Fróðlegt innlit á þingpalla

Ég gerði mér ferð á þingpalla Alþingis í dag. Kom inn þar sem "umræða um störf þingsins" var nýhafin. Og þvílíkt bull og blaður. Þetta fólk sem þarna situr er aldeilis ekki að leysa vandamál þjóðarinnar þótt við séum að borga þeim laun fyrir það. Það er að karpa og kveina og kjafta um ekki neitt og eyða tíma bæði sínum og okkar í vitleysu. Meira um það seinna.

Hér er sýnishorn af ótrúlegri "ræðu" sem mér heyrðist helst einkennast af annars vegar fullkomnum skorti á málefnalegri rökhugsun og hins vegar af einhverjum innanhússhúmor sem ég botnaði ekkert í. En þingmenn hlógu dátt og skemmtu sér - á okkar kostnað, hvernig sem á það er litið.

Þetta var ræða dagsins að mínu mati. Hún var sú síðasta í "umræðu um störf þingsins" og sú eina sem ég heyrði í þeirri umræðu sem eitthvað vit var í. Ræðukonan er Ragnheiður Ólafsdóttir, sem kom inn á þing í gær fyrir Guðjón Arnar hinn Frjálslynda. Ég var svo innilega sammála Ragnheiði að ég klappaði í lok ræðunnar. Eftir að verða vitni að endalausum og fáránlegum frammíköllum þingmanna sem minntu helst á hegðun unglinga á gelgjuskeiði fannst mér undarleg augnatillitin sem mér voru send úr þingsal fyrir klappið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Já þetta er þyngra en tárum tekur.

hilmar jónsson, 11.2.2009 kl. 20:16

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he þetta er bara alþingi... þetta eru sauðir upp til hópa og alþingi er EKKI að vinna að lausn okkar vandamála.. Flott hjá Ragnheiði.. greinilegt og gott að það finnst skynsamt fólk inn á milli.

Óskar Þorkelsson, 11.2.2009 kl. 20:21

3 identicon

Heyrði þetta klapp hjá þér Lára Hanna, svo að undir tók í áhugamannaleikhúsi fáránleikans. Barst langt út fyrir landsteina í beinni. Líklegast hefur þú mest undrast að greina enga skömm í augngotunum ... þeirra sem litu upp! 

The Muffin Man (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 20:32

4 Smámynd: Guðmundur Óli Scheving

Eru þetta ekki þessir með gervigreindina sem ESB er tilbúið að veita 300 miljónir til rannsókna á ?

Guðmundur Óli Scheving, 11.2.2009 kl. 20:33

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Greinilega verið að hvetja orkuvæðingareinkavæðingarsinnann Össur Skarphéðinsson til dáða.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 11.2.2009 kl. 20:42

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég ligg yfir þinginu þessa dagana.

Aldrei hefur verið eins mikið um framíköll eins og núna eftir stjórnarskiptin.

Það má enginn taka til máls frá stjórnarflokkunum án þess að kallað sé fram í.

Þarna var verið að vega að Kolbrúnu Halldórsdóttur fyrir að vilja nota varúðarregluna í sambandi við nýtingu á auðlindunum.

Þeim finnst það hundasúrupólitík.

Sama með hvalveiðarnar.  Þeir vilja veiða hval.  Fleiri hundruð störf segja þeir án þess að geta rökstutt það með einum eða neinum hætti.

Framsóknarflokkurinn styður hvorutveggja, álver og hvalveiðar og eins og Jónas Kristjánsson segir; Framsókn er alls staðar til skaða.

En þessi  nýja þingkona er frábær.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.2.2009 kl. 20:46

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hvað þarf til að stöðva þennan farsa??? Hvwernig verða þær breytingar á starfi alþingis og ráðamanna að þjóðin þurfi ekki að skammast sín fyrir fáránleikann sem þetta fólk er með í gangi í stað þess að einhenda sér í að bjarga brennandi þjóðarskútu??

Hveru miklu lengur getur maður horft uppá svona bull án þess að hreinlega henda sér frá borði??

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.2.2009 kl. 22:38

8 Smámynd: Heidi Strand

Ragnheiður Ólafsdóttir var frábær!

.

Fyrst verðum við að klára Svartaloft svo fjölmennum við á pallanna.

Heidi Strand, 11.2.2009 kl. 23:26

9 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þingmenn eru sjálfum sér til skammar og það er hörmung að hlusta á þessar ómálefnalegu umræður.

Ragnheiður var flott og ég "nappaði" myndbrotinu af henni frá þér....vona að það sé í lagi

Sigrún Jónsdóttir, 12.2.2009 kl. 00:32

10 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Ég tek heilshugar undir með Ragnheiði.  Það má segja að glöggt sé gests auga.

Annars á ég færslu frá því í mars 2007 um svipaða óvirðingu þingmanna við starf sitt:  Og allt of oft bara til að tala

Þá lagði ég til að við verðlaunuðum eða refsuðum þingmönnum með atkvæðum okkar.  Nú gefst okkur annað tækifæri.  Út með þá þingmenn sem geta ekki tekið starf sitt alvarlega.  Þessi kjánagangur og óskilvirkni í störfum Alþingis hefur oftar en ekki hrakið góða þingmenn á braut.  Nýjasta dæmið er Guðfinna Bjarnadóttir, en hún er greinilega búin að fá nóg af sandkassaleik "litlu barnanna" á þingi.

Annars er ótrúlegt að hlutsta suma þingmenn Sjálfstæðiflokksins.  Ef maður væri alveg ókunnugur landsmálum og vissi ekkert um það sem er á undan gengið, þá gæti maður haldið að þeir væru búnir að vera í stjórnarandstöðu í 10 ár eða svo.  Þeir koma í röðum "litlu strákarnir" og kvarta undan því að ný ríkisstjórn hafi ekki gert þetta og ekki hitt, en hitta sig heima í hvert sinn.  Er ekki allt í lagi með menn.  Ármann Kr., Sigurður Kári, Birgir Ármanns og fleiri láta, eins og landstjórnin hafi gjörsamlega verið Sjálfstæðisflokknum óviðkomandi síðustu 10 árin. Þessi upphlaup þeirra eru aumkunnarverð í besta falli, en í versta falli hreinn og klár skæruhernaður.  Ég skil Guðfinnu svo vel að vilja segja skilið við þennan skríl.

Í mínum huga þá geta Frjálslyndir einir litið á sig sem stjórnarandstæðingar.  Hinir annað hvort styðja núverandi stjórn eða sitja á kafi í skítnum frá eigin verkum eða verkleysi.

Marinó G. Njálsson, 12.2.2009 kl. 01:05

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég verð að grobba mig smá, ég er formaður kjördæmaráðs norðvesturkjördæmis, og ég á þó ég segi sjálf frá stærstan hluta þátt í því að Ragnheiður er í þessari stöðu í dag.  Það gekk ekki þrautarlaust, en hafðist, og mikið er ég stolt yfir hennar frammistöðu, hún stóð algjörlega undir væntingum þessi elska.  Þvílíkan fjársjáð sem við eigum konur í okkar fórum, það er bara spurning um að þekka gimsteinana úr, og berjast fyrir því að þeir fái að blómstra.  Þetta blóm vökvaði ég og varði og er stolt af svo sannarlega.   Enda vissi ég um þá mannkosti sem hún á.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.2.2009 kl. 01:36

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Klippan með Ragnheiði vill nú ekki spilast hjá mér. En las hluta úr ræðunni, ef jómfrúar telst, þá hafa þær vart betri verið fluttar!

En garmurinn hann Grétar mar er nú bara eins og hann er, stóð sig reyndar nokkuð vel hér áður sem forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins, olli útgerðarmönnum þá oft hugarangri, en veit nú ekki um hann sem þingmann. En hann er jú úr Hafnarfirði, vel að merkja.

Magnús Geir Guðmundsson, 12.2.2009 kl. 01:42

13 Smámynd: Einar Indriðason

Heyrði Ragnheiði í útvarpinu.  Flott ræða hjá henni!  En... því miður þá efast ég um að þingmenn taki þetta til sín.

Nýja "öfluga" stjórnarandstaðan er ... biluð.  Og ætti að kúpla út, með valdi, og troðið ofan í tómar öskutunnur!  Og ef það er ekki augljóst, þá er það D listinn eins og hann leggur sig.  Forgangsröðunin hjá þeim er ótrúleg.  Framboðsskjálftinn er orðinn svo augljós!

Og hvað með Ísland og íslendinga á meðan?  Jú, leyfum aumum búsáhaldaskrílnum að blæða út, meðan jakkafatapakkið, með of-hert bindin, tuða og tuða og tuða.

Ónýta skítapakk þið aumingjar á þingi!

Einar Indriðason, 12.2.2009 kl. 04:26

14 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já, um þetta má náttúrulega margt segja.

Undanfarin mörg ár hefur ekki verið upplífgandi að fylgjast með alþingi.  Þarna hafa setið eitthvað 60 manns og sjaldnast sagt eitthvað að viti er þeir hafa tekið til máls.  Svona doði og deyfð legið eins og mara yfir svæðiu.  Allt yfirbragð einkennst af tilgangsleysi.  Kannski skiljanlegt því alþingi er í rauninni ekkert annað en stimpilstofnun.  Stimplar frumvörp sem Ríkisstjórn ákveður að eigi að ná í gegn (jú jú, svo eru þeir í nefndum og svona til að ræða hin ýmsu mál. Passa uppá að formlega hliðin sé í lagi o.s.frv)

Ef maður horfir yfir hópinn á þingi, þá verð eg að segja að mér finnst mannvalið ekki mikið eða gott.  En hvað skal segja - þjóðin kaus þessa menn.  Það er nefnilega það skríta.  Þjóðin vill þetta greinilega.

Veit ekki, stundum dettur mér í hug að óþarfi sé að hafa þetta alþingi.  Meina, það eru bara 300.000 hræður sem búa hér.  Væri alveg nóg að hafa bæjarstjórnarfyrirkomula á stjórnu landsins.  Það sýnir sig líka að það eru Ráðherrarnir sem ráða öllu (þessvegna heita þeir líklega "Ráð" herrar.  Þeir ráða.

Alþingi er bara utanveltu og veit ekkert hvað það á að gera og þingmenn augljóslega i tilvistarkreppu af þeim sökum og bulla bara að mestu daginn út og daginn inn.

(Svo fanns mér þessi ræða Grétars not fyndin.  Asnaleg.  En þetta fannst þingheimi greinilega fyndið.  Þegar hugarástand er svona - við hverju er að búast af Þingi ? Augljóslega engu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.2.2009 kl. 10:33

15 Smámynd: Anna

og á fullum launum, á kosnað skattgreiðendur. Það hlítur að vera frábært að fá borgað fyrir að hlæjða og djóka á þingi.  Ísland er GJALDÞROTA, er það svona vikilega findið. Landið er búið að vera er það svona vikilega findið. Ef þessir menn væru á þingi í Bandaríkjunum væri búið að láta þá fara. Ég held að þessir menn ættu að fara koma sér að verki heldur að eyða tíma Alþingis.

Sorlegasta er að við kusum yfir okkur þetta fólk. Ég fagna því að í næstu kosningum verður hægt að kjósa menn enn ekki bara pólitíska flokka sem hugsa bara um eigi hag.  Löngu úrelt og gamaldags kerfi.

En áður enn hægt sé að fara byggja her um nýtt Ísland þarf að hreinsa út skítinn. Magra áratuga spillingu. Eins og Geirfinnsmáli sem var pólitíks spilling þar sem saklaust fólk var kært fyrir morð.

Ég vona bara að þjóðin fari nú ekki að kjósa Sjálfstæðið aftur yfir sig. Þá er nú þessarri þjóð ekki bjargandi. Sem yrði hláturefni annarra þjóða í heiminum.

Anna , 12.2.2009 kl. 11:18

16 Smámynd: Sigurður Hrellir

Alþingi er ónýtt, niðurlægt og fótum troðið. Nú eru 10 vikur til kosninga og fátt sem bendir til annars en að sömu gömlu flokkarnir bjóði upp á sama vonlausa liðið karpandi og með sömu innihaldslausu frasana enn eina ferðina. Þjóðin kyngir þessu af því að fjölmiðlar eru meðvirkir og ógagnrýnir. Guð blessi Ísland!

Sigurður Hrellir, 12.2.2009 kl. 11:27

17 identicon

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er - ef til vill án undantekningar - ekkert annað en skríll.

Rómverji (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 14:05

18 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Hananú, þá er ég búin að heyra, röggsöm ræða og ekki skemmdi nú kröftugt klappið fyrir!

Magnús Geir Guðmundsson, 12.2.2009 kl. 19:36

19 Smámynd: Ingibjörg Hinriksdóttir

Ragnheiður Ólafsdóttir er greinilega kjarnakona, jómfrúarræða hennar var sennilega sú besta sem flutt hefur verið á Alþingi. Ég hefði viljað sjá framan í þingheim þegar þessi vestfirska kjarnorkukona las þeim pistilinn. Gott hjá henni.

Þegar ég hlustaði á Gretar Mar, þá datt mér bara í hug að nú væri leynivinavika á Alþingi, og að iðnaðarráðherra væri leynivinur hans!

Ingibjörg Hinriksdóttir, 12.2.2009 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband