Blaðamannafundurinn í dag

 Skýr svör eða...?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Fannst flottat að gerðar skyldu tilslakanir til þess að auðvelda heimilum í landinu að selja Range Roverana sína. Heil Geir og Solla!

Jón Steinar Ragnarsson, 14.11.2008 kl. 19:26

2 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Já mér fannst þetta vera skýr svör alla vega fullnægjandi að svo stöddu, það er greinilega verið að vinna í málum eina sem mér finnst að mætti betur fara er að Davíð Oddson verði látinn víkja.

Kreppa Alkadóttir., 14.11.2008 kl. 19:36

3 identicon

Mér líst vel á þetta. Ég er sátt við þessi svör og finnst þetta góður aðgerðapakki. Svo eru fyrirtækin í næstu viku.  Það er líka bara svo gott að vita eitthvað.

Soffía (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 20:27

4 identicon

Um mótmælin á morgun:

http://this.is/nei/?p=525

Birgir (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 20:28

5 identicon

Össur var sláandi líkur Ragnari Reykás. Geir og Ingibjörg mynntu á krakka að koma fram á skólaskemmtun. Hámarksupphæð innheimtukostnaðar-gott mál. Skuldajafna barnabætur á móti opinberum gjöldum-það breytir engu þegar fólk kemst ekki hjá því að borga sínar skuldir hvort sem er (hvað með vextina?). Allt tal Ingibjargar um skuldajöfnun og að milda innheimtuaðgerðir. Það lækkar ekki skuldir og vexti. Ingibjörg: "Ekki kreppa en blikur á lofti" sagði hún 29 ágúst. Var þá bara allt í lagi? (Spyr vegna þess að ég sé ekki að hún hafi gert neitt í málinu). Geir segir: "Það er mikil fjarstæða og þetta er rangt". Hvernig getum við trúað því eftir allt sem hann hefur sagt undanfarna mánuði. Ingibjörg segist "taka mark á þessum mótmælum og skilja reiði fólks". Mótmælin snúast að mestu um að krefjast þess að hún og allir aðrir í ríkisstjórnir séu reknir, fái sparkið fyrir að hafa staðið sig illa í vinnunni. Hvar hefur hún verið? Heldur hún og Geir virkilega að fólk sé að mæta á hverjum laugardegi á Austurvöll aðeins til að láta í ljós "sárindi og gremju" en ekki segja neitt sem skiptir máli? Hverju halda þau að verið sé að mótmæla? Geir segir að hann "efist um að það breyti miklu þó að skipt sé út" mönnum í seðlabanka. Það er einmitt það sem hefur vakið mesta furðu og hneykslan út um allan heim og verið áberandi í fjölmiðlum, að sama liðið sé enn við stjórnartaumana, Þess vegna þurfum við að skipta þessu fólki út, til að endurheimta tiltrú annarra þjóða. Ef ekki, þá heldur fólk að almenningur á Íslandi sé í sama liðinu (Sjálfstæðisflokknum). Er ekki þetta tal hjá Ingibjörgu og Geir sönnun fyrir því að þau séu óhæf, eins og sakir standa? Vegna þess að þau virðast algerlega úti að aka. Að NATO hafi tekið ákvörðun um að hætta við þessa loftrýmisgæslu. Auðvitað eru þeir fegnir að þurfa ekki að koma hingað til að þóknast íslenskum kaldastríðsbetlurum. Ingibjörg trúði góðæriskjaftæðinu hans Davíðs og hélt þess vegna að fullt væri af peningum allstaðar og vildi fá stærri bita af góðæriskökunni hans. Þess vegna stofnaði hún þessa tilgangslausu varnarstofnun, í þeim tilgangi að skapa vellaunuð, feit embætti fyrir flokksgæðinga og vini.

Þau komu hinsvegar á óvart, á jakvæðan hátt, með því að tala dönsku við danann. Fyrir það eiga þau skilið hrós.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 21:01

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það verða ALLIR að lesa pistilinn sem hann Birgir setur slóð á hér fyrir ofan. OG ÞAÐ MÁ EKKI BÍÐA!!!!!! LÁTIÐ HANN FARA SEM VÍÐAST.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.11.2008 kl. 21:53

7 Smámynd: Heidi Strand

þessi fundur var eins og matarboð þar sem gleymst hafði verið að elda.

Heidi Strand, 14.11.2008 kl. 22:06

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Þessi fundur hafði fyrst og fremst þann tilgang að róa fólk svo að færri mæti á Austurvöll á morgun. Þess vegna var hann í dag.

Framsaga ráðherranna var um aðgerðir vegna skulda heimilanna, aðallega. Hins vegar ekki orð um IceSave. Svo komu spurningarnar  - allar um IceSave og efni því tengt. Rétt í lokin sem komu tvær spurningar um pakkann sem var kynntur. Greinilegt hvað það er sem brennur á fólki.

Haraldur Hansson, 14.11.2008 kl. 22:25

9 Smámynd: Heidi Strand

http://www.business.dk/article/20081114/break/81114115/

Heidi Strand, 14.11.2008 kl. 22:40

10 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Það er í raun alveg sama hvað þau segja þegar traustið er farið.

Hólmdís Hjartardóttir, 14.11.2008 kl. 22:47

11 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Burt með spillingarliðið, hvar í flokki sem það stendur!!!!

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.11.2008 kl. 00:45

12 identicon

Að flestu leyti er ég sammála Jóni Steinari, Húnboga, Heidi, Haraldi og Hólmdísi. Mitt álit á aðgerðarpakkanum: Of lítið, of seint og vandanum velt á undan sér, kemur mér persónulega ekki til góða á neinn hátt. Hef aldrei verið eins ákveðin í þeirri skoðun að þessi ríkisstjórn virðist hafa lifað í einhverjum fílabeinsturni og veruleikafirringu, þ.e. að geta ómögulega gert sér grein fyrir hvernig alþjóðasamfélagið lítur á Íslendinga, þrjóskan með eindæmum, þ.e. eins og við gætum haft hlutina eftir okkar höfði eins og við værum ein af stærstu þjóðum heims. Jamm. Skipta út liðinu eins og það leggur sig, hvað fáum við í staðinn? Það er spurningin. Sjaldan verið eins mikil þörf á mótmælum á morgun eins og nú.

Nína S (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 00:53

13 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Tek undir með Nínu sem telur upp þá sem ég er sammála á undan henni. Ég ætla í mótmælagöngu hér á Akureyri á morgun. Útkoman  út úr þessum blaðamannafundi styrkir mig enn frekar í þeirri ákvörðun!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 15.11.2008 kl. 01:14

14 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Ég var sátt og ánægð eftir þennan blaðamannafund. Það er auðsjáanlega verið að vinna í málunum. Ég vil mótmæla ummælum Jóns Steinars hér að ofan það er fullt af ungu fólki sem lét glepjast til að kaupa sér nýjan bíl með myntkörfulánum, þau ungmenni líða núna. Það er aldrei til góðs að alhæfa um neina hluti. Svo langar mig að spyrja: Ef mótmælin ganga upp og núverandi stjórn fer frá, hvaða stjórnmálaflokka vill fólk fá til að stjórna landinu?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 15.11.2008 kl. 01:33

15 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Já en getur enginn svarað spurningu minni: Hvaða stjórnmálaflokka viljið þið láta stjórna þessu landi?

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 15.11.2008 kl. 01:59

16 identicon

Já, Sólveig, það er vandamálið, við erum ofurseld flokkakerfinu og það er úr vöndu að ráða. Við erum fámenn þjóð með marga stjórnmálaflokka. Þessir flokkar virðast virka þannig að þeir móta einhverja ákveðna stefnu og flokksmenn sverja þeirri stefnu "flokknum allt" Það þýðir að frjáls vilji og skoðanir innan flokks, álitamál og annað er heft, því út á við þarf flokkurinn að virka sem eining, ein samheldin heild. Þetta kom berlega í ljós í viðtalinu við Kristján sem var valinn formaður nefndar innan Sjálfstæðisflokksins á miðstjórnarfundi í dag. Dæmigert fyrir venjulegan flokksmann í hvaða flokki sem er; hefur ekki persónulega skoðun, hefur skipt henni út fyrir "Flokknum allt", þ.e. hollustu við formanninn og flokkinn. Ég tel að flokkarnir þurfi að vera opnari og frjálslyndari gagnvart breytingum og skoðunum flokksfélaga. Eins og t.d. tilmæli og tillögur frá Sjálfstæðismönnum á Akranesi sem birtu yfirlýsingu um vilja sinn. Þá var haldinn fundur og þeir allir múlbundnir. Þetta er ekkert eðlilegt. Og það er slæmt að þegar skoðanaágreiningur er innan stjórnmálaflokks,þá þurfi hópur innan flokks að kljúfa sig út úr honum og stofna sérframboð, máli sínu til stuðnings. Alger hringavitleysa. Og til hvers? Er ekki hægt að opna flokkana meira, viðurkenna að ólík sjónarmið, t.d. fylkingar séu að myndast í flokknum/flokkunum, og það sé allt í lagi í stað þess að lúta formanni og varaformanni eins og vinnihjú í gamla daga eða kljúfa flokkinn/flokkana? Er ekki kreppan núna tilvalin til að flokkarnir leggist í naflaskoðun yfir eigin valdastrúktúr? Liðki til. Annars hef ég aðrar og miklu róttækari hugmyndir um fyrirkomulag stjórna landa sem ég mun kynna síðar og eru e.t.v. framkvæmanlegar í óræðri framtíð. Ég er sammála þér að þetta er vandamál. Hvað tekur við? Eigum við að taka upp 2-3ja flokka kerfi með áherslu á persónukosningu? Við erum í klemmu. Satt er það. En þessir flokkar sem eru í stjórn núna hafa sýnt að þeir eru ekki starfi sínu vaxnir. Held að það sama væri hægt að segja um hvaða flokka sem væru í sömu aðstöðu. Trúi því að ástandið núna verði til þess að margir leggi hausinn í bleyti um hvaða fyrirkomulag væri best varðandi flokkakerfið á Íslandi. Og vona að eitthvað komi út úr því fyrr eða síðar.

Nína S (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 02:28

17 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Við höfum Davíð ennþá.

Viðhöfum 18% stýrivexti ennþá.

Við höfum ríkisstjórnina ennþá.

Við höfum atvinnuleysi ennþá.

Við fengum gálgafrest á húsnæðislánum. 

Hvað með okkur sem erum ekki að fá barnabætur og eru með börn yfir 18 ára og eru í skóla, og hreinsa út úr ísskápnum á hverjum degi, því þau eru enn að vaxa, og borgum tugir þúsunda í skólagjöld og bækur fyrir þau árlega. Ég get bara ekki séð að ástandið hafi skánað. ég mæti á útifund, mótmæli á laugard. 

Sigurveig Eysteins, 15.11.2008 kl. 02:50

18 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Væri kannski hægt að reka Ísland eins og fyrirtæki þar sem engir stjórnmálaflokkar kæmu þar að máli. En þá er spurningin hvar er þá lýðræðið? Ef ég fengi að ráða þá myndi ég vilja kjósa fólk en ekki flokka  til að stjórna þessu landi. En eitt er ég viss um það er alveg sama hvaða stjórnmálaflokkar hefðu verið við völd núna, þeir hefðu allir verið að glíma við sama vandann. Gleymum því ekki að stjórnarandstaðan situr líka í þingi, þyggur laun og ber ábyrgð.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 15.11.2008 kl. 03:09

19 Smámynd: Árni Gunnarsson

Pistillinn hans Birgis er mögnuð hugvekja og notalegt að sjá hvatningu frá einum sem sættir sig ekki við að fjöldamótmæli birtist í fjölmiðlum eins og hljóðlát helgistund.

Ég fór á Austurvöll fyrir viku og hvarf á brott þegar ég sá að ég hafði misskilið eitthvað. Mér fannst ég vera staddur á miðilsfundi þegar ég áttaði mig á að það var ekki verið að fagna jólatrénu frá Norðmönnum í upphafi Aðventunnar.

Árni Gunnarsson, 15.11.2008 kl. 10:05

20 Smámynd: Dunni

Ég er lúsiðinn við að mata TV2 í Noregi á upplýsingum frá Íslandi og tek fegins hendi á móti öllum upplýsingum sem að gagni mega koma til að hrekja spillingarliðið frá kjötkötlunum.

Dunni, 16.11.2008 kl. 08:36

21 identicon

Sólveig, ég hef velt þessu fyrir mér líka... Ef Ísland væri venjulegt fyrirtæki þá stæði ekki á því að reka þá sem stjórnuðu fyrirtækninu í þrot.  Þetta svokallaða lýðræði er mjög gallað og hrokinn og yfirgangurinn sem er sýndur kjósendum er algjer!

 Sigurveig, ekki má svo gleyma þeim sem eru í námi erlendis...  Hvað er gert til að hjálpa okkur?  Ekki neitt, ekki baun í bala og fólk sem er í námi erlendis og hefur tekið stór lán eða fjárfest öllu sínu situr nú og hugsar ekki um neitt annað en hvort að það eigi fyrir leigunni, fyrir mat eða fyrir flugmiðanum heim...

Þetta þýðir að margir geta ekki einbeitt sér að skólanum og munu sumir kannski falla.  Ofboðslega frábært eða hitt þó.

Ég búinn að fá mig fullsaddan af þessum skrýlslátum í stjórnmálamönnum og konum og veit ekki hvort að ég vilji flytja aftur heim til Íslands eftir nám ( ef ég fæ að klára það)  Ég skammast mín...

Ég er hinsvegar mjög glaður að sjá hvað fólk er duglegt að mæta á laugardögum og ég sé að fólk er greinilega að standa saman... ég er stoltur af þeim sem láta í sér heyra og finnst mér það leiðinlegt að geta ekki verið memm...

Unnsteinn Jóhannsson (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 20:23

22 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Unnsteinn...  ég á dóttir sem var í Frakklandi í námi og tengdason sem var í námi í Danmörku, ég hefði ekki getað hugsað þá hugsun til enda ef þau væru matarlaus og peningalaus þarna úti, sem betur fer eru þau búin í námi og komin heim... núna hefur maður áhyggjur að því að þeim verði sagt upp, svo ég skil  hvað þú ert að ganga í gegnum, þetta er bara skelfilegt ástand hér heima. Baráttukveðjur

Sigurveig Eysteins, 17.11.2008 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband