Enn eitt upplýsingavígið fallið með skömm

DVÉg tek undir með Þórhalli hér. Þetta símaviðtal átti fullt erindi við almenning. Ýjað hefur verið að undirlægjuhætti einstakra ritstjóra eða blaðamanna gagnvart eigendum sínum eða öðrum fjársterkum aðilum sem eru í aðstöðu til að skaða þá en engin konkret dæmi komið upp á yfirborðið - fyrr en núna. Mér fannst þetta koma úr hörðustu átt, frá manninum sem hefur talað af kokhreysti um sjálfstæða ritstjórn sína og hvers sonur skrifaði þetta 10. október sl. Eftir fyrri yfirlýsingar er fall Reynis himinhátt og trúverðugleikinn gjörsamlega horfinn. Þetta er þyngra en tárum taki.

Þetta var nefnilega ekkert smámál. Að Sigurjón hafi enn verið með krumlurnar í Landsbankanum á einn eða annan hátt, kippaReynir Traustasonndi í spotta fyrir aðalskuldarana, Jón Ásgeir og Stoðir - það er stórmál sem enginn fjölmiðill hefur ennþá grafið almennilega upp. Hver hótaði Reyni? Hver grátbað Reyni? Ég held ekki að það hafi verið Björgólfur. Frekar Jón Ásgeir, Hreinn, Sigurjón eða... ja, koma fleiri til greina? Eflaust. Hver er/var viðskiptabanki DV eða rekstraraðila þess? Var hótað að gjaldfella lán? Loka sjoppunni? Reynir talar ekki nógu skýrt út um það. En hann verður að gera það. Allra hluta vegna - ekki síst fólksins í landinu. Við VERÐUM að geta treyst einhverjum og það eru ansi fáir eftir. Og ef Reynir gerir alvöru úr þeirri hótun sinni að lögsækja Jón Bjarka og/eða RÚV gengur hann endanlega frá orðstír sínum dauðum.

Og viðbrögð hins óþekkta, grátbiðjandi og hótandi manns bera þess síður en svo merki að þetta sé smámál. Þvert á móti. Þá hefði kannski ekki verið svona hart lagt að ritstjóranum að birta ekki frétt sem áður hafði þó birst á Eyjunni. Hverjir aðrir en Sigurjón, sem Jón Bjarki talaði við í síma, vissu að verið væri að vinna fréttina?

Ég þurfti að vinna í kvöld en hef ekki getað það. Mér hefur verið líkamlega illt, mér er ennþá bumbult og ég er óendanlega sorgmædd. Mér finnst einhvern veginn að allir séu í því að svíkja þjóðina, ljúga að henni og gefa skít í hana. En ekki Jón Bjarki. Ég tek ofan fyrir stráknum - þetta heitir að vera ærlegur og láta stjórnast af sannfæringu sinni. Það mættu fleiri gera, ekki síst þingmennirnir. Ég vona að fleiri blaðamenn feti í fótspor Jóns Bjarka og þeim veitir greinilega ekkert af því að vera með upptökutæki á sér í framtíðinni.

Kastljósið 15. desember 2008 - útskrift af samtalinu er hér

 

Sýn Henrýs Þórs á málið

Henrý Þór Baldursson - 16.12.08


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

nei Lára Hanna mín. rotnandi líkin eru bara smám saman að fljóta upp úr hafinu. Bíddu bara

Brjánn Guðjónsson, 16.12.2008 kl. 01:37

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Þetta er ábyggilega ekkert einsdæmi, við eigum eftir að sjá meiri hroða.. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.12.2008 kl. 01:41

3 identicon

Það sem er gott í ástandinu er einmitt að hroðinn komi upp á yfirborðið. En þetta allt saman minnir mig óneitanlega á Animal Farm. Hvað með að skella myndinni á stórt bílabíósbreiðtjald á Austurvelli og hafa movie-maraþon?

Martha Elena Laxdal (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 02:27

4 identicon

Þetta er því miður bara toppurinn á ísjakanum.

 Verðtryggingin og spillingin í kringum hana:
 
Ásta Rut og Vésteinn Gauti fóru á kostum á sl. Borgarafundi http://www.borgarafundur.org/

Vésteinn Gauti er með frábært blogg um verðtrygginguna.

http://vesteinngauti.blog.is/blog/vesteinngauti/  

Við biðjum alla landsmenn um að sameinast og krefjast þess að fá að sjá allar þær afskriftir

sem gerðar hafa verið í kringum ráherra, þingmenn og að opinbera starfsmenn.

 TÖKUM HÖNDUM SAMAN - EKKI GERA EKKI NEITT - ÞÖGN ER SAMA OG SAMÞYKKI!


 *****************************************************************************

Ég undirrituð/ður, krefst þess að allar afskriftir á bankalánum opinberra aðila, ráðherra, þingamanna og maka

þeirra verði  rannsakaðar sem efnahagsbrotamál á alþjóðlegum vettvangi og málin verði rannsökuð af utanaðkomandi,

óháðum aðilum hið fyrsta.

Hefja skuli opinbera rannsókn á mögulegu eignarhaldi þeirra í hlutafélögum sem og í öðrum eignarhaldsrekstri

þar sem öll hagsmuna- og ættartengsl verði einnig rannsökuð af sömu aðilum.


Virðingarfyllst!

(Nafn mótmælanda)

Sendist til:

sturlab@althingi .is

siv@althingi.is

bjorkg@althingi.is

atlig@althingi.is

johanna@althingi.is

amm@althingi

katrinja@althingi.is

bgs@althingi.is

ludvik@althingi.is

helgih@althingi.is

jonm@althingi.is

Réttlæti (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 07:09

5 identicon

ATHUGIÐ LYGARNAR !
 

 http://www.dv.is/frettir/2008/12/15/vinnur-fyrir-sjalfan-sig/


Það besta við þetta er
 
að Bloomberg aðgangurinn og tölvukerfið sem heldur utanum allt -  kemur frá Landsbankanum,
 
líka tölvurnar sjálfar.....þar var fréttin, .......en DV sagði ekki frá því !

Hrefna (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 07:13

6 identicon

Ég er auðvitað sammála hverju orði sem þú skrifar Lára Hanna.  Þetta höfum við lengi vitað að tíðkaðist. Upplýsandi að fá uppá yfirborðið svona skýrt dæmi um viðbjóðinn. 

Nema ég skil ekki þetta komment með að það geti varla hafi verið Björgúlfur sem manipúleraði á bak við tjöldin.  Halda menn að hann virkilega sé of heilagur til þess?  Í alvöru? 

Nú mættu líka fréttamenn ríkisfjölmiðlanna koma fram og segja frá hvernig stjórnmálamennn hafa drottnað og dirigerað yfir þeim miðlum.  Ég vona að enginn haldi að þetta sé bara bundið við einkamiðlana?  Það væri mikill barnaskapur ... og tími trúgirninnar er liðinn.

Elfa (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 07:50

7 Smámynd: Sævar Helgason

Er þetta mál ekki undirliggjandi tengt 365 fjölmiðlum- þ,e lánið sem Jón Ásgeir, Bónus-Baugsgreifi fékk tiil að kaupa hlut sinn í sjálfum sér . Var ekki lánið uppá 1.5 milljarð ísl kr.  Ég held að Björgólfur Guðmundsson hafi ekki verið neinn bógur til svona hótanna- en það gegnir öðru máli með Jón Ásgeir og aðstoðarmann hans Hrein Loftsson. Allavega var heitt í kolunum hjá þeim félögum um bankaleyndina varðandi lánið- alþingi va meira segja hótað...  Reynir Traustason verður að upplýsa um höfuðpaurinn..annars er hann trausti rúinn og búninn sem blaðamaður.

þetta finnst mér

Sævar Helgason, 16.12.2008 kl. 09:33

8 identicon

Ég hef þekkt til Jóns Bjarka í nokkur ár og þar fer ungur maður sem fylgir sannfæringu sinni og hefur nægan eldmóð til þess að láta fólk heyra það sem það þarf að heyra. Við þurfum á svoleiðis fólki að halda - nú sem aldrei fyrr.

Berglind (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 09:43

9 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Lygar eru að verða eitt af höfuðeinkennum Íslendinga!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 16.12.2008 kl. 09:52

10 identicon

Þetta er það sem við höfum vitað lengi og sjálfsritskoðun blaðamanna, sem kemur út í því að þeir gæta þess að segja yfirleitt aldrei neitt sem truflar valdið hvort sem er peningavald eða stjórnvald eða flokkur, er sú alvarlegasta og hefur viðgengist lengi ef ekki á davíðstímum almennt. Það er ekki réttlætanlegt að lúffa en jafnvel á Moggabloggi sýnist mér vera stýring (pólitísk stýring?). Hví var annars síðasta borgarafundi ekki sjónvarpað beint? Hver tók ákvörðun um það?

Það sem truflar mig í Reynis sögu Traustasonar er hvað þetta hentar vel þeim sem þola t.d. illa drengjablaðið DV...

Þetta minnir mig á Láru þátt Ómarsdóttur, fréttamanns á Stöð 2, í apríl sjá frétt. Þar grunar mig einnig að það hafi hentað einhverjum að fella hana á bragði. Um hvað fjallaði hún mikið? Jú, umhverfismál, ef ég man rétt.

En vefsíða þín er frábær og þar kann ég vel að meta hvernig þú stillir upp stjórnmálamönnum upp gagnvart orðum sínum. Þeir eru ekki vanir að bera ábyrgð á sínum eigin orðum og fréttamenn hafa lítið gert af því að minna þá á hvað þeir sögðu í gær eða í fyrradag, virðast stundum hafa ansi stutt minni.  Fyrir utan hvað rannsóknarvinna er fágæt. Ég skemmti mér líka vel yfir myndböndunum á youtube sem fjalla af húmor um dramatíska atburði.

Það er annars hálf öfugsnúið að þurfa að lesa vefsíðu þína fremur en fjölmiðla til að fá sæmilega mynd af því sem raunverulega gerðist, s.s. er varðar mótmæli. Þó vil ég benda á fréttaskot Þóru Kristínar á Sjónvarp mbl.is, þau eru hrein snilld. sjá hér

graena loppan (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 10:03

11 identicon

Nú er allt að gerast. Djöfull verður það gott þegar hreingerningin er yfirstaði.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 10:50

12 Smámynd: Sylvía

skítur flýtur, þökk sé Guði...

Brilliant hugmynd Martha að hafa útibíó með Animal Farm.

Sylvía , 16.12.2008 kl. 10:55

13 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Já, skítur flýtur og það mikið af honum, hvert lellan byrtist af annarri, óendanlega leiðinlegt með Reyni en svo bregðast krosstré...

Rut Sumarliðadóttir, 16.12.2008 kl. 11:23

14 identicon

Já, húrra fyrir Jóni Bjarka. Unga fólkið á eftir að bjarga Íslandi.

En gerðu þér engar grillur í sambandi við þingmenn. Þeir eru gamla Ísland. Sjálfhverfur og síngjarn skríll.

Sjáðu síðasta útspil jafnréttissinnans, formanns Jafnaðarmannaflokks Íslands. Ingibjörg Sólrún boðar nú enn nýja útgáfu af vægara forréttindakerfi ráðherra og þingmanna í lífeyrismálum. Nú skulu ráðherrar búa við sömu forréttindi og þingmenn - af því að það er þannig "árferði"!!

Hvílíkur formaður jafnaðarmanna. Hvílíkur jafnréttissinni. Þekkir ekki mun á árferði og jafnrétti. 

Burt með þennan dáðlausa ráðleysingja ! Burt með utangáttastjórnina !

Rómverji (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 11:23

15 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Við eigum eftir að sjá mikið enn

Hólmdís Hjartardóttir, 16.12.2008 kl. 11:37

16 identicon

Það er langbest að ráða einfaldlega flokksmenn sem fréttamenn, spyrla nú eða ritstjóra þá verður rétturinn alltaf heitur flokksmatur og gagnrýnislaus á félagana. Það myndi hvergi líðast að fyrrverandi samráðherra þeirra sem eru í ríkisstjórn ritstýri fréttablaði, það er beinlínis andstætt hlutverki fjórða valdsins og útlendingar hreinlega trúa því ekki að svo sé hér í mestu makindum.

Kastljósið hefur löngum verið hollt stjórnvaldinu sem og sjónvarpsfréttir rúv. Stærsta framkvæmd Íslandssögunnar fékk t.d. hreinlega ENGA umfjöllun í rúmt ár í Kastljósinu (Kastljósþáttur 1. ágúst 2001, síðan ríkti kastljósþögnin langa fram í desember 2002). Brotalamir lýðræðisins voru svo greinilegar í því virkjanamáli og hefðum við mörg viljað sjá landann vakna upp.

Eitt helsta viðkvæmnismál er ennþá umhverfismál enda starfa á Íslandi "fjölmörg fyrirtæki og stofnanir sem sérhæfa
sig í þjónustu við orkuiðnaðinn. Fjárfestar sem vilja nýta sér endurnýjanlega orku á Íslandi geta sótt í öflugan þekkingar- og reynslubrunn slíkra aðila við uppbyggingu orkufrekra fyrirtækja á Íslandi.".

Eða hafið þið séð þetta og þetta eða þetta? Það er ýmislegt sem mallar.

Nokkrir útdrættir úr bæklingnum brosandi:

"Opinber þjónusta er til fyrirmyndar og margvísleg aðstoð stendur fjárfestum til boða. Ber þar að nefna starfsemi Fjárfestingastofu sem aðstoðar erlenda fjárfesta án greiðslu og í trúnaði."

"Orkusölusamningar eru jafnan í erlendri mynt og einnig hefur færst í aukanna að greiða starfsfólki í erlendri mynt. Gengissveiflur íslensku krónunnar hafa þannig minni áhrif en ætla mætti á starfsemi erlendra fyrirtækja á Íslandi."

... "Landsvirkjun hefur þó lýst því yfir að orkan verði ekki notuð til stóriðju." Úr Umsögn um athugasemdir..., bls. 9.

græna loppan (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 13:10

17 identicon

Hlustið á Einar Guðfinnsson. Það er greinilega farið að hitna undir ráðleysingjunum í utangáttastjórn Ingibjargar og Geirs.

http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/21651/

Rómverji (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 14:20

18 Smámynd: Árni Gunnarsson

Íslensk stjórnvöld vita mætavel að þjóðin ber ekki traust til þeirra í neinu því efni sem snýr að rannsókn bankahrunsins. Því síður treystir hún því að rannsakað verði hversu miklum fjármunum var skotið undan fyrir þóknanlega viðskiptamenn á síðustu mínútum fyrir hrunið. Það þyrfti til dæmis töframann til þess að fá þjóðina til að trúa sögunni um hlutafjárkaup nýju bankastýrunnar í Glitni og hinni yfirgengilegu gleymsku manneskjunnar í því að fylgjast með afdrifum hátt í 200 milljóna, bara siona. Á Alþingi situr óttaslegin hjörð sem nagar neglurnar af kvíða um að einhver tali af sér og þess vegna er enginn látinn víkja með valdboði. 

Árni Gunnarsson, 16.12.2008 kl. 21:49

19 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hver var svo að tala um skítlegt eðli?

Víðir Benediktsson, 16.12.2008 kl. 23:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband