er á málum og hvernig menn hafa svindlað og svínaríast á kostnað almennings, sé það mikil og djúp, að sérhver manneskja með snefil af sómatilfinningu sé agndofa. Allt þetta mál er svo viðamikið og spillt að þeir sem áður rifust eins og hundur og köttur setur einfaldlega hljóða yfir sannleikanum sem er smám saman að koma upp á yfirborðið. Eins og "röksemdafærsla" Gunnars í VR hljómaði eins og biluð grammófónplata, eða eins og hann væri vélmenni sem segði bara það sama aftur og aftur þegar hann var spurður og forðaðist í lengstu lög að segja sannleikann út frá eigin hjarta. Ég held að æ fleiri Íslendingar séu orðnir alveg gáttaðir á ástandinu. Það sem kemur út úr þessu er að fólk mun gera sér grein fyrir valdi sínu og eigin ábyrgð sem mun birtast í næstu kosningum. Þ.e.a.s. að gullfiskaminni kjósenda er horfið. Fólkið mun MUNA. Það er málið. Loksins.

Nína S (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 00:41

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er svo hallærislegt að það er varla hægt að tala um það. Og VR samþykkir þetta.

Hvað er eiginlega að fólki. Það trúir betur vælinu í þessum mönnum en þeim raunveruleika sem blasir við. Ég segi því bara eins og fjöldinn

 Burt með spillingarliðið

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.11.2008 kl. 01:17

7 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Burt með spillingarliðið............ég hef aldrei séð Agnesi svona mjúka

Hólmdís Hjartardóttir, 6.11.2008 kl. 01:46

8 identicon

Þegar Þorgerður Katrín talar um hagsmuni okkar sem þarf að endurskoða í ljósi þeirra stöðu sem við erum í í dag hvað varðar ESB, vaknar óneitanlega sú spurning "Hagsmuna hverra var verið að gæta þegar ekki mátti ræða ESB aðild ?

Ég vil einnig þakka fyrir bloggið sem er með ólíkindum vel gert og bráðnauðsynlegt.

Lilja Skaftadóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 02:10

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Burt með spillinguna.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.11.2008 kl. 02:40

10 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Nokkrar spurningar 

Kaupréttarsamningar veittu æðstu starfsmönnum bankanna rétt til að kaupa hlutabréf á extra lágu gengi og voru þetta þannig hlutabréfakaup.

Hvað voru þessir starfsmenn búnir að eiga þessi bréf lengi og voru arðgreiðlur til þeirra í raun hærri en annarra hluthafa vegna undirverðs.

Var ekki þak eða neinar hömlur á lánum til hlutabréfakaupa (60% 80%) líkt og til húsnæðiskaupa.

Hvað voru þetta löng lán og nutu starfsmenn sérkjara að öðru leiti.

Var ekkert þak í lánsupphæðum, fóru starfsmenn í greiðslumat eða lánshæfismat.

Það er hægt að spyrja endalaust og velta þessu fram og til baka.

Formaður VR er í þannig stöðu að mér finnst afar hæpið að hann sé heppilegur formaður í stéttarfélagi.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 6.11.2008 kl. 02:41

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mátti til með að senda þér þessa, ekki svo gömlu, auglýsingu.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2008 kl. 05:39

12 identicon

Maðurinn var aumkunarverður... bananalýðveldi er alltof virðingarvert nafn fyrir ísland

DoctorE (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 08:07

13 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Stendur V.R ekki fyrir Virðing og Réllæti  það minnir mig, þá verða þeir sem eru í forustu að vinna samkvæmt því er það ekki.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 6.11.2008 kl. 08:21

14 Smámynd: Sigurður Hrellir

Þegar öllu er á botninn hvolft er...

...leikurinn úti!

Ég var að tala við franskan kunningja sem fylgdist með mótmælunum um síðustu helgi. Hann sagði að Íslendingar væru vonlausir mótmælendur enda lítil hefð fyrir slíku hér. Mistök væri að hefja fundinn á tónleikum og fólk gæti ekki bara staðið eins og dæmigerðir áhorfendur með bros á vör.

Hann hélt því fram að það skipti mestu máli að ná athygli umheimsins og þá skipti höfuðmáli að það liti út fyrir að fólk væri virkilega heitt í hamsi og væri raunverulega að segja stjórnvöldum stríð á hendur. Mótmælaspjöld þyrftu að vera á tungumáli sem flestir skilja. Ég ákvað allavega að koma þessu til skila hér.

Burt með allt rotna spillingarliðið!

Sigurður Hrellir, 6.11.2008 kl. 08:37

15 identicon

Sammála að öllu leiti nema að launþegar eru ekki "minna megandi í samfélaginu"

Bobbi (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 10:11

16 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við Íslendingar upplifum hvert vandræðamálið á fætur öðru. Við berum allt of mikið traust til þeirra sem við felum vald yfir fjármálum og ákvörðunum sem eiga að vera í þágu okkar. Víða eru reglur mjög óljósar og jafnvel engar.

Fyrir um 12-15 árum var neyðarfundur kallaður saman í stjórn ASÍ. Tilefnið var mikil óreiða með fjármál eins félagsins og átti formaðurinn ríkan þátt í hvernig fór, m.a. var honum borið á brýn að hafa tekið sjálfur ákvörðun um að lána sjálfum sér úr sjóðum félagsins! Gerðar voru ráðstafnir og m.a. settar strangar reglur um hvað stjórnarmenn mættu og hvað ekki.

Mál formanns VR er að nokkru leyti hliðstætt þó svo ekki sé að sjá að hann hafi verið að skara að sinni eigin köku.

Áleitin spurning er hvort það samræmist að formaður stéttarfélags sitji í stjórn mjög stórs fyrirtækis í þessu tilfelli banka þar sem hann hefur ákvörðunarvald sem aftur hefur mjög mikil áhrif á hag félagsmanna og lífeyrisþega stéttarfélagsins?

Ljóst er enginn geti verið beggja megin borðs. Það væri eins og dómara væri heimilt að dæma í eigin sök.

Spilling er því miður mjög mikil víða um heim. Stjórnvöld í þeim löndum þar sem spilling þrífst vel, vilja ógjarnan setja virkar reglur til að koma í veg fyrir spillinguna. Fyrir nokkrum árum átti eg í ritdeilu á síðum Morgunblaðsins við fjármálaritara eins af stjórnmálaflokkunum um nauðsyn þess að setja sanngjarnar reglur um fjármál stjórnmálaflokkanna. Víða um heim er slíkar reglur jafnvel settar í stjórnarskrá, t.d. í Þýskalandi. Í 21. gr. Grundgesetz des Bundesrepublik Deutschland eins og þýska stjórnarskráin nefnist eru ákvæði um stjórnmálaflokka og þar er þeim gert skylt að upplýsa opinberlega um uppruna og not þess fjár sem þeir hafa undir notum. Tilgangurinn er auðvitað að treysta lýðræðið í landinu og koma í veg fyrir spillingu. Hér aftur á móti montuðu vissir stjórnmálamenn í Stjórnarráðinu hér fyrir nokkrum þarum að engin spilling væri hér alla vega mjög lítil! Á þeim bæ voru teknar ýmsar undarlegar ákvarðanir jafnvel af einum manni sem bundu heila þjóð án þess að hún væri spurð! Þjóðaratkvæðagreiðslur voru jafn fjarri í huga þess manns og fjarlægustu sólkerfi heims.

Ætli þetta sé nokkuð betra hér en í sumum spilltustu ríkjum heims.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.11.2008 kl. 10:28

17 Smámynd: Hulda Elma Guðmundsdóttir

Stjórn VR hefur þegar kysst á vöndinn og fyrirgefið Gunnari. Ég væri ekki hissa þó þeir hefðu boðið honum launahækkun að auki. Þakka þér fyrir góða pistla Lára Hanna.

Hulda Elma Guðmundsdóttir, 6.11.2008 kl. 10:54

18 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Gunnar talaði mjög skýrt í viðtalinu og var alls ekki í mótsögn við sjálfan sig.  Um er að ræða mjög vandaðann mann.  Sigmar bara skildi ekki málið.  Svo er greinilega um fleiri.  Skýr fréttin líka á visir.is við Brynjar Níelsson.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 6.11.2008 kl. 11:12

19 Smámynd: Ásta

Hvað kallast vandaður maður í dag? Eru það þeir sem taka þátt í að stela,svíkja og ljúga?

Ásta, 6.11.2008 kl. 12:57

20 Smámynd: 365

Gunnar kláraði munnvatnskirtlana sína í gær í kastljósinu.  Hann  kingdi og kingdi, þetta var hræðilegt uppá að horfa.  Varðandi hvað Agnes er orðin blýð er vegna þess að Sigurður fékk einhvern verk fyrir ofan síðu eftir að þau töluðu saman í sviðuðu viðtali á annarri hvorri stöðinni.

365, 6.11.2008 kl. 16:12

21 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Já, burtu með spillingarliðið og er það ekki frábært hjá Sigurði G. að halda því fram að við séum öll samsek. Við höfum gapað upp í útrásarvíkingana og tekið þátt í eyðslufylleríinu með því að kaupa okkur flatskjái. Í hvaða veruleika býr þessi maður?

Steingerður Steinarsdóttir, 6.11.2008 kl. 16:15

22 Smámynd: Ásta

Í raun er það rétt hjá Sigurði að við öll þjóðin erum búin að taka þátt í peningaeyðslu...margir hafa farið offari og jafnvel finnur þú 2-3 flatskjái á litlum heimilum (flatskjáir í barnaherbergjunum). En við eigum samt ekki þátt í að bankarnir séu svona stæðir í dag ....og ekki okkur að kenna hversu siðblindir og þjófóttir ráðamenn eru....

Ásta, 6.11.2008 kl. 16:48

23 identicon

Maður veit varla hvað maður á að segja,,nema,, við eigum þetta skilið ,,við mótmælum aldrei,,við göptum upp á þetta lið sem við köllum útrásarlið,,við látum hækka á okkur vexti upp úr öllu valdi og segjum ekki neitt,,þeir sem eru að rannsaka öll spillingarmálin er þeir sömu og komu okkur í þessa stöðu,,og fl og fl og fl..............

Res (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 17:35

24 identicon

Ég neita að taka undir að "öll þjóið" hafi tekið þátt í peningaeyðslunni.  Ég á ekki flatskjá, ekki fellihýsi eða sumarbústað, svo er ég með hillur úr Rúmfatalagernum og eina sem ég fékk í fermingargjöf fyrir 20 árum síðan í stofunni hjá mér. 

Jú, sumir tóku þátt í þessu en alls ekki allir.  Hættið að reyna að koma þessu yfir á okkur öll.

En að öðru, ég er gjörsamlega búin að fá meira en nóg.  Allt traust mitt á Ríkisstjórnina er horfið (var ekki mikið fyrir) og ég vil sjá formenn allra flokkanna (líka stjórnarandstöðu) víkja og hleypa nýju blóði að.

EKK (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 17:42

25 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta bull með flatskjái er hlægilegt. Hvað ef ég á tvær hrærivélar líka (á reyndar engan flatskjá)! ÞEIR SEM BERA ÁBYRGÐINA ERU ÞEIR HINIR SÖMU OG HÖFÐU VÖLD OG ÁHRIF OG GÁTU STÝRT ATBURÐARRÁSINNI.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 6.11.2008 kl. 17:48

26 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Greinilegt er að þar sem gæsla tvenna hagsmuna fer ekki saman,getur eini og sami maðurinn ekki verið á báðum hlutverkunum.

Sennilega á Gunnar eftir að iðrast þess síðar meir að hafa ekki staðið upp úr formannsstólnum. Margir lífeyrissjóðir töpuðu tugum milljarða og einnig þúsundir hluthafa sem misstu drjúgan hlut af ævisparnaðinum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 6.11.2008 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband