Heitir þetta ekki þjófnaður á mannamáli?

Það er búið að ræna almenning á Íslandi aleigunni og ærunni í ofanálag en þjófarnir ganga enn lausir. Þetta vita allir en stjórnvöld lyfta ekki litlafingri til að góma þá - þótt þau viti nákvæmlega hverjir þeir eru - því það má ekki "persónugera vandann" og alls ekki stunda "nornaveiðar". Þau orð hljóta að verða töm á tungu lögmanna framtíðarinnar í dómsölum landsins þegar verja á Jón eða Gunnu fyrir að hafa hnuplað blóðmörskepp úr Bónus eða brotist einhvers staðar inn og stolið öllu steini léttara. Því auðvitað má alls ekki persónugera vandann. Hvað þá stunda nornaveiðar.

Þetta myndband er úr Kastljósi í gærkvöldi. Ef mér skjöplast ekki heitir þetta einfaldlega þjófnaður - og hann er ekki af smærri sortinni þessi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Á Íslandi eru bara smáþjófar teknir..........hinir sleppa

Hólmdís Hjartardóttir, 3.12.2008 kl. 17:40

2 Smámynd: Gerður Pálma

Það er búið að ræna almenning á Íslandi aleigunni og ærunni í ofanálag en þjófarnir ganga enn lausir. Þetta vita allir en stjórnvöld lyfta ekki litlafingri til að góma þá - þótt þau viti nákvæmlega hverjir þeir eru - því það má ekki "persónugera vandann" og alls ekki stunda "nornaveiðar". ===

Hvernig stendur á ad enn er verid ad raeda oll thessi mál eins og stjórnvold standi utan vid thetta og muni reyna ad finna hina seku... their eru samsekir, thessvegna munu their ekki leita 'hinna seku'  ekki persónugera... flott og gott, í naestu kosningum.. ekki personugera.  Allir their sem stj'rona landinu hafa verid kosnir vegna personu verdleika sem fólk helt ad vidkomandi byggju yfir. Burt burt burt med alla thjofana og alla thá sem halda yfir theim verndahendi.

Gerður Pálma, 3.12.2008 kl. 18:01

3 identicon

Þér skjöplast ekki Lára Hanna.

Þarna voru þjófar á ferð og það með samþykki og þátttöku stjórnmálamanna.

Og nú er kominn tími til að láta á það reyna að þeir fái tímabæra og réttláta refsingu.

Burt með spillingarliðið.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 18:01

4 identicon

Stelir þú miklu og standir þú hátt

í Stjórnaráðið ferðu.

En stelir þú litlu og standir þú lágt

í steinin settur þú verður.

101 (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 18:05

5 identicon

Verður engum flökurt nema mér! Svo stendur þessi sami Benedikt í ræðustóli á borgarafundi og talar yfir hausamótunum á því sama fólki og hann hefur látið ræna, ef hann gerði það ekki sjálfur! Er einhver siðblinda hér á ferðinni eða er þetta bara framsóknarmennska?

Ása Björk Snorradóttir (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 18:08

6 Smámynd: Heidi Strand

Þetta verður allt hvítþvegið og sett í hvítbókina.

Heidi Strand, 3.12.2008 kl. 19:23

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Er ekki frú Valgerður að hneykslast mikið á spillingunni í núverandi ríkisstjórn ?  Það er enginn mundur á kúk og skít, sýnist mér, þó er Framsóknarflokkurinn sennilega sá alspilltasti sem hér hefur ráðið ríkjum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.12.2008 kl. 19:33

8 identicon

Tek undir með Ásthildi C.Þ. - dýpsta spillingarfenið er einfaldlega framsóknargengið. Það má aldrei gleyma því, að það var þríeykið Valgerður, Finnur og Halldór kvótagreifi sem voru helstu gerendur í einkavinavæðingu bankana, þar sem ræturnar eru að öllum þeim fjárhagslegu hamförum, sem yfir okkur hefur dunið í haust. Burt með spillingarliðið. Byltingu ef ekki er annars kostur.

Capo di tutti Capi (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 19:46

9 Smámynd: Baldvin Jónsson

Hefurðu ekki heyrt af leiknum "Hvar er Finnur" Lára?

Þetta er sterkasta dæmi leiksins, þarna var um 50 "Finn" að ræða.

Baldvin Jónsson, 3.12.2008 kl. 20:02

10 identicon

Það er stæk fjósafýla af þessu og framsóknarspillingin kemur alltaf betur í ljós.

Anna (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 20:03

11 Smámynd: corvus corax

Valgerður, Finnur og Halldór eru glæpaþrenningin mikla úr framsóknarrotþrónni. Kasper, Jesper og Jónatan voru hreinustu erkienglar hjá þessu helvítis skítapakki. Auðvitað er það ekkert annað en þjófnaður hvernig sjóðir Samvinnutrygginga voru tæmdir. Og svo ferst honum Flekk að gelta. Benedikt Sigurðarson, merkisberi réttlætisins í sókn gegn spillingunni er í djúpum skít í alræmdri rotþró framsóknarflokksins.

corvus corax, 3.12.2008 kl. 21:05

12 identicon

Þetta fólk skammast sín ekki einu sinni. En kerfið leyfði þetta, íslenska kerfið hefur verið gegnsýrt af spillingu. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn saman og svo koma hinir í humátt því annars fá þeir ekki að taka þátt í leiknum. Sjáið eftirlaunaósómann. 

Áskorun: að hvetja alþjóðasamfélagið til þess að lána ekki íslenskum spillingaröflum peninga.

http://this.is/iceland-calling

Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 21:08

13 identicon

Því miður er Ísland eins og Sikiley mafíunnar. Eini munurinn er að morðin hér eru óbein.

Áhugavert að hlust á manninn á Kastljósi kvöldsins sem ætlar að hætta að borga húsnæðislánið. Hann er búinn að reikna út að best sé að hætta að borga strax til að lágmarka tapið. Þetta ættu tugþúsundir skuldara að taka til fyrirmyndar. Hætta að borga og neyða stjórnvöld til að frysta eða afnema verðtrygginguna strax. Það er verið að gera fólk að skuldaþrælum út lífið. HÆTTUM AÐ BORGA STRAX. Til fjandans með íslenska ráðamenn sem aðhyllast þrælahald.

Babbitt (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 21:34

14 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Hvar er Finnur? Finnur einhver hann í dag? Hvað þá Valgerði, sem er þarna í stjórn líka......Þetta eru bara

Haraldur Bjarnason, 3.12.2008 kl. 21:45

15 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Lára Hanna, þau orð sem látin eru falla he´r um BS eru vægast sagt ómakleg og ekki þinni síðu til framdráttar. Nú man ég ekki pólitísk afskipti hans í þaula, en havi vera hans eða tengsl við B verið mikil, þá eru þau fyrir langalöngu orðin að engu! En hann er nú bloggari sjálfur, hefur lagt inn orð hjá þér minnir mig endrum og sinnum og getur því sem best svarað fyrir sig sjálfur ef honum bíður svo við að horfa.

Alveg gllórulaust ef taka á hann hérna út sem einhvern himinhrópandi skúrk og krossfesta hann fyrir einvherjar sakir sem jú kunna vissulega að vera fyrir hendi varðandi helmingaskiptamakkið hjá B og D, en hann getur ekki borið ábyrgð á bara vegna þess að hann var fulltrúi eins hagsmunaaðila af mörgum í stjórn ST! Orð sumra hérna finnst mér bera þess sorglega merki sem því miður verður meir áberandi, að reiðin verður skynseminni og hinu rétta yfirsterkari!

Magnús Geir Guðmundsson, 3.12.2008 kl. 23:01

16 identicon

Ég er algerlega sammála Magnúsi Geir Guðmundssyni,Ása Björk Sverrisd. vilt þú ekki hlusta á viðtalið aftur ? 

ag (IP-tala skráð) 3.12.2008 kl. 23:28

17 Smámynd: Jens Guð

  Mér er minnisstætt þegar kunningi minn kom frá endurskoðanda sínum fyrir mörgum árum.  Kunninginn var með umsvifamikinn rekstur en endurskoðandinn gerði athugasemd við að á fyrirtækið sem kunninginn vann mest fyrir var bókfært sem útgjöld ýmislegt sem endurskoðandinn taldi augljóst að tilheyrði heimilisrekstri kunningjans.  Endurskoðandinn sagði eitthvað á þessa leið:  Ef þú ætlar að svindla með því bókfæra á reksturinn hjá þér smotterí af heimilisrekstri þínum,  klósettpappír,  mjólk og kjötvörur,  lendir þú í vondum málum.  Ef þú vilt svindla og komast létt frá því þarftu að vera miklu stórtækari.  Þú þarft að svindla upp á lágmark tugi milljóna (þetta var fyrir aldarfjórðungi) til að sleppa létt frá svindli.  Þá ertu kominn í þá stöðu að semja.   

Jens Guð, 4.12.2008 kl. 00:10

18 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það er ótrúlegt að þetta fólk komist upp með allt þetta svindl, þjóðfélagið hefur verið mergsogið og en enginn er ábyrgur fyrir neinu. Tek undir öll blótsyrðin já Búkollu

Sigrún Jónsdóttir, 4.12.2008 kl. 00:19

19 identicon

Ekkert annað!

ASE (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 18:29

20 identicon

Allt frá því að Davíð heimssótti sína kæru Frú Tcher ( sem þarf ekki að sofa nema 4 klst á sólarhing) þá hefu Ísland orðið lítil Ameríka,en með fátæktargirldur í farteskinu varðandi atvinnulausa, öryrkja og eldriborgara. Núna, þegar bankanri hafa hrunið og verið er að vinna að lausnum, þá gleymist hluti þessarar Ameríkaniserar; þ.e. að þeri sem áttu sannanlega þátt í að setja landið á hausisnn, þ.e. hægt að sannaþað á þá, þeimber að segja af sér a la aamerkikos. Hér, Ónei, hér er notuð sú aðferð að kjasta fólk í hel, senda því og fréttamenn sandstorm frétt um að hér er verið að skoða ALLT í rólegheitum og það gæti tekið mörg ár. Hver gagnrýnisröddin eftir aðra kemur með svo gagnsæjar spurningar til ráðamanna, að þeir hafa varla við að segj; nei, ég hef ekki heyrt þetta, eða; þetta er komið í nefndi (við vitum hvað það þýrð) og svar forsætisráðherra að það verði að breyta lögum til að koma Davaðið frá og svo mn ráðherrann ekki hvað fór fram í síma milli þeirra. Hann hefði viljað formlegar fund. Þetta gefur vísbendingu um forna stjórnarhætti Davðíð: Símafundir, ígildi formlegs , skriflegs fundir. Vissi ekki að einn Carleone hefði hreiðrað um sig í Seðlabankanum, maður sem skilur ekki mörkin á milli vinnunnar og pólitíkusinnar.Og í hasarnum bak við tjöldin í byrjun október út af Glitni, þá vildi hann bara fá

einhverja lykilmenn, já,bræður með sér, Björgvin viðskiptaráðherra var ekki á þeim list. Ekki ráðherra ríkisstjórnar, nema að hluta til. Þetta snerti alla þjóðina, en það var lítill klíkufundur miðaldra karla sem lokuðu sig af eins og skapar heimsins og útkoman var: dominaáhrif með öllu sem tilheyri. 

Nína S (IP-tala skráð) 7.12.2008 kl. 04:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband