Svik og blekkingar - sagnfræði nútímans

Svik, blekkingar, lygar, leyndarmál, þjófnaður, bankarán, landráð... en það má ekki leggja hald á eigur þessara manna - það væri brot á mannréttindum þeirra. Er ekki allt í lagi? Stutt samantekt Egils hér. Á laugardagsfundunum á Austurvelli er m.a. verið að krefjast þess að þessir menn hljóti makleg málagjöld en fólk er hætt að mæta. Af hverju? Er öllum sama? Viljum við láta þetta óátalið? Ja... ekki ég. Og við getum verið alveg handviss um að þótt hér sé verið að tala um Kaupþing þá hefur ástandið ekki verið mikið skárra í hinum bönkunum. Ég er að tala um t.d. þetta...

Og þetta... (smellið þar til læsileg stærð fæst)

Viðskiptavildin og Enron-Ísland - DV 6.3.09

Hundraða milljarða lán - Moggi 7.3.09

Framhaldssaga blekkinga - Moggi 8.3.09

Svo berast þær fréttir að Kristján Möller og Björgvin G. Sigurðsson, bankamála- og viðskiptaráðherra - sem báðir voru í ríkisstjórninni sem aðhafðist ekkert hvorki fyrir né eftir hrunið - hafi lent í fyrsta sæti í prófkjörum Samfylkingarinnar í sínum kjördæmum. Og Siv Friðleifsdóttir efst hjá Framsókn. Og Alfreð valtaði yfir Sigmund Davíð. Vill fólk það sama aftur, semsagt? Ja... maður spyr sig. Þetta virkar ógnvekjandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég ætlaði að mæta á mótmælafundinn í gær en komst ekki,   sviksemin og yfirhylmingin á hruninu er svo yfirgengileg að ég er í dag ráðalaus.  Ég gekk í Borgarafylkinguna á áðan og mun ég kjósa hana í vor, fjórflokkarnir verða að fara í frí.  Svo hægt verði að bjarga því sem bjargað verður.   Ástandið sem er í dag er ekki boðlegt venjulegu fólki.   Ég er orðin brjáluð, í skapinu vegna spillingarinnar sem viðgengist hefur og viðgengst ennþá. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.3.2009 kl. 02:47

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Ég er ekki hissa á fylgi þeirra Kristjáns Möller og Björgvins G Sigurðssonar. Hvað verðar Alfreð og Framsókn þá finnst mér ekki hægt að ætlast til að þar verði allt hvítskúrað út í öll horn. Það er bara búið að þvo mjög lauslega yfir smá blett í forstofunni.

Það er nokkuð ljóst að sýslumaðurinn á Akranesi verður kominn með her manns í vinnu áður en langt um líður  ef marka má fréttir úr fjármálageiranum.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 8.3.2009 kl. 02:53

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Lára Hanna, þessar prófkjörsfréttir eru ekki til að bæta sálarástandið í minni kompu. Það er tvennt sem fer í taugarnar á mér í því sambandi. Í fyrsta lagi það að prófkjörin í sjálfu sér eru eins og yfirlýsing um það að flokkarnir sjálfir hafi ekki hugsað sér að breyta neinu og í öðru lagi það að fréttamiðlarnir skulu sífelt mala á fréttum á prófkjöri að þeir ætli heldur ekki að breyta neinu í sínum ranni.

Það sem þú vekur athygli á hér er það sem ætti í fyrsta lagi að vera það sem allir fréttatímar loguðu af frá morgni til kvölds alla daga og í öðru lagi það sem þingmennirnir væru svo uppteknir af að eiga við að prófkjörum hefði verið frestað á meðan það væri að koma lögum yfir alla þessa menn sem rændu okkur!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.3.2009 kl. 03:26

4 identicon

Tímabært að Raddir fólksins taki undir með Borgarahreyfingunni:

"Trúverðug rannsókn undir stjórn og á ábyrgð óháðra erlendra sérfræðinga á íslenska efnahagshruninu verði hrundið af stað og fari fram fyrir opnum tjöldum. Frysta eignir grunaðra auðmanna STRAX meðan á rannsókn stendur"

http://www.borgarahreyfingin.is/?page_id=6 

Rómverji (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 09:54

5 identicon

Ég held að ungt lýðræði megi sín lítils gegn aldalangri kúgun og skiptingu þjóðarinnar eftir því hvort maður situr að kjötkatlinum eða ekki. Baráttan er rétt að byrja og hún hefst með því að gögnum er haldið til haga, NÚNA. Baráttan hefur verðuga andstæðinga, eins og ég benti á í gær, m.a. í félögum okkar, vinum og ættingjum í auglýsinga- og bloggheimum. Allar hugmyndir um að andspyrnan við ríkjandi skipulag geti breytt nokkru á skemur en einni eða tveimur kynslóðum, er fráleit! Menning breytist ekki nema við róttæka atburði eða þróun yfir langan tíma. Þessvegna skiptir öllu að upplýsingum sé haldið til haga, að minnisbók alþýðunnar verði skrifuð og að í henni séu skráð orð og æði þeirra sem hér stjórna. Til þess að við getum kosið þau frá okkur eða yfir okkur.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 11:19

6 Smámynd: Anna

Og hvar var Fjármálaeftirlitið þegar þessi viðskipti stóðu sem hæst? Hvað var Davið Oddsson að gera í málinu? Hvað var Geir og Ingibjörg að gera í málunum??? Flest viðskipti bankanna voru í blöðunum. En ekkert var athugavert við þau viðskipti sem bankarnir voru að gera. Og vil ég vitna í grein síðan í fyrra.

"Vill ryðja braut til erlendra kauphalla"

Í kjölfar yfirtöku Kaupþings á J P Nordiska bankanum í Sviðþjóð stefnir fyrirtækið að skráningu í Stokkhólmi. Forsvarsmenn Kaupþings telja skráninguna lykilatriði fyrir framhald skráningar íslenska fyrirtækja í erlendum kauphöllum. Fyrirtækið birti dag ítarlega upplýsingar um rekstur og eignir Kaupþings. haflidi@frettabladid.is þar er að finna alla greinina.

Eingum fannst athugavert við þetta. Eða önnur viðskipti Kaupþing. 

Anna , 8.3.2009 kl. 11:45

7 identicon

sífellt virðist vera að koma betur í ljós að stjórnendur bankanna voru vonlausir að öllu leiti nema að finna upp nöfn á fyrirtækjum til að fela slóð glæpa sem ekki virðist vera ástæða til að rannsaka,af einhverjum ástæðum ég veit að ef ég skulda mínum banka er gjaldfellt,sent í innheimtu og intrum og hótað lögfræðingum reiknaðir vextir vanskilagjöld og hvað þetta nú heitir allt og mig er hægt að sækja til saka fyrir 5-10 þúsundkall,en fyrir tugmilljarða fjárdrátt er ekki ástæða til að spyrja neinna spurninga.HVAÐ ER AÐ.nú snýst allt um einhverjar kosningar,hahaha hverjum á að treysta?og af hverju.

árni aðals (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 16:18

8 identicon

Eftir að hafa horft á Silfur Egils í dag, er maður endanlega búinn að fá upp í kok. Við erum dæmd til 20 ára þrælkunarvinnu til þess að borga þjófnað Kaupþingsmanna. Í öðrum löndum yrðu þessir menn sóttir í tugthúsið á morgun, en hér gerist það örugglega ekki.... nema að við mætum núna á fundi Radda fólksins með spurningunni og kröfunni: Viljum við landráðamennina og svikamylluna burt?

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 17:01

9 identicon

HELL YES, Þórkatla!

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband