Við hverju bjóstu?

Ég glopraði út úr mér í síðustu færslu í gærkvöldi, líklega í bjartsýniskasti,  að væntanlega yrði fjallað ítarlega um það sem gerðist á borgarafundinum í gærkvöldi í öllum fjölmiðlum í dag. Af nógu var að taka, því þarna var troðfullt hús af fólki, fjórir frábærir frummælendur, fjölmargir fulltrúar fjölmiðla í pallborði og ótalmargt bar á góma. Þeir landsmenn sem ekki komust á fundinn af einhverjum ástæðum bíða væntanlega í ofvæni eftir fréttum af honum - skiljanlega. Þeir geta ekki upplifað stemmninguna eða spurt spurninga, en það hlýtur að vera hlutverk fjölmiðlanna að miðla til þeirra því sem þarna gerðist.

Í ástandi eins og nú ríkir á landinu þar sem fólk er hrætt, reitt og jafnvel örvæntingarfullt, er mjög mikilvægt að allir fái vitneskju um andann sem þarna ríkti, samstöðuna sem viðstaddir upplifðu, gagnrýnina sem fram kom og viðbrögð við henni. Alveg eins og gerðist á laugardaginn þegar fólk um allt land horfði á beina útsendingu frá fundinum á Austurvelli og grét. Það grét af því það upplifði það sama og við sem þar vorum - mikinn samhug, ljós í myrkrinu og örlitla von. Við þurfum öll á slíku að halda núna og það hlýtur að vera hlutverk fjölmiðlanna að miðla því til allra landsmanna. Vonandi verður bein útsending frá næstu fundum, bæði á Austurvelli á laugardaginn  og Háskólabíói á mánudaginn.

Svo eru fjölmiðlar alltaf svolítið sjálfhverfir og hafa gaman af að fjalla um sjálfa sig og hvern annan. Ég bjóst í einlægni við þó nokkuð ítarlegri umfjöllun. En nú er ég búin að leita með logandi ljósi í Mogga og Fréttablaði og þetta hér fyrir neðan er allt og sumt sem ég finn. DV fæst ekki nálægt mér - salan hjá kaupmanninum á horninu mínu þykir víst of lítil til að það taki því að henda þangað blaðabunka svo ég sé það aldrei.

En þetta er allt og sumt sem ég fann í Fréttablaðinu:

Borgarafundur á NASA 17.11.08

Og þetta var öll umfjöllunin í Mogganum:

Borgarafundur á NASA 17.11.08 - Morgunblaðið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Davíð á senuna í dag

Hólmdís Hjartardóttir, 18.11.2008 kl. 10:41

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Var samt fyrsta frétt í tíu fréttum sjónvarpsins, það er nú ágætis byrjun. En rétt, undarlegt að sjálfhverfir blaðamenn fjalli lítið sem ekkert um þennan fund.

Baldvin Jónsson, 18.11.2008 kl. 10:51

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú er allt gert til að dreifa athygli fólks frá meginatriðunum. IceSave nauðguninni og lögleysu hennar auk IMF og lögleysu leyndarinnar yfir þeim gerningi. Samkvæmt öllum lagaskilgreiningum hefur verið framið landráð í þessum gerningum. Spjalla aðeins um það á mínu bloggi. Þette er látið fara hjá eins og yesterdays news, en er í raun allt sem máli skiptir í þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.11.2008 kl. 11:32

4 identicon

http://this.is/nei/?p=697

 Dagblaðið Nei. sagði frá.

Eiríkur Örn Norðdahl (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 11:43

5 Smámynd: AK-72

Það var nú eins og bent var á í gær: 7 mínútur í Guðna og afsögn hans, 2 mínútur í IMF-lánið og skilmálana, sem munu hafa áhrif á okkur í 10-20 ár, jafnvel lengur. Áhugaverð forgangsröðun það.

AK-72, 18.11.2008 kl. 12:13

6 Smámynd: Oddur Ólafsson

Baugsmiðlarnir eru partur af vandamálinu en ekki lausninni.

Oddur Ólafsson, 18.11.2008 kl. 12:28

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það má til sanns vegar færa að fréttaflutningur af borgarafundi aukist í hverri viku en Róm var ekki byggð á einum degi.

Ef fólk heldur ótrautt áfram að mæta mun hann ná athygli fjölmiðla í meira mæli.

Í gær var fréttamaður frá Dagens Nyheter á fundinum. það má því gera ráð fyrir að fundurinn komist í heimspressuna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 18.11.2008 kl. 12:46

8 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Mér finnst hafa verið fjallað talsvert um þennan fund, bæði í aðdraganda hans og einnig eftir að honum lauk. Þetta var í sjónvarpinu í gær, og svo í útvarpinu í morgun og í hádeginu. Ég hafði einmitt á tilfinningunni að honum hefðu verið gerð betri skil en ýmsu öðru - hugsaði með mér að kannski væri það vegna þess að fjölmiðlamenn sátu fyrir svörum.

Annars gæti ég trúað að athygli fjölmiðla á almenniningi fari stigvaxandi, líkt og aðsókn fólks að fundum sem þessum. Það tekur þá smá tíma að átta sig á því að nú þurfi að hlusta á fólkið - ekki bara ráðamenn.

Annars setti ég inn smá færslu um ræðu Davíðs í morgun. Hann á senuna í dag.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 18.11.2008 kl. 13:48

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það var ágætlega fjallað um fundinn á Bylgjunni í morgun og viðtal þar við Gunnar Sigurðsson leikstjóra og forsvarsmanns borgarafundarins.  Svo heyrði ég í hádegisfréttum Bylgjunnar þar sem partar úr ræðum voru fluttir...að borgarafundinum yrði gerð ítarleg skil í kvöldfréttum stöðvar 2. Þeir eiga hrós skilið..og mér fannst eins og það hefði eitthvað mikilvægt kviknað í hjarta Sigmundar Ernis í gær...að hann hafi upplifað hvað er í raun að gerast. Megi þeir eiga Þakkir skildar sem eru að opna augun og sinna sínu hlutverki. svo vil ég benda ykkur á bréf sem ég fékk í morgun og er á blogginu mínu og eina grein sem kemur fram aðeins neðar í athugasemdunum sem mér finnst rosaleg. og viðbót við hana sem  prakkarinn bloggar um. Fæ að stja þann bút inn hér...og spyr..um hvað er þetta eiginlega??

88. gr. [Hver, sem opinberlega í ræðu eða riti mælir með því eða stuðlar að því, að erlent ríki byrji á fjandsamlegum tiltækjum við íslenska ríkið eða hlutist til um málefni þess, svo og hver sá, er veldur hættu á slíkri íhlutun með móðgunum, líkamsárásum, eignaspjöllum og öðrum athöfnum, sem líklegar eru til að valda slíkri hættu, skal sæta …1) fangelsi allt að 6 árum. Ef brot þykir mjög smávægilegt, má beita sektarhegningu.

Þetta hljómar eins og klæðskerasniðið úrræði til að koma stjórnvöldum frá, en við skulum ekki fagna of snemma, því skömmu síðar kemur önnur grein, sem í sjálfu sér er hrein og klár yfirlýsing um einræði.

97. gr. Mál út af brotum, sem í þessum kafla getur, skal því aðeins höfða, að dómsmálaráðherra hafi lagt svo fyrir, og sæta þau öll opinberri meðferð.

Eru menn að sjá í hverslags fasisma við búum við? Hvaðan kemur þessi grein? Hvenær var hún sett inn, hvernig og af hverjum?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.11.2008 kl. 13:58

10 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það vantar þarna aðeins ofan við efnið svo samhengið sé rétt..

www.prakkarinn.blog.is. Skoðið þetta hérna í samhengi.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.11.2008 kl. 14:00

11 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég var að tala um dagblöðin, hefði kannski átt að taka það skýrar fram.

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.11.2008 kl. 14:03

12 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þetta er frábært að sjá. Ég vissi ekki af fundinum annars hefði ég mætt.

Steingerður Steinarsdóttir, 18.11.2008 kl. 16:01

13 Smámynd: Anna

Ég er ekki hissa að þú fannst lítið sem ekkert í fréttablaðinu. Jón Ásgeir á nú fréttablaðið. Hann mundi nú ekki láta ritstjórn blaðsins skrifa mikið um ástandið þegar hann tók nú sjálfur þátt í að steypa þjóðina um koll. Svo vill hann nú ekki ergja suma til reyðis er það. G.H.H og D.O.

Anna , 18.11.2008 kl. 17:58

14 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

 Bylgjan er með skoðanakönnun um hver beri höfuð ábyrgð á kreppunni að þínu mati. Upptalningin á svörunum er svona: Almenningur, bankarnir, fjármálaeftirlitið, fjölmiðlarnir, ríkisstjórnin, seðlabankinn, áhrif erlendis frá.

Auðmenn landsins eru ekki nefndir. Það getur verið gott að eiga fjölmiðla.

Ævar Rafn Kjartansson, 19.11.2008 kl. 12:15

15 Smámynd: Baldvin Jónsson

Auðmenn ekki nefndir og ekki heldur almenningur?!?  Merkilegt að ekki sé spurt um okkar eigin ábyrgð.

Baldvin Jónsson, 19.11.2008 kl. 21:30

16 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Baldvin, almenningur er nefndur.

Ævar Rafn Kjartansson, 19.11.2008 kl. 21:56

17 Smámynd: Baldvin Jónsson

LoL - athyglisbresturinn að fara með mann. Ert með okkur þarna fremst í röðinni.

Jæja, mér líður a.m.k. betur með það

Baldvin Jónsson, 19.11.2008 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband