Þetta er einmitt málið!

Bergþóra Jónsdóttir - Persónukjör er þverpólitískt - Moggi 12. mars 2009


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við þurfum fyrst að koma okkur saman um orðið "persónukjör". Líklegast er orðið/skilgreiningin í frumvarpinu villandi að því leyti að þar er lagt til að kjósendur velji eða raði innan þess flokks sem það ætlar að kjósa. Þó Bergþóra bendi á núverandi reglu um útstrikanir og endurröðun, þá er reglan svo væg að ákveðin prósenta kjósenda flokksins þarf að framkvæma hana svo hún virki. Gamla útsrtikunarreglan var virkari og nær því sem nú er notuð í flestum prófkjörum. (söfnuð atkvæði). Persónukjör þvert á flokkslista er auðvitað þyrnir í augum flokkseigendafélaga. Ég auglýsi eftir góðu orði fyrir opinn lista - röðun frambjóðenda í sama flokki. Persónukjör má nota um val þvert á lista. Slíkt kosningafyrirkomulag er til. Þá er kosið á tvöföldum atkvæaseðli, persónur án flokksklafa (landslisti) og svo flokkskjör (kjördæmi). Lúðvík og co. (mínus Sjálfstæðisflokkur) eru hér að teygja sig í átt að þeim kröfum sem komu fram í haust og vetur. Það er þó í áttina, finnst mér.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 13:57

2 identicon

En... hverju myndi það breyta að hafa persónukjör? Er ekki allt eins möguleiki á því að þessir einstaklingar sem kosnir yrðu í "persónukjöri" myndu hugsa fyrst og fremst eigin hag og halda sér inni á þingi með sínum fríum, launum og hlunnindum?

ArnarG (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 23:05

3 identicon

Kannski, kannski ekki, en fólk vill geta valið visst fólk sem það metur.  Ég vil geta valið menn sem ég met heiðarlegasta og hæfasta, ekki flokka.  Í það minnsta veikir fyrirkomulagið flokkavaldið.  Og flokkavald spillir. 

EE elle (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 00:59

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Því miður satt hjá EE elle og hárrétt, flokkavald spillir, það þarf að veikja það verulega, ég gæti meira að segja alveg hugsað mér lífið án flokka.

Georg P Sveinbjörnsson, 13.3.2009 kl. 03:21

5 identicon

Flokkarnir hafa ekki hugsað sér að samþykkja þetta frumvarp, en það væri stórt skref fram á við. Fjórflokkurinn stendur saman þegar á reynir, en setur upp leiksýningar fyrir pöpulinn að smjatta á. Hvers konar lýðræði er það t.d. að 1500 flokkshestar og vinir þeirra sem skrá sig í flokkinn ráði listum Samfylkingarinnar í Reykjavík? Er ekki nær að þær þúsundir sem kjósa munu Samfylkinguna ráði því?

Þorkell Helgason hefur ritað það sem er bitastæðast um persónukjör: http://www.visir.is/article/20090304/SKODANIR03/173626065

Rómverji (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 12:50

6 identicon

Takk f. þetta Rómverji. Gott innlegg.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 13:56

7 identicon

Ekkert að þakka. Ef til vill er vona, eftir alltsaman:

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item255485/

Rómverji (IP-tala skráð) 13.3.2009 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband