14.12.2008
Kverúlantasilfur dagsins
Í Silfrinu voru fjömargir eðalkverúlantar en aðeins einn málsmetandi maður samkvæmt skilgreiningu DV, Illugi Gunnarsson, alþingismaður og fyrrverandi stjórnarmaður í sjóði 9 hjá gamla Glitni sem mikið hefur verið fjallað um. Lesið skoðun Þorleifs Ágústsonar á Illuga þætti í Silfrinu. Ég held að Agli verði seint fullþakkað fyrir þátt hans í að veita aðhald og fletta ofan af spillingunni í íslensku þjóðfélagi, bæði í Silfrinu og á blogginu.
En hér er þátturinn - í bútum eins og venjulega. Ég vil enn og aftur ítreka þá skoðun mína að lengja þáttinn, það veitir ekkert af í þessu ástandi. Beini því erindi beint til Páls Magnússonar að þessu sinni.
Vettvangur dagsins - Helgi Áss, Eygló, Magnús og Þráinn
Illugi Gunnarsson, "málsmetandi" alþingismaður
Símaviðtal við Sigrúnu Davíðsdóttur í London
Indriði H. Þorláksson, hagfræðingur og fyrrverandi ríkisskattstjóri
Jóhann G. Ásgrímsson, viðskiptafræðingur
Jón Gerald Sullenberger - ég styð lágvöruverslunina hans
Paul Hawken, rithöfundur og umhverfisverndarsinni.
Hér er viðtal við hann í Mogganum í dag
og hér er pistill Stefáns Gísla um Paul
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:41 | Facebook
Athugasemdir
Styð alla kverúlanta enda ég ein af kverúlöntum meðal kverúlanta.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.12.2008 kl. 14:56
ég er hreinlega í miklu uppnámi eftir að hafa horft á Silfrið! Þvílíkt helvítist sukk, hef aldrei séð annað eins. þó að það væri ekki nema helmingurinn sannur sem kom fram er ástandið hér hryllilegt.
Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 15:14
Ég fer að verða tilbúin í uppreisn
Hólmdís Hjartardóttir, 14.12.2008 kl. 15:20
Þegar Jón Gerald fór að taka upp hanskann fyrir Davíð sá ég viðtalið allt öðrum augum eftir það.
Víðir Benediktsson, 14.12.2008 kl. 15:40
Þetta var magnaður þáttur hjá Agli. Jón Gerald virðist afar fróður um svindlið og það var allt trúverðugt enn hvernig ætlar hann að berjast við Golíat? með hjálp Davíðs eða hvað? Hann verður ekki lengi vinsæll á Íslandi ef svo er. Ég óska honum samt heiðarlegs gengis með nýju Kjarabúðina og vona að hann komi til hjálpar fólkinu, þjóðinni sem var svo svívirðilega svikin af fjárglæframönnum.
Lára Hanna mín, þakka þér fyrir mikla vinnu sem þú hefur lagt á þig undanfarna mánuði. Þú átt GRENIGREININA skilið og ég vona að einhver sé að steypa hana í gull.kv. eva
Eva Benjamínsdóttir, 14.12.2008 kl. 16:17
Það sem mér finnst standa upp úr í þessum þætti, er það sem Jóhann Ásgrímsson sagði. Hann vann sem tölvuendurskoðandi hjá Landsbankanum og þekkir því ágætlega til þess sem þar fór fram. Að hann skuli koma fram og gagnrýna skipun nýs innri endurskoðanda er nóg til að það mál verið skoðað betur. Ég þekki innri endurskoðanda NBI ekki neitt og efast ekkert um að hann gæti skilað þessu starfi vel hjá einhverju öðru fyrirtæki, en það er ekki við hæfi að skipaður sé innanbúðarmaður í þetta starf. Betra hefði verið að hrókara á milli bankanna.
Marinó G. Njálsson, 14.12.2008 kl. 16:48
Þáttur Egils var mjög flottur í dag. Paul Hawken vekur máls á grundvallaratriði sem ríkisstjórnin virðist alltaf skuta framhjá. Hvar liggja raunveruleg verðmæti Íslendinga. Þetta er umræða sem þarf að komast undir kastljósið. Framtíð þjóðarinnar hvílir á því að fólk komist til valda sem hefur raunverulega velferð þjóðar að leiðarljósi en ekki varnir kerfis sem fyrir löngu er sjálfdautt.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 14.12.2008 kl. 16:54
Lengri þáttur væri ekki endilega betri þáttur.
Besti pólitíski spjallþáttur sem ég hef heyrt nefnist Left, Right, and Center og er sendur út einu sinni í viku, hálftímaþáttur með einu auglýsingahléi í miðjunni.
Oddur Ólafsson, 14.12.2008 kl. 17:07
"Nei, það er ekki hér. Nei, svoleiðis löggjöf er ekki hér á landi. Nei, stjórnvöld á Íslandi hafa ekki sett slík lög eins og stjórnvöld annarra ríkja."
Þetta var viðkvæði fyrrum ríkisskattsstjóra, Indriða H. Þorlákssonar, í hvert sinn sem Egill spurði út í lagaramma um starfsemi fjármálafyrirtækja.
Íslensk stjórnvöld gáfu einkavinum sínum bankana. Síðan gáfu þeir sömu einkavinum sínum veiðileyfi á íslenskan almenning. Óreiðumennirnir höfðu af almenningi æru og eignir.
Þökk sé efnahagsundrabarninu í Seðlabankanum. Þökk sér fyrrum fjármálaráðherra og núverandi forsætisráðherra. Þökk sé utangáttastjórn Ingibjargar og Geirs. Þökk sé sjálfhverfum eftirlaunaskríl á Alþingi.
Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá.
Rómverji (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 17:45
Jón Gerald vill meina að drápsvextirnir okkar séu í skúffufélögum í Karabíska hafinu. Ég spyr með honum, af hverju er ekki henda þessum blóðsugum í fangelsi fyrir lifandis löngu síðan?
Og helst týna lyklinum? Nei, það á að láta þessi sníkjudýr éta afkomendur okkar líka út á gaddinn, Guð má vita hvað lengi.
Theódór Norðkvist, 14.12.2008 kl. 18:02
Einhvern tíma endur fyrir löngu þá vann nú Sullenberger með/eða fyrir þá Baugsfeðga. Afhverju ertu svona reiður út í þá? fékkstu ekki launin þín? Ég spyr vegna þess að ég hef aldrei vitað afhverju þið eruð fjendur í dag.
J.Þ.A (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 19:15
Einhverntíma ekki alls fyrir löngu var almenningi nú nokkuð vel við Baugsfeðga. Af hverju er hann svona reiður út í þá? Fékk hann ekki vörurnar sínar? Ég spyr af því að ég veit ekki af hverju þarna andar köldu í dag.
Balzac (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 20:57
Ég var nokkuð tíður gestur á blogginu hjá Agli Helgasyni í okt og nóv en er nánast hætt að lesa þar nokkuð að ráði. Mér finnst að þar sé allt vaðandi í óhróðri um allt og alla og þá aðallega andstæðinga Davíðs Oddssonar. Þetta á að vera rannsóknar blaðamennski eða svo gæti maður haldið, en það er allt gleypt í heilu lagi og ef þú ert nógu stóryrt og neikvæð þá er þér hampað. Mjög margir skrifa þar nafnlaust og það finnst mér mjög ótrúverðugt. Vandinn í þjóðfélaginu er gríðarlegur og greiðslugeta fólks og fyrirtækja þverrandi. Mér finnst nánast eins og það skipti ekki máli, heldur að rekja slúður um alla sem hafa komið nálægt viðskiptum að ég tala nú ekki um ef þeir hinir sömu hafa hagnast.
Ég horfði ekki á Silfrið í dag, hafði ekki löngun eða geð í mér til þess.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 14.12.2008 kl. 22:24
Við værum illa stödd ef við hefðum ekki Silfrið. Þar koma alltaf upp nýir punktar og nýir vinklar. En í raun er alltaf það sama að koma upp aftur og aftur í hinum ýmsu myndum - spillingin.
Ekki er síður sjokkerandi þessi frétt á RUV ef rétt er. Á að gera þann ráðherra sem mest tengist spillingunni í gegnum Kaupþing að fjármálaráðherra? Á að ganga að kröfu sjálfstflokksins og fjarlægja þann ráðherra sem helst hefur reynt að standa í lappirnar í sínum málaflokki þ.e. umhverfisráðherrann?
Ef þessar breytingar verða að veruleika er - að mínu mati - þjóðin í ennþá verri málum en fyrr. Eru þessar breytingar til þess fallnar að lægja mótmælaölduna?
sigurvin (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.