"Þetta er hress karl...

...sem hefur nógu frá að segja og mikið til málanna að leggja." Þetta sagði einn viðmælendanna í myndbandinu hér að neðan meðal annars. Hjartað í mér sökk niður í maga. Er virkilega til "venjulegt" fólk sem hugsar ennþá svona eftir allt sem á undan er gengið? Athyglisvert en jafnframt svolítið óhugnanlegt. Fleiri svöruðu í svipuðum stíl en sem betur fer ekki allir.

Búið er að fjalla mikið um yfirlýsingar Davíðs og svör hans á fundi Viðskiptanefndar Alþingis í morgun. Varla er á það bætandi. Það er fróðlegt að skoða athugasemdir við bloggpistla um málið. Einhver (jir?) æðir um með athugasemdir til varnar Davíð og hrópar "einelti, einelti!". Friðrik Þór kallar sinn Hannes og segir honum að hætta að gelta.

Mér finnst svívirðing og hneisa að kalla kröfu almennings um að Davíð víki af sjónarsviðinu "einelti", einkum gagnvart þeim sem hafa upplifað raunverulegt einelti, þjáðst alla tíð og jafnvel stytt sér aldur vegna þess. Krafa um að embættismenn eða stjórnmálamenn beri ábyrgð á mistökum sínum og afglöpum getur aldrei verið annað en sanngjörn og einelti er hún svo sannarlega ekki. Því fleiri sem gera kröfuna bendir þvert á móti til þess að hún sé afar réttmæt.

Merkilegt sem haft er eftir Pétri Blöndal um að "...engin staðfesting hafi fengist á því að Davíð sé óvinsæll hjá þjóðinni...". Þetta bendir sterklega til þess að Pétur eigi hvorki sjónvarp né útvarp og varla er hann nettengdur heldur. Enda vísaði fréttamaðurinn strax í skoðanakönnun þar sem fram kom að 90% þjóðarinnar vill losna við Davíð. Aðspurður um endurkomu Davíðs í pólitík svarar Geir: "Ég óttast ekki neitt í þessu sambandi..." Óttast? Er ástæða fyrir hann að óttast ef Davíð kemur aftur? Já, líklega. Honum finnst það alltént eins og fram kemur.

Og að lokum davíðskur hroki hjá Geir þegar fréttamaður segir að á fundinum hafi Davíð gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega fyrir að hlusta ekki á viðvaranir sínar (sem enginn í ríkisstjórninni vill reyndar kannast við). Geir svarar í davíðskum stíl: "Var það, já. Ég var ekki á fundinum. Varst þú á fundinum?" Flott, Geir! Annars hrutu gullkornin út úr Geir á færibandi, tókuð þið eftir því?

En hvað sem þið gerið í dag - gefið ykkur tíma til að hlusta á pistil Eiríks Guðmundssonar í Víðsjá í gær. Hann er hér - kemur strax á eftir kynningu og yfirliti yfir efni þáttarins. Er líka í tónspilaranum merkt: Víðsjá - Draumur eða martröð...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

DO á marga vini.

Hólmdís Hjartardóttir, 5.12.2008 kl. 02:35

2 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Er það? Eru ekki bara margir sem óttast hann eins og Geir? Davíð er a.m.k. sjálfur nokkuð iðinn við að halda því fram að hann viti eitt og annað misjafnt um einn og annan sem hann gæti sagt frá... Ég alla vega leyfi mér að efast um að allir vinir Davíðs séu „venjulegir vinir“ hans. Ég held að það sem líti út fyrir að vera vinátta á yfirborðinu sé byggt á einhverju öðru en því sem heilbrigð og sönn vinátta byggist almennt á.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 5.12.2008 kl. 02:57

3 Smámynd: Hlédís

DO virðist "hafa" margt "á" marga núverandi valdhafa. Trúi að hann eigi fín "syndaregistur" til að leka, verði stuggað við honum.  Það liggur lítt dulin hótun í framkomu mannsins - og er paranoju- blær á.      "Ég er ekki hræddur" segir Geir H. Hver spurði hann um ótta? - Setning þessi datt óvart útúr vesalings manninum.

Hlédís, 5.12.2008 kl. 05:11

4 identicon

Þessi samantekt (myndbandið) er mjög athyglisverð og það þarf að hlusta á það nokkrum sinnum til að ná öllum punktunum. Ég er búinn að því og gæti því skrifað laaaanga athugasemd.

En ég ætla samt aðeins að minnast á eitt atriði: Bankamálaráðherrann nánast montar sig af því að hafa ekki hitt formann bankastjórnar seðlabankans í heilt ár. Er þetta eðlilegt? Ég hefði talið eðlilegt að bankamálaráðherra og yfirmaður seðlabankans funduðu vikulega, í það minnsta mánaðarlega, - en einu sinni á ári!!!?? Hvað hefur þessi bankamálaráðherra verið að hugsa? Utanríkisráðherrann fundar með seðlabankastjóranum en hefur ekki tíma til að upplýsa bankamálaráðherrann þar sem hún er upptekin af einhverju öryggisráði, - þarf að forgangsraða. Hvers konar fagmenn eru hér við stjórn?

"Það er alltaf hægt að vera vitur eftirá" segja stjórnmálamennirnir. Við borgum þeim ekki fyrir að vera vitrir eftirá. Svoleiðis vitringa má pikka uppúr símaskránni hvenær sem er.

Burt með þessa amatora strax. Utanþingsstjórn fagmanna fram að kosningum í vor.

sigurvin (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 05:16

5 identicon

Ágætt ef hann fer í framboð. Það verður þá vonandi sama sneypuförin og þegar hann ætlaði sér að verða forseti Þjóðarinnar. (ef einhver man eftir því)

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 09:20

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þessi "davíðski" hroki kemur æ oftar fram þegar Geir talar við fréttamenn.

Haraldur Bjarnason, 5.12.2008 kl. 09:28

7 Smámynd: Sigurður Hrellir

Spjótin standa á Samfylkingunni. Davíð er sjúkur maður sem heldur flokknum sínum í e-s konar andlegri spennitreyju. Geir segist aldrei hafa hugleitt að setja Davíð af og "óttast ekki neitt" að eigin sögn. Fáum dylst þó að undir niðri býr einhver sjúklegur ótti við það sem gamli formaðurinn gæti tekið upp á - hinar skelfilegustu sögur gætu farið að ganga manna á milli og svo liggja hótanir í loftinu um endurkomu og það sem verst er, klofning flokksins.

Ingibjörg Sólrún og ráðherrar Samfylkingarinnar ættu að sjá sóma sinn í að slíta þessu stjórnarsamstarfi nú þegar. Þess í stað sprikla þau eins og fiskar í neti, senda frá sér yfirlýsingar og tala digurbarkalega í fjölmiðlum án þess að nokkuð gerist. Tíminn vinnur hins vegar á móti þeim og hið óumflýjanlega er að efnt væri til kosninga. Það væri hins vegar miklu hreinlegra og skynsamlegra að utanþingsstjórn taki við nú um sinn og undirbyggi jarðveginn fyrir það sem hlýtur að verða stærsta umbylting í stjórnmálum lýðveldisins. 

Sigurður Hrellir, 5.12.2008 kl. 09:56

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir þessa samantekt Lára Hanna.  Viðbrögð "fólksins á götunni" voru ótrúleg.  Fólk hættir aldrei að koma manni á óvart.

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós að Geir er steyptur í sama mót og Davíð....

Sigrún Jónsdóttir, 5.12.2008 kl. 10:14

9 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Íslensk þjóð er í álögum. Hvað þarf til að létta þeim er mér hulið, en það sem mér kemur fyrst í hug er algjör breyting hugarfarsins...

Ásgeir Kristinn Lárusson, 5.12.2008 kl. 10:26

10 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Veistu Lára Hanna - ég er ekki frá því að æsingurinn gegn Davíð Oddssyni sé farinn að taka á sig mynd eineltis.

Þetta segi ég þó sjálf sé ég þeirrar skoðunar að hann eigi að segja af sér. Já, ég segi þetta þó ég gagnrýni hann harðlega (og hafi gert það síðast í gærkvöld). En gagnrýni er eitt, aðhrópanir eru annað. Og þegar einn maður er gerður að tákngerfingi alls sem úrskeiðis fer, og hrópin fara að beinast að honum einum, eins og það muni leysa allan vanda að varpa honum á bálköstinn, þá fer um mig.

Ég verð að segja það eins og er.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 5.12.2008 kl. 10:49

11 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Ætli það sé J. Edgar Hoowerbragur á hlutunum?

Rut Sumarliðadóttir, 5.12.2008 kl. 11:04

12 identicon

Þetta eineltistal í sambandi við Davíð er dæmigert bull. Davíð er "mikilmenni" á lokastigi.  Einráðir ofríkismenn enda iðulega feril sinn með því að vera hrópaðir niður.

Þá finnst "mikilmenninu" sem landslýður sé vanþakklátur. Ofríki og sjálfsvorkunn haldast í hendur en drambið útilokar að "mikilmennið" þekki sinn vitjunartíma. Algjörlega saklaus. Ber enga ábyrgð. 

Illa væri komið fyrir þjóðinni ef enginn væri reiður. Enginn væri til að hrópa.

Burt með seðlabankastjóra. Burt með utangáttastjórnina!

Rómverji (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 11:57

13 identicon

Einelti hvað???? Er þá ekki líka verið að leggja Geir Haarde, Samfylkinguna, Framsóknarflokkinn, bankastjórana fyrrverandi og alþingi í einelti? Mér sýnist þetta eineltistal aðeins vera útúrsnúningur. (smjörklípa á davíðsku)

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 12:07

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Pistillinn í Víðsjá flottur, þetta er sama og ég hef verið að segja, meðan fólk er svona miklir aular, þá er ekki nein von til að við losnum út úr þessari vitleysu.  Hvað er eiginlega að fólki, íslendingum.  Við erum ekki heimsk, en það er hægt að telja sumum okkar trú um allann andskotann, það ætti hreinlega að taka kosningaréttin af svona fábjánum.  Sorrý ég meina þetta auðvitað ekki, og þó.......

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2008 kl. 13:10

15 identicon

Ef ÞESSI maður væri eins stórkostlegur og aðdáendur hans vilja vera láta þá myndi hann ekki haga sér svona : 1. Viðtal við erlend tímarit vegna þess að sett er út á það hvað hann sé of oft í viðtölum hér heima. 2. Veit allt en segir EKKERT - BANKALEYND !!!!!

Og já ég er sammála Hlé um að svar GHH um viðbrögð hans við 'hótun' Davíðs að fara / koma aftur í pólitík "ég er ekki hræddur" segi okkur meira en þá báða gæti grunað.

Lilja (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 13:32

16 Smámynd: Beturvitringur

Sig.Hrellir - sýnist það vera vandinn, - að DO sé svolítið lasinn. Lasleiki lýsir sér á ólíklegustu lund í fólki. Það hefur svo aftur á móti ekkert með gáfur og hæfileika að gera (því býr DO yfir) en það er hægt að nota þessar vöggugjafir í ýmsan hátt; til góðs og/eða ills.

Beturvitringur, 5.12.2008 kl. 14:09

17 Smámynd: Víðir Benediktsson

Einu sinni var ég í sveit og ef hundurinn kom nálægt húsbóndanum sparkaði kallinn í hundinn. Alltaf elti hundurinn bóndann. Það gat ég aldrei skilið. Þetta var bæði greindur og góður hundur.

Víðir Benediktsson, 5.12.2008 kl. 20:01

18 Smámynd: Beturvitringur

Víðir - jamm, ekki skilur maður þetta. Kannski erum við svona líka, án þess að fatta í hverju það liggur. "Þangað leitar klárinn sem hann er kv....."

Beturvitringur, 5.12.2008 kl. 21:30

19 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég er ekki oft sammála Ólínu, en ég er það núna. Það eru nokkrir mánuðir síðan ég vildi Davíð burt úr Seðlabankanum vegna óróans sem seta hans þar skapaði í þjóðfélaginu. Ég myndi hins vegar fagna honum inn í pólitíkina aftur.

En þetta með "venjulega fólkið", Lára Hanna. Ert þú venjuleg? Hver er venjulegur? Hver er óvenjulegur? Hvað ertu að gefa í skyn? Ef fólk er ekki á sömu skoðun og þú, er þá eitthvað að því fólki? Og þó einhver aðhyllist minnihlutaskoðun, hvað með það? Hvern fjárann áttu við Lára Hanna?

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.12.2008 kl. 23:16

20 Smámynd: Sigurveig Eysteins

 Það er ekkert bara Davíð sem þarf að fara heldur öll bankastjórnin, Davíð á bara að sjá sóma sin í því að segja sjálfur upp, koma sér síðan í bústaðinn sinn og skrifa bók um það hvað við öll erum búin að vera vond við hann, og hafa svo eitthvað krassandi handa okkur um alla stjórnmálamennina í bókinni. jú... því hann talar um að hann viti svo mikið sem við hinn vitum ekki.

Sigurveig Eysteins, 5.12.2008 kl. 23:31

21 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Mér brá líka þegar ég heyrði þetta viðtal á myndbandinu....hvað þarf eiginlega til svo fólk átti sig. Ég varð líka alveg gapandi þegar fréttamenn reyndu að spyrja hann út í það hvort hann ætlaði aftur í  pólitík og hann sagði eitthvað í þá veru að eitthvað yrði hann að gera, hann væri nú bara sextugur.....og ég spyr er það eitthvað sjálfgefið að hann eigi að fá vinnu frekar en allir hinir sem eru orðnir atvinnulausir í dag.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 5.12.2008 kl. 23:45

22 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ef einhver heldur að gagnrýni undanfarinna vikna beinist eingöngu gegn Davíð þá er sá hinn sami / sú hin sama ekki með á nótunum. Gagnrýninni hefur verið beint að ýmsum, sem dæmi má nefna bankamenn, alla bankastjóra og stjórn Seðlabanka, ráðherra og þingmenn. En Davíð hefur verið lykilpersónan sem kastar sprengjum í allar áttir og beint athyglinni að sjálfum sér ítrekað.

Mjög mikið hefur verið fjallað um Davíð í erlendum fjölmiðlum - um allan heim - og fullyrt meðal annars að Íslendingum takist aldrei að endurheimta trúverðugleikann nema Davíð víki. Er það einelti? Nei, það er raunsæi.

Ég fæ ekki betur séð en að Davíð Oddsson haldi þjóðinni, Seðlabankanum og ríkisstjórninni í gíslingu. Ég er verlulega ósátt við það.

Lára Hanna Einarsdóttir, 5.12.2008 kl. 23:50

23 Smámynd: Steingrímur Helgason

Samfylkíngarlegt viðhorf náttúrlega að benda bara á ljóta kallinn & híá á hinum megin frá við ljózastaurinn sem upplýzir hetjuna.

Auðvitað ber bankamálaráðherrann öngva ábyrgð af því að utanríkizráðherrann sagði honum ekki frá.

Eða man það ekki ...

Steingrímur Helgason, 6.12.2008 kl. 00:12

24 identicon

Afsakið ónæðið - og ælið ef ykkur ofbýður - en eg vil þetta hympigympi út úr stjórn Seðlabankans. Þessa óhæfu, þennan óþverra, þennan ofríkismann og einskisnýta drulluhala íslenskra stjórnmála. Og mín vegna mætti allur hans lygaher sogast með honum niðrí hyldýpsta hel. Háskólaprófessorinn þjófótti, ærulausi ritstjórinn, óreiðumaðurinn í Landsbankanum og vinstrigrænavæluskáldið.

Hjartveikar konur hafa næg verkefni þótt Davíð litli verði ekki fyrir einelti. Þúsundir fjölskyldna eru um það bil að kveðja landið. Formælandi spillingunni, aumingjaskapnum, dáðleysinu, mjálminu. Fínt hjá þeim.

Hjörtur Hjartarson (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 00:55

25 Smámynd: Sigurður Hrellir

Geir og Þorgerður verða til viðtals í Vikulokunum á Rás 1 kl. 11 í fyrramálið. Hringið inn og látið þau standa fyrir svörum!

Sigurður Hrellir, 6.12.2008 kl. 01:14

26 identicon

Að undanförnu hef ég verið að rifja upp fyrir mér söguna af því þegar Ívan Grimmi Rússakeisari hótaði að segja af sér.  Þá komu allir höfðingjarnir saman og  grátbændu Ivan um að vera áfram,  ef hann hætti þá yrði bara stjórnleysi og vitleysa...

Ivan hætti við að hætta og varð hálfu verri.

Margir eru að biðja DO um að koma aftur.

Guð hjálpi Íslandi.

GuSig (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband