Jólamyndin í ár - Dýrabær

George Orwell var Breti, hét réttu nafni Eric Arthur Blair, fæddist árið 1903 og lést aðeins 47 ára að aldri árið 1950. Þekktustu ritverk hans eru líklega Animal Farm (útg. 1945) og 1984 (útg. 1949). Báðar bækurnar eru klassískar og eiga alveg jafn vel við nú og þegar þær voru skrifaðar, enda hefur mannlegt eðli ekkert breyst.

Mér datt í hug að setja hér inn Animal Farm, eða Dýrabæ, til samanburðar við það sem er að gerast í íslensku þjóðfélagi nú um stundir. Tilvísanirnar í nútímann eru margar og margvíslegar. Þetta er gömul og góð teiknimynd og er hér í átta hlutum. Það er hollt að rifja söguna upp, einkum þingmönnum, ráðherrum og (óhæfum) embættismönnum.

1. hluti af 8

2. hluti af 8

3. hluti af 8

4. hluti af 8

5. hluti af 8

6. hluti af 8

7. hluti af 8

8. hluti af 8


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Sumir eru alltaf jafnari en aðrir.    Og það er sjálftöku jafnrétti.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 22.12.2008 kl. 02:06

2 identicon

Leiðir það ekki af sjálfu sér að hver er svínið í íslensku útgáfunni?

Ekki alveg orðlaus (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 02:17

3 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Animal farm á vel við

Hólmdís Hjartardóttir, 22.12.2008 kl. 08:03

4 identicon

Mjög við hæfi, Lára Hanna.

Þingmenn eru einmitt að gera breytingar á eftirlaunaforréttindum sínum. Þeir ætla áfram að vera "jafnari en aðrir". Meiraðsegja þingmenn Jafnaðarmannaflokks Íslands gera sér það að góðu. Formaður þeirra skilur ekki orðið "jafnrétti".

Rómverji (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 09:25

5 identicon

Já, talandi um svín:

http://mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/19632/

Rómverji (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 09:28

6 Smámynd: Villi Asgeirsson

Mér finst lögmannatal oft hljóma eins og DoubleSpeak. Takk fyrir að minna okkur á snillinginn.

Villi Asgeirsson, 22.12.2008 kl. 09:43

7 Smámynd: Rut Sumarliðadóttir

Já , tek undir að sumir eru jafnari en aðrir á Gríslandi.

Rut Sumarliðadóttir, 22.12.2008 kl. 11:57

8 identicon

Loksins sá einhver samhengið einnig má benda á ríkisstjórnina í myndinni Blazing Saddles og ríkisstjórnina í plötum Kinks frá 1970 Preservation act I og act II

Pétur Kristjánsson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 13:02

9 identicon

Grímur Atlason bregður ljósi á "Jafnaðarmannaflokk Íslands":

http://eyjan.is/grimuratlason/2008/12/22/thessir-vildu-hafa-betri-kjor-en-adrir/

Rómverji (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 13:12

10 identicon

Margir telja að "vörumerkið" 101 sé séríslenskt eða Reykvískt fyrirbæri. Einhverjir Íslendingar telja það jafnvel sína einkaeign. Þetta númer/tala er hins vegar mjög frægt í bókmenntasögunni og til eru þeir sem fá skelfingarhroll þegar þeir heyra það nefnt.

Það var einmitt George Orwell sem gerði númerið 101 óðauðlegt í sögunni 1984. Í herbergi 101 gerðust óskemmtilegir atburðir.

sigurvin (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 15:00

11 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég verð nú að segjast eins og er að ég sé nú svínin best spegluð í Bónusgrísnum og afkomendum hans.

Héðinn Björnsson, 22.12.2008 kl. 17:29

12 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Lífið er ekki list en list getur túlkað og notað tákn fyrir veruleikann en í veruleikanum eru þetta menn, ekki svín í húsdýragarðinum eða teiknimyndum, heldur menn og meðan við bögglum þessu öllu saman tilfinninga og táknfræðilega, hugsa þessir sömu menn fyrst og fremst um að bjarga eigin skinni og tryggja sér það fjármagn sem þeir komast yfir.  Svín eru miklir mathákar, það verður ekki af þeim skafið, nema þá af hamborgarhryggnum, en svín vita ekkert hvað peningar eru, afturámóti eru sumir menn miklir peningahákar og vákar, því þegar kemur að peningum og völdum svífast þeir einskis.  Af hverju eru ekki Háskólarnir virkjaðir til að kryfja Íslenskt samfélag, frá Toppi til Táar og frá Tá og upp í Topp.  Staðan núna er að fullt af fólki er eða verður atvinnulaust og óvíst virðist vera hvort Háskólarnir taka inn alla nemendur sem vilja fara í nám.  Af hverju ekki ?  Þeir gætu þó allavega tekið þátt í að endurmeta og kryfja samfélag okkar.  Þetta er félag er það ekki sem við erum saman í  

þetta væri allavega ódýrara en ný lögfræðingabaugsfeðga fimm ára áætlun á kostnað almennings + öll hin málin.  Háskólarnir verða að taka yfir rannsóknina á bankahruninu og allri þeirri niðurlægingu Íslensks þjóðlífs sem átt hefur sér stað síðasta áratug.  Strax á næstu önn.  Annars verður bara svarið:  Við eigum ekki pening til að rannsaka þetta.....þetta er svo dýrt og það er kreppa...hu hu hu.....það er kreppa í stóru tánni...hún er bólgin....toppstykkið var allavega ekki í lagi hvorki hjá útrásar og innrásar bankavitleysu hreðjabrjóts hryðjuverkapakkinu né hjá óstjórnlega kjánahrosslega hyskinu í flokksræðis embætta útvalninga þú ert frændi minn þú ert vinur minn þú ert flokkurinn og flokkurinn er föðurland mitt og móðurmál mitt er bara mál flokksins míns... það er mitt tungumál, kondu í sleik og allt fer í steik...ó hvílík er endaþarmsógæfa Íslenskrar Þjóðarsálar...en það er kominn tími til að því linni þessu kjaftæði...ekki bara í mér...það er bara smákjaftæði á við hitt.  Sagnfræði er yfirleitt skrifuð löngu síðar, einskonar eftirsjá og skrifuð af sigurvegurunum en verum bara sjálf sigurverarar og skrifum sagnfræðina strax eftir áramót og fram til vors, illu er best aflokið, nýtt og betra Ísland, burt með vanahugsun, verum til og núna, núna stax og ekkert kjaftæði

Máni Ragnar Svansson, 22.12.2008 kl. 21:36

13 identicon

já alveg sígild, ENN þetta er allt á ensku ég er bara ekki viss um að allir ráðherrar skilji þetta, allaveganna hafa þeir

ekki sýnt neina snilli hingað til, þeir gætu misskilið eitthvað þráðinn......!

ag (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 00:40

14 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég sá þessa mynd sem barn og fannst dýrin svo sniðug, t.d. þegar kýrin var að prjóna. Mér finnst enn meira gaman að dýrunum en boðskapnum.

Sigurður Þór Guðjónsson, 23.12.2008 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband