Lögleg svik, spilling og þjófnaður

Jón SteinssonÍ Silfrinu á sunnudaginn var símaviðtal við Jón Steinsson, hagfræðing í Bandaríkjunum, sem var afskaplega athyglisvert og er algjört skylduáhorf og hlustun. Því miður rofnaði símasambandið og náðist ekki aftur fyrr en síðast í þættinum svo ekki er víst að fólk hafi náð því sem Jón var að segja í samhengi. Ég klippti saman viðtalsbrotin tvö til að samtalið kæmi út sem ein heild.

Það sem Jón er að segja er allt í senn óhugnanlegt, ótrúlegt og að því er virðist rétt - því miður. Þetta er nokkuð sem verður að ráða bót á strax - helst í síðustu viku - því þetta er hluti af þeim ógeðslega spillingarleik sem hefur grasserað og er verið að leika í íslensku þjóðfélagi ennþá.

Þeir Jón og Egill nefna Fjárfar, alveg ótrúlega vafasamt skúffufyrirtæki sem var hluti af Baugsmálinu. Ég er búin að kynna mér það mál svolítið - alls ekki nóg samt, þessi mál eru mjög flókin fyrir manneskju eins og mig sem fylgdist aldrei með fjármála- eða viðskiptalífinu - en ég bendi fólki á að kynna sér það endilega hér. Þetta mál er hreint með ólíkindum.

Lokaorð Jóns t.d. eru alvarleg viðvörun - leturbr. og innskot eru frá mér:

"Jón:  ...allt fólkið sem hefur verið efnað á Íslandi í gegnum tíðina, en er í dag gjaldþrota, er með undraskömmum hætti orðið efnað á ný. Við bara megum ekki láta þetta gerast. Við verðum að hafa alvörueftirlit með því sem er að gerast inni í þessum risastóru bönkum sem nú eru á ábyrgð skattgreiðenda.

Egill: Þú meinar að sömu aðilar geti notfært sér þetta ástand til að ná einhvern vegin aftur undir sig samfélaginu.

Jón:  Þeir eru í kjöraðstæðum til þess. Þeir þekkja fyrirtækin, þeir vita hvernig er hægt að búa til einhverja díla sem hljóma eins og þeir meiki einhvern sens fyrir ríkið en eru í rauninni eitthvað allt annað. Og á meðan staðan er þannig að þetta er ekkert allt uppi á borðinu í fyrsta lagi... það eru ekki skýrar reglur um það hvernig sölu eigna og endurmati skulda er háttað innan bankakerfisins... og á meðan þetta er ekki uppi á borðinu þá er þessi hætta til staðar. Þetta eru kjöraðstæður fyrir svona látalæti vegna þess að í dag er erfiðara en nokkru sinni fyrr að átta sig á því hvað sannvirði eigna er.

Egill:  Kjöraðstæður fyrir spillingu.

Jón:  Kjöraðstæður fyrir spillingu.

Egill:  Þú treystir þá ekki því sem er að gerast inni í bönkunum?

Jón:  Nei, ég hef miklar áhyggjur af því. Í fyrsta lagi þarf verklagsreglur. En í öðru lagi er bara ekki hægt að komast hjá því að kjörnir fulltrúar þjóðarinnar (innsk.: þingmenn), sem bera ábyrgð gagnvart þjóðinni, séu virkir í eftirliti. Ég hef miklar áhyggjur af því, að það sé ekki þannig - ekki nægilega mikið. Það þarf toppfólk í það. Fólk sem hefur djúpan skilning á fjármálaleikfiminni sem innherjarnir munu bera á borð. Þegar þessi flóknu mál koma á borðið hjá bankaráðum bankanna eða fjármálaráðherra (innsk.: Árna Mathiesen) eða viðskiptaráðherra (innsk.: Björgvin G.) þá þurfum við að hafa aðila í þeirra stöðum sem geta skilið þessa díla til að þeir semji ekki af sér fyrir hönd þjóðarinnar. Ég er því miður ekki viss um það að aðilarnir í þessum stöðum á Íslandi í dag hafi nægilega djúpan skilning á því erfiða verkefni sem er fyrir höndum hjá þeim."

Jón Steinsson í Silfri Egils 7. desember 2008

Hér eru svo tvær nýlegar blaðagreinar eftir Jón Steinsson þar sem hann fjallar um spillinguna á Íslandi. Smellið þar til læsileg stærð fæst.

Fréttablaðið 3. desember 2008

Jón Steinsson - Fréttablaðið 3.12.08

Morgunblaðið 27. nóvember 2008

Jón Steinsson - Moggi 27.11.08


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Mér lýst rosalega vel á þennan strák og virkilega haldbærar upplýsingar sem ég fékk frá honum eins og að t.d væru menn sendir út úr fyrirtækjum í járnum sem myndu stunda svona gjörning í öðrum samfélögum..

Mér fanst líka viðtalið athyglisvert við hinn hagfræðinginn sem var við háskóla í lundunm en hann heitir líka Jón, en hann t.d benti að að það væri ekki hægt að tala um það hvort að krónan hafi styrkst eða ekki því viðskiptin í seðlabankanu hafi verið svo lítil. 

Brynjar Jóhannsson, 10.12.2008 kl. 19:18

2 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hann talar mannamál drengurinn.

Víðir Benediktsson, 10.12.2008 kl. 22:58

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég er enn sannfærðari nú en áður um það að hagfræðíngar munu bjarga þezzu þjóðfélagi.  Þeirra tími er sko ekki liðinn, & nei & nei...

Steingrímur Helgason, 10.12.2008 kl. 23:15

4 identicon

þessi ætti erindi í Seðlabankann, hann talar íslensku, einn örfárra manna, sem um málin ræða, talar um ÞJ'OFA og að STELA, allir aðrir fara í kringum þetta eins og heitan graut. Gott hjá þér Jón, láttu þessa glæpamenn heyra það. Það er deginum ljósara að "auðmennirnir" svokölluðu stálu öllu steini léttara af íslensku þjóðinni, og forðuðu sér svo , tilbúnir að kaupa allt "á slikk" aftur, þegar þjóðin er búin að gleyma glæpnum, en égvona innilega að þjóðarsálin verði MJÖG langrækin að þessu sinni.

þórdís þorvaldsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 23:47

5 identicon

Ég hef fyrir satt að sjálf Mafían, - hin eina og sanna - gapi af öfund og aðdáun. Aðdáun á hinum snjöllu banka-, útrásar- og fjármálasnillingum og öfund af hinum mjög svo hagstæðu yfirvöldum og eftirlitsaðilum sem þeir hafa með sér í liði. Stjórnvöldum sem gefa skít í öll mótmæli og setja heimsmet í "hunsun".

sigurvin (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 01:06

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jón Steinsson á þing eða í valdastöðu á Íslandi

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.12.2008 kl. 01:07

7 Smámynd: Ingibjörg SoS

Já, Jón Steinsson er sannarlega einn þeirra einstaklinga sem ég myndi vilja sjá koma að upprætingu spillingarinnar og í framhaldi af því, uppbygginguu hins Nýja Íslands.

Ég er reyndar búin að átta mig á að til eru fjölmargir einstaklingar sem hæfir eru. Hæfir til að kollvarpa löngu úreltum píramída. Sé þetta mjög myndrænt fyrir mér. - Grásvartan allann í sprungum og daunillan píramídann, hægt og rólega eins og klofna, - liðast í sundur og síðan að endingu hrynja.

Í frjórri mold á grösugum stað ekki alls fjarri sé ég síðan undurfögur tré rísa. Eins og þá fyrst nái allir lifendur í kring að ná að anda. Menn og dýr. - Allur jarðargróður.

Þú, Lára Hanna ert sannarlega ein þessara einstaklinga sem ég tel hæfa til þessa starfa.

Þetta mun takast. Mun takast, vegna þess að við látum það takast. Öðru vísi náum við ekki að anda

Ingibjörg SoS, 11.12.2008 kl. 02:12

8 identicon

Hvernig náum við þýfinu til baka? Lýkurnar á að þjóðin endurheimti eitthvað af því sem auðmennirnir stálu, minnka með hverjum degi vegna þess að þeir starfa á fullu við að fela slóðina. Ríkisstjórnin er eina hindrunin í að við fáum réttlæti.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband